Morgunblaðið - 08.10.1988, Síða 39

Morgunblaðið - 08.10.1988, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 39 Burton Group í Bretlandi: Á heljarþröm fyrir 10 árum 16 milljarðar eftirMagnús Pálsson Markaðsstjóri Burton, Richard Birtchnell, er mörgum íslendingum að góðu kunnur. Hann flutti fyrr á þessu ári fróðlegan fyrirlestur hér á landi um uppbyggingarstarf Bur- ton Group, rekstur samsteypunnar og framtíðarsýn stjómenda hennar. Birtchnell er nú staddur hér á landi í þeim erindagjörðum að kynnast Islandi sem mögulegum ráðstefnu- og fundarstað. Meðal verslana samsteypunnar má nefna Top Shop, Debenhams, Top man, Dorothy Perkins og fl., en alls eru um 1.500 verslanir rekn- ar undir merkjum Burton í Bret- landi. í verslunum Burton og ýms- um tengdum þjónustudeildum starfa um 33.000 manns. Á þessu ári er áætlaður hagnaður um 200 milljónir punda (sem samsvarar um 16 milljörðum íslenskra króna) og mun það vera áætlaður mesti hagn- aður allra verslanakeðja á Bret- landi. Burton-samsteypan mun vera stærsta tískufatnaðarsölusam- steypa á Bretlandi og stærsta fatn- aðarsölusamsteypan ef Marks og Spencer-samsteypan er frátalin. Markaðshlutdeild Burton í sölu fatnaðar á Bretlandi er nú áætluð um 10%. Fyrir tíu árum, árið 1978, var Burton-verslanasamsteypan nánast gjaldþrota. Þá varð kúvending í rekstrinum og næsti áratugur varð skólabókardæmi um hagkvæmar rekstrarbreytingar. Hafist var handa við að sinna stærstu og ágóðavænlegustu markaðssvæðun- um. Auk þess var þróað var mjög víðtækt en samþætt net stórra og smárra verslana. Þannig var hægt að sinna mismunandi þörfum mark- aðarins á hveijum tíma. Endurreisnin Endun-eisnartíminn hefur staðið í 10 ár. í upphafí hans gerðu stjóm- endur fyrirtækisins í algera nafla- skoðun og spurðu: * I hvaða atvinnugrein þeir raun- verulega væm. * Til hvaða markaðshluta þeir ætl- uðu að ná. * Hvemig þeir ætluðu að ná mark- miðum sem hverri rekstrarein- ingu vom sett. Unnið hefur verið mjög mark- visst að endurreisn samsteypunnar sem hefur sett sér það markmið að vera framúrskarandi fyrirtæki á sviði tískuvöraverslana í Bretlandi. Til þess að svo geti orðið er lykiiat- riðið að sinna neytendum sem í ríkara mæli en áður leita eftir að tjá sig og greina sig frá öðrum með klæðaburði. „Ætlum ekki að þröngva fóiki í bása“ Fleiri og fleiri álíta að tíska sé ekki tíska lengur ef of margir fylkja sér undir merki hennar. Því verða vömflokkar æ afmarkaðri og þjón- ustan verður sérhæfðari en áður. Með þessu móti verður reksturinn sveigjanlegur og markvisst er hægt að beina honum inn á þær brautir þar sem kaupgeta fólks er mest. í rauninni er hér um markaðsstefnu samsteypunnar að ræða sem stöð- ugt er til endurskoðunar. í hagnað í ar Þetta kann að hljóma nokkuð undarlega fyrir þá sem telja að störf á sviði markaðsmála í tískuheimin- um fari ekki eftir ákveðnum for- skriftum eða reglum. Án áætlunar- gerðar, skipulags og markvissrar stýringar næst ekki árangur. Til að undirstrika stefnuna sagði Birtchnell, að starfsmenn Burton ætluðu sér ekki að þröngva fólki í ákveðin hólf sem það passar ekki í. Þess í stað em notaðar sveigjan- legri og marksæknari aðferðir en áður til að flokka viðskiptavinina. „Verðum að vita hveijir versla við okkur og hvað þeir vilja“ „Fmmskilyrðið er að rannsaka markaðinn," sagði Birtchnell áfram, „enda er nauðsynlegt að vita“: * Hveijir viðskiptavinir okkar em. * Á hvaða aldri þeir em. * Hveijar tekjur þeirra em. * Hvemig þeir hugsa. * Vilja þeir versla í stómm eða litl- um verslunum og njóta persónu- legrar þjónustu eða ekki? * Hvert viðhorf þeirra til breytinga er. Og umfram allt — * Af hverju hefiir fólk þær skoð- anir sem það hefur? „Til að geta þjónað viðskiptavin- unum sem best þurfum við að vita af hvaða hvötum þeir versla. Við tökum svo sannarlega tillit til niður- staðna úr rannsóknum okkar um þjóðfélagslegar, menningarlegar, og neyslubreytingar á hveijum tíma. Með þessa reynslu reynum við að koma til móts við hópa með svipaðar þarfir með því að bjóða þeim upp á þjónustu í tilteknum „sérverslunum" í stað þess að hræra saman vamingi fyrir ólíka hópa í verslunum. Sendibíllinn sem varð að forstjóra Upphaflega var Burton fram- leiðslufyrirtæki sem sérhæfði sig í framleiðslu jakkafata fyrir karl- menn. Stofnandinn var klæðskera- menntaður gyðingur sem ætlaði sér að framleiða jakkaföt fyrir hinn óbreytta borgara. Það ætlunarverk hans tókst bærilega framanaf en síðan þyngd- ist reksturinn, ekkert var lagt upp úr útliti búðanna, stjórn- skipulagið var óvirkt, óskipulögð stefnumörkun og viðskiptavin- irnir urðu óánægðir. Á sínum tíma sáu sfjórnendur Burton ekki fyrir þær miklu breytingar sem framundan voru, Bítlaæðið, tískusveifluna við Carnaby Street og þá megin- breytingu sem átti sér stað þjá ungu fólki. Unga fólkið vildi ekki lengur klæðast eins og foreldrar þeirra. Og ekki nóg með það. Skömmu síðar vildu foreldrarnir klæðast eins og börnin. Hveijum gat dottið það til hugar? Þetta hafði aldrei gerst í mannkyns- sögunni. Núverandi forstjóri Burton, sir Ralph Halpem, tók við forstjóra- stöðu hjá fyrirtækinu fyrir 10 ámm. Hann er dæmi um sendilinn sem varð að forstjóra sem nú hefur um 2 millj. breskra punda í árslaun. Hann hvetur sína menn óspart Richard Birtchnell „Gagnvart viðskipta- vinum okkar erum við sérfræðingarnir sem veitum mjög persónu- lega þjónustu. Þekking á markaðnum er lykil- atriðið í rekstrinum. Við metum stöðuna á hveijum tíma, gerum áætlanir, berum saman einstakar verslanakeðj- ur og metum tækifærin sem ge£ast.“ til dáða og á það til að sögn Birtc- hnell að spyrja samstarfsmenn sína: „Úr því ég hef náð langt í viðskiptum þvi getið þið það ekki líka?“ Framleiðum aldrei framar Halpem gerði sér grein fyrir framtíðarmöguleikum fyrirtækisins og endurskipulagði reksturinn. Meginmarkmiðið er að selja vömr og veita úrvals þjónustu en fram- leiðsluþætti fyrirtækisins er lokið. Burton lætur sauma alls kyns fatn- að fyrir sig ýmist í Asíu eða Suður- Evrópu. Innkaupakerfið er mjög virkt og algengur afgreiðslutími á fatnaði frá Asíu er 2—3 vikur. Birtchnell telur það vera forsendu fyrir því að geta aðlagast tísku- sveiflum sem koma oft mjög snögg- lega. Starfsaðferðir Burtons hafa fengið lof margra frammámanna í Bretlandi og tiltekur Margaret Thatcher forsætisráðherra Breta Ralph Halpern gjarnan einn af framúrskarandi frum- kvöðlum í Bretlandi um þessar mundir, enda hefur hann öðlast aðalstign þar í landi fyrir framkvöð- ulsstörf sín. „Gamla, þreytta Burton“ Nú er svo komið að „gamla, þreytta Burton", eins og Birtchnell kallaði fyrirtækið, selur fleiri galla- buxur en nokkur önnur verslunar- keðja á Bretlandi í dag. Þótt allir stjórnendur viti að tískan æði yfir öll landamæri era þeir færri sem virðast geta nýtt sér það í ágóða- skyni. Hyggjuvit Halperns sagði honum að nýta sér það. Hann gerði sér grein fyrir því hvemig folk nýt- ir sér tískuna sem stöðutákn. — En Halpem gerði sér grein fyrir fleim. Hann og samstarfs- menn hans- sáu að fólk er æ meira á varðbergi fyrir verðlagi og gæðum og að tilfinningarnar fá sífellt meira svigrúm við val á fatnaði en áður. Þessum kröfum fólks verður að svara: * með réttum verslunum á réttum stöðum * með réttu starfsfólki * með réttum vamingi. Kvenfólk kaupir meira í upphafi endurreisnarinnar var lögð áhersla á kvenfatnað og stjóm- endur samsteypunnar gerðu sér grein fyrir þeirri meginreglu að kvenfólk ver u.þ.b. tvöfalt meira fé til fatakaupa en karlmenn. Síðan var róið á önnur mið og nú er aðal- áherslan ekki eingöngu lögð á fatn- að fyrir kvenfólk. Vömr fyrir karl- menn, böm og heimili verða æ fyrir- ferðarmeiri. Viðskiptin hafa aukist jafnt og þétt og veltuaukningin hefur verið æði hröð. Á næstu 5 ámm er áætlað að árleg söluaukn- ing nemi að meðaltali um 7%. Mikið magn á hagstæðu verði Sú stefna að stunda verslun í mörgum aðskildum rekstrareining- um skapar stöðugleika. Þannig höldum við okkur frískum og minni hætta er á að stofnanabragur fær- ist yfir starfsemina. Vissulega hafa stjómendumir spurt sig að því hvort heppilegt geti verið að sami aðilinn reki 13 mismunandi verslanir í sömu borginni. Svarið hefur ávallt verið já. — „Gagnvart viðskiptavin- um okkar emm við sérfræðingamir sem veitum mjög persónulega þjón- ustu. Þekking á markaðnum er lyk- ilatriðið í rekstrinum. Við metum stöðuna á hveijum tíma, geram áætlanir, bemm saman einstakar verslanakeðjur og metum tækifærin sem gefast. Því má segja að við stjómendumir fömm oft til „tann- læknis" og látum gera við tennum- ar í stað þess að fara sjaldan og láta draga þær úr. Galdurinn við að græða í þessari atvinnugrein er að selja vömr í gífurlega miklu magni á hagstæðu verði," sagði Birtchnell. Sveigjanlegt stjórnskipulag Stjómskipulag Burtons er sveigj- anlegt og stjómunin virk. Starfs- fólki er umbunað eftir frammistöðu en látið hætta ef það stendur sig ekki. Nefndi Birtchnell dæmu um að starfsfólk gæti tvö- eða þrefald- að laun sín allt eftir því hve árang- ur þess hefur verið mikið umfram áætlanimar sem gerðar vora. Gífurleg áhersla er lögð á að bregðast skjótt við nýjum tískuöld- um. Því þurfi oft að bregðast við eins og sá sem siglir seglbretti í ólgusjó. Stundum er það best gert með því að stofna nýjar verslanir, stækka aðrar, minnka þær eða leggja reksturinn niður. Það síðast- nefnda er langerfíðast. Það tekur oft mikið á. Alit eftir þróun markað- arins hveiju sinni. Stefna samsteypunnar kemur öll- um til góða, stjómendum, starfs- mönnum og viðskiptavinum. Al- gengasta dagskipunin er: „Breyt- ingar og aftur breytingar — á þeim lifiim við“, segir Birtchnell og heldur áfram. „Heimurinn er í hendingskasti. Við þurfum að hag- nýta okkur allar jákvæðar breyting- ar sem eiga sér stað um heim allan til að halda áfram þeirri uppbygg- ingu sem við stefnum að, að gera Burton að framúrskarandi fyrir- tæki.“ Höfundur er viðskiptafræðingur og starfar að markaðsmálum /yá fyrirtækinu Markmið sf. uldaskór barna Stærðir 19-27. Verðkr. 790,- Litir: Bleikt/hvítt, Ijósbl./hvítt og grátt/svart. KRINGMN Kisnewn Simi 689212. 21212 5IMDN5EN farsímar við allar aðstæður Viðurkenndur fyrir gæði og einstakt notagildi. Verð aðeins frá kr: 99.000.- í burðar- eða bflaútgáfu. BENCO hf. Lágmúla 7, sími 84077. SJALFSTÆÐISM EINIIM Dregið 8. október. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.