Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
að tryggja persónulega valdastöðu
sína og ímyndaða félagslega hags-
muni, sem eru raunverulega hags-
munir þröngra hópa, er standa að
baki þeim sjálfum, ef Samband
íslenskra samvinnufélaga er undan-
skilið.
Þetta veit fólkið í landinu. Það
kemur engum á óvart, að
Steingrímur Hermannsson skuli
vilja færa til fjármuni frá einstakl-
ingum og 'einkafyrirtælq'um yfir í
taprekstur SÍS. Þetta hafa verið
ær og_ kýr framsóknarmanna í ára-
tugi. Ólafur Ragnar er sama sinnis,
enda rekur hann pólitískan uppruna
sinn til Framsóknarflokksins. Hins
vegar ber að harma það, að verka-
lýðsforysta Alþýðubandalagsins,
sem hefur haft sæmilega hreinan
skjöld í ýmsu er varðar verkalýðs-
hreyfinguna, skuli kaupa ríkis-
stjómarsæti svo dýru verði.
Vonandi heldur Ásmundur Stef-
ánsson, forseti ASÍ, vöku sinni og
dregur ákveðna línu milli hagsmuna
verkalýðsins annars vegar og Al-
þýðubandalagsins hins vegar.
Að framkalla ranglæti
Alþýðubandalagsmenn grafa
sína eigin gröf í þessari ríkisstjóm
og hugsanlega annarra, þ.e. Al-
þýðuflokksins, ef svo heldur áfram
sem nú horfir í atvinnu- og efna-
hagsmálum. Millifærsla ríkisstjóm-
ar Steingríms Hermannssonar leys-
ir ekki vandann. Millifærsla er
gálgafrestur fyrir útflutnings-
atvinnuvegina og felur í sér mikla
hagsmuni gangvart hinum ýmsu
atvinnugreinum. Millifærslan eykur
á erfiðleika iðnaðar, verslunar, veit-
inga- og hótelrekstrar og alls konar
þjónustu. Millifærslan íþyngir
einkarekstri, en styrkir félagslegan
rekstur sem millifærslunni nemur.
Skiptir það milljörðum samkvæmt
stjómarsáttmála. Millifærslan
skekkir rekstrargrundvöll atvinnu-
lífsins og mun enda með skelfíngu.
Hún er spor áratugi aftur í tímann
og mun skaða íslendinga.
Allt er þetta gert til að þjóna
valdalöngun örfárra manna. Póli-
tískra spekúlanta, sem hafa það
fyrir aðalstarf að slá um sig á fund-
um og mannamótum með yfirlæti
hins stæriláta valdamanns.
Stefna núverandi ríkisstjómar
leysir ekki vanda útflutningsat-
vinnuveganna, heldur frestar upp-
Jón Sigurðsson
„Samanburður á vöxt-
um af ríkisskuldabréf-
um hér á landi og í öðr-
um löndum ætti því að
vera öruggasti saman-
burður á vöxtum milli
landa.“
Samanburður á raunvöxtum ríkis-
skuldabréfa gefur mikilvæga
vísbendingu um hverju munar á
vöxtum milli landa. Þetta stafar
einfaldlega af því að ríkissjóðir
hinna ýmsu landa eru yfirleitt
traustustu lántakendur á fjár-
magnsmarkaði þannig að lán þeirra
bera lægstu vexti í viðkomandi
landi. Með öðrum orðum vextir af
ríkisskuldabréfum em jafnan botn-
inn á vaxtarófinu í hveiju landi.
Guðmundur H. Garðarsson
„Fólkið í landinu mun
snúast til varnar, þegar
það sér í gegnum blekk-
ingavefinn og hefia
sókn fyrir uppbygg-
ingu frjáls þjóðfélags
þar sem drengskapur
og heiðarleiki í sam-
skiptum manna er í
heiðri haldinn“
gjörinu og gerir dæmið enn verra
fyrir mörg fyrirtæki.
Rangfrerslum svarað
1. Að gera mönnum rangt til.
Jón Baldvin segir að tillaga
sjálfstæðismanna um lækkun
söluskatts á matvælum úr 25%
í 10% hafí verið rýtingsstunga í
bakið á honum.
Hið sanna er að Jón Baldvin
vissi að margir sjálfstæðismenn
vom óánægðir með þennan
skatt. Ýmsir vildu engan skatt
á matvæli og aðrir lægri. Nokkr-
ir þingmenn Sjálfstæðisflokksins
áskildu sér allan rétt varðandi
virðisaukaskattslögin um það að
koma með fmmvarp til laga á
þinginu í haust um lægri pró-
sentu á matvæli heldur en al-
menna prósentan er, en hún er
sem kunnugt er 22%.
Þó að Jón Baldvin telji sig
Þá einfaldar það samanburð á raun-
vöxtum af ríkisskuldabréfum hér á
landi og erlendis að vaxtatekjur af
ríkisskuldabréfum em yfírleitt ekki
skattlagðar.
Því má halda fram að sú hækkun
raunvaxta í bankakerfinu sem varð
hér á landi eftir að ákvörðun vaxta-
var flutt frá Seðlabankanum til
banka og sparisjóða 1. nóvember
1986 hafí að stómm hluta orðið til
þess að leiðrétta það að vextir
banka og sparisjóða vom stundum
lægstu raunvextir á fjármagns-
markaðnum meðan þeir vom
ákveðnir af Seðlabankanum. Á
þessari þverstæðu hlaut auðvitað
að verða breyting þannig að raun-
vextir í bankakerfínu hækkuðu í
samanburði við vexti á ríkisskulda-
bréfum við það að ákvörðun vaxta
var flutt til bankanna sjálfra.
Vaxtarófíð er því nú með eðlilegri
hætti en það var áður. Saman-
burður á vöxtum af ríkisskuldabréf-
um hér á landi og í öðmm löndum
ætti því að vera ömggasti saman-
burður á vöxtum milli landa.
Samanburður á
raunvöxtum
ríkisskuldabréfa milli landa
Meðfylgjandi tafla sýnir saman-
burð á raunvöxtum ríkisskuldabréfa
hér á landi og í nokkrum löndum
síðastliðin þijú ár. Árið 1986 vom
raunvextir af spariskírteinum ríkis-
sjóðs Iengst af 8V2—9% en vom
lækkaðir í 6*/2% síðla árs sem olli
því að sala spariskírteinanna því
sem næst stöðvaðist. Eftir að ríkis-
stjóm Sjálfstæðisflokks, Framsókn-
arflokks og Alþýðuflokks tók við
völdum sumarið 1987 vom raun-
vextir af spariskírteinum hækkaðir
í 7—8V2% til að greiða fyrir sölu
þeirra. Þessir vextir héldust
óbreyttir þar til í ágústmánuði sl.
rétt borinn til valda hefur hann
enn ekki öðlast þau völd að hann
geti meinað fólki að hafa aðrar
skoðanir en hann sjálfur. Það
er nefnilega lýðræðislegur réttur
manna að mega hafa aðrar skoð-
anir en valdhafamir.
En hugsanlega hyggst Jón
Baldvin neyta aðstöðu seinnar
sem valdamaður til að beija nið-
ur skoðanir annarra í skjóli
stjómmálavalds og þess óbeina
valds, sem felst í aðstöðumun
hvað varðar aðgang að íjölmiðl-
um. I þeim efnum er formaður
Alþýðuflokksins persónulega
mjög vel settur. Hinn venjulegi
maður, fólk almennt, hefur mun
takmarkaðri möguleika til að
láta ljós sitt skína, t.d. í sjón-
varpi. Þar virðist Jón Baldvin
hafa ótakmarkaðan aðgang með
órökstuddar fullyrðingar, dylgj-
ur og rangfærslur. — Allt í skjóli
pólitískrar aðstöðu og valds.
2. Að sjálfstæðismenn hafi hafn-
að tillögum um niðurskurð á
væntanlegu frum varpi til Qár-
laga.
Skoðum þessa fullyrðingu
formanns Alþýðuflokksins. Höf-
undur þessarar greinar á sæti í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Áður en Jón Baldvin og
Steingrímur Hermannsson
felldu fráfarandi ríkisstjóm lá
ekki fyrir ein einasta tillaga frá
fyrrverandi fjármálaráðherra,
Jóni Baldvini, um markvissan,
ákveðinn niðurskurð. Hins vegar
var í byijun september lagt fram
nokkurs konar yfírlitsplagg,
útlínur um helztu tekju- og út-
gjaldaliði fjárlaga 1989. En
böggull fylgdi skammrifí. Þessu
plaggi fylgdu m.a. hugmyndir
um aukna skattheimtu á sjávar-
útveginum, þ.e. auðlindaskattur
upp á um 700 milljónir króna,
orkuskattur, sem hefði bitnað
harðast á Reykvíkingum og íbú-
um Stór-Reykjavíkursvæðisins,
upp á um kr. 400 milljónir, og
fleiri hugmyndir um aukna
skattheimtu.
Ég minnist þess ekki að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafí boðað í
síðustu kosningum, að hann
ætlaði að auka skattbyrðina.
Þvert á móti. Við lofuðum að
minnka hana og einnig að draga
úr ríkisrekstrinum. Tillögur Jóns
að þáverandi Ijármálaráðherra náði
samkomulagi við lánastofnanir um
milligöngu þeirra á sölu á spa-
riskírteinum ríkissjóðs. Þetta sam-
komulag fól meðal annars í sér
lækkun raunvaxta af spariskírtein-
unum um V2% og eru þeir nú á
bilinu 7—8% eftir lánstíma. Sam-
komulagið um sölu spariskírteina
markar tímamót og er vonandi upp-
haf á markvissri beitingu á afli
ríkissjóðs á lánamarkaði til þess að
hafa áhrif á vexti og þróun peninga-
mála.
Það sem af er þessu ári virðist
sem raunvextir af ríkisskuldabréf-
um erlendis hafí heldur farið lækk-
andi. Á fyrri helmingi ársins voru
þeir að meðaltali 3V2—4V2% í
nokkrum af helstu viðskiptalöndum
íslendinga. Árið 1986 voru þeir hins
Baldvins gengu í þveröfuga átt.
Þetta voru ósættanleg sjónar-
mið.
I öðru orðinu segist formaður
Alþýðuflokks ætla að skera nið-
ur, en í hinu boðar hann milli-
færslu, fleiri milljarða króna, frá
sparifjáreigendum til ákveðinna
aðila. í því felst stórfelld skatt-
heimta. Hvers konar hringlanda-
háttur er þetta? Hvað hefur eig-
inlega gerst? Jú. Jón Baldvin
sjálfur er orðinn utanríkisráð-
herra í ríkisstjóm Steingríms
Hermannssonar. Hann er kom-
inn í skjól. Það sem var gott í
gær hentar ekki í dag. Dreng-
skapur, orðheldni, heiður. Hvað
er það? Svona gerast kaupin á
eyrinni hjá pólitískum valda-
spekúlöntum.
3. Áð borgarsljóri hafi spillt fyr-
ir.
Hvaðan formanni Alþýðu-
flokksins kemur þessi speki er
hulin ráðgáta. Undanfarið hefur
höfundur þessarar greinar setið
marga fundi í Sjálfstæðisflokkn-
um með Davíð Oddssyni og var
þess aldrei var að hann legði
neikvætt til málanna varðandi
hugsanlegar efnahagsaðgerðir.
Davíð Oddsson leyfði sér hins
vegar, eins og fleiri á þessum
fundum, að gæta hagsmuna og
réttar Reykvíkinga. Það gerum
við sjálfstæðismenn ætíð.
Hið sama er ekki hægt að
segja um formann Alþýðuflokks-
ins.
4. Að vera óheiðarlegur.
Jón Baldvin, formaður Al-
þýðuflokksins, boðaði fijálslyndi
og nútíma markaðshyggju, sam-
bærilegt við það sem jafnaðar-
menn í Vestur-Evrópu ástunda.
Fjöldi manns trúði orðum hans.
Allt þetta hefur vikið fyrir völd-
in með Steingrími og Ólafí
Ragnari. Nú skal vegið að stöðu
einstaklingsins í nafni félags-
hyggju. Það er að vísu öfug-
mæli, þvi ekki standa öflugustu
félagshreyfingar þessa lands,
ASÍ og BSRB, að baki þessari
ríkisstjóm, heldur fámennar
valdaklíkur innan þessara
flokka.
5. Að lækkun söluskatts leiði
ekki til lækkunar á matvæl-
um.
í Alþýðublaðinu 1. okt. sl.
vegar að jafnaði 5—6% og 4V2—
5V2% árið 1987. Lækkun raunvaxta
af ríkisskuldabréfum erlendis það
sém af er þessu ári má að mestu
leyti relq'a til þess að aukning hefur
orðið á verðbólgu í nokkram lönd-
um.
Af þessari lýsingu á raunvöxtum
af ríkisskuldabréfum hér á landi og
í nágrannalöndunum virðist mega
draga þá ályktun að hér hafí þeir
verið hærri en erlendis undanfarin
misseri og að sá munur hafi heldur
aukist á þessu ári. Þann fyrirvara
verður að gera við þennan saman-
burð að það er ekki nóg að líta ein-
göngu á tölur um raunvexti heldur
verður einnig að taka tillit til
ástands efnahagsmála í hveiju
landi. Þannig eru raunvextimir
hæstir í þeim löndum sem eiga við
segir Jón Baldvin orðrétt varð-
andi áhrif þess að lækka sölu-
skatt á matvælum úr 25% í 10%:
„Helstu nauðsynjar heimilanna
lækkuðu ekkert. Innfluttar mat-
vörur hefðu átt að lækka um
13%. Reyndar er bann við inn-
flutningi á matvælum."
Um þetta atriði segir í plaggi
merkt Hagstofu íslands "17.
september 1988:
„Áhrif til lækkunar fram-
færsluvísitölu vegna lækkunar
söluskatts úr 25% í 10%.
Lækkun í %
Mjöl, gijón, bökunarvörar 12,0
Fiskur og fískvörar 7,1
Grænmeti, ávextir 12,0
Sykur 12,0
Kaffi, te, kakó, súkkulaði 12,0
Aðrar matvörar 12,0“
Síðan hvenær er innflutnings-
bann á þessum vöram?
Þá áttu kjötvörar að lækka um
3-12%.
Hvemig dirfíst Jón Baldvin að
halda því fram að lægri skattpró-
senta hafí ekki lækkunaráhrif á
helstu neysluvörar almennings? Það
er hægt að leyfa sér ýmislegt í
stjómmálum, en í þessu efni gengur
Jón Baldvin of langt. Sjálfstæðis-
menn vildu veija stöðu heimilanna
með þessari skattalækkun á sama
tíma sem staða atvinnuveganna
væri styrkt með öðrum aðgerðum.
Þessu hafnaði Jón Baldvin og kaus
þess í staðinn millifærsluleiðina,
gálgafrestinn.
Þessir herrar reiða nú öxina til
höggs. Nú skal ganga milli bols og
höfuðs á formanni Sjálfstæðis-
flokksins, Þorsteini Pálssyni, Sjálf-
stæðisflokknum, einkarekstri og
einstaklingseign. Þetta hefur verið
reynt fyrr og mistekist herfilega.
Fólkið í landinu mun snúast til
vamar, þegar það sér í gegnum
blekkingavefínn og hefia sókn fyrir
uppbyggingu fíjáls þjóðfélags þar
sem drengskapur og heiðarleiki f
samskiptum manna er í heiðri hald-
inn.
íslendingar vilja ekki hrokafulla
valdamenn, sem svíkja sig inn á
fólk með loforðum og fagurgala.
þetta ætti hin drambsama þrenning
í ríkisstjóm Steingrims Hermanns-
sonar að hafa í huga.
Höfundur er einn afþingmönnum
Sjálfstædisðokksins í Reykjavík.
fjárlaga- og viðskiptahalla að striða
og má þar nefna til dæmis Dan:
mörku, Noreg og Nýja-Sjáland. í
þessum rflq'um er beitt aðhalds-
samri peningastjóm til að hemja
innlenda eftirspum sem hefur í för
með sér háa vexti. Þá verður einnig
að taka tillit til þess að ekki era
liðin nema tæplega tvö ár frá því
vaxtaákvarðanir voru gefnar fíjáls-
ar hér á landi þannig að óvissuþátt-
urinn í vöxtum kann þess vegna
að hafa verið stærri hér en í ríkjum
þar sem fijáls fjármagnsmarkaður
hefur fengið að þróast lengi. Á
móti þessu sjónarmiði gengur að
hér á landi er um öragga raun-
vexti að ræða, það er ákveðna vexti
ofan á verðtryggingu en í öðram
löndum er óvissa um áhrif verð-
bólgu á raungildi skuldabréfa sem
bera nafnvexti.
Vextir og skattlagning
Qármagnstekna
Ríkisstjómin hefur það á stefnu-
skrá sinni að taltfi upp skattlagn-
ingu. fjármagnstekna. Það gefur
auga leið að ný skattiagning vaxta-
tekna torveldar lækkun vaxta. Eins
og nú er ástatt f íslenskum efna-
hagsmálum er það algjört forgangs-
verkefni að lækka vexti og draga
þannig úr fjármagnskostnaði og
færa hann nær því sem gerist í
öðrum löndum. Þetta sjónarmið
hefur að sjálfsögðu áhrif á það
hvemig og hvenær ríkisstjómin
hrindir í framkvæmd áformum um
skattlagningu fiármagnstekna. Slík
skattlagning verður ekki tekin upp
nema að undangenginni vandlegri
athugun og undirbúningi og kemur
alls ekki til framkvæmda fyrr en
einhvem tíma á næsta ári. Þá er
mikilvægt að benda á að það er
Sjá næstu síðu
Raunvextir af ríkisskuldabréfum á íslandi og í nokkrum
löndum á árunum 1986—1988.
1986 1987 1988
% % %
ísiand 6,5-9,0 6,5-8,5 7,0-8,5
Bandaríkin 5,5-6,3 3,6-4,3 3,6-4,0
V—Þýskaland 6,6-7,0 4,5-5,3 3,2-4,1
Frakkland 4,2-4,9 5,3-6,4 4,5-5,9
Bretland 6,0-6,1 5,4-5,5 2,8-3,2
Japan 4,2-5,6 1,5-3,3 2,0-3,7
Kanada 4,7-5,2 4,8-5,5 4,7-5,4
Ítalía 5,3 5,2 6,2
Belgía 7,0 6,5 4,8
Ástralía 4,0 6,5 4,9
Nýja-Sjáland -1,0 5,6 8,4
Danmörk 5,2 6,6 6,3
Noregur 3,3-3,8 5,5-5,9 4,4-4,7
Svíþjóð 6,0-6,4 4,1-6,0 3,1-4,9
Finnland 5,0 4,0 0,4
Heimild: Seðalbankinn.
Athugasemdir: Tölur um raunvexti af íslenskum ríkisskuldabréfum eru hæstu
og lægstu raunvextir á hveiju ári. Raunvextir af ríkisskuldabréfum erlendis
eru reiknaðir miðað við sex mánaða miðsetta verðbólgu. Tölur fyrir árið 1988
ná yfir fjóra til sex fyrstu mánuði ársins.