Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 21 Reuter Mótmæli í Eistlandi íbúar Eystrasaltsríkjanna minntust þess á þriðpu- dag að 49 ár eru liðin frá því Sovétmenn og nas- istar í Þýskalandi gerðu með sér griðasáttmála sem leiddi til innlimunar ríkjanna í Sovétríkin. Sam- kvæmt opinberum upplýsingum komu um 13.000 manns saman í Tallin, höfuðborg Eistlands, en skipuleggjendur fundahaldanna segja 25.000 manns hafa tekið þátt í þeim. íbúar Eystrasaltsrílq'- anna hafa löngum krafist þess að skýrt verði frá leynilegum ákvæðum griðasáttmálans og var sú krafa ítrekuð á fundinum auk þess sem sjá mátt spjöld á lofti þar sem Sovétmenn voru hvattir til að hafa sig á brott úr landinu og veita tbúunum sjálfstæði. Á stærri myndinni má sjá hluta þeirra sem tóku þátt í mótmælunum í Tallin. Á borðanum neðst á myndinni er þess krafist að myndaðar verði eistneskar hersveitir til þess að ungir Eist- lendingar geti gegnt herþjónustu á heimaslóðum. Á innfelldu myndinni heldur einn fundarmanna á spjaldi sem vísar til samningsins örlagaríka. Átta njósnarar gripnir í Svíþjóð og V-Þýzkalandi: Njósnuðu um vamarviðbún- að NATO fyrir Ungverja Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara ÞRÍR Ungveijar með sænskt ríkisfang hafa verið handteknir í Gautaborg í Svíþjóð fyrir meint- ar njósnir. Fimm menn, sem tald- ir eru félagar í sömu njósnadeild- inni, voru handteknir samtímis i Vestur-Þýzkalandi. Talið er að mennimir hafí njósn- að um hemaðarmannvirki og vam- Morgnnbladsins í Svíþjóð. arviðbúnað NATO-landanna og æfingar þeirra í Vestur-Evrópu. Upplýsingamar hafi þeir selt ung- verekum leyniþjónustumönnum. í fréttum Reuters- fréttastofunn- ar sagði í gær að einn þeirra, sem handteknir vom í Vestur-Þýzkal- andi, væri fýrrum bandarískur her- maður. Hafí hann haft aðgang að Noregur: Reyna að stöðva fólksflóttann frá Finnmörku Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA stjórnin er reiðubúin að veija 650 milljónum norskra króna (svarar til um 4.350 milljónir ísl. kr.) á næstu þremur árum til að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað í Finnmörku áð undanf- ömu. Miklir erfiðleikar hafa verið í þessu nyrsta fylki Noregs eftir að fiskveiðar í Barentshafi hafa bragðist ár eftir ár. Fólksflótti frá Finnmörku hefur mannaþjónustu. í ráði er að stækka fylgt í kjölfar lélegra aflabragða og atvinnuleysis. Stjómvöld í Nor- egi vilja reyna að binda enda á fólksflóttann. Með það fyrir augum hefur verið lagt til að lækka opin- ber gjöld vinnuveitenda í 2,7% í Finnmörku. Auk þess munu bam- bætur hækka um 2.400 norskar krónur (um 16.000 ísl. kr.) á ári í fylkinu. Ríkisstjómin ætlar að veita heim- ild til að setja á stofn 25-30 fiskeld- isstöðvar og styrkir til kaupa á fiski- skipum verða hækkaðir. Einnig verður reynt að laða ferðamenn til Finnmerkur með bættri ferða- framhaldsskólana í Kirkenes.sem er nyrsti bær í Noregi, og í Alta og auka fjölda valgreina með það fyrir augum að fleiri sæki til Finn- merkur til náms. Hingað til hafa íbúar Finnmerkur orðið að sækja framhaldsmenntun til annarra fylkja í Noregi. „Við vonum að með þessu verði fylkinu borgið til langs tíma,“ segir Gro Harlem Bmndtland, forsætis- ráðherra Noregs. Hún segir að verði þessar áætlanir ekki til þess að snúa þróuninni við í Finnmörku sé nauðsynlegt að veita enn meim fé til þess að koma íbúunum til hjálpar. mjög leynilegum gögnum um vam- arviðbúnað vestrænna ríkja. Saksóknarinn í Gautaborg vildi ekki staðfesta að mennimir, sem gripnir vom í Svíþjóð, væm ungver- skir en bandarískar heimildir herma að svo sé. Talið er að njósnadeildin hafi starfað í minnst áratug og að gögn sín hafi hún sent til Sovétríkjanna um Ungverjaland. Leyniþjónustur Vestur-Þýzkalands og Banda- ríkjanna hafa um árabil fylgst með starfsemi deildarinnar í samvinnu við sænsku öryggislögregluna í þeim tilgangi að uppræta hana. Utanríkisráðuneytið í Stokkhólmi hélt því fram í gær að þótt deildin hefði einnig starfað í Svíþjóð hefði starfsemi hennar ekki skaðað sænska vamarhagsmuni. Grænland-EB: 1.300 milljónir fyr- ir veiðiheimildir Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT fiskveiðisamningi Evrópubandalagsins við Grænlend- inga borga þeir fyrraefndu Grænlendingum sem svarar 1.367 milljón- um íslenskra króna á þessu ári fyrir veiðiheimildir. í samningnum er gert ráð fyrir því að bandalagsflotinn geti veitt 12.000 tonn af horski eða öðrum tegundum náist það mark ekki. Á ráðstefnu Norður-Atlants- EB um þorskkvótann, hafi hún veri hafs-fiskveiðinefndarinnar (NAFO) að ræða við eigendur grænlenskra í sumar þótti sýnt að óhætt væri rækjutogara um verðið á 2.000 að auka veiðiheimildir á þorski við tonna rækjukvóta landstjómarinn-. ar, sem hún vill selja. Vill stjómin fá 7 d.kr. (45 ísl.kr.), þ.e. 90 milljón- ir ísl.kr, fyrir allan kvótann. Útgerð- armenn rælqutogaranna vilja ekki greiða þetta verð. vestur Grænland úr 40.000 tonnum í 53.000 tonn eða um 13.000 tonn. Hlutur flota Evrópubandalagsins í þorskaflanum hafði í ársbyijun ver- ið ákveðinn 4.000 tonn en varð eft- ir aukninguna 7.000 tonn. Vegna þess að veiðiheimildir EB fara ekki fram úr þeim 12.000 tonnum af þorski sem samið var um fyrir fjór- um áram koma engar aukagreiðslur til Grænlendinga fyrir þessa 3.000 tonna aukningu. Auk þorskveiða stunda fiskiskip bandalagsins aðal- lega karfa- og rækjuveiðar við Grænland. Það era fyrst og fremst Vestur-Þjóðveijar og Bretar sem stunda þessar veiðar en jafnframt danskir og franskir sjómenn. Samn- ingur Grænlendinga við Evrópu- bandalagið rennur út í árslok 1989. Búist er við því að hann verði fram- lengdur. Nils Jörgen Braun, fréttaritari Morgunblaðsins á Grænlandi, segir að samhliða því sem grænlenska landstjómin hafi verið að semja við Vaxtahækk- un í Evrópu London. Reuter. GENGI Bandaríkjadollars lækk- aði í gær er stjórnvöld í nokkrum Evrópuríkjum ákváðu að hækka vexti til að koma á stöðugleika á mörkuðum og vinna gegn vax- andi verðbólgu. Fyrir dollarann fengust í gær 1,8560 vestur-þýsk mörk en á mið- vikudag var gengi hans 1,89 mörk. Gull hækkaði hins vegar í verði og kostaði únsan í London 436 dollara og hafði hún hækkað um þijá doll- ara frá því á miðvikudag. Norski Hægriflokkurinn: Innganga í EB verður eitt helsta kosningamálið Óaló. Reuter. J Reuter Neyðarástand í Súdan Talið er að um tvær miljónir manna í Khartoum, höfuðborg Súdans, hafi misst heimili sín í flóðum fyrr í mánuðinum og nú búa menn sig þar undir mesta engisprettufaraldur í 1.000 ár. Búist er við plágunni innan 15 daga og segir Fatih- al-Tigani, landbúnaðarráð- herra Súdans, að landið kunni að verða að algjörri auðn be- rist ekki hjálp erlendis frá inn- an 10 daga. Hægriflokkurinn í Noregi, helsti stjórnarandstöðuflokkurinn þar í landi, hefur ákveðið að hvetja til þess að Norðmenn sæki um aðild að Evrópubandalaginu (EB), að sögn heimilda úr röðum æðstu manna flokksins. Innganga í EB verður eitt af helstu baráttumálum flokksins fyrir kosningamar, sem fram eiga að fara í Noregi í september að ári. Blaðið Aftenposten skýrði frá þessu í gær og birti uppkast úr þeim kafla stefnuskrár, sem flallar um EB. Þar segir að í ljósi þeirrar þróunar, sem fyrirsjáanleg væri í Evrópu þjónaði það hagsmunum Norðmanna bezt að þeir gengju í bandalagið. Stefnu- skrá flokksins vegna kosninganna verður ákveðin á landsfundi flokks- ins næsta vor. Norskir kaupsýslumenn og iðn- rekendur hafa óspart hvatt til þess opinberlega að Norðmenn gangi í EB og látið í ljós ótta um að þeir einangrist ella þegar tollamúrar milli bandalagsríkjanna verða rifnir árið 1992. Um 70% af útflutningi Norð- manna fer til EB-ríkja en gera mætti ráð fyrir að það hlutfall lækk- aði ef Norðmenn standa utan bandalagsins 1992. Af ásettu ráði hafa norsku stjómmálaflokkamir hafa ekki minnst á aðild að EB í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að bandalaginu árið 1972. Þar klofnaði þjóðin í tvennt og felldi naumlega að Norðmenn sæktu um aðild að EB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.