Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 41 Minning: Hálfdán ÁgústJóhann- esson, verksmiðjusljórí Fæddur 4. maí 1921 Dáinn 3. október 1988 Hinn 3. október sl. andaðist á heimili sínu í Mosfellsbæ Hálfdán Jóhannesson, verksmiðjustjóri, eftir mikla baráttu við erfíðan sjúkdóm. Hálfdán var sonur hjónanna Inge- borg og Ágúst Jóhannessonar verk- smiðjustjóra kexverksmiðjunnar Fróns hf.. Hálfdán ólst upp í Dan- mörku og að nokkru leyti hér á landi, en stundaði skólagöngu og verknám í Danmörku. Eftir að hafa lokið námi og prófum í jámsmíði og pípulögnum, stundaði hann vinnu við þessar iðngreinar um nokkum tíma, en hingað til lands fluttist hann aikominn að heims- stytjöldinni lokinni. Skömmu eftir heimkomuna setti hann á stofn verkstæði í félagi við annan fag- mann, er annaðist sandblástur og málmhúðun, en slíkt var fátítt að sérhæfa sig á þessu sviði á þeim tímum. Starfsemi þessi blessaðist ekki betur en svo þeir slitu félaginu eftir stuttan tíma. Eftir þetta tímabil hóf Hálfdán störf hjá kexverksmiðjunni Frón hf., en á þeim vinnustað starfaði hann svo í hartnær íjörutíu ár, eða þar til yfír lauk. Faðir hans, Ágúst Jóhannesson, var eins og fyrr segir verksmiðju- stjóri í kexverksmiðjunni Frón hf. og hjá honum hóf hann störf á ár- inu 1949. Við verksmiðjustjóm tók hann svo þegar aldur færðist yfír föður hans. Þessi störf fórast hon- um einkar vel úr hendi, enda lagði hann sig mjög fram við að kjmna sér allt sem að rekstri slíkrar verk- smiðju laut. Eitt var það í fari Hálfdáns sem ég skildi aldrei, en jafnframt dáðist mjög að, en það var hvemig hann fylgdist með ásig- komulagi véla verksmiðjunnar. Það var hrein undantekning að nokkuð bilaði, því það virtist sem hann skynjaði hvar veikur hlekkur var eða að bilun .var í nánd og þá var nóttin notuð til þess að lagfæra það sem var að bila, og næsta dag var allt klappað og klárt og starfsemin gat haldið áfram viðstöðulaust. Maður getur séð í hendi sér það tjón sem verður þegar slík fram- leiðsla stansar með tugi manna í vinnu og framleiðslu uppá hundruð tonna af kexi á ári. Hálfdán Jóhannesson var kvænt- ur Salome Þorsteinsdóttur og bjuggu þau síðustu árin að Stóra- teig 11, Mosfellsbæ. Þau eignuðust tvo syni, Ágúst og Kristján. Báðir eru þeir tæknifræðingar að mennt og vinnu, Ágúst hjá glerverksmiðj- unni Esju hf. í Mosfellsbæ en Krist- ján starfar við verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen í Reykjavík. Kona Ágústs er Benta Jensen og eiga þau tvo drengi. Kona Krist- jáns er Margrét Jónsdóttir og eiga þau einn sön Bamabömin era því þijú en á þeim hafði Hálfdán miklar mætur. Nú þegar að kveðjustund kemur, koma margar minningar fram í hugann og þakklæti fyrir margan greiðann, sem hann gerði mér. Ég er ekki viss um að öllum fínnist það sjálfsagður hlutur að bjóðast til að lána vinnufélaga sínum, sem ekki átti bíl, einkabfl sinn til afnota í sumarfríinu, en það þótti Hálfdáni sjálfsagður hlutur. Á þeim tíma bjó Hálfdán þó í Kópavogi, svo nokkuð langt var fyrir hann að sælqa á vinnustað. Ég vil svo að síðustu bera fram þakklæti frá mér og samstarfsfólki mínu fyrir áratuga gott samstarf og vináttu. Salóme, Ágústi, Kristjáni og þeirra fjölskyldum færam við Guð- rún okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðm. Ágústsson Hálfdán Ágúst Jóhannesson er látinn eftir langvarandi veikindi. Hann skipaði ákveðinn sess í hugum okkar systkinanna og því langaði okkur til að minnast hans með nokkram orðum. Kynni okkar og hans tókust fljót- lega eftir að hann kvæntist móður- systur okkar Salóme Þorsteinsdótt- ur. Þau höfðu kynnst í fyrstu ferð sem farin var frá Danmörku til ís- lands, að lokinni seinni heimsstyij- öldinni. Salóme eða Sallý eins og hún er alltaf kölluð hafði lokið hjúkranarnámi í Danmörku en Hálfdán á leið til íslands eftir langa vera í Danmörku en faðir hans var búsettur hér á landi. Þessi ferð varð til þess að með þeim tókust kynni sem engan skugga bar á eft- ir það. Skömmu eftir giftingu þeirra tóku þau að sér að gæta okkar þegar foreldrar okkar þurftu að bregða sér til útlanda, en á þeim tíma voru utanlandsferðir ekki eins tíðar og tóku lengri tíma. Þó að við væram ung böm, og líkast til þess vegna, tengdumst við þessu yndis- lega fólki böndum, sem hafa varað alla tíð síðan. Samverastundimar með Sallý og Hálfdáni urðu margar og héldu að sjálfsögðu áfram, þó fjölgaði á heimili þeirra, en þau eignuðust fljótt tvo fjörmikla stráka, sem nú era fullorðnir menn með fjölskyldur. Hálfdáni Ágústi var einkar lagið að umgangast böm. Hann bjó yfir þeim sjaldgæfa eiginleika að láta sem við bömin væram stór, og átti Kransar, krossar og kistuskreytingar. (v Sendum um allt land. GLÆSIBLOMIÐ GLÆSIBÆ, Álfhcimum 74. sími 84200 Minning: t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÓSKAR STEINDÓRSSON, Flókagötu S, lést í Landspítalanum að kvöldi 6. október. Elfn Áaa Guðmundsóttlr, Andrea Slgurðardóttlr, Erllngur Thoroddson, Guðmundur Slgurðsson, Susanne Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, GÍSLI KRISTINN SKÚLASON, Kársnesbraut 37 A, Kópavogl, verður jarðsunginn fró Bústaðakirkju mánudaginn 10. október kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent ó líknarstofnanir. Skúli Krlstlnn Gfslason, Kristfn Gunnarsdóttlr, Guðrún Helga Skúladóttlr, Gfsll Krlstlnn Skúlason, Slgrún Elfn Vilhjálmsdóttlr, Skúli Bergmann Skúlason. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð viö andlét og útför móður okkar og tengdamóður, GUÐRÚNAR GEIRSDÓTTUR. Sórstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Guðrún G. Johnson, Walter Gunnlaugsson, Ólafur Ó. Johnson, Anna Lfsa Ásgeirsdóttlr. Asta Magnúsdóttir alltaf nægan tíma til að gefa okk- ar, þrátt fyrir að hann hefði margt fyrir stafni. Minnisstæðar era veiði- ferðirnar við Suðurá þar sem silung- ur vakti í sefínu og okkur var kennt að fara hljóðlega, og síðan að fara með silungastöng. Hálfdán var mik- ill náttúraunnandi og hafði unun af ferðalögum á öræfum. Margar ferðir vora farnar með foreldram okkar, stundum erfíðar, en alltaf var hann fremstur í flokki, hvort sem var að vaða erfiðar ár, eða ganga á fjöll. Hann kenndi okkur að umgangast náttúrana með varúð og spilla ekki því sem viðkvæmt var. Hálfdán og Sallý byggðu sér hús á Hávegi 15 í Kópavogi. Þangað var gaman að koma og þar bar allt vitni um vandvirkni og natni húsbændanna. Um langt árabil var komið saman á Háveginum á gaml- árskvöld, skotið upp flugeldum og leikið sér, svo sem siður er á því kvöldi. Það var gott að vera með þá, og þær samverastundir líða seint úr minni. Hálfdán og Sallý reistu sér sum- arhús á indælum stað við Jónskvísl í Landbroti. Þar dvöldu þau löngum sein'ni árin en vora jafnframtdugleg að ferðast, hvort sem var innan- lands eða utan. Fyrir þremur áram fékk Hálfdán þann sjúkdóm, sem að lokum hafði yfírhöndina, þrátt fyrir hetjulega baráttu hans. Með honum er geng- inn mætur maður og harmur kveð- inn að ættingjum hans. Elsku Sallý, Ágúst og Kristján, við sendum ykkur og fjölskyldum ykkar innilegustu samúðarkveðju. Hálfdán, Hjördís og Þorsteinn Fædd 14. ágúst 1922 Dáin 27. september 1988 Ó Guð, mér anda gefðu þinn, er græðir kærleik, von og trú, og veit hann helgi vilja minn, svo vilji ég það, sem elska þú. (Páll Jónsson) Gústa, en svo var hún kölluð af vinum og ættingjum, er farin yfir móðuna miklu. Kallið er komið. Samferðafólk berst burt með tímans straumi, þannig er lífíð. Lögmál okkar er að fæðast og deyja. Éi má sköpum renna. Ekki voram við viðhúin hennar snöggu vista- skiptum, mun það hafa villt okkur sýn hvað hún var hörð af sér og þrautseig. Gústa réði sig hjá PWD- deild vamarliðsins á Keflavíkur- flugvelli 5. apríl 1978 og vann þar upp frá því. Þegar við lítum til baka streyma minningamar upp í hugi okkar. Gústa hlaut marga góða eðliskosti. Hún hafði létta lund, var félagslynd, hafði gaman af tónlist og söng mjög vel. Margar góðar stundir áttum við með Gústu og var hún oft hrókur alls fagnaðar enda orðheppin. Þótt Gústa sé horfin sjónum ást- vina sinna lifa minningamar í hjört- um þeirra sem lýsa þeim um ókomna tíð. Núna, þegar Gústa hefur lokið hér vistardögum sínum, kveðjum við hana með trega og þökkum henni samfylgdina. Við vottum manni hennar, böm- um, tengdabörnum, bamabömum, ættingjum og vinum okkar inni- legustu samúð. Fari hún í fríði, drottinn hana blessi. Vinnufélagar t Útför eiginmanns míns, JÓNASAR BÖÐVARSSONAR, Hátelgsvegl 32, fer fram fró Fossvogskirkju mónudaginn 10. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningasjóð Landspítalans. Hulda Haraldsdóttlr. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinar- hug við andlát og útför JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hraunbœ 84. Sérstakar þakkir til starfsfólks ó öldrunardeild Landspftalans, Hótúni 10B, fyrir góða umönnun. Kjartan Pðtursson, Edda Kjartansdóttlr, Stefanía KJartansdóttlr, Blrgir Ágústsson og barnaböm. t Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og systur, SVÖVU HALLDÓRSDÓTTUR frá Hvanneyri, tll helmllls f Austurbrún 2, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans sem annaðist hana. Halldór Gunnarsson, Bjarnl Gunnarsson, Valgerður Halldórsdóttir, Þórhallur Halldórsson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRDfSAR GISSU RARDÓTTU R, Bólstaðarhlfð 68. Ingunn Stefánsdóttlr, Slgurjón Jónsson, Sigmundur Stefánsson, Hafdfs Slgurgelrsdóttir, Margrát Stefánsdóttlr, Gelr Ágústsson, Hannes Stefánsson, Helga Jðhannesdóttlr og barnabörn. t Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur hluttekningu, vinarhug og samúð við andlót og útför fööur, fóstur- föður, afa og bróður okkar, JÓNS ÓSKARS EGGERTSSONAR, Nestúnl 4, Hvammstanga. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Kristfn Marfa Jónsdóttlr og fjölskylda, Sólvolg Sigurbjörnsdóttlr og fjölskylda og Anna Eggertsdóttlr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.