Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 KNATTSPYRNA / MJÓLKURBIKARKEPPNIN MJÓLKUR- Bræðumir Daníel og Grétar Einarssynir leika annað árið til röð til úrslita í bikar- keppninni. Það er einstæmi { heiminum að bræður leiki með hvoru lðinu á þessum ámm. Þeir léku með Víði gegn Fram í fyrra, en nú ieika þeir með Keflavik gegn Val. Ingi Björn Albertsson var fyrirliði Valsliðsins 1977, en þá var Valur síðast bikarmeist- ari, með þvl að vinna Fram, 2:1. Keflvikingar hafa einu sinni orðið bikarmeistarar. Það var árið 1975, en þá lögðu þeir Skagamenn að velli, 1:0. Hörð- ur Heigason, þjálfari Vals- manna, lék þá í markinu hjá Skagamönnum. Allt bendir til að Keflvík- ingar láti yfirfrakka á Sig- uijón Kristjánsson, marka- skorara Valsmanna og fyrmrn félaga sinn. Sigurjón lék til úrsiita í bikarkeppninni með Keflavik 1985 - í tapleik, 1:3, gegn Fram. Ragnar Margeirsson getur orðið bikarmeistari annað árið í röð, en ekki með sama félagi. Hann varð bikarmeistari með Fram í fyrri, en leikur nú með Keflavíkurliðinu. Guð- mundur Baldursson, mark- vörður, varð bikarmeistari með Fram 1979 og 1980. Hann get- ur nú orðið bikarmeistari með Val. Guðgeir Leifsson er sá leikmaður sem hefur orðið bik- armeistari með tveimur félög- um. Hann varð bikarmeistari með Víking 1971 og Fram 1973. Ingvar Guðmundsson leikur ekki með Kefiavíkuriiðinu gegn Val vegna meiðsla. Það verða því ekki alnafnar sem leika með liðunum. Ingvar Guð- mundsson leikur með Val. Ný gerð af verðlaunapening- um verður afhent á bikar- úrslitaleiknum. Verðlaunapen- ingamir verða ekki hengdir um háls leikmanna, heldur fá þeir peningana í öskjum. Níu ár eru síðan Vaismenn léku til úrslita í bikar- keppninni. Þá léku þeir Atli Eðvaldsson og Sævar Jónsson, sem leika á morgun, með Val gegn Fram og þáttu þeir þola tap, 0:1. Ragnar Margelrsson. úrslitaleik Atli leikur sinn sjötta bikar- Keflavík 1. Þorsteinn Bjarnason 2. Arni Vilhjáimsson 3. Guðmundur Sighvatss. 4. Daniel Einarsson 5. Jón Sveinsson 6. Sigurður Björgvinsson 7. Grétar Einarsson 8. Einar Á. ólafsson 9. Ragnar Margeirsson 10. Óli Þór Magnússon 11. Gestur Gylfason 12. Brynjar Harðarson 13. Jóhann Júlíusson 14. Kjartan Einarsson 15. Júlíus Friðriksson 16. Gunnar M. Jónsson Þjálfari: Frannk Upton GuAmundur Baldursson leikur sinn fimmta bikarúrslitaleik. Hann hefur leikið fjóra úrslitaleiki með Fram. Valur Guðmundur Baldursson Þorgrímur Þráinsson Sævar Jónsson Guðni Bergsson Atli Eðvaldsson Magni B. Pétursson Ingvar Guðmundsson Guðmundur Baldursson Jón Grétar Jónsson Siguijón Kristjánsson Valur Valsson Hilmar Sighvatsson Carlos A. Lima Einar Páll Tómasson Óttar Sveinsson Steinar Adolfsson Tryggvi Gunnarsson Þjálfari: Hörður Helgason Ellefu ársíðan Valsmenn urðu bikar- meistararog þrettán ársíðan Keflvík- ingartryggðu sérbikarinn Bræðurnlr Daníel og Grétar Einarssynir léku bikarúrslitaleik með Víði í fyrra. Þeir leika nú með Keflavík. ATLI Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, leikur sinn sjötta bikar- úrslitaleik með Val - þegar Valsmenn mæta Keflvíkingum á Laugardalsvellinum á morg- unkl. 14. Atli, sem lék sinn fyrsta bikar- úrslitaleik 1974, þá 17 ára og 149 daga gamall, varð þá bikar- meistari er Valsmenn lögðu Skaga- menn að velli, 4:1. Atli skoraði mark í leiknum. Jóhannes, bróðir Atla, lék þá einnig með Valsliðinu. Á morgun leika aftur á móti bræð- ur með Keflavíkurliðinu - Daníel og Grétar Einarssynir. Atli var bikarmeistari með Val 1976 (Akranes 3:0) og 1977 (Fram 2:1), en þá skoraði hann einnig mark. Hann var svo í tapliði Vals- manna 1978 (0:1 Akranes) og 1979 (0:1 Fram). Atli hélt síðan til V- Þýskalands, þar sem hann lék með Dortmund, Dússeldorf og Bayer Uerdingan. Eftir að þessi miklu keppnismaður hélt brott úr herbúð- um Vals, náðu Valsmenn ekki að komast í bikarúrslit. Atli kom heim í sumar og þá var eins og við mann- inn mælt - Valsmenn komust í úrslit. Baráttuleikur Það má fastlega búast við að leikurinn á morgun verði mikill baráttuleikur, þar sem hart verður barist um miðjuna. Valsmenn eru með geysilega öfluga vörn, þar sem landsliðsmaður er í hveiju rúmi. Það verður því erfitt fyrir Ragnar Margeirsson og félaga hans, sem hafa ekki skorað mikið af mörkum í sumar, að bijóta niður varnarmúr Vals. Valsmenn hafa verið á skotskónum að undanfömu og má fastlega reikna með að Keflvíkingar hafi góðar gætur á Siguijóni Kristjáns- syni, sem hefur skorað fimm mörk í síðustu þremur deildarleikjum Vals. Landsliðsmarkverðir leika í báð- um liðinum. Þorsteinn Bjamason stendur í marki Keflvíkinga, en hann hefur leikið tvo bikarúrslita- leiki og fengið á sig fimm mörk í þeim. Guðmundur Baldursson verð- ur í marki Valsmanna. Hann hefur leikið fjóra bikarúrslitaleiki og feng- ið á 'sig sex mörk í þeim. Þjálfarar liðanna hafa enn ekki tilkynnt byijunarlið sín, en að öllum líkindum verða þau þannig skipuð: HVALUR: Guðmundur Baldurs- son, Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði, Guðni Bergsson, Sævar Jónsson, Atli Eðvaldsson, Magnús Blöndal Pétursson, Guðmundur Baldursson, Ingvar Guðmundsson, Siguijón Kristjánsson, Jón Grétar Jónsson ' og Valur Valsseon eða Hilmar Sig- hvatsson. ■KEFLAVÍK: Þorsteinn Bjama- son, Guðmundur Sighvatsson, Dan- íel Einarsson, Einar Ásbjöm Ólafs- son, Sigurður Björgyinsson, fyrir- liði, Jón Sveinsson, Ámi Vilhjálms- son, Gestur Gylfason, Ragnar Mar- geirsson, Óli Þór Magnússon og Grétar Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.