Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
45
Kvenfélag Kópavogs:
Starfsár félagsins að hefjast
svolítið spenntur eftir vinnuþrælkun
síðustu vikur og verður að fara
gætilega, ekki alls fyrir löngu leit
hann yfir farinn veg og gerði upp
sitt fyrra líf, ákvað að skrúfa tap-
pann endanlega á flöskuna eftir að
hafa átt við verulegt áfengisvanda-
mál að stríða árum saman. Hann
bauð í útsýnisferð um borgina í bíl
sínum og upp á umræður um það
sem efst er á baugi og ég þáði
gott boð. Hann kom að stuttri stund
liðinni og hringdi dvrabjöllunni. Ég
tók eftir því að hann hafði ekki enn
losað sig við sígarettuna en það
stendur allt til bóta, þar er næsta
verkefnið. Fór samt ekkert á milli
mála að hann er yfirvegaður og
alls ekki eins órólegur í bíl sínum
og áður, nánast eins og nýr og
betri maður, allt viðhorf til lífsins
jákvæðara og lífsglaðari mann varla
að fínna. A meðan hann ók um
miðborgina leið meira að segja
þreytan og spennan vegna vinnu
liðinná vikna úr líkamanum, við
reyndum að vera báðir jákvæðir til
manna og málefna og einmitt slíkt
hugarástand sagði kunningi minn
beinlínis nauðsynlegt í oft á tíðum
langri og strangri baráttu alkóhól-
ista til að öðlast nýtt og betra líf.
Og nú ók hann ekki eins og fyrr,
líkt og Bakkus væri í aftursætinu,
á miklum hraða, stressaður og yfir
sig spenntur með áhyggjur af öllu
milli himins og jarðar, allt á síðasta
gjalddaga, falinn víxill og lögtaks-
maður í dyragættinni. Nei, hann
sýndi gangandi og akandi vegfar-
endum sérstaka tillitssemi, kvað
alkóhólista þurfa að vera öðrum til
fyrirmyndar í umgengni við sam-
ferðamenn. Ég hafði heldur ekki
verið lengi í bíl kunningja míns
þegar ég sannfærðist um innihald
orða hans. Við fórum um miðborg-
ina, Hafnarstræti og fyrir framan
bílastæði við bflastöðina á homi
Aðalstrætis og Hafnarstrætis,
hleypti kunningi minn sendiferðabíl
út á götuna, stoppaði bílinn og veif-
aði til bflstjórans og kallaði til hans
um leið og hann skrúfaði niður rúð-
una bflstjóramegin í bfl sínum:
. — Gjörðu svo vel, ekkert liggur
mér á og það er í góðu lagi með
umferðina á eftir mér, og bifreiða-
stjóri sendiferðabílsins var greini-
lega svo gáttaður á slíkri kurteisi
að hann horfði á kunningja minn
um stund eins og eitthvert fyrir-
bæri sem væri af öðrum hnöttum
eða plánetum, sagði síðan: „Ja,
þakka þér fyrir góði,“ og brosti um
leið og hann hélt út í Hafnarstræ-
tið og er við komum á móts við
Rammagerðina innar í Hafnar-
strætinu var þar annar bfll, vöru-
flutningabfll sem sennilega hafði
um stund reynt að komast út úr
porti, baka til við Útvegsbankann
án nokkurs árangurs þar til kunn-
ingi minn kom akandi á bfl sínum,
fjögurra manna fólksbfl, hægði á
ferðinni, var kominn út í glugga
mín megin, hafði drepið í sígarett-
unni í öskubakka í bifreiðinni og
kallaði til bflstjóra vöruflutn-
ingabflsins að hætti skákmanna:
„Þú átt næsta leik. Ég sé að þér
liggur á. Gjörðu svo vel, ég held
röðinni fyrir aftan mig rétt á meðan
þú ekur vöruflutningabflnum út úr
portinu og yfír á götuna.“
Bílstjóri vöruflutningabifreiðar-
innar veifaði til kunningja míns og
kallaði síðan: „Heyrðu. hvaðan af
landinu ert þú?“
„Hvaðan? Nú, úr Reylcjavík,
Breiðholtinu," svaraði kunningi
minn.
„Jæja, og ert þá nýkominn með
bflpróf, eða hvað?“
„Nei, nákvæmlega tuttugu og
sex ár síðan ég tók prófíð," kallaði
kunningi minn og bifreiðastjóri
vöruflutningabifreiðarinnar, tók of-
an húfu á höfðinu og hneigði sig,
stökk síðan inn í vöruflutningabif-
reiðina og lét ekki biða eftir sér,
var kominn út í Hafnarstrætið á
innan við hálfri mínútu og ekki einu
sinni flautað í bflaröðinni sem hafði
myndast á eftir bíl kunningja míns
eftir öllu Hafnarstrætinu. Það var
líka bjart og fagurt veður og allir
í svona ljómandi góðu skapi, kvöld-
ið áður lauk á Laugardalsvellinum
landsleik íslands og Sovétn'kjanna,
Davíðs og Golíats, með jafntefli þar
sem Davíð stóð lengst af betur og
hrein óheppni að Golíat næði jafn-
tefli...
Fimmtudaginn 22. september kl.
8.30 hefst 39. starfsár Kvenfélags
Kópavogs. Þá verður haldinn fundur
í Félagsheimilinu. Gestur fundarins
verður Sigríður Ingimarsdóttir vara-
formaður Kvenfélagasambands ís-
lands, ætlar hún að kynna fyrir fund-
arkonum erlend sambönd Kvenfé-
lagasambandsins, svo sem Hús-
mæðrasamband Norðurlanda — Al-
þjóðasamband húsmæðra o.fl. Konur
í Kópavogi eru hvattar til að mæta
á þennan fund og kynna sér um leið
starfsemi Kvenfélagsins.
Stjóm Kvenfélags Kópavogs
skipa nú eftirtaldar konur: Helga
Helgadóttir formaður, Stefanía
Bjarnadóttir varaformaður, Heiðrún
Helgadóttir ritari, Ólöf Þorbergs-
dóttir gjaldkeri, Þórunn Friðjóns-
dóttir meðstjómandi, Margrét Sig-
tryggsdóttir varamaður, Asta Guð-
mundsdóttir varamaður.
Almennir félagsfundir em haldnir
einu sinni í mánuði og em þeir allt-
af auglýstir í dagbókum dagblað-
anna með nokkurra daga fyrirvara.
Eins og undanfarin ár mun stjóm
félagsins kappkosta að bjóða konum
upp á vandaða og um leið skemmti-
lega vetrardagskrá.
Leikfiminámskeið félagsins verð-
ur haldið í íþróttahúsi Kópavogs-
skóla mánudaga og miðvikudaga kl,-
19. Kennari verður Sigrún Ingólfs-
dóttir. Hægt verður að innrita sig
hjá Önnu Bjamadóttur í s: 40729.
Eins og flestum bæjarbúum er
kunnugt hefur Kvenfélagið starf-
rækt Líknarsjóð Áslaugar Maack um
árabil. Formaður stjómar sjóðsins
er Helga Þorsteinsdóttir. Meðal
tekjulinda sjóðsins hefur verið
merkjasala á kosningadögum og
fæmm við öllum bestu þakkir fyrir .
góðar móttökur í síðustu forseta-
kosningum. Á þessu ári hefur sjóður-
inn úthlutað rúmlega 300 þúsund
krónum til bágstaddra bæjarbúa, öll
úthlutun sjóðsins fer fram í kyrrþey.
(Fréttatilkynning)
LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13.00—17.00
Sýnum 1989 árgerðirnar frás
MITSUBISHI OG VOLKSWAGEN
Komið og skoðið mest seldu bílana á íslandi í dag
Mitsubishi Lancer, Colt og Galant
ásamt VW. Passat,
sem nú er á allra vörum í Þýskalandi.
BÍLASALAN BJALLAN OPIN BÁÐA DAGANA
BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG
[hIhekiahf
Laugavegi 170-172 Simi 695500
MYNDAMÓT HF