Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 3 Forsetinnþarf að hitta fólkið sitt sem oftast segir Vigdís Finnbogadóttir Morgunblaðið/Þorkell Guðný Fríðriksdóttir fyrrum húsfreyja áYtra-Bjargpi sýnir frænku sinni, Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands, minnisvarða um Ásdísi á Bjargi, móður Grettis Ásmundssonar. „SÁ SEM á Bessastöðum situr þarf að hitta sitt fólk sem oft- ast. Það er ógerningur að sinna störfum forseta án þess að þekkja þjóðina," sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands að loknum hádegisverði í Reykjaskóla í Hrútafirði. Reykjaskóli var annar við- komustaður hennar f opinberrí heimsókn í Húnavatnssýslur, en heimsóknin hófst í gær. Vigdís kom meðal annars við á Efra-Núpi og skoðaði leiði Skáld-Rósu og einnig kom hún að Bjargi, þar sem er minnis- varði um Ásdísi, móður Grettis. Það var þungbúinn Hrútafjörð- ur sem tók á móti forseta er hún kom að sýslumörkunum við Hrútafjarðará. En rétt í þann mund sem Vigdís heilsaði Jóni ísberg sýslumanni og sýslunefnd Vestur-Húnavatnssýslu braust sólin fram úr skýjunum og skein þá stund sem móttakan stóð yfir. Sagðist Vigdís hafa óttast að hún kæmi með vont veður með sér, rétt eins og í heimsókn sinni til Austurlands, þar sem slíkt veður væri nú kallað „Vigdísarveður". Frá Hrútafjarðará var ekið rak- leiðis að Reykjaskóla. Þar tók Bjami Aðalsteinsson skólastjóri á móti gestum og sýndi þeim byggðasafnið sem þar er. Safnið var opnað 1967 og er eitt af stærstu byggðasöfnum landsins. Þar gat meðal annars að líta embættisbúning Guðbrandar ís- berg fyrrverandi sýslumanns og föður Jóns, núverandi sýslu- manns. Þeir feðgar hafa gegnt sýslumannsembætti Húnvetninga í samtals 56 ár. Að lokinni skoð- unarferð um byggðasafnið var haldið til hádegisverðar í Reykja- skóla í boði sýslumanns, sýslu- nefndar og hreppsnefndar Staðar- hrepps. „Við gerum okkur glaðan dag að heyskap loknum og sýnum forseta sýsluna okkar og okkur sjálf," sagði Jón ísberg í ávarpi við málsverðinn. Vigdís þakkaði þann hlýhug sem henni var sýnd- ur og sagði opinberar heimsóknir í byggðir landsins vera á rrieðal sinna allra skemmtilegustu emb- ættisverka og það sama hefðu forverar hennar í forsetaembætti einnig sagt. Lagði hún ríka áherslu á þátt bamanna, sem hún sagði vera einn hinn mikilvægasta í heimsóknum sínum. „Börnunum finnst ákaflega gaman að fylgjast með heimsókninni. Þau finna það best, að þetta land á okkur og við eigum það. Þessi ferð verður vafalaust stjama á himni minn- inga okkar allra,“ sagði Vigdís. Bömunum var helgaður næsti liður heimsóknarinnar, sem var að gróðursetja tré. Með dyggri aðstoð bama úr Staðarhreppi gróðursetti Vigdís þijú birkitré. Hún hvatti bömin til þess að stofna skógræktarfélag og skrifa sér síðan og segja frá árangri starfsins. „Birkið er eðlilegasta tréð að gróðursetja á íslandi. Þetta er jafnsjálfsagt og að senda sjómann á sjó fremur en land- krabba," svaraði Vigdís er hún var innt eftir því hvers vegna hún hefði valið birki fremur en aðrar tijátegundir. í heimsókn sinni mun Vigdís gróðursetja tré á tíu stöðum í sýslunum, þrjú birkitré á hveijum stað, samkvæmt hefð sem hún hefur komið á. Þá var haldið aftur til skólans þar sem kaffíveitingar voru í boði fýrir íbúa sveitarinnar, en þeir em 106 talsins. Vel yfír helmingur þeirra kom og spjallaði við forset- ann yfir kaffibolla. Frá Reylq'askóla var haldið yfir í Miðfjörð. Forseti skoðaði leiði Skáld-Rósu að Efra-Núpi í Núps- dal. Þaðan var haldið að Bjargi í Miðdal. Þar tók á móti Vigdísi frænka hennar, Guðný Friðriks- dóttir, fyrrverandi húsfreyja á Ytra-Bjargi. Guðný sýndi Vigdísi minnisvarða um Ásdísi .á Bjargi, móður Grettis Ásmundssonar. Frá Bjargi lá leiðin til Laugarbakka í Miðfirði. Þar þágu sveitungar Guðnýjar úr Fremri- og Ytri- Torfustaðahreppi kaffiveitingar og hittu forsetann. Var síðan haldið til Hvammstanga þar sem íbúar staðarins og Kirkjuhvamms- hrepps hittu Vigdísi í félags- heimilinu. Vigdís og fylgdarlið hennar höfðu síðan næturstað á Hvammstanga í nótt. Eyrún Ósk Skúladóttir, sex ára, færir forseta íslands, frú Vigdfsi Finnbogadóttur, blómvönd við komuna að sýslumörkum V-Húnavatnssýslu í gær. Ríkisstjórnarfundur um niðurfærsluleið: Formenn kynntu niður- stöður þingflokksfunda Á ríkissfjórnarfundi í gær kynntu forustumenn ríkis- stjórnarflokkanna niðurstöður Loðnuveiðarnar: Hólmaborg landar um 400 tonnum HÓLMABORG SU, skip Hrað- frystihúss Eskifjarðar, kom til Eskifjarðar í gærkvöldi með rúmlega 400 tonn af loðnu og fer ekki aftur út fyrr en eftir tvo til þrjá daga, að sögn Magnúsar Bjarnasonar framkvæmdastjóra frystihússins. Magnús sagði að Hraðfrystihús Eskifjarðar greiddi 3.300 krónur fyrir tonnið af þeirri loðnu sem Hólmaborg kom með í gær. Jón Kjartansson SU, skip Hraðfrysti- húss EskiQarðar, færi ekki á loðnu- veiðar fyrr en þær færu að ganga betur. Islensku loðnuskipin hefðu ekkert veitt undanfarna daga og Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, hefði farið á Jan Mayen-slóðina til loðnuleitar. þingflokksfunda á miðvikudag. Steingrimur Hermannsson ut- anríkisráðherra sagði eftir fundinn að Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur hefðu sam- þykkt að fara niðurfærsluleið við efnahagsaðgerðir enda verði hún færð útyfir allt kerfið undanbragðalaust. Báðir flokk- arnir ítrekuðu þau atriði sem þeir telja að verði að fylgja nið- urfærsluleiðinni, þar á meðal að verðlækkun verði tryggð með lögum. Sjálfstæðisflokkur- inn telur það hins vegar for- sendu að samráð og samstaða takist með samtökum launþega um framkvæmd niðurfærslu- leiðar og flokkurinn gerír ekki ráð fyrir að lækkun verðlags og vaxta verði lögbundin. Steingrímur Hermannsson sagði að þrátt fyrir ótal erfiðleika sæju framsóknarmenn ekki að önnur leið en niðurfærsluleið væri fær til að bjarga útflutningsat- vinnuvegunum Hann sagðist að- spurður ekki vilja útiloka aðra möguleika en sagði að menn væru mjög ragir við mikla gengisfell- ingu og gengisfelling án róttækra hliðarráðstafana væri vonlaus. Þegar hann var spurður hvort niðurfærsluleiðin væri fær, ef verkalýðshreyfingin legðist gegn henni, sagði hann að auðvitað gæti verkalýðshreyfingin brotið allt slíkt niður. Hins vegar væri 15-20% gengisfelling meiri kjara- skerðing en þessi leið og það lang- samlega versta væri að gera ekki neitt og þá yrði meiri kjaraskerð- ing en menn hefðu séð áður. Hannes Hlífar Stefánsson. Barðaströnd: Grásleppu- vertíðin léleg Innri-Múla, Barðaströnd. Grásleppuvertíðin gekk með versta móti þetta voríð og kom það sér mjög illa þvi keyptir hafa verið fjórir nýir bátar hér í sumar. Þegar grásleppuvertíð lauk fóru flestir bátarnir á skak og hefur það gengið vel. Lögðu þeir upp afla sinn í Flóka hf. á Bijánslæk og fískuðu f Breiðafírði. Vinna hefur verið stöðug í Flóka í sumar, bæði við rækju og þorsk og annað sem til hefur fallið. Skel- veiðar hefjast á næstunni. - SJÞ Skákþing íslands: Tvísýn barátta á toppnum Hannes Hlífar náði síðasta áfanga til alþjóðiegs meistaratitils í gærkvöldi TVÍSÝNT var um úrslit f skák Margeirs Péturssonar og Karls Þorsteins á Skákþingi íslands þeg- ar síðast fréttist í gærkvöldi. Þá var tefld tíunda og næst siðasta umferð mótsins og var Margeir efstur fyrir þá umferð með átta vinninga. Jón L. Áraason vann i gærkvöldi og hefur átta og hálfan vinning. Það stefnir þvi i að siðasta umferðin ráði úrslitum um sigur á mótinu. Hannes Hlífar sigraði í gærkvöldi og hefur þar með náð siðasta áfanganum að titli alþjóðlegs meistara. Úrslit í tíundu umferð voru þau, að Þröstur Þórhallsson vann Bene-. dikt Jónasson, Róbert Harðarson vann Davíð Ólafsson, Jón L. Ámason vann Þráin Vigfússon, Ágúst Karls- son vann Jóhannes Ágústsson og Hannes Hlífar vann Ásgeir Þ. Áma- son. Margeir og Karl sátu enn að tafli þegar Morgunblaðið hafði síðast spumir af í gærkvöldi. Staðan var tvísýn í skák þeirra og var komin út í hróksendatafl. Með sigrinum í gær hefur Hannes Hlífar sjö vinninga, sem nægir hon- um til þriðja og síðasta áfanga að titli alþjóðlegs meistara, að sögn Gísla Ásgeirssonar blaðafulltrúa mótsins. Hann verður því væntan- lega útnefndur alþjóðlegur meistari á næsta þingi FIDE. Staðan í landsliðsflokki er þá þannig fyrir síðustu umferðina, að Jón L. er efstur með átta og hálfan vinning, Margeir er næstur með átta vinninga og ólokna skák, þriðji Hannes Hlífar með sjö vinninga, Karl hefur sex og hálfan og ólokna skák, Þröstur fimm og hálfan, Ró- bert og Ágúst hafa fimm vinninga, Jóhannes þijá og hálfan, Davíð þijá, Ásgeir og Benedikt tvo og hálfan og loks er Þráinn með einn vinning. Ellefta og síðasta umferð mótsins verður tefld í Hafnarborg í Hafnar- firði á morgun og hefst kl. 14.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.