Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 14
: 14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 NORRÆNT TÆKNIÁR1988 Borgarspítallnn í Reykjavík. Borgarspítalinn — Opið hús Helstu verkefiii rannsóknadeildar eru á sviði blóðmeina- og mein- efiiafræði. I tilefiii af Norrænu tækniári verður Borgarspitalinn með „Op- ið hús“ á morgun, sunnudaginn 9. október, milli klukkan 13—17. Þá er öllum velkomið að koma og kynnast starfsemi spítalans í Fossvogi og einnig gefst gestum kostur á að kynnast starfsemi Grensásdeildar. Starfsemi neyð- arbílsins verður kynnt og ef veð- ur leyfir, mun þyrla Landhelgis- gæslunnar sýna björgun úr lofti. Borgarspítalinn fagnaði 20 ára starfsafmæli á síðasta ári, en fyrsta legudeild spítalans var tekin í notk- un 28. desember 1967. Röntgen- deildin hafði þá verið starfrækt í rúmt ár. Síðan hefur hver deildin af annarri verið tekin í notkun og er Borgarspítalinn nú ein stærsta sjúkrastofnun landsins með flöl- þætta lækninga- og hjúkrunarþjón- ustu. Alls eru nú á Borgarspítalanum 441 rúm og 49 dagvistunarpláss. Upgbyggingu hans er langt frá lok- ið. Á næsta ári verður þriðja sjúkra- deildin fyrir aldraða af sex tekin í notkun í B-álmu Borgarspítalans í Fossvogi. Borgarspítalinn markast af bráðaþjónustu. Hann tekur við sjúklingum úr bráðaslysum af öllu landinu og miðunum. í samvinnu við sjúkra- og björgunarflug Land- helgisgæslunnar er rekin neyðar- þjónusta, en sérþjálfaðir læknar eru ávallt á þyrluvakt ef neyð verður. Þyrlupallurinn er aðeins 30 m frá slysa- og sjúkravakt Borgarspítal- ans. Neyðarbíll Rauða kross íslands er rekinn frá Slysa- og sjúkravakt i samvinnu við Slökkvistöð Reykjavíkur. Slysa- og sjúkravakt Borgarspítalans er hin fullkomn- asta hérlendis. í tengslum við slysa- og sjúkravaktina er rekin endur- komudeild þar sem sjúklingum er fylgt eftir. Tvær af sérdeildum Borgarspítal- ans; háls-, nef- og eymadeild og heila- og taugaskurðlækningadeild, eru þær einu sinnar tegundar á landinu. Undir skurðiækningasvið spítal- ans heyrir skurðstofusvæði og al- menn skurðlækningadeidl. Aðrar sérdeildir innan skurðlækninga eru slysa- og bæklunarlækningadeild og þvagfæraskurðlækningadeild. Svæfínga- og gjörgæsludeild gegnirveigamiklu hlutverki í bráða- þjónustu spítalans, skurðstofustarf- semi, sem og annarri starfsemi hans. Lyflækningadeild rekur þtjár bráðadeildir, en þær eru hjartadeild og tvær almennar lyflækningadeild- ir með ýmsa sérhæfða þjónustu. Þjónusta við alnæmissjúklinga á íslandi hefur að mestu leyti farið fram á vegum deildarinnar. Jafnframt rekur lyflækninga- deild tvær öldrunardeildir í B-álmu og öldrunardeild á Hvítabandi. Öldrunardeildimar starfa í nánu samstarfi við Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Lyflækningadeildin leggur til aðstoðarlækni á neyðarbílinn og sinnir læknisfræðiþjónustu fyrir íbúa Seljahlíðar og Droplaugar- staða. Hjúkmnarþjónusta Borgarspítal- ans er margþætt og skipt eftir sér- sviðum. Á vegum hjúkmnarstjórnar starfa fjölmennustu faghópamir, hjúkmnarfræðingar, sjúkraliðar og aðstoðarfólk. Á Borgarspítalanum fer fram víðtæk rannsóknarstarfsemi. Rönt- gendeild spítalans tók fyrir rúmri viku í notkun nýtt tölvusneið- myndatæki. Tækið mun t.d. auð- velda til muna allar rannsóknir á höfði og getur skipt sköpum við greiningu sjúklegra breytinga. Auk rannsókna í blóðmeinafræði og meinefnafræði, fara á rannsókn- ardeildinni m.a. fram almennar sýklarannsóknir og sérstakar áhætturannsóknir vegna alnæmis og lifrarbólgu. Á vegum deildarinn- ar fara einnig fram víðtækar vísindalegar rannsóknir. Sjúkraþjálfun flutti í nýtt hús- næði í B-álmu fyrir tveim ámm. Hefur þjónustugeta sjúkraþjálfunar aukist til mikilla muna bæði fyrir inniliggjandi sjúklinga og göngu- deildarsjúklinga, ekki síst eftir slys. Þjónustu- og stoðdeildir spítalans em margar, en Borgarspítalinn rek- ur m.a. apótek, tæknideild, ræsting- ardeild, sérhæft eldhús, sauma- stofu, línlager, innkaupadeild, sótt- hreinsunardeild, tölvudeild, launa- deild og sjúklingabókhald. Auk þess em bamaheimili starfrækt fyrir böm starfsfólks. Sjúkrahúsprestur er starfandi við Borgarspítalann. Sinnir hann eftir Slökkvilið Reykjavíkur — Opið hús Sjúkrabifreið með tilheyrandi búnaði. UtkSII ( Reykjavik 1978—1987 Eins og sést á línuritinu, hefúr þjónusta Slökkvi- liðsins aukist mikið undanfarin ár. ÚtkBII f Reykjavfk og nágrennl 1978—1987 Eldsvoði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.