Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988
\
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
stöðugleika vantar
Jarðsamband liðsins, aðstandenda þess og annarra
nauðsynlegt því lokaprófið verður ekki þreytt fyrr en í Seoul
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
ÍSLENSKA landstiðið í hand-
knattleik getur lagt þau bestu
að velli, þegar sá gállinn er á
þvf, en það getur einnig lagst
lágt og tapað fyrir minni spá-
mönnum. Liðið er skipað leik-
mönnum, sem hafa vakið
mikla athygli í handbolta-
heiminum og náð langt með
félagsliðum; leikmönnum,
sem þekkja vel hvern annan
og eru saman til alls líklegir
inni á vellinum. Liðíð erfrá-
bært og getur sigrað hvaða
mótherja sem er, en óstöðug-
leikinn gerir það að verkum
að óraunhæft er að ætla því
sæti í allra fremstu röð á stór-
mótum.
Arangur landsliðsins á Plug-
leiðamótinu sýnir að hinn
mikii og erfíði undirbúningur skil-
ar sér hægt og sígandi. Sigurinn
AF gegn Sovétmönn-
INNLENDUM um sýndi að þegar
VETTVANGt mikið liggur við,
þá leggjast allir á
eitt og árangurinn
er samkvæmt því.
Tapið gegn Sviss-
lendingum stað-
festir hins vegar
óstöðugleikann.
Álag
Eftir heimsmeistarakeppnina f
Sviss árið 1986 var markið sett
hátt og ákveðið að leggja allt í
sölumar til að halda liðinu á með-
al a-þjóða á Ólympíuleikunum í
Seoul. Tæplega hundrað leikir
voru skipulagðir með kerfís-
bundnum æfíngatimabilum inni á
milli. Bogdan landsliðsþjálfari
hefur á þessum tíma skipulagt
starfíð með Ólympíuleikana fyrst
og sfðast í huga. En hann hefur
einnig sett ákveðin markmið fyrir
hin ýmsu mót og náð þeim. Hann
ætlaði að ná verðlaunasæti á
Júgóslavíumótinu í fýrra og það
tókst. Hann stefndi að fjórða sæti
í heimsbikarkeppninni í Svíþjóð í
janúar sem leið og sú varð á raun-
in. Praman af sumri var áherslan
lögð á þrekæfingar og gert ráð
fyrir að liðið sýndi um 85% af
eðlilegri getu á Flugleiðamótinu.
Hópurinn hefur verið saman
síðan í byijun júnf og segir það
allt um hið mikla álag. „Því fylg-
ir áhætta eins og ofæfíng og leiði
en við höfum ekki um annað að
velja. Þetta er sem póker, þú tek-
ur áhættu og vinnur eða fellur á
eigin bragði. íslenskir þjálfarar
hlógu að undirbúningnum fyrir
HM í Sviss, töldu hann of langan
og ónauðsynlegan. Annað kom á
daginn. Nú er undirbúningurinn
enn lengri, en við verðum að
spyija að leikslokum. Við gerum
allt sem við getum og stöndum
og föllum með því.“ Þetta sagði
Bogdan f viðtali við Morgunblaðið
19. apríl síðast liðinn.
Peningar
Þessi glfurlegi undirbúningur
hefur auðvitað verið fjárfrekur.
Stjóm HSÍ hefur þurft að hafa
allar klær úti til að fjármagna
dæmið og því miður neyðst til að
nýta krafta leikmanna í því efni.
„Ljóst er að léikmennimir verða
undir gífurlega miklu álagi," sagði
Bogdan í fyrmefndu viðtali. „Því
er nauðsynlegt að liðið fái að
undirbúa sig í friði. í fyrsta lagi
verða allar æfingar lokaðar. í
öðru lagi verða strákamir að fá
nauðsynlega hvíld án afskipta
utanaðkomandi aðila. Mörg fyrir-
tæki hafa styrkt og vilja styrkja
landsliðið, en menn verða að skilja
að leikmennimir eru ekki fyrir-
sætur. Þeir eiga ekki að koma
nálægt auglýsingum, heldur fá
frið til að einbeita sér að verkefn-
inu.“
Gallar
Hinn viðamikli rekstur HSÍ
gengur ekki án landsliðsins og
ijáröflunin stendur liðinu að
mörgu leyti fyrir þrifum. í Seoul
verður fyrst ljóst hvort undirbún-
ingurinn hefur verið réttur. Álag-
ið hefur verið mikið og óvíst er
hvort leikmennimir þoli þessa
miklu spennu, þegar á hólminn
er komið.
í öðru lagi verður erfítt að
yfírstíga óstöðugieikann. Ef
árangur á að nást verða leikmenn-
imir að fara í hvem leik með sama
hugarfari og gegn Sovétmönnum
í fyrrakvöid. Bandaríkin og Alsír
eru sýnd veiði en ekki gefín.
I þriðja lagi er breiddin langt
því frá að vera nægjanleg. Bogdan
hefur mikið til „keyrt" á sömu
mönnunum og spyija má hvort
hann hefði ekki átt að nota tæki-
færið í leikjum sumarsins og láta
„bekkinn" spreyta sig meira.
Bekkjarformaðurinn sló skemmti-
lega í gegn á Flugleiðamótinu, en
spumingin er hvort „bekkurinn"
veldur hlutverkinu í Seoul.
Jarðtanglng
Tæpur mánuður er í fyrsta leik
á Ólympíuleikunum í Seoul. Liðið
á eftir að leika tvo leiki við Dani
í Laugardalshöll fyrir förina og
síðan verður leikur við Austur-
Þjóðveija fyrir luktum dyrum
skömmu fyrir setningu leikanna.
Úrslitastundin er því skammt
undan, tlminn verður vel nýttur
til að lagfæra og bæta það sem
þarf, en fólk verður að vera jarð-
bundið. ísland á að sigra Banda-
ríkin og Alsír, en leikurinn við
Svía sker úr um hvort liðið verður
í hópi sex efstu.
Stuðningur
Áhorfendur snéru ekki baki við lands-
liðinu í fyrrakvöld, eftir tvo tapleiki í
röð; troðfylltu Höllina og léku á als
oddi. Sálfræðilegur sigur var í höfn
öðru sinni á skömmu tíma. Svíar voru
lagðir að velli á Spáni og nú Sovét-
menn. En fólk verður að vera jarð-
bundið. Lokaprófið verður þreytt í
Seoul.
Frábært lið en