Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 13
leg hvað fylgi snertir. Alþýðuflokk-
urinn varð fyrir miklu fylgishruni
árið 1978. Sjáum hvaða skýringar
Jón Baldvin gefur á því í viðtali við
Heimsmynd í desember 1986:
„Stefnuleysi flokksins, kjark-
leysi, karakterleysi liggur mér við
að segja. Þegar svona er komð
bregðast flokkar alltaf við á sama
veg af eðlisávísun. Þeir fóma for-
ingjanum til árs og friðar."
I þessu sama viðtali er Jóni Bald-
vin tíðrætt um frjálslyndi og við-
reisnarstjóm og vísar alfarið á bug
tilboði Ólafs Ragnars um jafnaðar-
stjóm. Hann segir reyndar: „Mér
er skemmt, en ég tek þessu ekki
alvarlega. Þetta er leikbrella í inn-
anhússátökum í Alþýðubandalag-
inu, sem ekki em til útflutnings."
Eftir stendur, að Alþýðuflokkur-
inn er nú í ríkisstjóm í miðju Fram-
sóknarfjósinu, þar sem Ólafur
Ragnar Grímsson trónir jrfir ríkis-
fjármálunum. Hann og félagi
Georges Marchais boða heims-
byggðinni sameiginlega kommún-
isma og em sammála um að taka
beri peningana þar sem þeir em.
Trúlega em þeir ekki margir, sem
hefðu trúað því, miðað við fyrri
yfirlýsingar og athafnir, að það
yrði með og fyrir tilstilli Jóns Bald-
vins og Alþýðuflokksins. Undrar
víst fáa, að almenningur og fólk í
þessu landi skilji hér hvorki upp né
niður og sé orðið leitt á skrípaleikn-
um í íslenskum stjómmálum.
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisilokksins íReykjavík.
Reykjavíkur-
prófastsdæmi:
Héraðs-
fiindur í
Viðey
HÉRAÐSFUNDUR Reykjavíkur-
prófastsdæmis verður að þessu
sinni haldinn úti í Viðey sunnu-
daginn 9. október. Farið verður
úr Sundahöfh kl. 15.30 með
fyrstu fundargestina og síðan
strax aftur með næsta hóp.
Fundurinn hefst með kaffiboði
Dómkirkjusafnaðarins, en síðan
hefjast venjuleg héraðsfundarstörf,
en það er um að ræða aðalfund
prófastsdæmisins. Dómprófastur
gefur skýrslu sína, greint er frá
reikningum safnaða og helztu við-
burðum liðins starfsárs og lögð
fram fjárhagsáætlun vegna næsta
árs. Þá gefa nefndir skýrslur og
rætt verður um þau mál, sem efst
em á baugi og m.a. um álit nefnd-
ar þeirrar, sem ráðherra skipaði til
að gera tillögur um breytingar á
prestaköllum og prófastsdæmum.
Héraðsfund sækja prestar, sókn-
arnefndarfólk og starfsmenn safn-
aðanna.
Reykhólar:
Þangmjöl
til Finn-
lands
Midhúsum, Reykhólasveit
Urriðafoss hinn nýi, sem er
3400 lesta flutningaskip, var hér
i vikunni á Reykhólum og lestar
800 tonn af þangnyöli sem eiga
að fara til Finnlands.
Urriðafoss. mun vera stærsta
skipið sem hefur komið inn á
Reykhólahöfn hingað til.
Sveinn
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
13
Gáfii ljós í Krýsuvík
NÝLEGA færði Jóhann Ólafsson
& Co. Krýsuvíkursamtökunum
að gjöf 25 loftljós af gerðinni
Circolux Combi til stuðnings
framkvæmdum samtakanna við
fyrsta áfanga skólahússins í
Krýsuvík, en nú styttist óðum að
hægt verði að taka vesturhluta
skólahússins í notkun.
Skólahúsið er nú kynt upp með
olíu en þessa dagana er verið að
leita til fyrirtækja og félaga um
fjárstuðning til að koma á hitaveitu
á staðnum, en Krýsuvíkursamtökin
mega nýta endurgjaldslaust tveggja
megawatta gufuborholu til upphit-
unar og ylræktar í Krýsuvík ef tekst
að útvega þá fjármuni sem til þarf.
Kostnaður við framkvæmdir vegna
hitaveitunnar er áætlaður 2,7 millj-
ónir, en samkvæmt útreikningum
myndu þessar framkvæmdir borga
sig upp á 4—5 árum. Framkvæmd-
ir við skólahúsið hafa gengið mjög
vel og er endurstofnverð byggingar-
innar nú metið á um 47 milljónir,
segir í frétt frá samtökunum.
Þráinn Meyer sölustjóri hjá Jó-
hanni Ólafssyni & Co afhendir
Sigurlínu Davíðsdóttur gjöfina.
PRÚTTMARKAÐ UR
OFEla
SPENNANDINÝJUNG
Við bjóðum síðustu OPEL CORSA bílana afárgerð 1988
til sölu á prúttmarkaði sem hefst laugardag 8. október
í sýningarsal okkar að Höfðabakka 9.
Sýningarsalurinn verðurfullurafOpel Corsa bflum — íflestum litum og
gerðum. Þú velur bílinn sem þér hentar, prúttar um verð og
greiðslukjör, ákveður í hvaða ástandi bíllinn verður afgreiddur,
þ. e. ryðvarinn, fullþrifinn og skrásettur eða óþrifinn og óskráður;
og dundar síðan við að þrífa hann og standsetja —
þér til skemmtunar um leið og þú sparar peninga.
Við bjóðum margvísleg greiðslukjör og tökum e. t. v. nýlega,
velfarna bíla uppí prúttverðið.
Vertu velkominn á prúttmarkaðinn hjá okkur
og vertu tilbúinn með ávísanaheftið.
AUGLÝSINGADEIID SAMBANDSINS