Morgunblaðið - 08.10.1988, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
15
Umsjón: Sigurður H. Richter
þörfum almennri prestþjónustu og
sálgæslu sjúklinga, aðstandenda
þeirra og starfsliðs spítalans.
Asamt starfsemi Borgarspítalans
í Fossvogi, rekur spítalinn full-
komna endurhæfingardeild, Grens-
ásdeild. I tengslum við hana er rek-
in hjúkrunar- og endurhæfíngar-
deild fyrir langdvalarsjúklinga á
Heilsuverndarstöðinni við Bar-
ónsstíg. Geðdeildin teygir anga sína
talsvert út fyrir Fossvoginn. í Arn-
arholti á Kjalamesi er hluti geð-
deildar, en þar er endurhæfingar-
og lanjgtímaumönnun fyrir geð-
sjúka. A Hvítabandi við Skólavörðu-
stíg og í Templarahöll rekur geð-
deildin dagdeildir og við Kleifarcveg
er ennfremur rekið meðferðar-
heimili fyrir börn og unglinga.
Þá er rekin hjúkrunardeild fyrir
aldraða í Hvítabandinu við Skóla-
vörðustíg. í húsakynnum Fæðing-
arheimilis Reykjavíkur er rekin lítil
skurðlækningadeild sem tilheyrir
Borgarspítalanum.
Borgarspítalinn er einn stærsti
vinnustaður Reykjavíkurborgar, en
á spítalanum er heimild fyrir 1.040
stöðum. Heildarfjöldi starfsmanna
er um 1.400, þar sem talsvert er
um fólk í hlutastarfí.
Ör tæknivæðing, og margbreyti-
leg og fjölþætt vandamál þeirra er
leita þjónustu til Borgarspítalans,
krefst, að allt starfsfólk þarf stöð-
ugt að viðhalda og efla þekkingu
sína. Á spítalanum fer því fram
viðamikil fræðslustarfsemi allra
faghópa og jafnframt er í gangi
vísindaleg rannsóknarstarfsemi.
Fagbókasafn Borgarspítalans
gegnir þar miklu hlutverki. Til þess
að Borgarspítalinn geti sinnt hlut-
verki sínu á sem bestan hátt þarf
samhent starfsfólk, sem býr yfír
sérþekkingu hver á sínu sviði. Borg-
arspítalinn hefur borið gæfu til þess
að hafa fjölda frábærra starfs-
manna á að skipa. Þáttur sumra
er áberandi, störf annarra fara
kannski ekki eins hátt, en hver
hlekkur er þar mikilvægur.
*
ITILEFNI af norrænu tækniári
verður opið hús í Slökkvistöð-
inni við Öskjuhlíð á morgun, 9.
október, milli kl. 13 og 17. Eru
borgarbúar og aðrir, ungir sem
aldnir, hvattir til að koma og
kynna sér starfsemi Slökkviliðs-
ins og þjónustu þess við almenn-
ing.
Slökkviliðið er ein elsta stofnun
borgarinnar, og getur rakið sögu
sína allt aftur til Innréttinga Skúla
Magnússonar. Fyrstu tæki og tól,
þar á meðal fyrsta vatnsdælan,
komu til landsins 1789 eða fyrir
tæpum 200 árum. Fastar vaktir
hófust 1913. Síðan hefur Siökkvilið-
ið vaxið í takt við aukin umsvif í
þjóðfélaginu, og ört stækkandi
brunavamasvæði. Reykjavík og
nágrannasveitafélögin þtjú, Kópa-
vogur, Seltjamarnes og Mosfells-
bær, tilheyra nú bmnavamasvæði
Slökkviliðsins.
Nú era starfandi 96 starfsmenn
í Slökkviliði Reykjavíkur og skiptist
liðið í fjórar deildir, þar sem stærst-
ar eru varðliðsdeild og eldvamaeft-
irlit.
Auk þess að sinna eldútköllum,
sér Slökkviliðið um alla sjúkraflutn-
inga á svæðinu og rekur neyðarbíl
í samvinnu við slysadeild Borg-
arspítala.
Þá veitir Slökkviliðið margskonar
aðra neyðarþjónustu, t.d. ef fólk
klemmist fast, eiturefni sleppa laus,
eða ef vatnsflóð verður innanhúss.
Sért þú í vandræðum bendum
við þér á að hringja í 11100 og við
reynum að aðstoða.
Það er því tilvalið að nota daginn
á morgun og kynna sér starfsemi
Slökkviliðsins, en þá verður sviðsett
notkun á flestum þeim tælqum sem
við höfum yfir að ráða. Um leið
getur þú fengið upplýsingar um
hvort heimilisbrunavarnirnar eru í
lagi, reykskynjarar, handslökkvi-
tæki o.fl.
Verið velkomin.
Röntgendeildin var fyrsta deildin sem tók til starfa á spítalanum.
Oft er mikið annríki á slysadeild.
Á skurðdeild eru sex skurðstofur. Ein þeirra er sérstaklega búin
fyrir heila- og taugaskurðlækningar. Einnig er sérstök deild fyrir
þvagfæraskurðlækningar.
Á gjörgæsludeild eru sjúklingar sem þurfa á stöðugu eftirliti og
meðferð að halda. Deildin er búin fullkomnum tækjum og vel þjálf-
uðu starfsfólki.
VAIN
SERVERSLUN MEÐINNRETTINGAR OG STIGA
NÝBÝLAVEGI 12, SÍMI 44011
PÓSTHÓLF 167, 200 KÓPAVOGI
Sýning laugardag kl. 10-16
sunnudag kl. 13-16.
Innval býður mikið úrval vandaðra innréttinga við allra hœfi, auk
tréstiga og viftuhatta í eldhús.
Innval býður vandaða vöru á vœgu verði.
Verið velkomin í sýningarsal okkar eða hringið eftir myndalista.