Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 28

Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 Interpolismótið í Tilburg: Jóhann hefur svart gegn Karpov í dag Að stórmótinu í Tilburg hálfn uðu má Jóhann Hjartarson nokk- uð vel við una, hann hefur tapað einni skák og gert sex jafn- tefli. Þegar seinni hluti mótsins hefst í dag bíður hans hins veg- ar býsna erfitt hlutskipti. Hann hefur svart gegn Anatoly Karpov, væntanlegum andstæðingi sínum í áskorendaeinvigi, og sömuleið- is svart á morgun gegn Jan Timman. Þess má vænta að Karpov tefli stíft til vinnings gegn Jóhanni í dag, því hann stendur I harðri baráttu við Nigel Short um efsta sætið á mótinu. Á föstudaginn tefldu þeir Karpov og Short innbyrðis, og veittist Englendingnum nokkuð létt verk með svörtu að halda heimsmeistaranum fyrrverandi í skeflum. Short hafði jafnvel frum- kvasðið lengi vel. Þeir Interpolismenn halda mó- tið nú í 12. sinn og leggja sem fyrr allt upp úr því að það sé haldið með sem mestum glæsi- brag. Þeir ráða t.d. jafnan svokall- aðan heiðursstórmeistara, sem hefur þær embættisskyldur að uppfræða áhorfendur og svara spumingum blaðamanna um gang skákanna. Fýrir valinu verðajafn- an reyndir og fjölfróðir stórmeist- arar, fyrir nokkrum árum var t.d. Friðrik Ólafsson í þessu hlut- verki, en nú er það Vlastimil Hort, sem er heiðursstórmeistarinn. Hort er afskaplega skemmti- legur þegar hann heldur fyrir- lestra sína fyrir fjölmarga blaða- menn á staðnum og nýtur sín bezt þegar hann er að bera í bætifláka fyrir þá sem hafa tapað illa eða samið stutt jafntefli. Inter- polismenn vilja auðvitað fá sem mesta umfjöllun f fjölmiðlum og Hort reynir því stundum að gera úlfalda úr mýflugu. Um einstaka skákmenn er það að segja að Karpov er sem á heimavelli í Tilburg, enda hefur hann sigrað þar fimm sinnum í sex tilraunum. Short hefur náð sér fyllilega eftir hið slæma tap í einvíginu við Speelman og virð- ist vera sá eini sem getur veitt Karpov einhveija keppni. Hubner virðist ekki vera vel upplagður, en er þó með 50% vinninga eftir öruggan sigur sinn yfír Timman. Nikolic hefur verið með slæmar stöður í næstum því öllum skákum sínum, en með mikilli seiglu kom- ist hjá þvf að tapa skák. Skák hans við Jóhann er nokkuð dæmi- gerð fyrir taflmennsku hans á mótinu. Portisch hefur verið mjög mistækur, báðir vinningar hans, gegn Jóhanni og Van der Wiel, voru frekar ódýrir, andstæðingun- um urðu á gróf mistök í báðum skákunum. Timman hefur verið í slæmu formi síðan hann vann yfírburðasigurinn í Linares og mældist með yfír 2700 stig. Tafl- mennska hans í Tilburg bendir ekki til þess að hann hafi náð að hrista af sér slenið. Hvass skákstíll Van der Wiel virðist ekki duga á þessa öflugu andstæðinga, í fyrstu umferð missti hann af góðum vinningsmöguleika gegn Nikolic, og hefur lítið náð að sýna síðan. Þótt Jóhann hafí gert mörg jafntefli hafa verið miklar svipt- ingar í skákum hans. Gegn Short náði hann að bjarga mjög slæmri stöðu, en stóð hins vegar með pálmann f höndunum gegn þeim Van der Wiel og Nikolic og jafn- vel Timman líka. Við skulum nú líta á stór- skemmtiiega skák hans við Júgó- slavann. Það er oft vandi að semja ýtarlegar skýringar við svo flókn- ar skákir, en meðan á skákinni stóð fór ég yfír ýmsa möguleika með Svíanum Ulf Andersson, auk þess sem þeir Vlastimil Hort, Gena Sosonko og Nigel Short höfðu sitthvað að leggja til mál- anna. Eftir skákina fékk ég síðan að heyra álit þeirra Jóhanns og Nikolic á henni. Ef einhvemtíman hefur verið hægt að gefa glögga mynd af gangi mála í skýringum, þá ætti það því að vera núna: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Predrag Nikolic Frönsk vöm 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 — c5 5. a3 — Bxc3+ 6. bxc3 — Dc7 Algengara er hér 6. — Re7 7. Dg4 - Dc7 8. Dxg7 - Hg8 9. Dxh7 — cxd4, eins og t.d. Nogu- eiras lék gegn Jóhanni í Belfort í sumar. 7. Dg4 - f6!7 Þetta er mjög sjaldgæft af- brigði, en Nikolic hefur fundið athyglisverða nýjung í 8. leik. 8. Bb5+ - Kf8! Þetta virðist miklu betra en gamla framhaldið 8. — Rc6. Nú hótar svartur bæði að ráðast gegn hvíta biskupnum með 9. — c4 eða 9. — Da5 og einnig að leika 9. — cxd4. Vegna þessarar athyglis- verðu nýjungar er 8. Rf3 senni- lega öruggasta framhald hvíts í 8. leik, en þannig tefldi einmitt Botvinnik eitt sinn í heimsmeist- araeinvígi við Smyslov. 9. a4 Jóhann lék þessu eftir mjög langa umhugsun og hefur líklega hitt á besta framhaldið. Hvítur getur nú svarað 9. — c4 með 10. a5 og ef svartur reynir að vinna biskupinn gæti það haft alvarleg- ar afleiðingar: 10. — a6 11. Ba4 - Dxa5 12. Ba3+ - Kf7 13. Bb4 - Dc7 14. Rf3 — b6 15. Rg5+! - fxgö 16. Dh5+ - g6 17. Df3+ - Kg7 18. Df8 mát. 9. — cxd4 10. Re2 — fxe5 11. cxd4 — a6? Nikolic hefur líklega haldið að hann væri að vinna mann, því 12. Bd3? — e4 gengur auðvitað ekki. Jóhann var hins vegar tiibúinn með laglega leið til að bjarga bisk- upnum og um leið fær hann góða stöðu. Mun nákvæmara var því fyrir svart að leika 11. — e4 sem hótar 12. — a6. Til að komast hjá því að þurfa að fóma öðru peði fyrir vafasama sókn virðist hvítur þurfa að leika 12. Bf4 — e5 13. Dh5 - Rf6 14. Dxe5 - Dxe5 15. dxe5 — Rh5 16. a5 og endataflið er mjög óljóst. b c d « f 9 h 12. Df3+* - Rf6 12. - Df7 13. Ba3+ - Re7 14. Dc3! leiðir til alveg ómögu- legrar stöðu fyrir svart. 13. dxe5 — Dxe5 14. Da3+ — Kg8!? Þetta kom mjög á óvart, því það er eðlilegt fyrir svart að reyna að hróka upp á gamla mátann, þ.e. leika 14,— Kf7, síðan He8 og Kg8. Nikolic óttaðist hins vegar að eftir 14. - Kf7 15. Bf4 - Dh5 myndi drottning hans lenda f vandræðum og vildi því halda undankomuleiðinni h5-e8 opinni. Þetta sézt t.d. af afbrigðinu 16. Bd3 - Rc6 17. h3 - e5 18. g4! og svartur er í erfíðleikum, því eftir 18. — Bxg4 19. Rg3 tapar hann manni. 15. Bd3 - Dc7 16.c4!? Það er sjálfsagt að hindra 16. — e5, en Ulf Andersson fannst mun eðlilegra að gera það á ann- an hátt, með 16. f4. Við litum á 16. - Rc6 17. 0-0 - Kf7 18. Bb2 — Re8, og eftir 19. c4 eða 19. Khl virðist alveg ljóst að hvítur hefur mjög góð sóknarfæri fyrir peðið. Þetta afbrigði er mjög mik- ilvægt, því nú hefði Nikolic tvímælalaust átt að skipta upp á drottningum og leika: 16. — dxc4! 17. Dc3 - Rd5 18. Dxc4 - Dxc4 19. Bxc4 Rc6 og vömin er svarti miklu léttari en í skákinni. 16. - Rc6? 17. cxd5 - exd5 Eftir skákina útskýrði Nikolic mistökin í 16. leik þannig að hann hefði haldið að hann gæti nú leik- ið 17. - Da5+ 18. Bd2 - Dd5 19.0-0 — Re5, en yfirsást hið einfalda svar 20. Rf4. Ég var nú orðinn mjög bjartsýnn fyrir hönd hvíts og þeir Andersson og So- sonko tóku undir það að hvítur hefði nú miklu meira en nægar bætur fyrir peðið. Það er t.d. ljóst að það mun taka svart mikinn tíma að koma hróknum á h8 í spilið. 18. 0-0 - Be6 19. Hbl! - He8 20. Bf4 - Qd7 21. Hb6 - Bf5 Þetta er eina leiðin fyrir svart til að halda erfiðu taflinu gangandi. Hann vonast nú eftir að fá að létta stöðunni eftir 22. Hfbl með Hxe2! 23. Bxe2 - Bxbl 24. Hxbl. 22. Rg3 - BxdS 23. Dxd3 - He6 24. Hfbl Annar möguleiki var 24. Dbl — Rd8 25. Hcl - Hxb6 26. Db6 - Re6 27. Be5 með sterkri sókn, en leikur Jóhanns er þó líklega engu síðri. 24. - Rd8 25. Hxe6 Hvítur hefur svo góða stöðu að í hveijum leik á hann völ á ýmsum freistandi möguleikum. Hér var t.d. nokkuð eðlilegt að halda sem mestu liði á borðinu og leika 25. H6b4. Það er alltaf bezt að eiga bara einn góðan leik á borðinu, frekar en tvo eða fleiri. Það tekur tíma að velja á milli vænlegra afbrigða og í þessum kafla skák- arinnar eyddi Jóhann of miklum tíma. 25. - Rxe6?! 25. — Dxe6 var betra. Þá hefði hvítur orðið að velja á milli þess að einfalda taflið með 26. Bc7 — Kf7 27. Bxd8 - Hxd8 28. Hb7+, sem heldur frumkvæðinu, því 28. — Hd7 tapar peði, og þess að halda öllu opnu með 26. Rf5. 26. Be5 - Rg4 27. Bal! Eftir 27. Df5 — Rxe5 28. Dxe5 - Kf7 29. Rf5 - Hd8 (þvingað) 30. Hb6 bjargar d peð svarts hon- um: 30. - d4 31. g4!? - d3 32. Hd6 - Dc8 33. Dd5 - g6! 27. - h5 Loksins fer svartur að reyna að koma niðuigröftium hrók sínum á h8 á framfæri. 28. h3? Hér var 28. Df5! mjög öflugur leikur. Þá hótar hvítur 29. Rxh5 og hann þarf ekki að hafa áhyggj- ur af 28. — Df7 29. Dxd5 — Dxf2+ 30. Khl og svartur er f mjög erfíðri aðstöðu, t.d. 30. — De3 31. Hfl - h4 32. Bd4! 28. - h4 a b c d « | g h 29. Re2? Aftur missir hvítur af vænleg- um möguleika og eftir þennan óvirka leik nær svartur að koma lagi á hlutina. Bráðnauðsynlegt var 29. Rf5! og eftir 29. — Rf4 30. Dc2 - Rf6 31. Hb4! hefur svartur áfram öfluga sókn. 31. — Re4 er t.d. svarað með 32. Db2! Jóhann hafriaði þessu í tímahrak- inu, því hann hélt að svartur bjargaði sér með 30. — Re2+. Þeim leik má þó einfaldlega svara með 31. Dxe2 — Dxf5 32. Hxb7. 29. - Rh6 30. a5?! Hér hefði hvítur átt að venda sínu kvæði í kross og fara að hugsa um að ná jafntefli. Eftir t.d. 30. Hdl — Dxa4 31. Dxd5 er hann a.m.k. ekki í taphættu. 30. - Rf7 31. Db3 - Rfd8 32. Hdl - Hh5! 33. De3? Hvftur átti nú innan við mínútu eftir og lék því sem hendi var næst. 33. - d4 í tímahrakinu var auðvitað freistandi fyrir svart að fá skýrar línur í stöðuna, en hann hefði ein- faldlega verið sælu peði yfír í miðtafli eftir 33. — Rc6. Næstu leikir komu á leifturhraða: 34. Rxd4 - Hxa5 35. Bc3 - Hd5 36. Hd2 - Rxd4 37. Hxd4 - Hxd4 38. Bxd4 - Re6 39. Bc5 - Kf7 40. Kh2 - Dd5 41. f4! Eftir umskiptin f tfmahrakinu bjuggust nú flestir við því að svartur myndi vinna þessa stöðu, s.s. Vlastimil Hort í fyrirlestri sínum fyrir blaðamenn. Short hafði hins vegar þá trú að mótspil hvíts á kóngsvæng myndi duga honum til jafnteflis og reyndist hann hafa rétt fyrir sér: 41. - Rc5 42. De2 - g6 43. Dg4 - Rd3 44. Bc7! - Rel 45. De2 - Rd3 og hér féllst Nikolic á jafn- tefli. Nigel Short hefur hrist af sér slenið eftir tapið í einvíginu fyrir Speelman og er eini þátttakandinn í Tilburg sem líklegur er til að ógna Karpov.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.