Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
Enn um ráðningu
fram kvæmdastj óra UA
eftir Gísla
Konráðsson
Allmikið fjaðrafok hefur orðið
út af skoðunum mínum um ráðn-
ingu eftirmanns míns, sem ég hef
látið í ljós í blaða- og útvarpsvið-
tölum að undanfömu, einkum er
vefengt það sem ég hef haldið fram
að framkvæmdastjórar hafi verið
ráðnir hér á þann hátt að skapað
væri pólitískt jafnvægi í þeim til-
gangi, að losa félagið við stjóm-
máladeilur um rekstur þess og
framgang.
Ég kann því illa að vera talinn
ósannindamaður og vil því greina
frá nokkmm sögulegum staðreynd-
um sem renna stoðum undir mál-
flutning minn.
Þegar verst vegnaði hjá félaginu
logaði hér allt í pólitískum deilum
um málefni þess. Þá hafði frá upp-
hafi verið hér einn framkvæmda-
stjóri, sem var sjálfstæðismaður og
af þeim sökum varð sá flokkur fyr-
ir mestu aðkasti.
Um þetta leyti vom eftirtaldir
menn í stjóm ÚA: Frá Sjálfstæðis-
flokki Helgi Pálsson og Steinn
Steinsen. Frá Framsóknarflokki
Jakob Frímannsson. Frá Alþýðu-
flokki Albert Sölvason og frá Al-
þýðubandalagi Tryggvi Helgason.
Eins og þeir vita sem til þekkja
vom þama saman komnir fimm
alkunnir heiðursmenn.
Á stjómarfundi í ÚA 20. janúar
1958 er skráð eftirfarandi bókun:
„Fram kom tillaga frá Albert
Sölvasyni og Tryggva Helgasyni
um að segja upp framkvæmdastjóra
félagsins með 6 mánaða fyrirvara
og sé framkvæmdastjóra jafnframt
uppálagt að segja upp öllu starfs-
fólki félagsins á skrifstofum ásamt
frystihússtjóra með löglegum fyrir-
vara (3 mánuðum) frá næstu mán-
aðamótum.“
Þeir tillögumenn og Jakob
Frímannsson greiddu tillögunni
meðatkvæði, en Helgi Pálsson óskar
bókað:
„Þar sem upplýst er að sam-
komulag er orðið milli framsóknar-
manna, alþýðuflokksmanna og
kommúnista um stjóm bæjarmál-
anna, sem einnig á að ná til stjóm-
ar og reksturs ÚA, tek ég enga
afstöðú til uppsagnarinnar þar sem
fulltrúar þessara flokka hafa meiri-
hluta í stjóm félagsins og geta ráð-
ið málum þess.“
Steinn Steinsen óskar bókað:
„Þar sem ekkert liggur fyrir um
afstöðu bæjarstjómar til þessarar
tillögu mun ég ekki greiða atkvæði
um hana.““
Undir fundargerð þessa rita
síðan 5 fyrrgreindir stjómarmenn
nöfn sín.
Af því sem fram kemur í framan-
skráðri bókun má glögglega sjá
flokkspólitískan ágreining og að
minnihlutinn var hvergi nærri
ánægður og þótti á sig hallað.
Skömmu síðar gerast þau tíðindi
að Akureyrarbær tekur ábyrgð á
framhaldsrekstri félagsins og felur
mér (4. febrúar 1958) að vera full-
trúi sinn hjá félaginu í sambandi
FttUkomm adsiuAa ttg aáluAandi
hverfi fyriv hrers kcmor rehtur, rúés
m fundi.
Giesíleg utamöliggjanÆ glcfiyfia /
jpníí upp i Surínuifoúft.
VEISLU- OG RAÐSTEFNUSALUR
i Þórsh&H, Brautarholti 20.
Símar: 29099 23335.
Tit
útkigu ú
hvada tima
sótarhrings
sem er!
ÁS
Atlar
veitmf'ar
allt eftir
óskum
hvers
OR
eins.
«« Hqfió samband
i rið reitinf’astjóm
■ Kristjón
Damchson
sem nefur ,
oltar nónari J
mptþsmgmr /j
læsilegasti
mn
veislu
og
ráðstejnusalur
borgarinnar
Gísli Konráðsson
„Ef um það væri að
ræða að hjá þessu fé-
lagi væri aðeins einn
framkvæmdastjóri og
til stæði að ráða hann
þá myndi ég hiklaust
leggja áherslu á að
hann hefði ekki komið
nærri flokkapólitík.“
við téða ábyrgð. Þann 21. maí er
mér veitt prókúruumboð fyrir félag-
ið en endanleg ráðning mín sem
framkvæmdastjóra fór ekki fram
fyrr en í ágústmánuði sama ár. Um
þetta leyti hefur sú breyting orðið
á stjóminni að Kristján Kristjáns-
son er þar kominn í stað Steins
Steinsen.
Þá er það næst, að á stjómar-
fundi 24. október tilkynnir stjómar-
formaður, Helgi Pálsson, að félag-
inu standi til boða meðfram-
kvæmdastjóri, sem sé Andrés Pét-
ursson frá Reykjavík, og þann 27.
október er samþykkt að ráða Andr-
és.
Um þetta hef ég sagt að sjálf-
stæðismenn hafi staðið fyrir því að
ráða Andrés sem pólitískt mót-
vægi. Ég hef næga vitneskju um
þetta til þess að geta fullyrt það,
þótt ég telji af ýmsum ástæðum
ekki rétt að fara lengra út í það
hér. Ég var mjög sáttur við þessa
ráðningu, en með henni skapaðist
sú pólitíska jafnvægiskenning, sem
ég hef boðað.
Nú líða 6 ár og samvinna okkar
Andrésar er með ágætum. Þá ger-
ist það, að Andrési býðst gott starf
syðra og segir því upp starfi sínu
hjá ÚA. Þá liggur fyrir að ráða
menn í hans stað og nú fullyrði ég
enn að í hugum manna hér þótti
sjálfsagt að sá maður væri frá Sjálf-
stæðisflokki. Ráðinn var Vilhelm
Þorsteinsson, sem uppfyllti vel allar
kröfur, harðduglegur skipstjóri bú-
inn að starfa hjá félaginu um mörg
ár og þekktur sem góður stjórnari.
Átti ég þátt í því að hann var val-
inn því að ég taldi hann mjög líkleg-
an til góðrar samvinnu, sem líka
kom rækilega á daginn. Og nú höf-
um við Vilhelm unnið hér hlið við
hlið í 24 ár og ég læt öðrum eftir
að dæma störf okkar.
Þá fer nú að koma að sögulokum.
Það hefur sem sé engin fram-
kvæmdastjóraráðning farið hér
fram í 24 ár, en ég tel mig nú hafa
sýnt hvemig mín skoðun er til kom-
in, og ég fæ ekki séð að neinar
breytingar hafi orðið á akureyrskri
pólitík á þessum tíma, vinstri er enn
vinstri og hægri er enn hægri, og
að því ber að hyggja þegar nú skal
ráða mann í minn stað.
Á mig hefur verið borið að ég
skeytti ekki um annað en pólitískan
lit þegar um væri að ræða ráðningu
framkvæmdastjóra. Svona þvætt-
ingi ætti ekki að þurfa að svara,
enda tók ég það mjög skýrt fram
í útvarpsviðtali, hvemig ég lít á
það. Auk þess treysti ég stjóm fé-
lagsins svo vel að hún myndi aldrei
ráða mann sem ekki væri vel hæfur
til starfsins.
Ef um það væri að ræða að hjá
þessu félagi væri aðeins einn fram-
kvæmdastjóri og til stæði að ráða
hann þá myndi ég hiklaust leggja
áherslu á að hann hefði ekki komið
nærri flokkapólitík.
Mergurinn málsins er sá, að ÚA
er eign allra Akureyringa og á að
vera það áfram, blómgast og dafna
til hagsbóta þessu bæjarfélagi og
það má ekki lenda í höndum pen-
ingaafla sem em til alls vís. Um
það verða Akureyringar að halda
vöku sinni.
Um þetta mál mun ég svo ekki
skrifa meira nema sérstakt tilefni
gefist.
Höfundur er fráfarandi fram-
kvæmdastjári Útgerðarfélags Ak-
ureyringa.
FLUGLEIÐIR
-fyiirþig-
Rýmri farangursheimild
er á Saga Class,
Msm 30 kg í stað
20 kg.
Þú svalar lestraiþörf dagsins
á^íðum Moggans!