Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 25 Þing Evrópuráðsins: Reynt að aflétta áritun- arskyldu til Frakklands Strassborg. Frá Þórunni Þórsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. REYNA átti til þrautar í gærkvöldi að finna iausn á ágreiningi þeirra aðildarþjóða Evrópuráðsins sem þurfa vegabréfsáritun til Frakklands og Frakka um áritunarmálið. Ætlaði Louis Jung, for- seti þings Evrópuráðsins, að hitta Michel Rocard, forsætisráðherra Frakklands, og ræða málið við hann. Átti þingforseti í gærmorgun óformlegan fund um málið með fulltrúum Austurrikis, íslands, Nor- egs og Svíðþjóðar á þingi ráðsins, en áritunarskyldan snertir íbúa þessara landa. Haustþing Evrópuráðsins hófst á mánudag og lýkur í dag. Voru uppi vonir um það fyrir þingið, að Frakk- ar myndu breyta um stefnu í áritun- armálinu. Svo varð ekki og gerði Ragnhildur Helgadóttir, alþingis- maður, grein fyrir stöðu þess á mánudag í framsöguræðu um störf forsætisnefndar ráðsins í sumar. Ýmsir þingmenn tóku til máls og átöldu frönsk stjómvöid fyrir að- gerðaleysi. Breskur þingmaður sagði til dæmis í ræðu sinni að ótti við hryðjuverk væri heldur léleg afsökun fyrir áritunarskyldunni. Hann hefði aldrei heyrt um íslenska eða norska hryðjuverkamenn, þó væri vegabréfsáritana krafist af öllum Norðurlandabúum nema Dön- um. Hins vegar væri vitað um hryðjuverkamenn frá flestum lönd- um Evrópubandalagsins, en ekki þryfti áritanir á vegabréf fólks frá þeim löndum. Á hinum óformlega fundi í gær- morgun með þingforseta Evrópur- áðsins var ákveðið, að næði þingfor- setinn ekki samkomulagi við Rocard forsætisráðherra myndu nokkrir varaforsetar Evrópuráðsins og þingforsetinn reyna til þrautar að leysa áritunarmálið með frönsku ríkisstjóminni. Louis Jung sagði ljóst, að frönsk stjómvöld vildu ekki aflétta áritunarskyldunni alveg. Því væri rætt um málmiðlunarlausnir eins og að hleypa ferðamönnum frá öllum Evrópulöndum inn í Frakk- land án áritunar, taka up „ævilang- ar áritanir" fyrir Evrópubúa eða aflétta áritunarskyldu gagnvart öll- um Evrópuríkjum til reynslu. Rætt um UNESCO í umræðum á þingi Evrópuráðs- Engisprettufeirald- ur á leið til Súdan Allt varnarstarf liggur niðri vegna loftárása eþíópískra flugvéla ins að þessu sinni vöktu mesta at- hygli erindi þeirra Fredricos May- ors, framkvæmdastjóra UNESCO, og Jean-Claudes Payes, fram- kvæmdastjóra OECD. Taldi Mayor að viðleitni sín til spamaðar hjá UNESCO hefði ekki tekist sem skyldi vegna ágreinings við stjóm stofnunarinnar um ýmis atriði. Þó stefndi í réttá átt og hefði yfirbygg- ing stofnunarinnar minnkað tals- vert. Að loknum allmiklum umræð- um samþykktu þingmenn einróma áskomn á Bretland, Bandaríkin og Singapúr um að ganga að nýju í UNESCO. Ríkin hættu þátttöku í stofnuninni 1986 í mótmælaskyni við M’Bow þáverandi framkvæmda- stjóra og stjómarhætti hans. Paye, framkvæmdastjóri OECD, taldi í ræðu sinni að óþarfa svart- sýni hefði gætt í efnahagsspám fyrir þetta ár. Þrátt fyrir október- hranið á verðbréfamörkuðum hefði verðbólga í aðildarlöndum OECD aukist úr 3,5% í 4% að jafnaði, eða mun minna en óttast var. Samþykkt var á Evrópuráðs- þinginu að veita San Marínó aðild að ráðinu og er gert ráð fyrir aðild Finna næsta vor. Ðómarar frá sex löndum vora kjömir í Mannrétt- indadómstól Evrópu og var Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari, endurkjörinn. Af hálfu Alþingis sátu Evrópuþingið: Guðmundur G. Þórarinsson, Hreggviður Jónsson, Kjartan Jóhannsson og Ragnhildur Helgadóttir. Reuter Iskotstöðu Trjóna Iangdrægrar sovékrar kjamorkuflaugar, SS-11, gægist upp úr skotbyrgi á miðjum akri í landbúnaðarhéraðinu Ivanovo, sem er 250 km norðaustur af Moskvu. Á pallinum eru erlendir blaðamenn, sem boðið var að skoða flaugina á skotstað. Flaugin er 50 tonn að þyngd og hlaðin kjarnorkusprengju með eins mega- tonna sprengikraft, en það er 75 sinnum stærri sprengja en varp- að var á Hiroshima. Henni er miðað á skotmark í austurhluta Bandaríkjanna, en sovézkur herforingi, sem fylgdi blaðamönnum á staðinn, neitaði að skýra frá hvaða borg þar væri um að ræða. Khartúm. Reuter. SÚDANSKA fréttastofan Suna skýrði frá þvi á föstudag að hóp- ur sérfræðinga i Súdan sem berst gegn engisprettufaraldri við landamæri Eþíópíu hafi verið kallaður heim og flugvélar sem dreifa eitri yfir akra séu aðgerð- arlausar í kjölfar loftárása eþíópíska lofthersins. Suna hafði það eftir Ali Mo- hamed Ali, forsvarsmanni engi- sprettuvama í Súdan, að aðgerðir gegn engisprettufaraldrinum við landamæri Eþíópíu hefðu stöðvast í kjölfar árásana. Hann sagði að orrastuvélar hefðu varpað sprengj- um á landamærastöðvar í Súdan og allir þeir sem vinna að engi- sprettuvömum hefðu verið kallaðir heim þó vitað væri um nokkra engi- sprettufaraldra sem væra á leið til landsins. Dagblöð í Khartúm greindu frá því að súdönsk yfirvöld hefðu mót- mælt árásunum við eþíópísk stjóm- völd en þjóðimar vinna nú sameig- inlega að engisprettuvömum. í síðasta mánuði sáust engisprettu- faraldrar á leið yfir Khartúm, höf- uðborg Súdans, í átt að Eþíópíu og sérfræðingar segja að þetta sé hugsanlega skæðasti engisprettu- faraldurinn í 30 ár. Hungursneyð ríkir í suðurhluta Súdans og þar hefur geysað borg- arastyrjöld í fimm ár. Súdanskir skæraliðar, sem eiga sér griðastað í Eþíópíu, hafa skotið niður margar flugvélar undanfarin tvö ár og þannig komið í veg fyrir matvæla- flutninga til landsins. Action Directe: Rétti frest- að vegna kjaradeilu París. Reuter. Réttarhöldunum yfir fiórum leiðtogum frönsku öfgamanna- samtakanna Action Directe var frestað í gær vegna launadeilna fangavarða. Fresta varð réttarhöldunum þar sem ekki var hægt að sækja sak- bomingana í fangelsi þeirra vegna kjaradeilu fangavarða. Lögmaður fiórmenninganna sagðist ekki hafa getað rætt við slqólstæðinga sína í hálfan mánuð og væri verkfallið til- ræði við réttarfarið. Öfgamennimir era sakaðir um að hafa myrt Georges Besse, forstjóra Renault-bílaverksmiðjunnar, árið 1986. Innilegar þakkir færi ég öllum sem sýndu mér margvíslegan sóma á sjötugs afmceli minu hinn 19. ágúst sl. GuÖ geymi ykkur öll. RunólfurJ. Elíasson fráHeydal. Sœlla er aÖ gefa en þiggja, þó ekki frá góÖum vinum. HafiÖ öll hjartans þakkir sem geröuö 70 ára afmœlisdaginn minn aÖ gleöidegi. Ég þakka af heilum hug. Pétur Pétursson, (Pétur i glerinu). NÚ FÆRÐ ÞÚ MYNTBAUK í BÍLINN HJÁ STOÐUVERÐINUM f|f Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar V|S£7RSQ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.