Morgunblaðið - 08.10.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 08.10.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 5 Menntaskólinn í Reykjavík: Gamlir þingstólar í gömlum þingsal FORSETAR Alþingis afhentu í gær Menntaskólanum í Reykjavík til varðveislu finuntíu þingstóla, sem voru í sölum Alþingis frá 1934 og fram á síðasta ár, er skipt var um húsgögn. Stólarnir prýða nú hátíðasal Menntaskólans, sem var fyrsti þingsalur hins endur- reista Alþingis frá 1845 og fram KEA: Starfsfólki brauðgerðar sagl upp OLLUM starfsmönnum brauð- gerðar KEA á Akureyri, 23 tals- ins, hefúr verið sagt upp störf- um. Að sögn Magnúsar G. Gautasonar Qármálastjóra KEA er ástæða uppsagnanna sú að fyrir dyrum stendur endurskoð- un rekstrarins. Magnús kvaðst eiga von á að þorri starfsmannanna yrði endur- ráðinn að lokinni endurskipulagn- ingu en reynt yrði að bjóða þeim sem ekki ættu kost á endurráðn- ingu störf innan annarra deilda kaupfélagsins. INNLENTV til 1881, er Alþingishúsið var tekið í notkun. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs Alþingis, hélt ávarp er hann afhenti stólana og gerði þar að umtalsefni hin sér- stöku tengsl Alþingis við hátíða- salinn. „A þeim 1058 árum sem liðin eru frá stofnun Alþingis hafa sum tímabil og atburðir risið mjög hátt í sögunni og þjóðarvitund. Þannig var einmitt háttað um þann tíma sem Alþingi var til húsa á þeim stað er við stöndum," sagði Þorvaldur. „Það var hér sem starfsvett- vangur Jóns Sigurðssonar forseta var. Hér var það bál kveikt og blys tendruð sem bjarma ber af meðan íslensk tunga og þjóðarvit- und endist. Hér var sjálfur þjóð- fundurinn 1851. Við stöndum nú hér á helgum stað.“ Fyrir skömmu fékkst fjárveiting frá Alþingi til þess að gera upp hátíðasalinn, sem tekinn var að láta á sjá. Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans, þakkaði þingforsetum sérstaklega fram- göngu þeirra í því máli. Að sögn Guðna er salurinn enn lítt breyttur frá því að danski arkitektinn Meldahl teiknaði hann fyrir hálfri annarri öld, með skrauti í ný- klassískum stíl, blámáluðu bijóst- þili með gylltum listum á veggjum og jónískum súlum við myndarleg- an útskorinn ræðustól, sem gamlir nemendur gáfu skólanum. Þá er salurinn prýddur málverkum af dönskum konungum, sem ríktu yfir landinu frá því skólahúsið var byggt um miðja nítjándu öld, svo og af lærifeðrum við skólann og Jóni Sigurðssyni forseta. Málverk- in hafa nú ölí verið hreinsuð upp. Húsgögnin hafa undanfarin ár Morgunbladið/Júlíus Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, Jón Kristjánsson, forseti neðri deildar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, Karl Steinar Guðnason, forseti efri deildar og Guðni Guðmunds- son rektor í hátíðasalnum, sem hefiir fengið húsbúnað við hæfi. verið rytjuleg skólahúsgögn, en þingstólamir sóma sér vel í gamla þingsalnum. Guðni rektor sagðist vilja halda því fram að virðulegri sal ætti landið ekki. Vegna húsnæðisvandræða skól- ans hefur salurinn verið notaður til kennslu part úr degi. Að sögn rektors verður ekki breyting á því í bráð, á meðan ekki rætist úr þrengslunum. „Hér munu menn sitja í sögutímum á sögufrægum stólum," sagði Guðni. „Þetta eru traustir stólar," sagði Karl Steinar Guðnason, for- seti efri deildar. „Það hefur einn þingmaður brotið svona stól, hann var að rugga sér á honum þegar kvað við brestur og hann féll af stólnum — hann féll reyndar í næstu kosningum líka.“ Sækja þarf áfram um leyfi til útflutnings á óunnum fiski EKKI verða veitt leyfi til útflutn- ings á óunnum þorski, ýsu, karfa og ufsa til Evrópulanda nema umsóknir um þau hafi borist ut- anríkisráðuneytinu árdegis á föstudegi i næstu viku á undan þeirri sem útflutningur er fyrir- hugaður í, segir í fréttatilkynn- ingu frá utanrikisráðuneytinu. „Eg tel ólíklegt að útflutningur á þorski og ýsu til Bretlands verði takmarkaður í vetur, eins og í sumar, þar sem markaðurinn er sterkastur yfir vetrartfmann," sagði Vilhjálmur Vilþjálmsson, fulltrúi hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið. Til að tryggja betri upplýsingar um ástand og horfur á mörkuðunum hefur utanríkisráðuneytið leitað eftir samstarfi við aðila sem þar starfa. Ráðgert er að ráðuneytið fái viku- lega ráðgjöf um hversu mikið magn hægt sé að selja á mörkuðunum án þess að til verðhruns komi. „Umboðsmenn í Bretlandi hafa komið vikulega saman undanfamar tvær vikur og sent heim upplýsingar um markaðinn. Einnig er stefnt að því að utanríkisráðuneytið geti dag- lega veitt upplýsingar um hversu mikið magn búið er að heimila sölu á hveiju sinni,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson. FLJÚGÐU MEÐ OG FINNDU MUNINN höfum breikkað milli sætanna í öllum flugvélum okkar innanlands. Þú færð aukið rými - fyrir þig. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.