Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 19 Minjasöfnín eru hluti af fræðslukerfí þjóðarinnar Safiimannafimdur haldinn í Reykjavík Fundargestir á Safiimannafiindinnm Morgunblaðið/Þorkcll NÚ stendur yfir í Reykjavík fundur safiimanna, þar sem forstöðumenn minjasafha og aðrir áhugamenn um þjóðminj- ar hittast og bera saman bækur sínar, hlýða á erindi og leita leiða til að tryggja sem best vöxt og viðgang safnanna. Það eru þjóðminjavörður, Þór Magnússon og borgarminja- vörður Ragnheiður Þórðardótt- ir sem boða til fundarins og hafa veg og vanda af fram- kvæmd hans. Blaðamaður tók hús á þeim og öðrum fúndar- gestum, þar sem þeir snæddu hádegisverð i Árbæjarsafini, og forvitnaðist um tilgang fúndar- ins og helstu umræðuefiii. Þór Magnússon, þjóðminjavörð- ur, varð fyrstur fyrir svörum. „Þessir fundir eru haldnir á fjög- urra ára fresti og er þetta sá þriðji. Við teljum mikilsvert að koma saman og ræða sameiginleg mál, kynnast innbyrðis og ræða sam- starf og tengsl Þjóðminjasafns, Arbæjarsafns og byggðasafnanna. Helstu umræðuefnin tengjast vandamálum; hveiju þarf að beij- ast fyrir og við hveija og þá kom- ast fjármálin fljótlega í brennidep- il. Það hefur reynst mjög erfítt að fá fé til safnanna af þessum skatt- peningum landsmanna, sem allir beijast um og því hefur hugmynd- in um fasta upphæð af verði hverr- ar seldrar bjórflösku verið tekin hér upp og hlotið góðar undirtekt- ir. Hér hafa menningarmál og þá einkum minjavemd verið fyrir borð borin alltof lengi og við emm 30—40 árum á eftir frændþjóðum okkar í þessum efíium. Þótt n\jög mikið og gott starf sé unnið í sjálf- boðavinnu af áhugafólki um minja- vemd þá dugir það skammt og undirtektir ráðamanna við beiðnir um aukin Qárframlög era vægast sagt daufar. Menn verða að fara að gera sér grein fyrir því að minja- söfn era ekki einhver hús þar sem geymdir era gamlir munir til að sýna ferðamönnum, heldur hluti af fræðslukerfí landsins. Það er ágætt svo langt sem það nær að kenna íslandssögu eftir bókum, en að hafa aðgang að minjum fyrri tíma er öflugra kennslutæki. Þú getur lært heilmikið um Jón Ara- son af því að lesa bók um hann, en þegar þú getur farið og skoðað hökul Jóns og biskupsmítur og les- ið sendibréf með undirskrift hans lifnar sagan fyrir augum þér. Það þarf að koma ráðamönnum í skiln- ing um það að þjóðminjamar era eign þjóðarinnar og það er forkast- anlegt að láta menningarverðmæti fara forgörðum vegna §árskorts“. Ragnheiður Þórðardóttir, borg- arminjavörður tók í sama streng: „Það var hjá mér í sumar Norð- maður frá Rogalandi og hann varð steini lostinn þegar hann komst að því hversu litlum íjárhæðum er varið tíl minjavemdar hér. Roga- land er lítið safnsvæði á norskan mælikvarða en þar er þó veitt hærri fjárveiting yj minjavemdar en á Qárlögum hér.“ Hvað viltu segja um fundinn? „Svona fundir era mjög gagn- legir, einkum fyrir fólk utan af landi, sem er kannski eitt að beij- asL Hér í Reykjavík er samansafn meginhluta þeirrar kunnáttu á þessum málum sem er fyrir hendi og það er mikill fengur fyrir þetta dugmikla fólk í byggðasöfnunum að koma hér og hittast, komast í safnsins og læra hvort af öðru.“ Meðal dagskrárliða á Safti- mannafundinum er kynning Frið- jóns Guðröðarsonar á nýstofnuðu félagi sem nefnist Minjar og saga. FViðjón var beðinn að segja stutt- lega frá félaginu. „Áhugamönnum um mirjavemd hefiir lengi runnið það tíl rifja hve fjárhagsstaða safna, einkum Þjóð- minjasaftis, er þröng. 1987 var skipuð neftid tíl að gera áætlun um ftamtíð safnamála í landinu undir forystu Sverris Hermanns- sonar. í framhaldi af því var farið að ræða hvort ekki væri hægt að stofna samtök áhugafólks, sem með ráðum og dáð myndu styðja við varðveislu menningarverð- mæta í landinu. Stofnfundur fé- iagsins var svo haldinn í húsakynn- um tjóðmipjasafnsins 3. maí 1988. Þess misskilnings hefur gætt að félagið sé eingöngu bundið við Reykjavík og nágrenni, en í lögum félagsins er gert ráð fyrir að stofn- aðar séu deildir út um land og til að það mætti verða var kosið 15 manna fulltrúaráð fólks víða af landinu. í framhaldi af þessu kom fram vilji hjá safnafólki að skipt- ast á skoðunum og er ákveðið að á vori komanda verði efnt til nám- skeiðs á Skógum undir EyjaQöllum á vegum byggðasaftisins þar í tengslum við fy'óðminjasafnið. Auk þess hefst nú eftir áramótin kennsla í Þjóðháttafræði við Skógaskóla, baeði á skólastigi sem valgrein og í formi námskeiða fyr- ir áhugafólk. Kennari hefur veið ráðinn Ragnheiður Vigfúsdóttir frá Vík og mun hún verða í hálfri stöðu í kennslu en í hálfri stöðu við ritun Sögu íslenskra búnaðarhátta undir ritstjórn Þórðar Tómassonar, safn- varðar í Skógum." Eitt af umræðuefnum fundarins var endurbygging gamalla húsa á vegum byggðasafna. Þórður Tóm- asson er safnvörður i Byggðasafn- inu í Skógum, þar sem endurbyggð hafa verið 8 gömul hús. Þórður var beðinn að skýra frá fyrir- huguðum framkvæmdum við safii- ið. „Það er verið að undirbúa endur- byggingu gamalla bæjarhúsa frá Skál á Síðu; íjós, baðstofu og frambæ með stofu og eldhúsi. Al- gengasta spuming útlendinga sem heimsækja safriið er hvemig húsa- kynni hafi verið hituð upp á áram áður og því er mjög skemmtilegt að geta endurbyggt þessa fjós- baðstofu og þannig leitt gesti í allan sannleika um þennan þátt í íslenskri húsagerð. Fjósbaðstofan frá Skál er einnig gott dæmi um slík hús frá fyrri hluta þessarar aldar, öll viðuð með timbri úr Með- allandsfjörum. Einnig er nú í áætlun bygging nýs safnhúss í Skógum, en safnið þar er 40 ára gamalt og löngu yfirhlaðið af gripum. Allt er þetta unnið í kapphlaupi við tímann, því öll hin foma þjóðmenning er á góðri leið með að fara forgörðum. Minjasöfn landsins veita gestum þjóðarinnar tækifæri til að kynnast gamalli þjóðmenningu og era ómetanlegur þáttur í uppfræðslu æsku landsins sem hefiir næsta lítil k}mni af fortíð og sögu.“ Borðnautur Þórðar, Egill Ólafs- son á Hnjóti við Patreksfjörð er einnig mikill áhugamaður um björgun menningarverðmæta og stofnaði eigið safn, Minjasafn Eg- ils Ólafssonar, sem hann gaf Vest- ur-Barðastrandasýslu. Hann var spurður hvað honum þætti værrieg- ast til úrbóta í safnmálum. „Það þarf að gera meira en virkja áhugamenn sem leggja sig alla fram við að bjarga menningar- verðmætum frá glötun. Væri ekki athugandi að virkja opinberar stofnanir? Á öld tækni og framfara eru vélar og tækjabúnaður ríkis- stoftiana óðum að víkja fyrir af- kvæmum tæknibyltingarinnar. Þessum tækjabúnaði er kastað á glæ, hlutum sem oft og tíðum hafa markað þáttaskil í atvinnusögu okkar. Það ætti að vera hægt að veita þessum ríkisstofnunum að- eins aukin fjárráð svo þau geti sett þessa hluti í geymslu þar til Þjóðminjasafnið fær aðstöðu til að varðveita þá til langframa. Annað höfuðatriði í varðveislu gamalla muna er að stjómvöld marki Þjóð- minjasafni fastan tekjustofn í fjár- lögum, t.d. ákveðið hlutfall ágóða af væntanlegri sölu bjórs á ís- Iandi.“ Enn eitt máleftii sem til umræðu var á safnmannafundinum var uppbygging og hlutverk sérsafna. Samband Austur-Húnvetskra kvenna stofnaði og rekur eitt slíkt safn, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Forstöðumaðurinn, Elísabet Sigurgeirsdóttir var beð- inn að skýra frá starfsemi safnsins. „Undirbúningur að stofnun saftisins hófst í kringum 1960, en það var tímafrekt að safna munum og Heimilisiðnarsafhið var ekki formlega opnað fyrr en 1976. Það er að hluta til safn Halldóra Bjamadóttur, sem ferðaðist um landið og safnaði gömlum hei- maunnum munum. Fyrir utan safn Halldóru, sem nú er unnið við að skrá, era i safninu 800 skráðir munir, mest ullarvörar en þó kenn- ir ýmissa annara grasa. Við erum með skólasýningar m.a. sýni- kennslu í tóskap og bjóðum á hveiju ári tíu ára bekkjum allra grannskóla í héraðinu á þessar sýningar. Öll starfsemi við safnið er unnin í sjálfboðavinnu. Það má nefna það til gamans að SAHK er 60 ára á þessu ári og í tilefni af því verður gefíð út þjóðlegt rit, með greinum um fomar vinnuað- ferðir á heimilum, allar skrifaðar af konum.“ Safnmannafundinum lýkur í dag með ferð austur fyrir Fjall, þar sem skoðuð verða söfn undir leiðsögn sérfróðra aðila. Textí:FB Kjötmiðstöðinhf: Sölu á verslun við Laugalæk ríft KAUPIIM fimm starfsmanna Kjötmiðstöðvarinnar hf. á versl- un fyrirtækisins við Laugalæk hefur verið rift. Að sögn Hraftis Bachmann aðal- eiganda Kjötmiðstöðvarinnar rekur fyrirtækið verslunina áfram en mun leita fyrir sér með sölu hennar að nýju. Ástæðu riftunarinnar sagði Hrafn vera að komið hefði upp ósamlyndi í hópi hinna nýju eiganda sem tekið höfðu við rekstrinum síðastliðinn föstudag. Því hefði ver- ið óskað eftir að kaupin gengju til baka. Þá sagði Hrafn Bachmann að vinna við endurskipulagningu fyrir- tækisins væri í fullum gangi enda fyrirtækið með greiðslustöðvun. Einnig væra fulltrúar fyrirtækisins nú staddir erlendis til viðræðna við erlend heildsölufyrirtæki um eign- araðild að Kjötmiðstöðinni. tengsl við starfsemi Þjóðminja- Fundur safiimanna: Hluti af verði bjórflösku renni til minjasafhanna? Á fúndi safhmanna sem nú stendur yfir í Reylyavík hefúr verið tekin upp hugmynd þeirra Sverris Hermannssonar og Guðrúnar Helgadóttur frá síðasta þingi, að 5 krónur af verði hverrar seldrar bjórfl- ösku renni til minjasafha lands- ins, efitir að sala bjórs hefet. Líklegt er að fúndurinn skori á ríkisstjórnina að beita sér fyrir lagasetningu um málið. Þór Magnússon, þjóðminja- vörður, sagði marga hafa haft á orði á fundinum að löngu væri tímabært að tryggja íjárhags- grandvöll minjasafnanna með föstum framlögum og væru flestir meðmæltir þeirri hugmynd að binda í lög það ákvæði að viss upphæð af verði seldrar bjórflösku rynni í sjóð til styrktar starfsemi safnanna. Þór sagði dæmin frá Danmörku, þar sem bæði Tuborg og Carlsberg reka sérstakan sjóð til styrktar menningarmálum hafa styrkt menn í trúnni á að þetta væri raunhæft. „Það má orða þetta á þann veg að afrakstri af neyslu bjórsins verði ekki betur varið en til að rétta við það sem á undir högg að sækja í menning- ameyslunni," sagði Þór Magnús- son. Þór vildi þó ekkert fullyrða um hvort fundurinn samþykkti áskor- un til ríkisstjómarinnar, sagði málið enn á umræðustigi. „En það er ljóst að grípa verður til ein- hverra ráða til að tryggja það að menningarverðmæti þjóðarinnar fari ekki forgörðum og þessi hug- mynd er allrar athygli verð,“ sagði þjóðminjavörður að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.