Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 1
80 SIÐUR B LESBOK STOFNAÐ 1913 230. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 PrentamiHja MorgunbladwnB Alsír: Herlið skýtur á andófsmenn Túnisborg, Algeirsborg, Parfs. Reuter. ÆST ungmenni og íslamskir óeirðaseggir hundsuðu bann við Qölda- fundum, sem sett var á Smmtudag, og börðust við lögreglu- og hermenn á götum Algeirsborgar í gær. Hermenn hleyptu af byssum til að dreifa andófsmönnunum og talsmenn hersins staðfestu að mannfall hefði orðið í götubardögunum, sem staðið hafa í Qóra daga. Borgarbúar segja að tugir manna hafi fallið og hundruð særst í átök- unum, sem brutust út vegna óánægju með efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinnar. Yfirvöld hafa staðfest að mannfall hafi orðið en ekki sagt hversu mikið það var. Fregnir herma að óeirðir hafi brot- ist út í fleiri borgum og talsmenn franska flugfélagsins Air France skýrðu frá ránum og gripdeildum í skrifstofu flugfélagsins í hafnar- borginni Oran. Chadli Benjedid, forseti Alsírs, lýsti yfir neyðarástandi í Algeirs- borg á fimmtudag. Skipaði hann hemum að veija opinberar bygging- ar og binda enda á óeirðimar. Yfir- völd settu einnig á útgöngubann og bönnuðu borgarbúum að safnast saman á götunum. Fjöldi manna virti þetta bann að vettugi í gær og safnaðist saman við moskur og torg sem kennt er við 1. maí. Sjón- arvottar sögðu að hermenn hefðu skotið á ungmenni sem flykktust út á götur eftir kvöldbænir í mosk- um borgarinnar. Ennfremur sögð- ust þeir hafa heyrt skothríð á ýms- Júgóslavía: um stöðum í úthverfum borgarinn- ar. Ahmed Ben Bella, fyrrum forseti Alsírs, sagði í viðtali sem birtist í franska dagblaðinu Le Figaro að óeirðimar í landinu hefðu brotist út vegna almennrar óánægju lands- manna og þrá eftir „brauði, frelsi og lýðræði". Ríkisstjóm landsins hefur fordæmt óeirðimar sem skemmdarverkastarfsemi óábyrgra ungmenna og heldur því fram að efnahagsaðgerðir hennar, sem miða að því að draga úr styrkjum til ríkis- fyrirtækja, séu óhjákvæmilegar. Stjómin greip til þessara aðgerða eftir að tekjur af olíuútflutningi minnkuðu. Vopn úrhöndum slegin Reuter Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Santiago, höfuðborg Chile, á fimmtudagskvöld. Tveir menn féllu fyrir byssukúlum lögreglu og tveir særðust. Víðast hvar voru mótmælin þó frið- samleg enda fögnuðu menn úrslitum þjóðaratkvæðágreiðslunnar á miðvikudag. Þá sagðist meiri- hluti kjósenda vera andvígur því að Augusto Pinochet yrði áfram forseti landsins. Evrópubandalag- ið hefur skorað á stjórnvöld í Chile að heíja viðræður við stjómarandstöðuna um endurreisn lýðræð- is í landinu. Sjá „Pinochet ætlar að . . .“ á bls. 24. Eystrasaltslönd Sovétríkjanna: Tímamótum í þjóðemis- baráttunni ákaft fagnað Gamlir fánar lýðveldanna leyfðir o g þjóðtungurnar rétthærri en rússneska Moskvu. Reuter. Svartfell- ingar gegn yfírvöldum Belgrað. Reuter. MÖRG þúsund andófsmenn um- kringdu aðsetur þingsins í Tito- grað, höfuðstað júgóslavneska sambandsríkisins Svartfjalla- lands (Montenegro), í gær. Krafðist mannQöIdinn þess að leiðtogar kommúnistaflokksins á staðnum segðu af sér, að sögn júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjugs. Andófsmenn í Titograð hróp- uðu nafn Slobodans Milosevics, flokksformanns í Serbíu, og ýmis vígorð: „Lengi lifí leiðtogar Serbíu" og „Burt með þjófana sem hafa svikið okkur". Aðeins þrír af leið- togum Svartfjallalands hlutu náð fyrir augum þeirra og styðja þeir allir Milosevic. Alls er talið að 200 þúsund manns hafi komið saman í ýmsum borgum Serbíu í gær til að sýna stuðning sinn við Milosevic. Serbía er fjölmennast af hinum sex ríkjúm Júgóslavíu. Milosevic hefur krafist þess að sjálfræði héraðanna Voj- vodínu og Kosovo, sem bæði eru í Serbíu en njóta mikillar sjálfsstjóm- ar, verði skert. Serbar í héruðunum tveim saka albanska meirihlutann í Vojvodínu um kúgun og ofbeldi. Einnig gruna þeir Albanina um að vilja sameina héraðin og Albaníu. MÖRG hundruð þúsund manns þyrptust í gær út á göturaar í borgum Sovétlýðveldanna Lett- lands og Litháens og fögnuðu því að fánar ríkjanna voru dregnir að hún eftir að hafa ver- ið bannaðir áratugum saman. TASS-fréttastofan sovéska skýrði jafnframt frá því að tungumál þjóðanna hefðu verið gerð að opinberum málum lýð- veldanna með sérstökum sam- þykktum þjóðþinga þeirra. Ríkin tvö voru innlimuð í Sovétríkin árið 1940 ásamt Eistlandi þar sem gamli þjóðfáninn var viður- kenndur í júní síðastliðnum og unnið er að því að gera eistnesku að opinberri tungu landsins. Sjónarvottar í Vilnu, höfuðborg Litháens, sögðu fréttamönnum Re- uters að milli eitt og tvö hundruð þúsund manns hefðu verið viðstadd- ir er hinn guli, græni og rauði fáni landsins var dreginn að húni á Ged- amis-tuminum, hæstu byggingu borgarinnar. Frá því á stríðsáranum hafa íbúamir orðið að sætta sig við rauða Sovétfána en áðumefndar breytingar staðfesta að sífellt há- værari kröfur um víðtækari sjálfs- stjóm og varðveislu þjóðemis íbú- anna era að bera ávöxt. Gífurlegur flutningur fólks frá öðrum hlutum Sovétríkjanna veldur því að upp- runalegir íbúar Eystrasaltsríkjanna óttast um framtíð sína sem sjálf- stæðra þjóða. Að undanfömu hafa verið stofnaðar svonefndar Þjóðar- fylkingar í ríkjunum og er markmið þeirra að hlúa að þjóðemi, menn- ingu og auknu sjálfræði Eystra- saltsþjóðanna. Um helgina verður Þjóðarfylking Lettlands formlega stofnuð og að sögn lettneskra blaðamanna era fylgjendur hennar þegar um 100.000. Segja talsmenn hreyfing- arinnar að hún muni bjóða fram í þingkosningum og beijast gegn kommúnískum embættismönnum er fótum troði lögin. Einnig muni hún kreflast þess að Lettar fái neit- unarvald gagnvart ákvörðunum Kremlarstjómarinnar í málum er varða Lettland sérstaklega. Svipuð hreyfing er þegar komin á laggim- ar í Eistlandi og stofnfundur slíkrar hreyfíngar verður haldinn í Litháen seinna í mánuðinum. Sjá grein á bls. 22. Páfi heim- sækir Elsass Strassborg. Frá Þórunni Þórsdóttur blaöamanni Morgunblaðsins. JÓHANNES Páll páfi II. kemur til Strassborgar í dag við upphaf fjögnrra daga heimsóknar til Elsass-héraðs. Ávarpar páfi þing Evrópuráðsins og Mannréttinda- dómstól Evrópu í dag að loknum firndi með Francois Mitterrand, Frakklandsforseta. Þá prédikar hann í dómkirkjunni í Strass- borg. Á morgun fer páfi í báts- ferð um Rín. Heimsókn páfa hefur verið vel undirbúinog gæta þúsundir manna öryggis hans. Strassborg hefur ver- ið skreytt með ljósum á götum úti og gríðarstórum pálmum hefur ver- ið komið fyrir á dómkirkjutorginu en þar flytur páfi ávarp síðdegis á sunnudag. Á mánudag fer hann til frönsku borganna Metz og Nancy. Á þriðjudag ávarpar páfi þing Evr- ópubandalagsins og heldur síðan til Rómar þá um kvöldið eftir fund með Micheí Rocard, forsætisráð- herra Frakka. Sjá frétt um vegabréfsáritanir til Frakklands og þing Evrópu- ráðsins á bls. 24. ÚtförStrauss Franz Jósef Strauss, helsti stjóramálaleiðtogi Bæjaralands, var borinn til grafar í gær að viðstöddum leiðtogum margra þjóða. Richard von Weizsficker, forseti Vestur-Þýskalands, og Helmut Kohl kanslari báru lof á Strauss og sögðu hann hafa barist hetju- lega fyrir endurreisn þýsku þjóðarinnar úr rústum nasismans. Viðstaddir útförina voru meðal annarra Henry Kissinger, fyrrver- andi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Gunter Mittag úr fram- kvæmdastjórn austur-þýska kommúnistaflokksins og P.W. Botha forseti Suður-Afriku. Græningjar mótmæltu nærveru P.W. Botha með því að vera ekki við útförina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.