Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 Reynistaður á fyrsta fjórðungi aldarinnar. Aldarminning Jóns Sigurðssonar á Reynistað eftirséra Gunnar Gíslason Hinn 13. mars sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu Jóns Sigurðsson- ar alþingismanns á Reynistað. í tiifTni þess vinnur Sögufélag Skagfirðinga á Sauðárkróki nú að útgáfu bókar til heiðurs og minningar um Jón á Reynistað. Jón sat um áratugaskeið á Al- þingi og stóð í fremstu röð í margskonar félagsmálum, en hann var einnig kunnur fræði- maður í sinni tfð og einskonar „faðir“ Sögufélags Skagfirðinga og aðaldriffjöður þess um fjölda ára. Bókin mun hljóta nafnið Ættir og óðal og er skráð af Jóni sjálf- um. Efnið er einkum þættir og frásagnir af ættmennum Jóns, sérstaklega afa hans, séra Jóni J^allssyni prófasti í Glaumbæ, sem var kunnur maður á seinni hluta 19. aldar, og föður hans, Sigurði Jónssyni bónda á Reyni- stað, og samskipti þeirra feðga. Ennfremur ritar Jón styttri þætti um systkini séra Jóns Hallssonar, og ýmsa fleiri úr frændgarði sínum. Loks eru nokkrar æsku- minningar Jóns. Auk þessa skrifar séra Gunnar Gíslason f.v. prófastur og al- þingismaður í Glaumbæ ítarleg- an formála, þar sem hann segir frá Reynistaðarheimilinu og þeim hjónum, Jóni og Sigrúnu Pálmadóttur, og drepur á hin margvíslegu störf óðalsbóndans og alþingismannsins Jóns Sig- urðssonar á Reynistað. Morgunblaðið birtir hér út- drátt úr formála séra Gunnars Gíslasonar um Jón á Reynistað. Á þessu ári, 1988, eru liðin 100 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar bónda, alþingisnlanns og fræði- manns á Reynistað. Jón á Reynistað — en þannig var og er hans jafnan getið — var ásamt Sigurði Sigurðs- syni frá Vigur, sýslumanni Skag- firðinga, einn helzti hvatamaður að stofnun Sögufélags Skagfírðinga 1937, og var Jón raunar frumkvöð- ull þcss merka félags með erindi, sem hann flutti inn á sýslufund Skagafjarðarsýslu árið 1934, um söfnun á ýmsum þjóðlegum fróðleik viðkomandi Skagafjarðarsýslu. Þá var Jón á Reynistað í áratugi í stjóm og formennsku Sögufélags- ins og mestur áhugamaður um allan hag þess og starfsemi; í útgáfu- nefnd frá byijun og réði hvað mestu um verkefnaval og útgáfur skag- fírzkra fræða, en það heildarheiti er á ritum félagsins. Það er því ekki ófyrirsynju, þegar öld er liðin frá fæðingu þessa merka fræða- frömuðar og áhugamanns um skag- firzk fræði, ættfræði og persónu- sögu, að Sögufélagið minnist þessa afmælis með þvi að gefa út nokkra fróðleiksþætti á bók úr handrita- safni Jóns og af honum saman tekna. Þá varð að ráði, að í upp- hafí bókar, svo sem eins konar for- spjall, skyldu rakin helztu æviatriði höfundar og getið í stuttu máli ýmissa þeirra verka, sem hann vann að á löngum og verkmiklum starfs- degi. Jón Sigurðsson fæddist á Reyni- stað 13. marz 1888, þar ólst hann upp og átti heima alla ævi. Hann andaðist 5. ágúst 1972, og fór út- förin fram frá kirkju hans 12. sama mánaðar. Sigurður faðir hans var sonur séra Jóns Hallssonar próf- asts, síðast í Glaumbæ, og konu hans Jóhönnu Hallsdóttur. Sigríður kona Sigurðar og móðir Jóns var dóttir Jóns bónda og smiðs í Djúpadal, Jónssonar og konu hans Valgerðar Eiríksdóttur. Jón á Reynistað var einbimi og ólst upp í skjóli mikilhæfra foreldra við góð efni og mikið ástríki, svo sem vænta mátti. Foreldrar hans voru búhöldar og bjuggu við rausn stóru búi á Reynistað frá 1887— 1919. Sigurður bóndi var fram- faramaður og hygginn búsýslumað- ur, sem tók upp ýmsa nýbreytni við búskapinn og bætti jörð sína að húsakosti og engjabótum. Hann gaf sig lítt að opinberum málum og störfum utan heimilis, var þó í hreppsnefnd Staðarhrepps um skeið og oddviti hreppsnefndar í skemmri tíma. Sigurður var greiðamaður og hjálplegur nauðleitamönnum, er lentu í heyþroti í harðindum. Jón skrifaði þátt um móður sína í bókinni Móðir mín, nýtt safn (Rv., 1958). Þar lýsir hann bemskuheim- ili sínu ágæta vel, þar sem mikið var starfað, þar sem ríkti stjóm- semi, ráðdeild og reglusemi, hygg- indi og mikil búnaðarmenning. Ekki er að efa, að uppvöxturinp og sá andi, sem ríkti á bemskuheimili Jóns, hafði mjög mótað alla skap- höfn hans, eflt með honum iðjusemi og forsjálni og kennt honum að gera ekki minni kröfur til sjálfs síns en annarra og halda sig vel að verki. Gerðist hann mikilvirkur verkmaður að hveiju sem hann gekk. Sjálfsagt vom Jóni sem ungum Jon Sigurðsson Sigrún Pálmadóttir manni ýmsar aðrar leiðir greiðar til fremdar en að gerast bóndi á Reynistað. Foreldrar hans vom svo vel efnum búnir, að þeim var auð- velt að búa hann undir hvert það ævistarf, sem hann kysi sér helzt. Umræður urðu eins og gengur meðal ættmenna um framtíð hans og frama, og þótti mörgum sýnt, að hann færi til náms í Lærða skól- ann í Reykjavík og stefndi að því að verða embættismaður. En hugur unga mannsins leit ekki til þeirrar áttar. Til er frásögn Jóns sjálfs af þessum bollaleggingum um framtíð hans, námsleiðir og ævistarf, og er hún á þessa leið: „Veturinn 1900—1901 var mér komið til náms hjá séra Áma Bjömssyni á Sauðárkróki. Þá var ég á þrettánda ári, átti það að vera undirbúningur að væntanlegri skólagöngu minni. Fór ég þá með foreldrum mínum að heiman þeirra erinda ... Á Sauðárkróki var þá föðuramma mín búsett og fjögur af bömum hennar, en til þeirra var ferðinni heitið. Þá var næst að taka ákvörðun um, hvemig námsundir- búningi mínum skyldi hagað, og þá fyrst og fremst, hvort ég skyldi byija á latínunámi með það fyrir augum að verða síðar embættis- maður. Það hafði lengi verið í tízku, að efnaðri bændur sendu syni sína, ef þeir höfðu nokkra námshæfíleka, í latínuskólann, jafnvel stundum gegn vilja þeirra, en þaðan lá svo leiðin til embætta og annars frama, er metnaðargjamir foreldrar eygðu sem lokatakmark á draumum sínum. Um þessa var talað fram og aftur, þegar úteftir kom, og þótti öllum, er um ræddu, sjálf- sagt, að ég færi í latínuskólann, fyrst foreldrar mínir hefðu ráð á að kosta vem mína þar. Faðir minn einn lagði ekkert til þeirra mála, þar til hann spurði mig: „En hvað vilt þú?“ Ég svaraði ósköp niðurlút- ur og nærri því með tárin í augun- um: „Ég vil ekki fara í latínuskól- ann og verða embættismaður. Má ég ekki verða bóndi eins og þú, pabbi?", og fór jafnframt upp um hálsinn á föður mínum. Og fínnst mér nú, er ég hugleiði þetta atvik eftir meira en hálfa öld, að líklega hafí faðir minn aldrei kysst mig innilegar en þá, og var hann mér þó góður. En með þessum kossi var lífsstarf mitt ráðið, sem ég fæ aidr- ei fullþakkað, og nú em minning- amar um þennan koss meðal minna dýrmætustu minninga." Hér er mælt af heilum hug, því án alls efa var bóndastarfíð Jóni á Reynistað hugstæðast allra þeirra starf, er hann tókst á hendur á lífsleiðinni. Og næsta líklegt er, að hann hafí þá þegar, tólf ára að aldri, tekið því ástfóstri við hið fagra og fomfræga höfðuból, sem breyttist ekki á langri ævi og öðm fremur mótað lífsviðhorf hans sem bónda, fræðimanns og stjómmála- mann, allan framgang hans, mála- tilbúnað og málafylgju. Og nú, þegar ráðið var, að Jón stefndi að því að verða bóndi á Reynistað, var tekið til við að búa sig undir ævistarfíð. Jón lauk gagn- fræðaprófí með fyrstu einkunn frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri vorið 1904. Næsta vetur var hann við nám í Bændaskólanum á Hólum og útkskrifaðist sem búfræðingur þaðan 1905. Hann stundaði nám við lýðháskolann í Askov í Dan- mörku 1906—1907 og verklegt búnaðamám í Danmörku og Noregi til ársloka 1907. Bústjóri á búi for- eldra sinna var hann frá 1908 til 1919, en tók að fullu við búi á Reynistað að föður sínum látnum og bjó þar til æviloka, í félagi við son sinn og tengdadóttur frá 1947. Árið 1913, þann 20. september, gekk Jón að eiga frændkonu sína Sigrúnu Pálmadóttur. Sigrún var fædd 17. maí 1895 og andaðist 11. janúar 1979 á 84. aldursári. Hún var dóttir séra Pálma Þóroddssonar í Hofsósi og konu hans Önnu Hólm- friðar Jónsdóttur prófasts, Halls- sonar, og Valgerðar Sveinsdóttur, síðar húsfreyju á Vöglum í Blönduhlíð. Voru þau Reynistaðar- hjón, Jón og Sigrún, hálfsystkina- böm. Sigrún var alin upp hjá móð- ursystur sinni, Björgu Jónsdóttur og manni hennar Sigurði Péturssyni bónda á Hofstöðum í Hofstaða- plássi í Viðvíkursveit. Sigrún á Reynistað var gerðar- kona í sjón og raun. í húsmóðursæt- inu á stórbýlinu nutu sín vel mann- kostir hennar, einstök starfselja og myndarbragur allur. Reynistaðar- heimilið varð í höndum þeirra Sig- rúnar og Jóns að miklum rausnar- garði. Þangað lágu fleirra leiðir en á nokkurt annað heimili í héraðinu. Margir áttu erindi við húsbóndann vegna margvíslegra trúnaðarstarfa hans og mörg vom þau orðin erind- in og fyrirgreiðslan, sem Jón annað- ist fyrir héraðsbúa, jafnt fyrir þá, sem samstiga voru honum á stjóm- málasviðinu og hina, sem greiddu honum ekki atkvæði í kosningum. í þeim efnum var ekki gert upp á milli manna. Kirkjugestir komu að Reynistað á helgum dögum og öll- um búið veizluborð að tíðagjörð lok- inni, og svo er enn, og frænda- og vinahópurinn var stór, sem þangað stefndi för, og öllum tekið jafnt af höfðingslund og frábærri gestrisni, eins og hún gerist bezt með íslenzkri þjóð. ★ Ekki er ofmælt, þótt sagt sé, að Jón á Reynistað hafí stýrt búi sínu af hyggindum og forsjá. Hann bjó jafnan stórbúi, búfénaður var marg- ur, fóðurbirgðir nægar og afkoma örugg. Hann bætti jörð sína að húsakosti ogjarðabótum. Sú jarðar- bót var hvað mest, þegar hann beitti sér fyrir stofnun Áveitufé- lagsins Freys árið 1926, ásamt nokkmm bændum í Staðarhreppi, sem engjalönd áttu á Eylendinu. Félagið afíaði sér til afnota skurð- gröfu, flotgröfu, og með henni voru ræstar fram votlendar engjar á átta jörðum í hreppnum og þeim breytt í nytjamiklar áveituengjar. Við þessar framkvæmdir urðu Reyni- staðarengjar að einhveijum gras- gefnustu og skemmtilegustu hey- skaparlöndum í landinu og gáfu af sér töðugæft fóður. Jón á Reynistað átti á því ríkan skilning, að svo byggist farsælast nútíð og framtíð, að tengslin við fortíð yrðu ekki rofin, og ræktar- semi við foma menningu mátti gjörla sjá í verkum hans og fram- kvæmdum. í erindi, sem hann flutti á sýslufundi 1941, greindi hann frá starfí og markmiðum Sögufélagsins og hvatti til ræktarsemi við arfleifð genginna kynslóða. Sagði hann m.a.: „Ennþá eru þó árlega rifnir niður gamlir bæir og byggð vönduð íbúð- arhús, án þess nokkrum komi til hugar að varðveita þessi hús eða flytja eitthvað af þeim í nýja húsið, koma þar fyrir einkennilegum stof- um, herbergjum, gömlum hurðum, gömlum lokrekkjum o.s.frv." En þessu gleymdi Jón ekki, þeg- ar hann lét byggja íbúðarhúsið á Reynistað á árunum 1935—1937. í því húsi getur að líta ræktarsemi við foma menningu og arfleifð. Þar er stór borðstofa, sem jafnframt er setustofa og má því kallast bað- stofa. Er hún búin fjórum lokrekkj- um og í kringum þær málaðir skrautbekkir, en yfír þeim eru skráðar með höfðaletri vísur Herdísar Andrésdóttur um bað- stofulífið, eins og það var á hennar dögum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.