Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 mmnn Y ' © 1984 Un.verial Press Syndicate 3-27 „ FóVum & n^jo. ve-i t i /igfl s-tA2)Lnn llltipaLLinum 09 -fiáum oklí'ur firtfinslciar." Así er__ ru '0-11 o, ... aðhlaðahenni vörðu. TM Reg. U.S. Pat Off.—alf nghtt reservad c 1987 Los Angeies Times Syndicate Með morgnnkaffinu 756 'vl£5X>j Verð ég að ganga úr skugga um að Ijósið hafi slokknað er ég loka hurð- inni? HOGNI HREKKVISI „BG VILPl ÓSKA AÐ PÓ V/CtZ\K. E/CKI J\f> pjzasa alla pesSA óncAneeKeTn HIUGAOÍ" Um niðurfærslu og efnahagsaðgerðir Til Velvakanda. Það hlýtur öllum að vera ljóst, að til að einhver von sé til þess að eining skapist meðal þjóðarinnar um væntanlegar efnahagsaðgerðir, þá verður að framkvæma þær þann- ig, að fólk finni að stjórnmálamenn- imir hafi gert allt sem þeim er fært, til að láta eitt yfir alla ganga. ' Gengur það, að lækka með vald- boði laun þeirra sem fá greitt eftir launatöxtum, án þess að sú lækkun nái til annarra hópa, svo sem fólks sem þiggur miklar yfirborganir of- an á taxta? Mögulegt ætti að vera, að fylgjast með þessu, til dæmis í gegnum staðgreiðslu skatta. Gengur það, að beita valdboði á vissum sviðum, en láta markaðinn ráða á öðrum? Dettur einhverjum í hug, að friður yrði um slíkt, til dæmis ef ekki yrði skert hár á höfði fjármagnseigenda og hátekju- manna? Menn verða að gera sér ljóst, að eigi að lækka laun með lögum, til þess að lækka verðbólgu og rétta hag fyrirtækja, þá verður að beita sams konar valdboði á öðrum sviðum efnahagslífsins, til dæmis með því að lækka vexti og allt verðlag. Menn eru sammála um að verði ekki gripið til róttækra aðgerða muni skjótt skapast neyðarástand. Það má því segja, að þörf sé á setn- ingu nokkurs konar neyðarlaga til að grípa í taumana. Á slíkum tímum verða menn að víkja til um stund grundvallarhugmyndum sínum um stjórnmál og sína hugrekki í þágu réttlætisins. Nú reynir á hvort Sjálf- stæðisflokkurinn er flokkur allra stétta. Lítill atvinnurekandi. Til hvers er upp- lýsingadeild Trygginga- stofnunar ríkisins? Til Velvakanda. Ég lagði leið mína í Trygginga- stofnun ríkisins til að fá upplýsing- ar um tekjutryggingu. Símastúlkan benti mér á að fara í upplýsinga- deild á 4. hæð. Ég beið þar góða stund, en fékk síðan þau svör, að fara aftur niður á 1. hæð og tala þar við ákveðna manneskju. Það var svo mikil örtröð hjá henni, að ég gafst upp á að bíða og fór heim við svo búið, svo að ég er engu nær. Ellilífeyrisþegi. Heilræði r -. .og fer veður versnandi með rigningu og hvassviðri... ý- x. - y rto.ps Skjótt skipast veður í lofti Ferðamenn: Klæðist hlýjum fatnaði og hafið meðferðis hlífðarföt í áberandi lit. Foreldrar: Leiðbeinið börnum ykkar um klæðnað og allan nauðsynlegan búnað til ferðalaga og útivistar. Slysavarnafélag íslands. Víkverji skrifar Einhver stærsti íþróttasigur 1 99 jl-4 okkar í íþróttum," sagði einn útvarpsmaðurinn eftir sigur Islendinga gegn Sovétmönnum í fyrrakvöld. Það var eins gott að þessi íþróttasigur var í íþróttum. Fyrirsagnir dagblaðanna yfir frá- sögnum af leikjum á Flugleiðamót- inu í handbolta voru skrautlegar svo ekki sé meira sagt. Nokkur dæmi: „Innistæðulausir Tékkar afgreidd- ir...“, „íslendingum sökkt fyrir hlé“, „Rússar kefluðu Svisslend- inga“. Víkverji þarf greinilega að fara í upprifjun. Flestir þurfa nokkuð oft að eiga viðskipti við Póst og síma. Víkveiji þurfti fyrir nokkru að koma leiðréttingu í símaskrá og fór í aðal- afgreiðslu símstöðvarinnar við Austurvöll. Þar var honum vísað í söludeildina, vestar í húsinu. Þar útfyllti Víkveiji eyðublað, en var þá sagt að það hefði verið til lítils vegna þess að hann væri ekki á réttum stað í húsinu og hann ætti að fara í aðalafgreiðsluna. Þar fékk Víkveiji nýjar upplýsingar, semsagt að hann ætti nú að taka stefnuna upp en ekki vestur og fara á skrif- stofu símaskrár á efri hæðum símstöðvarinnar. Það var komið að lokunartíma og tekið að þykkna í Víkveija. Er hann kom fram í stigaganginn varð fyrir honum tafla yfir skrifstofur í húsinu og þar stóð Víkveiji og leit- aði að símaskrárskrifstofunni er önugur starfsmaður kom askvað- andi og spurði hranalega hvað hon- um væri á höndum. Víkveiji gaf upp erindið og var sagt að senni- lega væri enginn á skrifstofunni, en hann gæti samt reynt að banka upp á. Það sparaði honum sporin að rétt í þessu kom niður stigann starfsmaður símaskrárskrifstof- unnar. Hann sagði þreyttum gestin- um að það væri of seint að koma leiðréttingu í símaskrána; hún væri komin í prentun. Þessi litla saga er aðeins ein af fjölmörgum, sem Víkveiji kann af samskiptum sínum við Póst og síma. Það er vonandi að þjónusta Pósts og síma batni og upplýsinga- streymið milli starfsmanna skáni. vægast sagt hvimleitt þegar nöfn- um manna er klúðrað í fréttum eða greinum. Ekki nema eðlilegt að fólk spyiji sjálft sig hvort orði sé treystandi í fréttinni er þeir sjá allt- of oft rangt farið með nafn viðmæl- andans. En það eru fleiri sem eiga í erfið- leikum með nöfnin en fjölmiðlarnir. Síðustu mánuði hefur hið opinbera bókstaflega stundað það að skrá nöfn manna vitlaust í vegabréf og ef til vill önnur skilríki. Þetta á þó aðeins við um þá sem hafa bókstaf- inn Þ í nöfnum sínum. Góðvinur Víkveija á nú um það að velja að verða annaðhvort að ferðast undir fölsku nafni til útlanda, með Th í vegabréfínu í staðinn fyrir Þ eða þá að fá vegabréfið, með réttu nafni, útgefið í Hafnarfirði. Það fínnst honum vondur kostur og til vansa fyrir lögreglustjóraembættið í Reykjavík. Víkverjavinurinn hefur reyndar vonir um að yfirvaldið í Reykjavík eignist að nýju þorn í vegabréfsvél- ina sína í dag, en fínnst með ólíkind- um að það skuli taka embætti lög- reglustjóra margar vikur að leysa F átt er mönnum dýrmætara en nafnið og finnst Víkveija það svona mál. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.