Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
41
Jón og Sigrún í baðstofunni á Reynistað.
Vetrar löngu vökumar
voru öngum þungbærar,
við Ijóðasöng og sögumar
söfnuðust föngin unaðar.
Hver sér réði rökkrum i,
rétt á meðan áttum fri,
þá var kveðið kútinn í,
kviknaði gleðin oft af þvL
Teygjast lét ég lopann minn
ljóða metinn söngvarinn,
þuldi hetju þrekvirkin,
þá var setinn bekkurinn.
Ein þegar vatt og önnur spann,
iðnin hvatti vefarann,
þá var glatt í góðum rann,
gæfan spratt við arin þann.
★
Jón á Reynistað var fyrst á þing
kosinn 1919, þá fyrir Framsóknar-
flokkinn. Sat hann á þingi fyrir
þann flokk til 1922, en þá skildu
leiðir með honum og Jónasi Jóns-
syni frá Hriflu, sem þá var aðal-
ráðamaður Framsóknar. Þeir Jón
og Jónas voru skólabræður frá
Akureyri og Askov. Voru með þeim
góðir kunnugleikar, og skiptust
þeir á bréfum. Fyrir atbeina Jónas-
ar, og þó fremur fyrir áeggjan
manna heima í héraði, ma. Olafs
Briem alþingismanns á Alfgeirsvöll-
um, lét hann tilleiðast að fara í
framboð, sem hann hafði þó ekki
sérstakan áhuga á. En fljótlega
varð ágreiningur með þeim skóla-
bræðrunum. Jóni þótti Jónas gerast
öfgafullur um of og svo ráðríkur,
að flokksbræður hans urðu að sitja
og standa sem hann vildi og fara
að vilja hans í einu og öllu. Gerðu
þeir það ekki, fengu þeir bágt fyr-
ir. Jón á Reynistað var þannig gerð-
ur, að hann vildi ráða sér sjálfur
og fór sínar eigin götur og þoldi
því illa tilskipanir Jónasar, enda
voru þeir um flesta hluti ólíkir.
Við kosningamar 1923 var Jón
í kjöri fyrir Spamaðarbandalagið,
undanfara íhaldsflokksins, sem
stofnaður var 1924. Var Jón einn
af stofnendum hans og síðar Sjálf-
stæðisflokksins 1929, er varð til
með samruna íhaldsflokksins og
Fijálslynda flokksins. Var Jón þing-
maður í 33 ár, sat á 35 þingum og
var þvf í hópi þeirra jþingmanna,
sem lengsta hafa átt þingsetu.
Flestir munu sammála um það,
að Jón á Reynistað hafí reynst nýt-
ur og giftudijúgur þingmaður.
Hann var skyldurækinn og mikill
starfsmaður á þingi sem annars
staðar, vel metinn af andstæðingum
í stjómmálum sem samheijum og
naut trausts og virðingar. Mál-
skrafsmaður var Jón enginn og
pólitískt þras og þref var honum
Qarri skapi. Kaus hann fremur að
koma málum fram með forsjá en
kappi. Vel var hlustað á úrræði
hans og tillögur, því hann var til-
lögugóður, réttsýnn og fyrirhyggju-
samur og gerði sér far um að leiða
menn til samlyndis, en var engu
að síður fylginn sér í þeim málum,
sem áttu hug hans.
★
Þess var getið í upphafsorðum
þessarar ritsmíðar, að Jón á Reyni-
stað hefði verið einn helsti hvata-
maður að stofnun Sögufélags Skag-
firðinga, en með honum voru saman
í för aðrir áhugasamir unnendur
skagfirzkra fræða, svo sem vildar-
vinir hans Sigurður sýslumaður,
fyrsti formaður félagsins, og séra
Helgi Konráðsson.
í erindi, sem Jón flutti á sýslu-
fundi 1941, lýsti hann þannig mark-
miðum Sögufélagsins:
1. Að varðveita þann bókmennta-
arf, er við höfum hlotið og snertir
Skagafjörð, og lýtur að sagnfræði,
ættfræði og skáldskap.
2. Að skrásetja alls konar skag-
firzkan fróðleik, er ella myndi glat-
ast.
3. Að gera skagfirzkum fræðimönn-
um auðveldara fyrir með sjálfstæð-
ar rannsóknir, með því að vinna að
því að sýslubókasafnið eignist ekki
aðeins fullkomið safn prentaðra
heimilda, heldur einnig afrit af
helztu óprentuðu heimildarritum,
er snerta sögu héraðsins.
Að þessum markmiðum hefur
Sögufélagið og Héraðsskjalasafnið
ósleitilega unnið og hafa þar komið
að verki margir og merkir áhuga-
menn. En á engan er hallað, þótt
sagt sé, að í þessum efnum hafi
hlutur Jóns á Reynistað verið hvpð
mestur, a.m.k. lengi framan af
árum og allan þann tíma, er hann
var í stjóm Sögufélagsins og safns-
ins.
Jón var í útgáfunefnd Sögufé-
lagsins frá byijun og mestu mun
hann hafa ráðið um útgáfu bóka
félagsins á fyrstu áratugum þess.
Réði hann mjög vali þeirra og rit-
aði margt sjálfur, en fékk til glögga
menn og fróða að rita annað. Hið
mikilsverða Jarða- og búendatal í
Skagafjarðarsýslu 1781—1958 og
Skagfirzku æviskrámar eru verk,
sem varðveita munu nafn og minn-
ingu Jóns um ókomnar tíðir. Hann
var forgöngumaður um útgáfu
þessara heimildarrita, sagði fyrir
um skipulag og uppsetningu og rit-
aði sjálfur margt af efni þessara
bóka.
Þau Reynistaðarhjón, Jón og
Sigrún, stofnuðu sjóð með 12 þús-
und króna framlagi árið 1961 og
nefndu Fræðasjóð Skagfirðinga.
Sjóði þeim er ætlað að vera til
styrktar Sögufélaginu og til tiygg-
ingar framhaldandi starfsemi þess.
Sýnir þessi sjóðsmyndun, hversu
hugstætt og kært Sögufélagið var
Jóni og það fremur en nokkur fé-
lagsskapur annar, sem hann lét sig
varða. Þegar Sögufélagið varð 30
ára, 1967, var Jón kjörinn heiðurs-
félagi þess.
Á áttræðisafmæli Jóns, 13. mars
1968, var hann kjörinn heiðurs-
félagi Búnaðarfélags íslands „fyrir
maigháttuð og mikilvæg störf {
þágu íslenzks landbúnaðar, al-
mennra þjóðfélagsmála og hið
merka þjóðfræðastarf". Þá var
hann sæmdur riddarakrossi hinnar
islensku fálkaorðu 1951.
Ungmennasamband SkagaQarð-
ar varð 50 ára 1960, var stofnað
17. apríl 1910. í tilefni af því voru
nokkrir þálifandi frömuðir ung-
mennafélagshreyfingarinnar f
Skagafirði kjömir heiðursfélagar
UMSS, og þeirra á meðal var Jón
á Reynistað.
Upphafið að stofnun byggða-
safns í Skagafirði var, að á aðal-
fundi Búnaðarsambands Skagfirð-
inga 1939 lagði Jón á Reynistað,
ásamt þeim Hermanni Jónssyni á
Yzta-Mói og Jóni Konráðssyni í Bæ,
fram erindi um undirbúning að
stofnun byggðasafns í Skagafirði.
Hafði Jón á Reynistað aflað sér
upplýsinga um slík söfn á Norður-
löndum. Erindi þeirra Jóns var vel
tekið, en til þess mælzt, að Sögufé-
lag Skagfirðinga hefði forgöngu.
Sögufélagið treystist þó ekki til
þess að sinna þessu verkefni, með-
fram af fjárhagsástæðum, og taldi
þetta fremur málefni, sem Búnaðar-
sambandið og hreppsbúnaðarfélög-
in ættu að sinna. Fýrsta söfnun til
safnsins fór fram á vegum Búnað-
arsambandsins og safnaði mestu
Ámi Sveinsson bóndi á Kálfsstöð-
um.
Nokkur ágreiningur hafði risið
um, hvar safnið skyldi staðsett.
Vildu ýmsir, að safninu yrði komið
fyrir í bæjarhúsunum á Hólum í
Hjaltadal vegna sögulegra minn-
inga og almennra óska Skagfirð-
inga um að hlúa að hinu foma bisk-
upssetri. Aðrir vildu, að safnið yrði
í Glaumbæ, þar væri bær stærri
og veglegri og í alfaraleið. Varð
það úr, að safninu var þar búinn
staður, enda fór þá fram á þessum
ámm viðgerð. á bæjarhúsum í
Glaumbæ og tók þjóðminjavörður
bæinn í sína vörzlu samkvæmt lög-
unum frá 1947 um viðhald fomra
mannvirkja. Er ekki að efa, að það
var Jóni á Reynistað mjög að skapi,
að svo skipaðist um staðsetningu
safnsins.
Jón á Reynistað hreyfði því máli
þegar árið 1937 við Matthías Þórð-
arson þjóðminjavörð, að leita þyrfti1
ráða til að varðveita bæinn í
Glaumbæ. „Torfbæimir væru óðum
að hverfa og þama byðist tækifæri
til þess að varðveita fyrir síðari tíma
ágætt sýnishom af gömlum stórbæ.
Auk þess væri bærinn eign ríkisins
og því hægara um vik en ella."
Þjóðminjavörður tók mjög vel
þessari málaleitan og var sammála
því, að koma þyrfti í veg fyrir að
bærinn yrði rifinn og afla þyrfti
fjár til viðhalds og viðgerða á bæn-
um. En fé lá ekki á lausu á þessum
ámm og leit helzt út fyrir, að ekk-
ert gerðist að sinni í viðhaldi bæjar-
ins. En þá barst óvæntur stuðning-
Glaumbæ og skoðaði bæinn og leizt
svo þessar gömlu byggingar, að
einsýnt væri, að þeim yrði við hald-
ið og þær varðveittar. Til viðgerða
á bænum gaf svo þessi enski höfð-
ingi 200 pund sterling. Þessi rausn
vakti athygli, og álit útlendingsins
á bænum í Glaumbæ opnaði augu
margra fyrir menningarsögulegu
gildi gömlu bæjanna. Auk þess varð
peningagjöfin Qárveitingavaldinu
hvatning til þess að leggja fram
nauðsynlegar Qárveitingar til bæj-
arviðgerðarinnar, þegar gjafaféð
var þrotið.
Á fundi sýsiunefndar Skaga-
fjarðarsýslu 29. maí 1948 var sam-
þykkt, að sýslunefndin hefði í sam-
starfí við þjóðminjavörð forgöngu
um að koma á stofn byggðasafni í
Glaumbæ. Veitti sýslunefndin
nokkru fé til safnsins og ksás
þriggja manna byggðasafnsnefnd.
Varð Jón á Reynistað formaður
hennar.
★
Jón á Reynistað lifði langa ævi
og skilaði margháttuðu og farsælu
ævistarfi. Lengst af hafði hann
verið heilsuhraustur, en á síðustu
misserum, sem hann Iifði, náði Elli
kerling tökum á þessum mikla
starfsmanni. En yfir farinn veg gat
hann litið þakklátum og glöðum
huga. Hann hlaut það ævistarf, sem
hann kaus sér helzt, að verða bóndi
á fögru og frægu höfuðbóli í W*-
aði, sem hann unni og helgaði
krafta sína. Og hann gat fagnað
því, að langflest áhugamál hans
höfðu fengið farsælan framgang.
Á aldarafmæli Jóns, þegar litið
er jrfir æviferil hans og getið helztu
verka þessa iðjusama héraðshöfð-
ingja, má glöggt greina, að allt var
starfíð unnið, hvort heldur var starf
bóndans, alþingismannsins eða
fræðimannsins, til fremdar íslenzk-
um landbúnaði og bændamenningu
þjóðarinnar, þeirri menningu, sem
var í aldanna rás gildasti þáttuffía
í menningarlífi íslendinga.
Bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi,
Þessar hendingar úr frægu ljóði
Jónasar Hallgrímssonar eru með
ur.
Enskur maður, Mark Watson að
nafni, ferðaðist hér um land sumur-
in 1938 og 1939. hann kom að
höfðaletri skráðar á skrautbekk
undir giugga í baðstofunni á Reyni-
stað. Þeirra má minnast, þegar Jóns
á Reynistað er minnst.
Allt aó 40% afsláftur
á hinum giæsilesu bíltækium frá
roadstar
AUTO-HiFi
ViSA
E
SKIPHOLT119
SÍMI 29800