Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 ■L „Eins og ég hafi veríð íglerhúsi í tvö árí‘ DÓRA Ásgeirsdóttir hóf störf sem ritari í utanríkisráðuneytinu veturinn 1974. Hún var send til Washington þá um vorið og kunni svo vel við sig í Bandaríkj unum að hún réð sig frekar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ársbyrjun 1979 en að vera send heim eða í eitthvert annað íslenskt sendiráð. Hún flutti þó til íslands árið 1982. „Ég stóð frammi fyrir því að vera áfram í Bandaríkj unum og verða amerísk eða drífa mig heim.“ Hún byrjaði I lögfræði en fór svo að vinna með náminu og endaði aftur í utanríkisþjónustunni. „Mig var farið að langa til að komast út aftur.“ Hún var send til Moskvu 1986. „Ég hefði ekki viljað koma hingað beint frá Washington,“ sagði hún, daginn sem Ronald Reagan steig fæti á sovéska grund. „Ég hefði stoppað í fimm mínútur og farið aftur til baka.“ Spjallað við Dóru Ásgeirsdóttur, fyrrverandi ritara í íslenska sendiráðinu í Sovétríkjunum um lífið í - Moskvu óra er nú búsett í Bonn í Vestur- Þýskalandi. Hún hóf störf í íslenska sendiráðinu þar um miðjan ágúst. Það þótti rétt að geyma að birta þetta samtal við hana, sem átti sér stað í Moskvu í vor, þangað til að hún var flutt frá Sovétríkjunum. Hún bjó ( útlendingablokk í Lenínhæðum seinni hluta dvalar- innar í Moskvu. Um tveggja metra hár múrveggur umkringir húsið og lögregluvörður er við hliðið. Óvið- komandi Sovétmenn eiga ekki að umgangast útlendinga. Það er held- ur ósnyrtilegt í kringum húsið — „laugardaginn fyrir afmæli Leníns taka borgarbúar þó til hendinni og þúsundir manna hreinsa götur og húsagarða" — og gangurinn er skltugur. En íbúðin sem Dóra hafði er björt og rúmgóð. Jónfna Sig- mundsdóttir, sem tók við ritara- starfínu af Dóru, býr nú í henni. íslenska ríkið á flest öll húsgögnin í íbúðinni. Það þykir of dýrt að senda alla búslóð starfsmanna ut- anríkisþjónustunnar til Sovétríkj- anna. Fékk í hnén á Rauðatorginu „Ég bjóst við hinu versta þegar ég kom hingað fyrst," sagði Dóra. „En þetta hefur ekki verið svo slæmt. Ég kom í byijun sumars, sem er fallegasti tími ársins, og var mjög jákvæð. Ég hafði augu og eyru opin fyrir öllu nýju, fannst allt áhugavert og skrítið og fékk í hnén þegar ég fór fyrst á Rauða toigið. Eg gat varla trúað því að ÉG stæði þar. En brosið fór að skekkjast þegar nýjabrumið hvarf af hlutunum. Símakerfíð, frekjan í umferðinni, dónaskapur í fólki, troðningurinn og lætin í mjólkurbúðinni, óvin- gjamleg framkoma og fylan af öUu og öllum fóru smátt og smátt að fara í taugamar á mér. Glansinn minnkaði óðfluga. Fyrsti veturinn var langur, kald- ur og erfíður. Ég fékk þá ákveðna innilokunarkennd og fannst vera fylgst með mér. En það var hrein ímyndun. Það er haft eftirlit með útlendingum og það em eflaust hlustunartæki i íbúðum en það var aldrei neinn skuggalegur karl með uppbrettan kraga í humátt á eftir mér. Þessi tilfínning leið sem betur fer fljótt hjá. Núna yrði ég jafnvel spæld ef ég hefði ekki komist á blað í Moskvu og það væri ekki til örlítil upptaka með mér einhvers- staðar!" Það búa um 20.000 útlendingar í höfuðborginni að staðaldri. Þeir verða að búa $ útlendingablokkum eða sendiráðsbústöðum og bflar þeirra em sérstaklega merktir. Sendiráðsstarfsfólk hefur rauð númeraskilti en blaðamenn og aðrir gul. Skilti Sovétmanna em ýmist hvít eða svört. Hvert land hefur ákveðið númer sem bflnúmerið hefst á. ísland er númer 38. Það er því hægðarleikur að sjá hvar útlending- ur er á ferð án þess að fylgjast stöðugt með honum. Útlendingar geta búið í eigin heimi í Moskvu og þurfa ekki að hafa nema mjög takmörkuð sam- skipti við Sovétmenn. Sendiráðs- starfsfólk getur verslað í sérstakri diplómataverslun fyrir miða sem það kaupir fyrir gjaldeyri eða í svo- kölluðum dollarabúðum þar sem allir útlendingar, og „sumir" Sovét- menn sem eiga gjaldeyri, mega versla. Eldri konur fá að sækja kirkjur óáreittar. gæðaflokki en Rússunum stendur til boða. Ég prófaði einu sinni að kaupa ágætt rússneskt kex, sem ég hafði keypt í diplómatabúðinni, f Rússabúð en þar reyndist um allt annað og verra kex að ræða. Annað dæmi um þetta eru pizzumar. Það eru tveir amerískir pizzu-bflar í Moskvu. Annar selur fyrir dollara og hinn fyrir rúblur. Þegar ég hafði nokkrum sinnum keypt í doll- arabflnum og verið mjög ánægð ákvað ég að prófa rúblubflinn. Pizz- umar kosta 15 dollara eða 10 rúbl- ur, sem samsvarar 660 ísl. krónum, en reyndust alls ekki vera sambæri- legar að gæðum. Dollarapizzumar em gómsætar með öllu tilheyrandi en hinar em bara með þunnu lagi af tómatsósu og smávegis osti. Þær era þó úr sama brauði. Ég varð fyrir vonbrigðum en rússnesk kunn- ingjakona mín varð verulega leið. „Af hveiju er þetta enn þá svona?" spurði hún. „Af hveiju þarf alltaf allt að vera lélegra sem við fáum fyrir rúblumar? Af hveiju em pizz- umar ekki látnar kostá meira og okkur gefíð tækifæri til að fá jafn- góða vöm og útlendingunum?" Dóra Asgeirsdóttir ínnan vió múrvegginn sem umkringir útlendingablokkina þar sem hún , bjó. Dæmdir til að kaupa þríðja flokks vöru „Ég kaupi yfírleitt inn í dipló- matabúðinni," sagði Dóra. „Hún er dýrari en rússneskar verslanir en hún er hrein, þar er sjálfsafgreiðsla og gott kjötmeti á boðstólum. Á vetuma er hægt að fá þar ávexti og grænmeti en slíkt sést varla í venjulegum verslunum á þeim árstíma. Það var til gott úrval af kexi og sælgæti fíá Vesturlöndum þegar ég kom hingað fyrst en nú er orðið meira um rússneskar vörar af þessu tagi í hillunum. Það ásamt fleira bendir til að stjómvöld séu farin að spara og skera niður inn- flutning. Rússnesku vöramar era svo sem ágætar en standast ekki samanburð við það sem við eigum að venjast á Vesturlöndum. Annars era rússnesku vöramar sem við eigum kost á oft af öðram -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.