Morgunblaðið - 11.09.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 11.09.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988 25 Þing um upp- eldismál Uppeldismálaþing verður haldið dagana 24. september og 15. október nk. á vegum Hins íslenska kennarafélags og Kenn- arasambands íslands. Fyrra þingið verður haldið i Sjallanum á Akureyri og hið síðara í Borg- artúni 6 í Reykjavík. Efni uppeldismálaþinganna er skólaþróun og verða haldnir þrír fyrirlestrar: Hanna Kristín Stefáns- dóttir kennari fjallar um hlut kenn- ara í skólaþróun. Fyrirlestur Ingv- ars Sigurgeirssonar kennslufræð- ings ber heitið „Námsefnið — þarf- ur þjónn eða harður húsbóndi" og loks flytur Húgó Þórisson sálfræð- ingur fyrirlestur um uppeldisþáttinn í skólastarfi. Á dagskrá eru einnig 13 styttri erindi um kannanir og nýbreytni í skólastarfi og gefst þátttakendum kostur á að hlýða á 2 þeirra. Efni þingsins, skólaþróun, varðar alla kennara á hvaða skólastigi sem þeir starfa, enda er markvisst starf að skólaþróun forsenda allra fram- fara í íslenskum skólum. (Fréttatilkynning) Kópavogur: Vetrarstarf Hjálparsveit- ar skáta Vetrarstarf Hjálparsveitar skáta í Kópavogi fer nú að hefj- ast. Þann 14. september nk. verð- ur haldinn kynningarfundur í húsnæði sveitarinnar, Hafnar- skemmunni við Hafnarbraut í Kópavogi, kl. 20.30. Þeir sem náð hafa 17 ára aldri og áhuga hafa á að starfa með sveitinni mæti stundvíslega kl. 20.30. (Fréttatilkynning) Leigumiðlun húseigenda tekur til starfa LEIGUMIÐLUN HÚ SEIGENDA hf., löggilt leigumiðlun, hefur hafið starfsemi að Armúla 19 í Reykjavík. Fyrirtækið annast og sér um leigu á ýmis konar hús- næði svo sem íbúðum, verslunar- húsnæði, iðnaðarhúsnæði, geymslum o.fl. Leigumiðlunin aflar leigjenda og skráir þá án gjaldtöku. í tengslum við leigu- miðlunina er rekin Fasteignasal- an Borg hf. og Lögstofan hf. Meðal þjónustuþátta Leigumiðlun- ar húseigenda eru bankábyrgð á leigugreiðslum, innheimta gjaldfall- innar leigu, eftirlit með leiguhús- næði, ábyrgð á eðlilegu skilaástandi leiguhúsnæðis, hreingemingaþjón- usta, viðhalds- og viðgerðaþjónusta, upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta, vátryggingaþjónusta, skoðun við upphaf og lok leigutíma ásamt lög- fræðiþjónustu lögmanns. Aðaleigandi nefndra fyrirtækja og framkvæmdastjóri er Ólafur Gránz, byggingameistari. Sameigandi og leyfishafi er Barði Þórhallsson, hér- aðsdómslögmaður. í vetur bjóða þaulvanir fararstjórar Flugleiða nýja og gamalreynda farþega velkomna til hinnar fögru eyjar, GRAN CANARIA. Þar fara náðugir dagar í hönd á þægilegum gististöðum, íslenskum Kanaríförum að góðu kunnir, t.d. San Valentin Park og Corona Blanca. Tveir nýir staðir eru Broncemar og Barbacan Sol. Beint dagflug til Gran Canaria: Föstudaginn 04.11. ’88, 3ja vikna ferð » Föstudaginn 25.11. ’88, 25 daga ferð 7 Þriðjudaginn 20.12. ’88, 22ja daga ferð S Miðvikudaginn 11.01. ’89, 3ja vikna ferð s Miðvikudaginn 01.02.’89, 3ja vikna ferð | Miðvikudaginn 22.02.’89, 3ja vikna ferð * Miðvikudaginn 15.03.’89, 3ja vikna ferð Miðvikudaginn 05.04.’89, 3ja vikna ferð Verðdæmi: Frá kr. 48.400* á mann miðað við þrjá saman í íbúð á BRONCEMAR í 3 vikur. Brottför 4. nóvember. * Staðgreiðsluverð miðað við gengi 29.8.’88. Verð án flugvallarskatts. Upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni; umboðsmenn um land allt og ferðaskrifstofurnar. Upplýsingasími: 25 100. FLUGLEIÐIR fyrir þíg FÍRDASKRIFSTOFAN ÚRVAí - fólk sem kann sitl fag! Pósthússtrœli 13 - Sími 26900 SHmíðstöoin Aðalstræti 9, Sími: 28133 FERÐASKRIFSTOFA oTvxvm Hallveigarstíg 1, Sími: 28388 FERDASKRIFSTOFAN POLAfí/S Kirkjutorgi 4 Sími 622 011 Feróir SlMI 641522 HAMRABORC I J larandi VESTUHGÖTU 5 • REYKJAVÍK • SÍMI 622420 FERÐASKRI FSTOFA REYKJAVÍKUR ADALSTRÆTI 16 101 Rfc YKJAVIK SÍMI 621490

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.