Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Nýr millifærslu- skattur? Að bregðast fyrir vðldin Tileinkað Jóni Baldvini Hannibalssyni Yfírlýsing vinstri stjómar Steingríms Hermanns- sonar um að raforkuverð til fíystihúsa skuli lækkað um flórðung sýnir í hnotskum vinnubrögð þessarar ríkis- stjómar. Við myndun stjómar- innar var þessi ákvörðun tekin, að því er virðist, án þess, að nokkur könnun hefði farið fram á því, hvort það væri framkvæmanlegt, eða hveijar afleiðingamar yrðu, ef slík lækkun kæmi til framkvæmda. Nú er auðvitað komið í ljós, að það er ekkert einfalt mál að lækka þetta orkuverð. Þijú orkufyrirtæki, sem við sögu koma, verða rékin með tapi á þessu ári. Þetta em Lands- virkjun, Rafmagnsveitur ríkis- ins og Orkubú Vestfjarða. Ákvörðun ríkisstjómarinnar kostar þessi fyrirtæki á einn eða annan vegtæpar 100 millj- ónir króna. I Morgunblaðinu í gær var skýrt frá því, að þrennt gæti gerzt, ef ríkisstjómin heldur fast við þessa ákvörðun. í fyrsta lagi er hugsanlegt, að Landsvirkjun lækki sérstak- lega raforkuverð til frystihúsa en hækki þá orkuverð til ann- arra á móti. Það em þá vænt- anlega önnur atvinnufyrirtæki í landinu og almennir neytend- ur, sem eiga að taka á sig þá hækkun. í öðm lagi er hugsan- legt, að rafveitumar, sem kaupa orku af Landsvirkjun, lækki verðið til frystihúsanna en hækki það hjá öðmm. Og í þriðja lagi er hugsanlegt, að Landsvirkjun eða rafveitumar verði látnar auka taprekstur sinn og taki þá lán — að sjálf- sögðu erlend lán — til þess að mæta því rekstrartapi. Það gildir einu hvaða leið verður farin. Að lokum em það almennir neytendur^og annar atvinnurekstur í landinu, sem verður að greiða hærra ra- forkuverð, ef .yfírlýsing ríkis- stjómarinnar verður fram- kvæmd. Ef fyrst verða tekin lán til þess að standa undir taprekstrinum verða greiðslur þessara aðila þeim mun hærri þegar kemur að skuldadögum vegna þess, að þá bætist vaxtakostnaður við. Það er auðvitað óhugsandi að leggja nýjan orkuskatt á þjóðina til þess að standa und- ir því millifærslukerfí, sem vinstri stjómin er að búa til. Það er líka fráleitt að hækka orkuverð til annarra atvinnu- fyrirtælga, sem nú þegar er verið að mismuna með því að millifæra vemlega fjármuni til sjávarútvegsins. Hvers eiga iðnfyrirtæki í útflutningi að gjalda? Hvers vegna er orku- verð til þeirra ekki lækkað um flórðung líka? Á sama tíma og ríkisstjómin hefur uppi þessi sérkennilegu áform til þess að greiða úr vanda frystiiðnaðarins, reyna loðnubræðslur að fá leyfí stjómvalda til þess að flytja inn olíu til að lækka rekstrar- kostnað sinn. Fyrst var sagt, að það væri óhugsandi, að þessir aðilar fengju að flytja inn olíu vegna þess, að auðvit- að yrði að leggja innflutnings- gjald og jöfnunargjald á þá olíu. Síðan var sagt, að for- sendan fyrir því, að þessari beiðni var hafriað væri sú, að nú gætu olíufélögin — nokkr- um dögum seinna (!) — boðið olíu á lægra verði en loðnu- bræðslumar höfðu tilboð um og þar að auki hefðu loðnu- bræðslumar ekki yfíir geymslurými að ráða. Það er auðvitað ekkert sam- hengi í þessum aðgerðum stjómvalda. Annars vegar á að lækka raforkukostnað frystihúsa með handafli, eins og nú er komið í tízku að gera á fleiri sviðum efíiahagsstjóm- unar, hins vegar er loðnu- bræðslum bannað að lækka rekstrarkostnað sinn með því að þær flytji sjálfar inn olíu. Vinstri stjóm Steingríms Hermannssonar stendur frammi fyrir því, að öll helztu áform hennar í eftiahags- og atvinnumálum stranda á því, að veruleikinn er allt annar en þessir menn hafa talið sjálfum sér og öðmm trú um. Efna- hagskerfí okkar hefur þróazt á þann veg, að það er orðið óframkvæmanlegt, að stjóma landinu með þeim 40 ára gömlu úrræðum, sem þessi ríkisstjóm hefur hugsað sér að beita. Það er nauðsynlegt, að forsvarsmenn stjómar- flokkanna átti sig á þessu strax áður en þeir hafa valdið verulegu tjóni með athöfnum sínum. eftir GuðmundH. Garðarsson Hvað hefur komið fyrir for- mann Alþýðuflokksins, Jón Bald- vin Hannibalsson? Hvað ræður þeirri miklu heift sem birtist í viðtali við hann í Morgunblaðinu sl. sunnudag? Eða útúrsnúningar og rangfærslur um Sjálfstæðis- Qokkinn, sem hafðar eru eftir honum í Alþýðublaðinu 1. októ- ber sl.? Er þetta hvort tveggja í rökréttu samhengi við það, að Jón Baldvin hefúr sjálfúr gjör- samlega snúið við blaðinu og að samviskan sé þegar farin að naga hann? Eða er þjóðin loksins að sjá hans innri mann? Formaðurinn og spillingin Hver man ekki hundrað funda ræðumar um spillingu Framsóknar- flokksins, „ófreskjuna SÍS“, óheil- brigði miðstýringar og spillt pen- ingaskömmtunarkerfi stjómmála- manna? Það voru margir, sem trúðu því fyrir alþingiskosningar 1987, að Jón Baldvin væri sannur hug- sjónamaður. Boðberi frjálslyndis og heilbrigðra stjómmálahátta. Nútíma jafnaðarmaður sem léti ekki stjómast af hagsmunahópum, heldur af einlægri þörf fyrir að láta gott af sér leiða í þágu fjöldans. Að vera óheiðarlegur — verkin tala Formaður Alþýðuflokksins hefur í verkum sínum sýnt að hann meinti ekkert af því sem hann sagði. Jón Baldvin býr ekki yfir þeim mann- eftirJón Sigurðsson Meðal aðgerða sem ríkisstjómin hefur boðað er lækkun raunvaxta. í yfirlýsingu um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum segir meðal ann- ars: „Ríkisstjómin mun beita sér fyrir 3% lækkun meðalraunvaxta á spariskírteinum og öðrum skuldabréfum ríkissjóðs í samn- ingum við innlánsstofnanir og lífeyrissjóði. Ríkisstjómin hefur falið Seðlabankanum að hlutast til um hliðstæðar breytingar á öðmm sviðum lánamarkaðarins." Þessi áform um lækkun raun- vaxta miða að því að ná raunvöxt- um hér á landi niður á svipað stig og í nágrannalöndunum á grund- velli gildandi laga með því að beita afli ríkissjóðs sem lántakanda á fíármagnsmarkaði um leið og al- mennar efnahagslegar forsendur eru fengnar fyrir lækkun vaxta. Hér skiptir mestu máli að dregið verði úr lánsfjárþörf ríkisins og framundan sé lækkun verðbólgu sem ekki gangi til baka. kostum sem prýða heiðarlegan mann. Það lýsir sér í verkum. 1. Jón Baldvin gerir mönnum upp hugsanir og gjörðir, sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikan- um. 2. Jón Baldvin ræðst að mönnum með persónulegum dylgjum. 3. Jón Baldvin reynir að skrökva því að fólki að lækkun sölu- skatts á matvælum úr 25% í 10% hafí ekki í för með sér lækkun á matvælum. 4. Jón Baldvin fer vísvitandi með rangt mál þegar hann segir, að sjálfstæðismenn hefðu hafn- að lækkunartillögum á væntan- legum fjárlögum. 5. Jón Baldvin ræðst að borgar- stjóranum í Reykjavík og sakar hann órökstutt um að hafa spillt fyrir stjómarsamstarfinu í ríkisstjóm Þorsteins Pálsson- ar. 6. Jón Baldvin talar með lítilsvirð- ingu um þann rétt manna að mega hafa sjálfstæðar skoðanir gagnvart hrokafullum stjóm- málamönnum, eins og honum sjálfum. 7. Jón Baldvin stiggreinir fólk með lítilsvirðingu. Hann og hans nótar, pólitískir arftakar í íslenskri valdastétt, líta niður til fólksins. Jón Baldvin kallar það fótgönguliða. Alþekkt er úr hernaði hvemig makráðir og spilltir hershöfðingjar senda fótgönguliðar út í opinn dauð- ann er þeir ástunda hemaðar- listir sínar. 8. Jón Baldvin iðkar þá list að slá Samanburður á vöxtum milli landa Með lögum um viðskiptabanka og sparisjóði frá árinu 1985, lögum um Seðlabanka íslands frá árinu 1986 og lögum um vexti frá árinu 1987 var ákvörðun vaxta gefín frjáls með nokkmm takmörkunum. Samkvæmt Seðlabankalögunum hefur bankinn að fengnu samþykki viðskiptaráðherra heimild til þess að grípa inn í vaxtaákvarðanir banka og sparisjóða verði raun- vextir útlána að jafnaði hærri hér en í helstu viðskiptalöndum íslend- inga eða vaxtamunur milli inn- og útlána óhæfilega mikill. Skoðanir hafa verið skiptar um það hvort og þá í hve ríkum mæli raunvextir hér á landi hafi verið hærri en í helstu viðskiptalöndum undanfarin misseri. Hér veldur mestu að samanburður á vaxtakjör- um af ólíkum fjárskuldbindingum er erfíðleikum bundinn. Við saman- burð á vöxtum milli landa hefur Seðlabankinn og aðrir oftast miðað við svonefnda kjörvexti, sem eru þeir vextir sem traustustu við- skiptavinir lánastofnana njóta. Þessi samanburður er torveldur um sig með ómerkilegum gífur- yrðum og hirðir lítt um að halda sig við sannleikann. 9. Jón Baldvin lofaði miklu en hefur svikið margt. 10. Og það sem verst er, Jóni Bald- vini Hannibalssyni, formanni Alþýðuflokksins, er ekki unnt að treysta sem heiðarlegum stjómmálamanni, vegna þess að hann selur samvisku sína fyrir pólitísk völd. Metnaðurinn ber formanninn ofurliði. Allt fyrir völdin Þetta er harður dómur, en því miður sannur. Höfundur þessarar greinar hefur ekki tíðkað það að kveða upp þunga áfellisdóma um aðra menn. En framkoma formanns Alþýðuflokksins síðustu vikur, óvægni hans í garð fyrrum sam- starfsmanna og samviskuleysi í að fryggja sjálfum sér og sínum nán- ustu völd, tekur út yfír allan þjófa- bálk og jaðrar við að vera lýðræðinu hættulegt. Til eru þeir menn, sem gera allt fyrir völd og peninga og mörg dæmi sögunnar sýna, að valdagráðugir stjómmálamenn hafa steypt heilum þjóðum í glötun og valdið fólki óbærilegum þjáningum. Auðvitað mun ekkert slíkt gerast á íslandi. En því miður hafa atburðir síðustu vikna vakið upp óhug hjá mörgum. Allir hugsandi menn hafa skömm á því valdatafli, sem leitt hefur til myndunar ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þetta er ríkis- stjóm þriggja valdafíkinna manna, sem hyggjast nota stjómmálin til meðal annars af því að skilgreining og mikilvægi kjörvaxta og margs konar viðauka við þá er mismun- apdi eftir löndum. Meginniðurstaða Seðlabankans að lokinni saman- burðarathugun á vöxtum hér á landi og erlendis í ágúst sl. var að raun- vextir hérlendis væm orðnir nokkm hærri en sambærilegir vextir er- lendis, en þó tæpast af neyslulánum einstaklinga. Því fer fjarri að þessi niðurstaða sé afdráttarlaus. Jafn- framt gefur hún til kynna að við samanburð á vöxtum milli landa dugi ekki að finna eina tölu fyrir meðalvexti í hveiju landi heldur verði að skoða vaxtarófið í heild á hveijum stað. I því sambandi verður einnig að hafa í huga að vaxtatekj- ur em skattskyldar í flestum lönd- um sem hér em notuð til saman- burðar og hefur það þau áhrif að vextir em þar almennt hærri en þeir ella væm jafnvel þótt vextir af sumum fjárskuldbindingum, þar á meðal af ríkisskuldabréfum, séu iðulega undanþegnir skattlagningu. Raunvextir af rikisskuldabréfum Til þess að sneiða hjá þessum samanburðarvanda er ástæða til að líta á vexti af ríkisskuldabréfum. Raunvextir af ríkis- skuldabréfiim á íslandi og í öðrum löndum — o g steftian í vaxtamálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.