Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
43
Hús frá því fyrir 1500 f.Kr. í Akrotiri.
Rauða ströndin á Santorini.
Manolas
AttrUia
Mogalochori
Monastiri
y Emborion
OIJ)'
Akrotiri
Perissa
Akrotiri
í sögu eyjarinnar. Árið 1956 varð
eyjan fyrir jarðskjálftum, sem ollu
miklu tjóni.
íbúar Santorini eru um 7.000 í
16 þorpum og byggja þeir efna-
hagslega afkomu sína á vínfram-
leiðslu, tómötum, belgbaunum og
útflutningi á vikursteini. Ferða-
mannastaumur hófst ekki fyrr en
fyrir 3 árum og er eyjan þess vegna
að hluta til í uppbyggingu.
Við hófum skoðunarferðina með
því að halda f áttina að Perissa-
ströndinni, sem er 8 km löng og
er hún ein af bestu ströndunum á
eyjunni og þar er einnig minni öldu-
gangur. Strendumar á Santorini
eru einungis á suður- og suðaustur-
hluta eyjunnar, þ.e. frá Akrotiri til
Monolithos, og er Kamari miðja
vegu. Frá Perissa héldum við til
Akrotiri, sem varðveittist í eldgos-
inu í kringum 1500 fyrir Krist, og
þar má sjá hús, götur og verslanir.
Hér voru einnig kalkmálverk, sem
voru flutt til Aþenu. Kalkmálverk
þessi eru talin vera til stuðnings
sögusögnum um að Santorini ásamt
Krít og kannski annarri eyju hafí
verið Atlantide, sem hvarf í miklu
eldgosi. Með því að ganga eftir
þröngum stígum fyrir ofan strönd-
ina á Akrotiri kemur maður að
rauðum kletti með rauðri strönd og
tærum og hreinum sjó. Gullfallegur
staður.
Frá Akrotiri, sem er syðsti punkt-
urinn á Santorini, förum við til
nyrsta punktsins, sem er Oia. Fyrir
jarðskjálftana árið 1956 voru íbúar
þorpsins 4.000 en f dag eru þeir
aðeins 400. Áður fyrr var Oia versl-
unarsetur Santorini. Héðan nýtur
maður best útsýnis yfír eyjamar í
kring, þ.e. Thirassia, þar sem búa
300 manns og fengu þeir fyrst raf-
magn í fyrra, Aspronisi, Nea Kam-
eni, þar sem er virkur eldgígur og
er hitastig hans 80-85°C, Palea
Kameni, sem er lfkt og Bláa lónið
okkar. Oia er líklega þrifalegasti
staðurinn á Santorini og viðhald
ágætt Héðan nýtur maður best
sólsetursins. Hér var ekki vindur
svo við flúðum sökum hita.
Eftir 12 daga dvöl héldum við
aftur til Aþenu. Ég hef ekki séð
aðrar af hinum grisku eyjum, en
ég hef lesið að Santorini sé ólík
öllum öðrum. Ef þið ætlið að fara
til Grikklandis þá er Santorini þess
virði að heimsækja hana f 2 til 3
daga, ekki lengur.
Flórens, ágúst 1988.
TEXTI:
Bergljót Leifsdóttir
Vourvooli
Kodocho
Lxo Gonia /
Mesa GoniH
Pyrgoa Wine ta
Kort af
Santorini.
Phinikia
@THIRA \
® KarteradíMi V
Monoiithos
Messaria
1 Vothon
Ertþúíhúsgagnaleit?
Ný sending af leðursófasett-
um og hornsófum frá Þýska-
landi og Frakklandi. Líttu í
gluggann um helgina.
UTSALA
á persneskum teppum og renningum,
afgönskum mottum og púðum.
Takmarkaðar
birgðir
Verslunin P.M.T.
Hrísateig 47, sími 680433.
Opið frá 13-18 alla virka daga.
Metsölublad á hverjum degi!
nord
REFO
nordREFO (Norræna rannsóknastofnunin i byggðamélum) er
rannsóknastofnun sem heyrir undir norrænu réðherranefndina.
Stofnunin hefur með höndum frumkvæði og samræmingu á rann-
sóknum á sviði byggðamála með þvi að skipa i sérstaka rann-
sóknahópa aðila, sem vinna að rannsóknum og stjómsýslu á
sviði byggðamála.
auglýsir eftir FRAM KVÆM D ASTJÓRA
nordREFO flytur tíl Kaupmannahafnar sumarið 1989 og auglýsir i tengslum við það eftir framkvæmda-
stjóra til fjögurra óra. Starfið felur m.a. í sér eftirfarandi:
• að undirbúa rannsóknaáætlun fyrir starfsemina
• að starfa með rannsóknahópum
• að sjá um útgáfustarfsemi stofnunarinnar
• að sjó um daglega stjórnun og fjármálastjórn stofnunarinnar.
Krafist er þekkingar og gjarnan reynslu af störfum á sviði byggðamála. Leitað er að áhugasömum manni
með stjórnunarhæfileika. Það er einnig kostur ef umsækjandi hefur doktorsgráðu. Starfiö felur í sér að sjá
um starfsemi rannsóknahópa vegum nordREFO og hefur i för með sér mikil ferðalög, einkum innan Norð-
urlandanna.
Laun ákvarðast með tilliti til hæfni umsækjanda á bilinu 20.000-30.000 DKK ó mánuði. Sérstakur ftutnings-
styrkur verður veittur umsækjendum utan Danmerkur og aö auki mánaöarleg uppbót á bilinu 2.000-4.000
DKK.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. júli 1989.
Upplýsingar veitir fulltrúi íslands í stjóm nordREFO, Sigurður Guðmundsson, Byggðastofnun, sími: 2 51 33
eða Gösta Oscarsson, institutschef för nordREFO, Helsingfors, sími 90/604 737.
Umsóknir sendist eigi síðar en 17. október tíl:
nordREFO
Postbox 257
00171 Helsingfors 17
Finland