Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
5T*
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
.. . i
smáauglýsingar
Mikið úrval
af tónlist á plötum, snældum og
diskum. Nýkomnar Biblíur af ýms-
um gerðum, m.a. tvær stærðir
með rennilás. Erum einnig með
falleg hálsmen með áletruðum
bænum og upprisu krossa.
Sendum i póstkröfu samdægurs.
Sími 91-20735.
/erslunin IKT^
Vélritunarkennsla
Vélritunarskólinn slmi 28040.
Kristniboðsfólag karla
Reykjavfk
Fundur verður að Háaleitisbraut
58-60, mánudagskvöldið 19.
september kl. 20.30.
Allir karlmenn velkomnir.
Stjórnin.
Hjálpræóis-
herinn
Kirkjustræti 2
I dag kl. 14.00: Sunnudagaskóli
í umsjá kapteinanna önnu Gur-
ine og Daniels Óskarssonar.
öll börn eru velkomin.
Kl. 20.30: Hjálpraaðiasamkoma.
Söngur og vitnisburðir.
Mánudag kl. 16.00 ar fyrsti
fundur Haimllasambandslns
(fyrir konur). Kapteinn Anna
Gurine talar. Mlðvikudag kl.
20.30: Hjálparflokkur (hjá Anne
Marie í Suðurgötu 15). Verið
velkomin I Jesú nafni.
I.O.O.F. 10 = 170
91981/2 =
Hvftasunnukirkjan
Völvufelli
Almenn samkoma I dag kl.
16.30. Barnagæsla. Allir hjartan-
lega velkomnir.
Elfm, Grettisgötu 62,
Reykjavfk
f dag, sunnudag, verður almenn
samkoma kl. 17.00.
Verið velkomin.
Skíðadeild Ármanns
Ármannsgallarnir verða sýndir
og mátaðir I Ármannsheimilinu
mánudaginn 19. september kl.
18.00. Við hvetjum foreldra og
keppendur til að koma og skoða.
Undirbúningsnefnd.
VEGURINN
Kristið samfélag
Þarabakki 3
Samkoma kl. 11.00. Helga Zider-
manis talar. Samkoma kl. 20.30.
Beöið fyrir sjúkum o.fl.
Vertu velkomlnn.
Krossinn
Auðbrekku 2,200 Kópavogur
Almenn samkoma í dag kl.
16.30. Allir velkomnir.
KFUM og KFUK
Almenn samkoma I kvöld kl.
20.30 á Amtmannsstíg 2b.
Hvatningarsamkoma í upphafi
vetrarstarfs. Vigfús Hallgrlms-
son og Málfríður Finnbogadóttir
tala. Fjölmennum og sýnum
sjálfboðaliðunum f æskulýðs-
starflnu samstööu.
Hvftasunnukirkjan
Ffiadelffa, Hátúni 2
Safnaðarsamkoma kl. 14.00.
Ræðumaður Garðar Ragnarsson.
Almenn vakningarsamkoma kl.
20.00. Skímarathöfn. Ræðumað-
ur Garðar Ragnarsson.
Hörgshlfð 12
Boðun fagnaðarerlndislns.
Almenn samkoma ( kvöld
kl. 20.00.
Krislilugt
FéUg
HeillirigdiislélU
Fundur veröur haldinn mánu-
daginn 19. september kl. 20.30
í safnaðarheimili Laugarnes-
kirkju.
Fundarefni: Sagt verður frá
Noröurlandaráðstefnu K.F.H. f
Danmörku í ágúst sl. Söngur,
kaffiveitingar.
Allir velkomnir.
témhjálp
f dag kl. 16.00 er almenn sam-
koma í Þríbúðum, Hverfisgötu
42. Fjölbreyttur söngur. Barna-
gæsla. Ræðumaður er Óli
Ágústsson. Allir velkomnir.
Samhjálp.
Breski miðillinn Júlía Griffiths
mun starfa á vegum félagsins
dagana 4.-16. október. Hún
heldur skyggnilýsingafundl á
Hótel Lfnd, Rauðarárstfg 18,
þriöjudaginn 4. okt. og mánu-
daginn 10. okt. Fundirnir hefjast
kl. 20.30. Einnig mun hún halda
einkafundi, fimmmannafundi og
námskeið fyrir félagsmenn.
Nánari upplýsingar fást á skrif-
stofunni og í síma 18130.
Stjórnin.
Morgunn,
tfmarit Sálarrannsóknarfólags
fslands er komiö út. Elsta rit
sinnar tegundar á fslandi.
Meða efnis: Af fundi Tutu, and-
legum leiðbeinanda að handan
(fundurinn var haldinn í SRFf,
og þar ræddi hann um lífið og
tilveruna, gleðina og sorgina,
lífið fyrir handan og margt fleira).
Rannsóknir i dulsálarfræði til
hernaðarlegra nota, sagt frá
„verunni á 29 megariðum", fré-
sögn af huldubörnum er sáust i
Rangórvallasýslu, hugleiðing um
ást milli vina, sagt frá heimsókn
miöilsins Gladys Fieldhouse til
SRFl 1988, o.fl.
Ritið fæst á afgreiðslu SRFf að
Garðarstræti 8, RVK og þar er
einnig tekið við áskriftarbeiðn-
um. Hægt er einnig að fó ritið
sent í póstkröfu ef óskað er.
ISJJ Útivist
Sunnudagsferðir
18. sept.
Kl. 8.00 Þórsmörk - Goðaland.
Stansað 3-4 klst. i Mörkinni.
Verð 1.200,- kr.
Kl. 9.00 Skarðshelði - Helðar-
hom. Gengið frá Efraskarði á
hæsta hnúk fjallsins (1053
m.y.s.). Verð 1.300,- kr.
Kl. 13.00 Botnsdalur - Brynju-
dalur, haustlKlr. Gengið um
gamla leið, yfir Hrísháls á milli
dalanna. Einnig möguleiki é
göngu að Glym. Verð 900,- kr.,
frítt f. börn m. fullorðnum.
Brottför frá BSf bensfnsölu.
Sjáumst.
Útivist.
fcíJj Útivist
Helgarferðir 23.-25.
sept.
Þórsmörk-Goðaland, haustlHlr.
Góð gisting i Útivistarskólunum
Básum. Gönguferðir viö allra
hæfi. Haustlitirnir að komast i
hámark.
Haustlitaferð f Skaftafell.
Gönguferðir.
Sunnudagur 26. sept. kl. 10.30.
Gamla þjóðlelðin yflr Mosfells-
helðl. Nú er tækifæri aö Ijúka
við Þingvallaþjóðleiðina.
Kl. 13.00 Þlngvelllr, haustlitlr,
söguferð.
Mánudagur 26. sept.
Kl. 20.00 Tunglskinsferð f Við-
ey. Gönguferð. Fjörubál. Litið
inn i Viðeyjarstofu.
Brottför frá Kornhlööunnl f
Sundahöfn.
Sjáumst.
Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir F.f. sunnudag-
inn 18. sept.:
1. Kl. 08. Þórsmörk - dagsferð.
Dvöl 4 klst. í Þórsmörk, göngu-
ferðir um Mörkina. Verð kr.
1.200.
2. Kl. 10. Hrafnabjörg - Þlng-
velllr.
Ekið aö Gjábakka og gengiö
þaðan. Verð kr. 800.
Kl. 13. Þlngvelllr - haustlltlr.
Verð kr. 800.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar viö
bíl. Fritt fyrir böm í fylgd fullorð-
inna.
Ferðafélag fslands.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍIAR11798 og 19533.
Helgarferðir 23.-25. sept.
Landmannalaugar - Jökulgll.
Gist i sæluhúsi F.l. i Landmanna-
laugum. Upphitað hús með eld-
unaraðstöðu og notalegu gisti-
rými. Jökulgilið er náttúrusmfð
sem vert er aö skoða. Núna er
rótti tíminn.
Þórsmörk - haustHtaferð.
Gist i Skagfjörösskála/Langadal.
Haustiö er sórstakt í Þórsmörk.
Það er þess virði að kynnast
óbyggöum islands á haustin.
Brottför f ferðlrnar er kl. 20.00
föstud. Upplýsingar og farmiöa-
sala ó skrifstofu F.I., Öldugötu 3.
Ferðafólag fslands.
JttorgnsiMjifeib r
GtAmdoginn!
■aðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
tilkynningar
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
REYKJAVÍK
Vegna úthlutunar
úr Framkvæmdasjóði
fatlaðra árið 1989
Vegna úthlutunar úr Framkvæmdasjóði fatl-
aðra árið 1989 óskar svæðisstjórn málefna
fatlaðra í Reykjavík eftirfarandi upplýsinga:
1. Yfirlit yfir stöðu þeirra framkvæmda í
Reykjavík sem ólokið er og úthlutað hefur
verið til úr Framkvæmdasjóði fatlaðra.
2. Sundurliðaða framkvæmdaáætlun vegna
ólokinna verkefna í Reykjavík og áætlun
um fjármögnun hvers verkefnis. Sérstak-
lega skal sundurliða hvern verkáfanga
fyrir sig og möguleika hvers fram-
kvæmdaaðila á fjármögnun til fram-
kvæmdanna (þ.e. eigin fjármögnun eða
önnur sérstök framlög).
3. Beiðnir framkvæmdaaðila f Reykjavík um
fjármögnun úr Framkvæmdasjóði fatlaðra
árið 1989.
Nauðsynlegt er að ofangreindar upplýsingar
berist svæðisstjórn eigi síðar en 30. sept-
ember nk.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra,
Hátúni 10, 105 Reykjavík.
HR0SSABÆNDA
BÆNDAHOLUNNI HAGATORGI
107 REYKJAVlK ISLAND
Útflutningur hrossa
Félag hrossabænda hefur ákveðið útflutning
hrossa með flugi vikulega frá og með 27.
september. í þessu sambandi eru eftirfar-
andi atriði auglýst:
1. Útflutningur reiðhrossa. 27. september
verður flug til Billund í Danmörku og hrossum
ekið þaðan til Svíþjóðar. í það minnsta tvær
aðrar ferðir verða farnar til Ostende í Belgíu.
Þeir sem vilja flytja út hross með þessum
ferðum leiti nánari uppiýsinga í síma 91-
687699 eða í síma 98-78960.
2. Útflutningur sláturhrossa. Jafnhliða reið-
hrossaútflutningi verða sláturhross flutt út.
Skráning sláturhrossa fer fram hjá formönn-
um deilda F.hrb. og markaösnefnd félagsins,
svo og hjá sláturhússtjórum kaupfélaga, í
Búvörudeild SÍS og hjá Zóffaníasi Márussyni
í Reykjavík, síma 40157. Reiknað er með
útflutningi á 200 hrossum og verður farið
eftir skráningu með töku hrossanna. Fullt
grundvallarverð verður greitt fyrir hrossin f
janúar 1989, um 16.000,- kr., sem skilaverð
á hross.
3. Útboð fyrir keyrslu á sláturhrossum.
Óskað er eftir skriflegu tilboði fyrir 22. sept-
ember á flutningi hrossanna þar sem komi
fram annarsvegar gjald fyrir hvert flutt hross
úr tilteknum landshlutum á Keflavíkurflug-
völl. Tilboðin séu stíluð á Félag hrossa-
bænda, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107
Reykjavík. Áskilið er að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
VESTFJÖRÐUM
BRÆÐRATUNGA
400 ÍSAFJÖRÐUR
Umsóknir úr Fram-
kvæmdasjóði fatlaðra
Þeir aðilar sem hyggjast sækja um framlög
úr Framkvæmdasjóði fatlaðra á árinu 1989
til uppbyggingar á þjónustu við fatlaða, eru
beðnir að senda umsóknir til Svæðisstjórn-
ar, Bræðratungu, 400 ísafirði, fyrir 1. októb-
er nk.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
Svæðisstjórnar í síma 94-3224.
Svæðisstjórn Vestfjarða.
| uppboð
Listmunauppboð
16. listmunauppboð á vegum Gallerí Borgar
verður haldið 2. október nk.
Verk á uppboðið þurfa að berast Gallerí
Borg, sem fyrst eða í síðasta lagi þriðjudag-
inn 27. september.
LISTMUNIR-SYNINGáR-UPPBOÐ
óskast keypt
Þorskkvóti
Óskum eftir að kaupa þorskkvóta.
Upplýsingar gefur Gunnar í síma 96-61200
á daginn og 96-61499 á kvöldin.
Frystihús ÚKE, Dalvík.
BORG