Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 Interpolismótið í Tilburg: Jóhann hefur svart gegn Karpov í dag Að stórmótinu í Tilburg hálfn uðu má Jóhann Hjartarson nokk- uð vel við una, hann hefur tapað einni skák og gert sex jafn- tefli. Þegar seinni hluti mótsins hefst í dag bíður hans hins veg- ar býsna erfitt hlutskipti. Hann hefur svart gegn Anatoly Karpov, væntanlegum andstæðingi sínum í áskorendaeinvigi, og sömuleið- is svart á morgun gegn Jan Timman. Þess má vænta að Karpov tefli stíft til vinnings gegn Jóhanni í dag, því hann stendur I harðri baráttu við Nigel Short um efsta sætið á mótinu. Á föstudaginn tefldu þeir Karpov og Short innbyrðis, og veittist Englendingnum nokkuð létt verk með svörtu að halda heimsmeistaranum fyrrverandi í skeflum. Short hafði jafnvel frum- kvasðið lengi vel. Þeir Interpolismenn halda mó- tið nú í 12. sinn og leggja sem fyrr allt upp úr því að það sé haldið með sem mestum glæsi- brag. Þeir ráða t.d. jafnan svokall- aðan heiðursstórmeistara, sem hefur þær embættisskyldur að uppfræða áhorfendur og svara spumingum blaðamanna um gang skákanna. Fýrir valinu verðajafn- an reyndir og fjölfróðir stórmeist- arar, fyrir nokkrum árum var t.d. Friðrik Ólafsson í þessu hlut- verki, en nú er það Vlastimil Hort, sem er heiðursstórmeistarinn. Hort er afskaplega skemmti- legur þegar hann heldur fyrir- lestra sína fyrir fjölmarga blaða- menn á staðnum og nýtur sín bezt þegar hann er að bera í bætifláka fyrir þá sem hafa tapað illa eða samið stutt jafntefli. Inter- polismenn vilja auðvitað fá sem mesta umfjöllun f fjölmiðlum og Hort reynir því stundum að gera úlfalda úr mýflugu. Um einstaka skákmenn er það að segja að Karpov er sem á heimavelli í Tilburg, enda hefur hann sigrað þar fimm sinnum í sex tilraunum. Short hefur náð sér fyllilega eftir hið slæma tap í einvíginu við Speelman og virð- ist vera sá eini sem getur veitt Karpov einhveija keppni. Hubner virðist ekki vera vel upplagður, en er þó með 50% vinninga eftir öruggan sigur sinn yfír Timman. Nikolic hefur verið með slæmar stöður í næstum því öllum skákum sínum, en með mikilli seiglu kom- ist hjá þvf að tapa skák. Skák hans við Jóhann er nokkuð dæmi- gerð fyrir taflmennsku hans á mótinu. Portisch hefur verið mjög mistækur, báðir vinningar hans, gegn Jóhanni og Van der Wiel, voru frekar ódýrir, andstæðingun- um urðu á gróf mistök í báðum skákunum. Timman hefur verið í slæmu formi síðan hann vann yfírburðasigurinn í Linares og mældist með yfír 2700 stig. Tafl- mennska hans í Tilburg bendir ekki til þess að hann hafi náð að hrista af sér slenið. Hvass skákstíll Van der Wiel virðist ekki duga á þessa öflugu andstæðinga, í fyrstu umferð missti hann af góðum vinningsmöguleika gegn Nikolic, og hefur lítið náð að sýna síðan. Þótt Jóhann hafí gert mörg jafntefli hafa verið miklar svipt- ingar í skákum hans. Gegn Short náði hann að bjarga mjög slæmri stöðu, en stóð hins vegar með pálmann f höndunum gegn þeim Van der Wiel og Nikolic og jafn- vel Timman líka. Við skulum nú líta á stór- skemmtiiega skák hans við Júgó- slavann. Það er oft vandi að semja ýtarlegar skýringar við svo flókn- ar skákir, en meðan á skákinni stóð fór ég yfír ýmsa möguleika með Svíanum Ulf Andersson, auk þess sem þeir Vlastimil Hort, Gena Sosonko og Nigel Short höfðu sitthvað að leggja til mál- anna. Eftir skákina fékk ég síðan að heyra álit þeirra Jóhanns og Nikolic á henni. Ef einhvemtíman hefur verið hægt að gefa glögga mynd af gangi mála í skýringum, þá ætti það því að vera núna: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Predrag Nikolic Frönsk vöm 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 — c5 5. a3 — Bxc3+ 6. bxc3 — Dc7 Algengara er hér 6. — Re7 7. Dg4 - Dc7 8. Dxg7 - Hg8 9. Dxh7 — cxd4, eins og t.d. Nogu- eiras lék gegn Jóhanni í Belfort í sumar. 7. Dg4 - f6!7 Þetta er mjög sjaldgæft af- brigði, en Nikolic hefur fundið athyglisverða nýjung í 8. leik. 8. Bb5+ - Kf8! Þetta virðist miklu betra en gamla framhaldið 8. — Rc6. Nú hótar svartur bæði að ráðast gegn hvíta biskupnum með 9. — c4 eða 9. — Da5 og einnig að leika 9. — cxd4. Vegna þessarar athyglis- verðu nýjungar er 8. Rf3 senni- lega öruggasta framhald hvíts í 8. leik, en þannig tefldi einmitt Botvinnik eitt sinn í heimsmeist- araeinvígi við Smyslov. 9. a4 Jóhann lék þessu eftir mjög langa umhugsun og hefur líklega hitt á besta framhaldið. Hvítur getur nú svarað 9. — c4 með 10. a5 og ef svartur reynir að vinna biskupinn gæti það haft alvarleg- ar afleiðingar: 10. — a6 11. Ba4 - Dxa5 12. Ba3+ - Kf7 13. Bb4 - Dc7 14. Rf3 — b6 15. Rg5+! - fxgö 16. Dh5+ - g6 17. Df3+ - Kg7 18. Df8 mát. 9. — cxd4 10. Re2 — fxe5 11. cxd4 — a6? Nikolic hefur líklega haldið að hann væri að vinna mann, því 12. Bd3? — e4 gengur auðvitað ekki. Jóhann var hins vegar tiibúinn með laglega leið til að bjarga bisk- upnum og um leið fær hann góða stöðu. Mun nákvæmara var því fyrir svart að leika 11. — e4 sem hótar 12. — a6. Til að komast hjá því að þurfa að fóma öðru peði fyrir vafasama sókn virðist hvítur þurfa að leika 12. Bf4 — e5 13. Dh5 - Rf6 14. Dxe5 - Dxe5 15. dxe5 — Rh5 16. a5 og endataflið er mjög óljóst. b c d « f 9 h 12. Df3+* - Rf6 12. - Df7 13. Ba3+ - Re7 14. Dc3! leiðir til alveg ómögu- legrar stöðu fyrir svart. 13. dxe5 — Dxe5 14. Da3+ — Kg8!? Þetta kom mjög á óvart, því það er eðlilegt fyrir svart að reyna að hróka upp á gamla mátann, þ.e. leika 14,— Kf7, síðan He8 og Kg8. Nikolic óttaðist hins vegar að eftir 14. - Kf7 15. Bf4 - Dh5 myndi drottning hans lenda f vandræðum og vildi því halda undankomuleiðinni h5-e8 opinni. Þetta sézt t.d. af afbrigðinu 16. Bd3 - Rc6 17. h3 - e5 18. g4! og svartur er í erfíðleikum, því eftir 18. — Bxg4 19. Rg3 tapar hann manni. 15. Bd3 - Dc7 16.c4!? Það er sjálfsagt að hindra 16. — e5, en Ulf Andersson fannst mun eðlilegra að gera það á ann- an hátt, með 16. f4. Við litum á 16. - Rc6 17. 0-0 - Kf7 18. Bb2 — Re8, og eftir 19. c4 eða 19. Khl virðist alveg ljóst að hvítur hefur mjög góð sóknarfæri fyrir peðið. Þetta afbrigði er mjög mik- ilvægt, því nú hefði Nikolic tvímælalaust átt að skipta upp á drottningum og leika: 16. — dxc4! 17. Dc3 - Rd5 18. Dxc4 - Dxc4 19. Bxc4 Rc6 og vömin er svarti miklu léttari en í skákinni. 16. - Rc6? 17. cxd5 - exd5 Eftir skákina útskýrði Nikolic mistökin í 16. leik þannig að hann hefði haldið að hann gæti nú leik- ið 17. - Da5+ 18. Bd2 - Dd5 19.0-0 — Re5, en yfirsást hið einfalda svar 20. Rf4. Ég var nú orðinn mjög bjartsýnn fyrir hönd hvíts og þeir Andersson og So- sonko tóku undir það að hvítur hefði nú miklu meira en nægar bætur fyrir peðið. Það er t.d. ljóst að það mun taka svart mikinn tíma að koma hróknum á h8 í spilið. 18. 0-0 - Be6 19. Hbl! - He8 20. Bf4 - Qd7 21. Hb6 - Bf5 Þetta er eina leiðin fyrir svart til að halda erfiðu taflinu gangandi. Hann vonast nú eftir að fá að létta stöðunni eftir 22. Hfbl með Hxe2! 23. Bxe2 - Bxbl 24. Hxbl. 22. Rg3 - BxdS 23. Dxd3 - He6 24. Hfbl Annar möguleiki var 24. Dbl — Rd8 25. Hcl - Hxb6 26. Db6 - Re6 27. Be5 með sterkri sókn, en leikur Jóhanns er þó líklega engu síðri. 24. - Rd8 25. Hxe6 Hvítur hefur svo góða stöðu að í hveijum leik á hann völ á ýmsum freistandi möguleikum. Hér var t.d. nokkuð eðlilegt að halda sem mestu liði á borðinu og leika 25. H6b4. Það er alltaf bezt að eiga bara einn góðan leik á borðinu, frekar en tvo eða fleiri. Það tekur tíma að velja á milli vænlegra afbrigða og í þessum kafla skák- arinnar eyddi Jóhann of miklum tíma. 25. - Rxe6?! 25. — Dxe6 var betra. Þá hefði hvítur orðið að velja á milli þess að einfalda taflið með 26. Bc7 — Kf7 27. Bxd8 - Hxd8 28. Hb7+, sem heldur frumkvæðinu, því 28. — Hd7 tapar peði, og þess að halda öllu opnu með 26. Rf5. 26. Be5 - Rg4 27. Bal! Eftir 27. Df5 — Rxe5 28. Dxe5 - Kf7 29. Rf5 - Hd8 (þvingað) 30. Hb6 bjargar d peð svarts hon- um: 30. - d4 31. g4!? - d3 32. Hd6 - Dc8 33. Dd5 - g6! 27. - h5 Loksins fer svartur að reyna að koma niðuigröftium hrók sínum á h8 á framfæri. 28. h3? Hér var 28. Df5! mjög öflugur leikur. Þá hótar hvítur 29. Rxh5 og hann þarf ekki að hafa áhyggj- ur af 28. — Df7 29. Dxd5 — Dxf2+ 30. Khl og svartur er f mjög erfíðri aðstöðu, t.d. 30. — De3 31. Hfl - h4 32. Bd4! 28. - h4 a b c d « | g h 29. Re2? Aftur missir hvítur af vænleg- um möguleika og eftir þennan óvirka leik nær svartur að koma lagi á hlutina. Bráðnauðsynlegt var 29. Rf5! og eftir 29. — Rf4 30. Dc2 - Rf6 31. Hb4! hefur svartur áfram öfluga sókn. 31. — Re4 er t.d. svarað með 32. Db2! Jóhann hafriaði þessu í tímahrak- inu, því hann hélt að svartur bjargaði sér með 30. — Re2+. Þeim leik má þó einfaldlega svara með 31. Dxe2 — Dxf5 32. Hxb7. 29. - Rh6 30. a5?! Hér hefði hvítur átt að venda sínu kvæði í kross og fara að hugsa um að ná jafntefli. Eftir t.d. 30. Hdl — Dxa4 31. Dxd5 er hann a.m.k. ekki í taphættu. 30. - Rf7 31. Db3 - Rfd8 32. Hdl - Hh5! 33. De3? Hvftur átti nú innan við mínútu eftir og lék því sem hendi var næst. 33. - d4 í tímahrakinu var auðvitað freistandi fyrir svart að fá skýrar línur í stöðuna, en hann hefði ein- faldlega verið sælu peði yfír í miðtafli eftir 33. — Rc6. Næstu leikir komu á leifturhraða: 34. Rxd4 - Hxa5 35. Bc3 - Hd5 36. Hd2 - Rxd4 37. Hxd4 - Hxd4 38. Bxd4 - Re6 39. Bc5 - Kf7 40. Kh2 - Dd5 41. f4! Eftir umskiptin f tfmahrakinu bjuggust nú flestir við því að svartur myndi vinna þessa stöðu, s.s. Vlastimil Hort í fyrirlestri sínum fyrir blaðamenn. Short hafði hins vegar þá trú að mótspil hvíts á kóngsvæng myndi duga honum til jafnteflis og reyndist hann hafa rétt fyrir sér: 41. - Rc5 42. De2 - g6 43. Dg4 - Rd3 44. Bc7! - Rel 45. De2 - Rd3 og hér féllst Nikolic á jafn- tefli. Nigel Short hefur hrist af sér slenið eftir tapið í einvíginu fyrir Speelman og er eini þátttakandinn í Tilburg sem líklegur er til að ógna Karpov.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.