Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
Reynt að semja um embætti á Alþingi:
Kemur „huldumaðurimi“
ekki fram við forsetakjör?
„ÉG SPURÐI forsætisráðherra
hvort beiðni hans þýddi að
huldumaður Stefáns Valgeirs-
sonar teldi kjör forseta og
nefndarmanna á Alþingi ekki
nægilega mikilvæg mál til að
koma fram á sjónarsviðið,“
sagði Ólafur G. Einarsson, form-
aður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins um ósk Steingríms
Hermannssonar um samstarf
við stjórnarandstöðuna í þeim
málum tíl að losna við hlutkesti
um forsetastól i neðri deild.
Stefán Valgeirsson segist hafa
gefið tryggingu fyrir að einstök
mikilvæg stjórnarmál færu í
gegn í báðum deildum með að-
stoð „huldumanna“, en ekki hafi
verið minnst á forseta- og
nefhdakjör í því sambandi.
Þingstyrkur stjómar og stjóm-
arandstöðu er jafn í neðri deild.
Beiðni Steingríms um samstarf við
stjómarandstöðuna kom fram á
fundi hans með formönnum þing-
flokkanna í gær þar sem ákveðið
var að fresta ekki þingfundum eft-
ir að Alþingi verður sett á mánu-
dag.
„Það varð fátt um svör við
spumingu minni, en þegar sjálfur
forsætisráðherra spyr svona hneig-
ist maður tii að ætla að hann hafi
rétt einu sinni látið skrökva að
sér. Ég er satt að segja alveg stór-
hneykslaður ef þetta er svona í
raun og vem að menn laumi sér
inn í Stjómarráðið á skröksögum
Stefáns Valgeirssonar,“ sagði
Ólafur.
„Þeir sem fylgjast með og lesa
blöð eiga að vita hvað ég hef
sagt,“ sagði Stefán Valgeirsson
þegar þetta mál var borið undir
hann. „Ég sagði ekkert annað en
það en að ég gæti tryggt það að
koma málum fram í Alþingi í báð-
um deildum, þeim málum sem ég
á annað borð gæti fylgt. Við það
stend ég.“
Stefán sagði að ekkert hefði
verið rætt um forsetakjör eða
nefndakjör á Alþingi við „huldu-
manninn" eða -mennina og því
færi ijarri að hann hefði skrökvað
að Steingrími Hermannssyni um
það atriði. Hann sagðist hafa lofað
að nefna ekki nöfn „huldumann-
anna“ við neinn.
- Gætu huldumennimir þá kom-
ið fram í atkvæðagreiðslu um
bráðabirgðalögin?
„Já, til dæmis. Ég er ekkert
hræddur um að þau fari ekki í
gegn.“
VEÐUR
Heimild: Veðurstofa islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær)
ÍDAGkl. 12.00:
VEÐURHORFUR í DAG, 8. OKTÓBER
YFIRUT f GÆR: Austur við Noreg er 960 mb lægð sem grynnist
og þokast austur, en 1015 mb hæð yfir Grænlandi. Fyrir sunnan
land er grunnt lægðardrag, og 998 mb lægð um 1200 km suðvestur
í hafi hreyfist austur. Kalt verður áfram.
SPÁ: Norðan og noröaustan-gola eöa kaldi um mestallt land. Él á
annesjum á vestanverðu Norðurlandi, á Norðausturlandi og suður
með Austfjörðum, en annars þurrt. Á Suður- og Vesturlandi verður
víða léttskýjað. Hiti nálægt frostmarki. (Sem sagt prýðisgott útivist-
arveður).
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á SUNNUDAG: Hægviðri, bjart veður og frost víöa um
land en suðvestanátt og dálítil él vestanlands þegar líður á daginn.
HORFUR Á MÁNUDAG: Suðvestanátt og heldur hlýnandi. Dálítil
súld vestantil á landinu en þurrt austantil.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
ki 12:00 ígær að fsl. tíma
Akureyri Reykjavik hlti +1 7 veAur snjóél skýjaA
Bergen S skýjað
Helsinki 9 rignlng
Kaupmannah. 12 skýjað
Narssarssuaq +6 heiðskírt
Nuuk +4 skýjað
Osló 9 skúr
Stokkhólmur 11 hélfskýjað
Þórshöfn 8 súld
Algarve 24 helðskírt
Amsterdam 13 skúr
Barcekma 24 skýjað
Chicago 2 lóttskýjað
Feneyjar 17 þokumóða
Frankfurt 12 skýjað
Glasgow 10 skúr
Hamborg 10 skúr
Las Pahnas 26 léttskýjað
London 12 skýjað
Los Angeles 17 léttskýjað
Lúxemborg 9 skúr
Madrid 3 vantar
Malaga 23 þoka
Mallorca 29 hálfskýjað
Montreal 4 skýjað
New York 9 skýjað
París 13 skúr
Róm 22 skýjað
San Dlego 18 skýjað
Winnipeg 6 léttskýjaft
Morgunblaðið/Júlíus
Steypt við Stjórnarráð
Nú er veriö að gera við steypa upp vegg þann er markar lóð
Stjórnarráðshússins niður með Bankastræti. Gamli veggurinn
var mjög illa farinn og víða hálfhruninn. Framkvæmdum við
vegginn á að ljúka á næstu vikum.
Stj ómarandstaða vill
ekki fresta þinghaldi
Fjárlagafrumvarp lagt fram síðustu viku október
Alþingi verður ekki frestað
strax eftir setningu þess á
mánudaginn næstkomandi þó
svo að Qárlagafirumvarpið verði
ekki lagt fram fyrr en í síðustu
viku mánaðarins. Steingrímur
Hermannsson, forsætisráð-
herra, bar fram beiðni þessa
efnis á fúndi sem hann boðaði
með formönnum þingflokkanna
í gær, en eftir að fúlltrúar
stjórnarandstöðunnar höfnuðu
beiðninni varð niðurstaðan
þessi. Steingrimur óskaði eftir
samvinnu við stjórnarandstöð-
una um kosningu forseta þings-
ins og formenn nefiida og munu
formenn þingflokka ræða það
mál frekar um helgina.
Ólafur G. Einarsson, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
sagði að hugmyndir Steingríms
hefðu gert ráð fyrir frestun þing-
funda eftir að kjömir hefðu verið
forsetar og í þingnefndir, og bráð-
birgðalög ríkisstjómarinnar hefðu
síðan verið lögð fram fljótt. Ástæð-
an fyrir þessari frestun væri vænt-
anlega sú að ráðherrar og ein-
hveijir þingmenn væru uppteknir
við fjárlagagerð. Þingflokksfor-
menn stjómarandstöðunnar hefðu
hins vegar sagt að þeir sæju enga
ástæðu til að fresta þingfundum,
því Alþingis biði ærinn starfi. Það
yrði hins vegar ekki gagnrýnt þó
að fjárlagafrumvarpið yrði ekki
Iagt fram í byijun þings, eins og
venja er til. Stefnuræða forsætis-
ráðherra gæti síðan komið fljótlega
eftir það, eða um 27. október.
Forsætisráðherra óskaði eftir
samstarfi við stjómarandstöðuna
um kjör forseta þings og í nefndir,
en lagði ekki fram tilboð þess efn-
is, að sögn Ólafs. Hann sagði að
stjómarandstaðan væri reiðubúin
að hlusta á tilboð stjómarliða og
væntanlega myndu formenn þing-
flokkanna ræða saman um þetta
efni um helgina.
Menntamálaráðuneytið:
Fréttabréfinu dreift
DREIFING hófst í gær á Frétta-
bréfi menntamálaráðuneytisins.
Eins og frá sagði í Morgunblað-
inu í gær hafði Svavar Gestsson
menntamálaráðherra áður látið
stöðva dreifingu fréttabréfsins,
en það var unnið í tíð forvera
hans í embætti, Birgis ísleifs
Gunnarssonar.
í fréttatilkynningu frá mennta-
málaráðuneytinu, sem barst íj'öl-
miðlum síðdegis í gær, segir:
„Skömmu eftir að ný ríkisstjóm
kom til starfa í síðustu viku var
nýtt tölublað af Fréttabréfi mennta-
málaráðuneytisins tilbúið til dreif-
ingar. Þar sem meginefni þess var
kynning á ákvörunum sem vörðuðu
undirbúning nýrrar aðalnámsskrár
fyrir grunnskóla og fyrir lá að ný-
skipaður menntamálaráðherra
áformaði breytingar í þeim efnum
þótti ráðuneytinu ekki ástæða til
að efna til kostnaðar við dreifíngu
fréttabféfsins að svo komnu máli.
Nú hefur menntamálaráðherra
kynnt opinberlega ákvarðanir um
breytt vinnuferli við undirbúning
aðalnámsskrárínnar og því ekki
lengur hætta á misskilningi um
hvað fyrirhugað sé í því efni.“
Samkvæmt tilkynningu ráðu-
neytisins hefur bréfinu verið dreift
til fjölmiðla, samtaka kennara og
fleiri aðila og er það jafnframt fáan-
legt í ráðuneytinu.
Verðlagsráð sjávarútvegsins:
Fijálsu sfldverði haftiað
Verðlagsráð sjávrútvegsins
hafnaði í gær tillögu um að verð
á síld til vinnslu á komandi vertíð
yrði gefið frjálst. Ákvörðun um
verð var síðan vísað til yfirnefnd-
ar ráðsins.
Fulltrúar seljenda í Verðlagsráði,
sjómenn og útgerðarmenn, lögðu
til á fundinum í gær að verðið yrði
gefið fijálst að fullu. Á síðasta ári
var verð á sfld til bræðslu fijálst,
en lágmarksverð giltu á sfld til sölt-
unar og frystingar. Kaupendur
höfnuðu þessari tillögu og var
ákvörðun um verðið þá vísað til
yfimefndar, sem samdægurs hélt
sinn fyrsta fund um málið. Niður-
staða fékkst ekki þar og hefur nýr
fundur verið boðaður á mánudag.
Verðlagsráð vísaði einnig til yfir-
nefndar í gær ákvörðun um verð á
rækju og hörpudiski. Fundað verður
um þá ákvörðun eftir helgina.