Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 Birgir ísleifur Gunnarsson: Svavar stofhar samstarfi ríkis og sveitarfélaga í hættu Slær sig til riddara með því að sverta og afflytja verk forvera síns BIRGIR ísleifur Gunnarsson, fyrrum menntamálaráðherra, segir að orð og aðgerðir Svavars Gestssonar á fyrstu dögum í ráðherrastóli einkennist af því að Svavar vilji slá sjálfán sig til riddara með því að sverta og aföytja verk forvera síns í embætti, eins og komið hafi fram á blaðamannafundi ráð- herrans í fyrradag. Birgir telur Svavar hafa gert mistök með þvi að draga til baka fyrri tilmæli til borgarstjórnar Reykjavíkur um að hún skipi fulltrúa í skólanefndir fram- haldsskóla í borginni. Birgir segir ráðherrann þannig stofna samstarfi sveitarfélaga og ríkis um rekstur framhaldsskóla í hættu. „Það eru vafalaust fordæmi fyr- ir því að ráðherrar breyti um vinnubrögð og leysi til dæmis frá störfum nefndir, sem forverar þeirra hafa skipað til undirbúnings ákveðinna mála og setji nýjar nefndir í staðinn. Slíkt er hins vegar varla tilefni til þess að halda blaðamannafund," sagði Birgir. „Ég minnist þess ekki að nýr ráð- herra hefji störf sín í ráðuneyti með því að slá sjálfan sig til ridd- ara á þennan hátt sem Svavar Gestsson gerir nú með uppákom- um, sem ganga aðallega út á það að sverta fyrirrennara sinn og af- flytja verk hans. Þessi vinnubrögð segja meira um Svavar Gestsson en okkur, sem höfum unnið í þess- um málum undanfama mánuði." Spennandi að sjá útkomuna úr samstarfi fiármála- og menntamálaráðherra Birgir gagnrýndi ummæli Svav- ars um slæma aðkomu í ráuneyt- inu og fjölmörg óuppgerð fjár- hagsdæmi í stofnunum, sem heyra undir ráðuneytið. „Hann nefnir sérstaklega ýmsar menningar- stofnanir, sem vissulega eru í fjár- hagserfíðleikum, og hafa jafnvel verið það í áratugi. Astæðan er auðvitað sú að fjárveitingar til þeirra hafa verið af skomum skammti af hálfu ijárveitingar- valdsins," sagði Birgir. „Auðvitað á það við í þessum stofnunum eins og öllum öðmm að þar verður hlut- um ekki komið í „framkvæmdafar- veg“, eins og ráðherra orðar það, nema féð sé fyrir hendi. Þama skiptir samvinna menntamálaráð- herra og ijármálaráðherra gríðar- lega miklu máli. Maður horfír núna spenntur til þess að sjá hvað sam- vinna þeirra flokksbræðra Svavars og Ólafs-Ragnars Grímssonar, að því er varðar fjárframlög til menn- ingarstofnana, mun hafa í för með sér. Það er ekki nóg að hafa uppi stór orð, menn verða líka að fram- kvæma hlutina." Birgir sagði að það væri ekkert nýtt að menn reyndu að koma hlutum í framkvæmdafarveg, til þess þyrfti hins vegar fjármagn. Það hefði til dæmis verið búið að gera úttekt á vanda Þjóðleikhúss- ins og gera áætlun um úrbætur. „Því máli hefði mátt koma í fram- kvæmdafarveg á einni nóttu ef fjármagn hefði legið á lausu,“ sagði Birgir. Svavar hljóp á sig I skólanefiidamálinu Birgir sagðist telja að Svavar hefði gert mistök er hann aftur- kallaði tilmæli menntamálaráðu- neytisins um að borgaiyfírvöld í Reykjavík skipuðu fulltrúa í skóla- nefndir framhaldsskóla í borginni, sem ríkið rekur. Þá sagði Svavar á blaðamannafundinum að hann teldi skipan formanna skólanefnda af hálfu menntamálaráðuneytis óeðlileg vinnubrögð. Birgir rifjaði upp ákvæði úr lög- gjöf um framhaldsskóla, sem sett var á síðasta þingi, um að ráð- herra skipaði formann í nefndun- um, en viðkomandi sveitarstjóm skipaði hina fjóra nefndarmennina í hvetjum skóla. „Um þetta fór fram ýtarleg umræða á Alþingi og þetta varð niðurstaðan. Til- gangurinn var auðvitað að tryggja samstarf skóla og borgaranna, að í skólanefndir kæmu fulltrúar borgaranna, skipaðir af sveitar- stjómum. Hins vegar var gert ráð fyrir því að fagleg sjónarmið nem- enda og kennara kæmu fram í gegn um skólaráðin, sem starfa við hvem skóla og eru skólameist- ara til ráðuneytis." sagði Birgir. „Það hefur verið haft samband við sveitarstjómir um allt land í þessu sambandi og sums staðár skólana sjálfa líka. Ef eitthvað er hægt að gagnrýna mig í sambandi við skipan skólanefndarformannanna, er það að ég skuli ekki hafa verið búinn að þessu, þar sem lögin tóku gildi 1. september og þá hefðu skólanefndimar átt að vera tilbún- ar. Það tók því miður lengri tíma og ekki var búið að skipa formenn um allt iand,“ sagði Birgir. „Það sem Svavar gerir hins vegar, að afturkalla beiðni ráðu- neytisins um að sveitarstjóminar skipi í skólanefndimar í skólum sem ríkið rekur eitt, einkum gömlu menntaskólunum, tel ég vera mis- tök. Ráðherra er þama kominn á verulega hálan ís og ég tel raunar að hann hafí hlaupið á sig. Til þess að það ákvæði laganna kom- ist til framkvæmda að sveitar- stjómimar greiði 40% af stofn- kostnaði þessara skóla þarf auðvit- að góða samvinnu við þær. Ég hafði átt viðræður við borgaryfír- völd og hafði góða von um að ná samkomulagi um þetta. Aðgerðir Svavars stefna þess vegna sam- starfínu við sveitarstjómir í stór- hættu og það er alveg eins líklegt að þær bregðist þannig við að þær vilji ekki taka þátt í stofnkostnað- inum og ríkið sitji áfram eitt uppi með hann. Ég held að ráðherra eigi að endurskoða hug sinn og er reyndar viss um að hann gerir það og snýr sér aftur til sveitar- stjómanna þegar hann áttar sig á stöðu málsins." Hundruð kennara hafa komið við sögu námsskrárgerðarinnar Varðandi fyrirætlanir Svavars um breytta tilhögun á vinnu við aðalnámsskrá grunnskóla sagði Birgir að það væri ekki nýtt að kennarar væra þar kallaðir til ráðuneytis. „Sú námsskrá sem send var út á mínum vegum var unnin í samráði við hundrað kenn- ara um land allt, þótt lokavinnan hafí að sjálfsögðu einkum hvílt á námsstjórunum í skólaþróunar- deild menntamálaráðuneytisins. Þessir námsstjórar era fyrrverandi Birgir ísleifur Gunnarsson kennarar og hafa mjög góða yfír- sýn yfír þau viðhorf sem ríkjandi era í skólum og meðal foreldra skólabama." Birgir sagði að þegar vinnu við drögin hefði verið lokið, hefðu þau verið send til umsagnar ýmissa aðila, kennarasamtaka og fleiri, og þær umsagnir hafa verið að berast síðustu vikur. „Ég vara hins vegar við því að námsskrá sé eitt- hvert einkamál kennara eða for- ystumanna í samtökum þeirra, eins og mér sýnist af viðbrögðum Svavars Gestssonar að hann haldi. Það er sjálfsagt að hafa við þá góða samvinnu, eins og ég tel að hafí verið gert við gerð þessarar námsskrár, en námsskráin er einn- ig mikilvæg fyrir foreldra og hinn almenna borgara, sem þarf að sækja í skólana. Það er nauðsyn- legt að fram fari almenn umræða í þjóðfélaginu um þau atriði, sem ágreiningur kann að vera um í námsskránni." Birgir sagði að ætlunin hefði verið að ljúka gerð námsskrárinnar í haust, er allar umsagnir hefðu skilað sér, og heija þá kennslu eftir henni að ári, en fram að því hefði átt að kynna hana og fá fram viðbrögð almennings. Alþýðubandalagið hefiir yfirleitt aukið miðstýringu Um ummæli Svavars um mið- stýringu í ráðuneytinu, sagðist Birgir vera honum sammála, ef hann meinti það sem hann segði um að hann vildi auka valddreif- ingu í þjóðfélaginu. „Ef Svavar meinar það sem hann segir, á hann góðan bandamann þar sem ég er,“ sagði Birgir. „Það er hins vegar annað mál að reynslan hefur sýnt að þar sem Alþýðubandalagið hefur komið nálægt ríkisstjórnum áður, hefur það aukið miðstýringu alls staðar þar sem það hefur get- að.“ Birgir sagði að Svavar mætti hins vegar ekki ragla miðstýring- arráðuneyti saman við ráðuneyti þar sem mikið væri að gera, og mikill fjöldi ákvarðana lenti óhjá- kvæmilega á borði ráðherra. Menntamálaráðuneytið væri enda stærsta ráðuneytið hvað mannafla varðaði og undir það heyrðu fleiri stofnanir en nokkurt annað ráðu- neyti. Dæmi um aðgerðir, sem gripið hefði verið til í því skyni að draga úr miðstýringu og auka sjálfstæði þessara stofnana sagði Birgir til dæmis framhaldsskóla- frumvarpið og framvarp um Kenn- araháskólann, sem hann flutti á síðasta þingi. Dregið í land með stóru orðin Birgir sagði það athyglisvert að ráðherra væri þegar farinn að draga í land með fyrri loforð sín um lánamál námsmanna. Svavar og fleiri þingmenn Alþýðubanda- lagsins hefðu sótt hart að sér fyr- ir að vilja ekki hækka námslánin. Hann hefði þá borið fyrir sig að ríkissjóður gæti ekki borið þann kostnaðarauka, sem af því leiddi. Alþýðubandalagsmenn hefðu ekki talið það nein rök og sagt að væri viljinn fyrir hendi, mætti finna fé til kjarabóta fyrir námsmenn. „Nú er Svavar farinn að bera fyrir sig að það vanti íjármagn, stóra orðin um að vilji væri allt sem þyrfti, gilda ekki lengur. Fróðlegt væri að vita hvað vörslumaður ríkis- kassans, sem hefur lýst mikilli samúð með baráttu námsmanna fyrir hækkun lána, sé sama sinnis og menntamálaráðherra. Og hvað segja námsmenn nú?“ sagði Birgir. Birgir sagðist sammála Svavari um að Ríkisútvarpið þyrfti að verða sjálfstæðara. Helsti vandi þess væri hins vegar fjárhags- vandi. Það hefði verið samþykkt við ákvörðun fjárlaga í fyrravetur að gjaldskrá þyrfti að hækka 13% umfram verðbólgu á þessu ári. Sjálfur hefði hann lagt fram tillög- ur um hækkun gjaldskrárinnar á síðustu dögum ríkisstjómarinnar, en ástandið í ríkisstjóminni hefði verið slíkt að ákvörðun um það hefði ekki náð fram. Ríkisstjórnin útilokar gjaldskrárhækkun RÚV „Það er athyglisvert að í tillög- unum sem Þorsteinn Pálsson lagði fram um verðstöðvun var höfð opin smuga til þess að hækka gjaldskrá Ríkisútvarpsins. I bráða- birgðalögunum, sem núverandi ríkisstjóm, og þar á meðal Svavar sjálfur samþykkti, var þeirri smugu lokað," sagði Birgir. Stúdentaráð HÍ: Ráðherra minntur á gömul kosningaloforð STÚDENTARÁÐ Háskóla Ís- lands samþykkti einróma á fundi sinum á fimmtudagskvöld ályktun, sem send hefur verið Svavari Gestssyni menntamála- ráðherra. í ályktuninni er ráð- herra minntur á þá skerðingu á kjörum námsmanna sem „Érysting“ á vísitöluhækkun námslána árið 1986 hafði í för með sér. Að sögn formanns Stúdentaráðs vilja stúdentar minna ráðherra á gömul kosn- ingaloforð hans um leiðréttingu á þessari skerðingu. Ályktun Stúdentaráðs hefst á því að Svavar Gestsson er boðinn velkominn í embætti menntamála- ráðherra. Síðan er minnt á þá stað- reynd að frá janúar 1986, er „frystingunni" var komið á, og þar til henni var aflétt, hafí kjör náms- manna skerst um 20%. „Þetta var gert í nafni slæmrar fjárhagsstöðu sjóðsins. Hefur þetta ekki verið leiðrétt síðan þá, þrátt fyrir ágæta stöðu LÍN en sífellt versnandi stöðu námsmanna," segja stúdent- ar svo í ályktuninni. „Að tilhlutan forvera yðar var framkvæmd könnun á því hvort núverandi framfærslugrannur væri fullnægjandi eður ei. Skýrsla sem unnin var á vegum sjóðsins sýnir að „æskileg" framfærsla er mun hærri en sem nemur núver- andi framfærsluviðmiðunum. Samsvarar munurinn þeirri skekkju sem myndaðist við „fryst- ingu“ Sverris Hermannssonar," segir í ályktuninni. Stúdentar skora svo á ráðherra að leiðrétta skekkjuna: „Núver- andi ástand framfærslumála er algerlega óviðunandi og hefur valdið því að margir námsmenn hafa hrökklast frá námi. Því skor- ar SHÍ á þig að afnema áhrif vísi- tölufrystingarinnar frá og með fyrstu vetrarúthlutun, þannig að lán til einstaklinga í leiguhúsnæði hækki úr kr. 33.418 á mánuði í 40.102, miðað við verðlag í sept- ember 1988.“ Sveinn Andri Sveinsson, form- aður SHÍ, sagði í samtali við Morg- unblaðið að stúdentar vildu með ályktuninni minna ráðherrann á gömul loforð. „Stjómmálamenn lofa oft meira en þeir rnuna," sagði Sveinn Andri. „Svavar Gestsson sagði á fundi með stúdentum fyrir síðustu kosningar að það væri skilyrði fyrir stjómarþátttöku Al- þýðubandalagsins að það kæmi fram í stjómarsáttmála að lögum um LÍN yrði framfylgt. Þetta virð- ist hafa gleymst í stjómarsáttmála þessarar stjórnar," sagði Sveinn. Sveinn sagði að ráðherra hefði á síðasta ári rætt um að auka þyrfti tekjur Lánasjóðsins um 360 milljónir, sem væri um hálfur millj- arður króna á núvirði, til þess að bæta fyrir tekjuskerðinguna. „í þingsályktunartillögu Svavars og fleiri þingmanna Alþýðubanda- lagsins var lagt til að skerðingin yrði leiðrétt og í greinargerð með tillögunni voru ýmsar hugmyndir um tekjuöflun, svo sem að taka hagnað Seðlabanka eða Lands- virkjunar til ráðstöfunar, skera niður íjárveitingar til vamarmála- deildar utanríkisráðuneytisins eða leggja á stóreignaskatt. Það ættu að vera hæg heimatökin núna, þegar flokksformaður mennta- málaráðherra ræður í fjármála- ráðuneytinu," sagði Sveinn Andri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.