Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 Morgunblaðið/SigJ óns. Kartöfluupptökuvélar á kartöfluakri i Þykkvabœ. Guðbrandur Pálsson skiptir mn poka í upptökuvélinni. Þykkvibær: Búist við meðaluppskeru á kart- öfhim og jafnvægi á markaðnum Selfot BÆNDUR i Þykkvabæ gera ráð fyrir að kartöfluuppskera þar verði i meðallagi i ár. Reikna má með að kartöfluuppskeran hjá Þykkvabæj- arbændum verði i kringum 5 þúsund tonn. Kartöflugrös féllu i fyrsta frosti haustsins aðfaranótt þriðjudagsins 13. september og þvi unnið af krafti við að ná uppskerunni úr görðunum. Helmingur þeirra kartaflna sem á markað fara kemur frá Þykkva- bæjarbændum en gert er ráð fyrir að markaðurinn taki við um 9 þús- und tonnum. Hjá bændum i Þykkva- bænum er kartöfluræktin lifibrauð og aðalbúgreinin. í fyrra var upp- skeran mjög góð um land allt og offramboð á kartöflum sem leiddi af sér verðfall og verðstríð. Bændur í Þykkvabæ fleygðu um sex þúsund tonnum af kartöflum og gera má ráð fyrir að um átta þúsund tonnum hafi verið fleygt á landinu öllu. Af- Þórey Einars- dóttir 100 ára 100 ára er í dag, 18. september, frú Þórey Einarsdóttir á Hjalteyri. Hún fæddist 18. september 1888 að Stóra-Gerði í Hörgárdal. Hún ólst upp á Hömrum í öxnadal. Þór- ey er tvígift. Fyrri maður hennar var Snorri Halldórsson, læknir á Breiðabólsstað á Sfðu. Þeirra synir eru Snorri Páll og Halldór. Seinni maður Þóreyjar var Jón Kristjánsson, útgerðarmaður frá Hellu á Árskógsströnd. En eftir að hún giftist aftur bjó hún í Litla- Árskógi en lengst af á Litla- Árskógssandi, þar sem Jón stund- aði útgerð. Þórey hefur dvalið, undanfarin ár hjá Guðrúnu Rósu, dóttur sinni, og tengdasyni, Halldóri Brynjari, á Hjalteyri. koma flölda kartöflubænda var mjög slæm. Með minni uppskeru hafa rpenn væntingar um að jafn- vægi skapist. Neftid um framleiðslustýringu á kartöflum hefur skilað af sér drög- um að tillögum til ráðherraskipaðrar nefndar um framleiðslustýringu og stjómun á sölumálum. Þar er lagt til í grófum dráttum að ákveðin svæði fái framleiðslurétt miðað við framleiðslu undanfarinna ára. Síðan verði það í höndum framleiðenda á svæðunum að skipta framleiðslu- réttinum innbyrðis. Ekkert verðstrið með hæfilegri uppskeru „Ætli þetta Verði ekki alveg pass- leg uppskera þegar upp verður stað- ið,“ sagði Páll Guðbrandsson kart- öflubóndi í Hávarðarkoti og oddviti í Þykkvabæ. Páll sem er formaður Landssambands kartöflubænda sagði að flárhagsstaðan væri hroða- leg hjá mörgum kartöflubændum eftir tvö síðustu ár. „Verði uppskeran passleg miðað við landsneyslu verður ekkert verðstríð en ef í ljós kemur að upp- skeran verður meiri en landsneyslan getur sami darraðadansinn byijað aftur. Núna velja menn sér söluum- boð eða fara f beina sölu. Það er síðan undir umboðunum komið hvemig bóndanum gengur en hann kaupir sér aðild að markaðnum með hlutabréfakaupum í dreifingarfyrir- tækjunum. Með því að hafa eitt dreifingarfyrirtæki væri unnt að útvega mun ódýrari kartöflur því dreifingarkostnaður, söluskattur og álagning er núna meira en helming- ur af útsöluverðinu. Ég held að menn séu bjartsýnir á að verðstríð- inu ljúki núna þegar skaparinn sér um vopnahléð með sprettunni," sagði Páll. Hann kvaðst ennfremur álfta að menn væm almennt á því að fá stýr- ingu á framleiðsluna á næsta ári, eins konar kvóta. Hann sagði að framleiðendum hefði flölgað, sér- staklega þeim sem væm með bland- aðan búskap og hefðu fengið niður- skurð á mjólk. Slíkt gengi ekki þeg- ar verið væri að framleiða á yfirfull- an markað. „Það er allt fengið ef sölumál og framleiðslustýring komast í eðlileg- an farveg. Þá er það bara skaparinn sem ræður," sagði Páll Guðbrands- Uppskeran nægileg fyrir viðunandi verð r „Þetta er alveg nægileg uppskera ef það næst að selja hana fyrir við- unandi verð,“ sagði Hafsteinn Ein- arsson kartöflubóndi f Sigtúnum. Hann kvaðst álíta að uppskeran yrði svona í meðallagi. Hafsteinn sagðist hafa hætt að taka upp í fyrra þegar hann var kominn með sex þúsund poka en síðan hefði ekki nema helmingurinn selst. Sölumagnið hefði þó ekki ver- ið það versta heldur að verðið var ekkert. „Það þyrfti að koma kvóti á þetta, allavega einhver stjómun. Maður var að vona að eitthvað kæmi út úr kvótanefndinni,” sagði Hafsteinn f Sigtúnum. Minni hætta á niðurboðum „Ég held það með uppskemna líti ágætlega út sem það táknar að þetta er bara rétt fyrir markað- inn. Það má því búast við að minni hætta verði á því að menn fari að bjóða niður og vonandi allt faliið í ljúfa löð í þeim efnum,“ sagði Heim- ir Hafsteinsson bóndi í Sigtúnum. Hapn kvaðst fylgjandi því að kvóti jrrði settur á kartöflufram- leiðsluna. „En það gengur ekki að þeir sem hafa fiillvirðisrétt í öðmm búgreinum fái kvóta f kartöflum. Þetta er ekki til skiptanna. Það hefur sýnt sig að þeir sem hafa feng- ið niðurskurð í öðmm búgreinum hafa farið í kartöflur af krafti og þannig þrengt að hinum sem lifa á þessu eingöngu eins og menn gera hér í Þykkvabænum. Það er öfugsnúið að í góðæri eins og í fyrra fari menn nánast á hausinn. Ég tel réttlátt í sambandi við kvótaskipt- ingu í þessu að miða við framleiðslu síðustu 10 ára fyrir hvert byggðar- lag. Sfðan þurfa þau að skipta þessu sín á milli eftir ákveðnum viðmiðun- um,“ sagði Heimir Hafsteinsson í Smáratúni. Kvóti er vitleysa „Ég get ekki séð hvemig einhv jakkafatanefnd getur gert út það hveijir deyi og hveijir ekk þessari framleiðslu og kæri ekkert um slíkt," sagði Tiyg Skjaldarson kartöflubóndi f Nor Nýjabæ. „Þessi kvóti er vitleysa. Ég spyr bara hvemig eigi að finna út kvótann á hvem bónda og hvort loka eigi stéttinni. Þeir sem eru fylgjandi kvóta halda að þeir séu að tryggja sig en þeir em í raun að hleypa að möguleika á alls kyns miðstýringu. Það er hætt við að jakkafatanefndimar vilji hjálpa ein- hveijum Bjössa frá Bomsu í Stfgvélafírði sem fór illa út úr refn- um og þurfí því að fá kartöflukvóta til að bjarga sér. Slíkt yrði beint á kostnað annarra sem fengju minna.“ Tryggvi sagðist búast við meðal- uppskem f ár. Hann var einn þeirra fáu sem seldi alla sína uppskem frá í fyrra. Kartoflur frá honum eru seldar í stómm pakkningum úr gám við Umferðarmiðstöðina í Reykjavík. „Ég seldi þeim sem kaupa vildu og ætla að selja þannig áfram. Það eina sem ég geri er að ég sleppi bara úr milliliðakostnaðin- um. Ég fæ ekki minna en aðrir fyr- ir mínar kartöflur," sagði Tryggvi og benti á að það væri mest eldra fólk og bara allur almenningur sem kæmi af götunni og keypti kartöflur úr gámnum á lægra verði. Sig.Jóns. íslenzkir sérfræðingar til starfa í Ungveijalandi Gera arðsemisáætlun fyrir hitaveitu í 50.000 manna bor NÚ í vikunni voru undirritaðir í Búdapest tveir samningar um, að veituna lægi endanlega fyrir, íslenzkir aðilar leggi Ungveijum til sérfræðiþekkingu varðandi nýt- ingu á heitu vatni. Er annar samningurinn á þann veg, að íslenzkir aðilar taka að sér að gera arðsemisáætlun fyrir byggingu heitaveitu fyrir 50.000 manna borg. Borg þessi heitir Hódmezövásárhely og er í suðurhluta Ungveijalands. Hinn samningurinn er rammasamningur um hönnun á upphitun og hitalögnum í tvö til þijú heiisuhótel, sem hefja á framkvæmdir við á næsta ári. Heimir Hannesson, forstöðumað- ur markaðssviðs Búnaðarbankans skýrði frá þessu í viðtali við Morg- unblaðið, en hann hóf milligöngu um þessa samningsgerð með fyrir- tækinu Virki, sem Orkustofhun er m. a. aðili að. Kostnaðurinn við þessa hönnun nemur um 200.000 dollara (rúml. 9 millj. ísl. kr.). Hann er greiddur annars vegar af hálfu Ungveija og hins vegar af hálfu Norræna útflutningsverkefnasjóðs- ins. Heimir sagði, að íslenzkir sér- fræðingar myndu fara til Ungveija- lands eftir hálfan mánuð til að vinna að þessu verkefni og yrði því vænt- anlega lokið fyrir næstu áramót. Þáttur markaðssviðs Búnaðarbank- ans hefði fyrst og fremst verið sá, að koma þessum samningum á og vera þar milligönguaðili. Norræni fjárfestingarbankinn í Helsinki hefði ennfremur verið aðili að þess- um viðræðum. Jafnframt hefði verið undirritað samningur um það, að samtímis því sem hagkvæmnisáætlunin um hita- yrði hún gerð að útflutningsátalá beggja það er íslendinga og Ung- veija t'l þriðja aðila, sem gæti ver; ið hvar sem væri í heiminum t. d. í Sovétríkjunum, Kína og Afríku; Sagði Heimir það vera mjög athygl- isvert, að ríki i Austur-Evrópu hefcfi með þessu einnig óskað eftir sam- starfi við íslendinga um markaðs- setningu verkefnisins. Til viðbótar þessu hefði verið undirritaður rammasamningur um, að íslendingar annist útfærslu á upphitun og hitalögnum í tvö til þijú mjög stór heilsuhótel, sem hefja á framkvæmdir við á næsta ári. Verða þau reist í nágrenni Búdapest eða við Baltonvatn vestan borgarinnar. Ástæðan fyrir þessum hótelbyggingum væri mikill og vax- andi ferðamannastraumur til Ung- veijalands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.