Morgunblaðið - 08.10.1988, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
AF INNLENDUM
VETTVANGI
ÞÓRHALLUR JÓSEPSSON
Breytt lánskjaravísitala og aftiám verðtryggingar:
Oteljandí spurningum er enn
ósvarað um framkvæmdiua
byggjast hins vegar á settum lög-
um. I greinargerð með frumvarpi
sem varð að Iögum nr. 13/1979 um
stjóm efnahagsmála o.fl. segin
„Ætla má að meginreglan verði sú,
að vísitala framfærslukostnaðar og
vísitala byggingarkostnaðar verði
notaðar sem verðmælir í verð-
tryggðum samningum og skuld-
bindingum." ... Samkvæmt því virð-
ist það hafa verið vilji löggjafans,
að vísitala sem til væri fyrir, yrði
notuð í verðtryggingarskyni eins
og lögin mæltu fyrir um, en ekki
að samsett yrði sérstök vísitala í
þeim tilgangi.
Álit Seðlabanka
Þannig standa mál þá í dag, að
Seðlabankinn hefur fengið erindi
frá ríkisstjóminni um álit á að
breyta lánskjaravísitölunni þannig,
að laun vegi helming, en fram-
færslu- og byggingavísitala sinn
ijórðunginn hvor. Jóhannes Nordal
Seðlabankastjóri sagði í samtali við
Morgunblaðið á fímmtudag , að
búast megi við niðurstöðu innan
viku tíma, en vildi ekki tjá sig að
öðru leyti um hvenær, né um það
hver úrskurður Seðlabankans kann
að verða. Hann sagði það þó rétt,
Gífiirlegir hagsmunir eru í húfi. Mörg lögfi*æðileg ágrein-
ingsefiii. Miklir tæknilegir erfiðleikar við framkvæmd
RÍKISSTJÓRN Steingríms Hermannssonar boðar í yfirlýsingu um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum,
að grundvallarbreytingar eigi að verða á lánskj aravísitölu og að stefiit skuli að því að koma í veg fyr-
ir víxlhækkanir verðlags og lánskjara. Vart hefur nokkuð atriði í áætlunum hinnar nýju rikisstjórnar
vakið jafii harkaleg viðbrögð, nema ef vera skyldi hugmyndir um að skattleggja vaxtatekjur. Það er
reyndar ekki skrýtið, að menn hrökkvi við, þegar ríkisstjómin gerir að stefiiu sinni að gjörbreyta verð-
tryggingargrunni Qárskuldbindinga og að afiiema þær síðan með öllu. Þessar hugmyndir varða nánast
allar skuldbindingar sem gerðar hafa verið undanfarin ár og gerðar munu verða í þjóðfélaginu. Einn
viðmælandi Morgunblaðsins í Seðlabankanum sagði þetta stærsta mál sem komið hefði upp í efiia-
hagslífinu í Qölda ára. Morgunblaðið aflaði upplýsinga um þetta og verður hér á eftir reynt að gefa
yfirlit um helstu þætti málsins.
Ólafelög
Verðtryggingar fjárskuldbind-
inga eru í dag byggðar að verulegu
leyti á svokölluðum Ólafslögum, frá
1979. Þau lög voru sett til þess að
bregðast við ófremdarástandi á
peningamarkaði, þegar raunvextir
voru neikvæðir, það borgaði sig að
skulda, en spamaður var að hruni
kominn. Markmiðið var, að fé feng-
ið að láni yrði greitt aftur í sam-
bærilegu verðmæti til baka. Til
þess að hafa einhverja viðmiðun um
þetta verðmæti, var ákveðið að taka
upp lánskjaravísitölu. Seðlabankan-
um var falið að birta þessa vísitölu.
Á grundvelli Ólafslaga gaf Seðla-
bankinn út auglýsingu sem birtist
í Lögbirtingablaðinu 31. maí 1979.
Þar segir: „Grundvöllur lánslqarav-
ísitölu verður settur sem 100,0 hinn
1. júní 1979 og verður samsettur
að 2/3 af vísitölu framfærslukostn-
aðar eins og hún var reiknuð í þess-
um mánuði og að 1/3 hluta af vísi-
tölu byggingarkostnaðar eins og
hún var reiknuð í þessum mánuði."
Úrskurðarnefnd ræður
Þessi hlutföll hafa haldist í láns-
kjaravísitölunni síðan. í maímánuði
síðastliðnum skipaði viðskiptaráð-
herra nefnd til að fjalla um fyrir-
komulag verðtrygginga fjárskuld-
bindinga, svonefnda Verðtrygging:
amefnd. Hún skilaði áliti í júlí. í
áliti neftidarinnar segir um láns-
kjaravísitöluna samkvæmt Ólafs-
lögum, að hún sé ekki ákveðin beint
með lögum, heldur sé einungis
kveðið á um það að Seðlabankinn
skuli birta vísitölur í því skyni að
miða verðtryggingar við. Sam-
kvæmt því byggist tilurð láns-
kjaravísitölunnar á ákvörðun
stjómar Seðlabankans. Eigi að
verða breytingar á lánskjaravísi-
tölunni kemur til kasta sérstakrar
nefndar, sem starfar einnig sam-
kvæmt Ólafslögum, nefnd sú er
kölluð því einfalda nafni Úrskurðar-
neftid. í henni eiga sæti þrír menn,
Hagstofustjóri formaður, einn frá
Seðlabanka og einn frá Hæstarétti.
Úrskurðir nefndarinnar eru endan-
legir, nema til komi álitamái sem
leita þarf til dómstóla með. Ekki
hefur komið til slíks, þannig að í
dag liggja ekki fyrir neinir dómar,
sem geta haft fordæmisgildi um
verðtryggingarákvæðin.
Vilji löggjafans
V erðtryggi ngamefnd vitnar
einnig í áliti sínu til greinargerðar
með frumvarpi til Ólafslaganna. í
áliti nefndarinnar segin „Samsetn-
ing og reiknigrandvöllur láns-
kjaravísitölu eru því byggð á stjóm-
valdsákvörðun. Vísitölur þær sem
lánskjaravísitalan er samsett' úr
að ríkisstjómin, þ.e. framkvæmda-
valdið í landinu, gæti ekki falið,
þ.e. skipað, Seðlabankanum að
breyta vísitölugranninum. Hins
vegar gæti hún óskað eftir áliti
Seðlabankans, sem kveður þá upp
sinn úrskurð.
Til hvers að breyta?
Á verðbólgutímanum mikla 1983 -
1984 hækkaði lánskjaravísitala
mun meira en laun. Fólk fann fyrir
því að erfíðara varð en áður að
greiða verðtryggðar skuldir sínar.
Á sama tíma féll íbúðarhúsnæði í
verði, þannig að dæmi voru um að
menn gátu ekki einu sinni selt hús-
næðið til þess að gera upp skuldim-
ar, söluverðið hrökk ekki til, lánin
uxu yfír verðmæti eignarinnar.
Þama varð sem sagt mikið mis-
gengi á milli launa og lánskjaravís-
itölu. Nú á að reyna að koma í veg
fyrir slíkt misgengi með því að auka
vægi launanna í lánskjaravísi-
tölunni. En - mun það takast, þótt
breytingin gangi eftir?
Hverju munar?
Stefán Ingólfsson verkfræðingur
Hve djúpsigld verður verðbólgan á næstunni? Á því veltur hvort afiiema á verðtryggingar samkvæmt
fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar.
hefur reiknað mismuninn á því að
taka lán með verðtryggingu, annars
vegar miðað við núgildandi láns-
kjaravísitölu, hins vegar miðað við
boðaða nýja lánskjaravísitölu. í út-
reikningum sínum hefur Stefán
launavísitölu, sem reiknuð er til að
greiðslujafna húsnæðislán frá
Byggingasjóði ríkisins. Samkvæmt
reikningi Stefáns er niðurstaðan
æði misjöfn eftir því hvort lán er
tekið til dæmis árið 1980 eða 1984.
Lán tekið 1980 hefði hækkað vegna
verðtryggingar í mjög svipuðu hlut-
falli, hvort sem verðtryggingin hefði
miðast við núgildandi eða boðaða
lánskjaravísitölu. Hefði lánið hins
vegar verið tekið 1984, þá liti dæm-
ið þannig út, hækkun miðað við
boðaða vísitölu væri 240.000 krón-
um meiri en miðað við núgildandi
vísitölu og miðað við lánsupphæð
eina milljón króna.
Launavisitala
En hvaða launavísitölu á þá að
nota? Þetta er lykilspuming. Sú
launavísitala sem notuð er í dag,
er ekki á nokkum hátt trúverðug
endurspeglun neins veraleika. Hún
tekur að hálfu mið af launatöxtum
ASÍ og að hálfu af atvinnutekjum.
Síðari liðurinn er eðli málsins sam-
kvæmt saman settur úr gömhim
og óáreiðanlegum upplýsingum,
þannig að vísitalan er í reynd áætl-
un. Engar áreiðanlegar upplýsingar
era til um raunveraleg laun í
landinu á Iíðandi stund og verður
að fara að minnsta kosti nokkra
mánuði aftur í tímann til þess að
fá þær - og þá er eftir spumingin
um hversu áreiðanlegar þær era.
Vissulega er hægt að saftia öllum
tiltækum upplýsingum, ef menn era
reiðubúnir að kosta því til sem þarf.
Þá verður að hafa mannafla til að
safna upplýsingunum og vinna úr
þeim, og þá verður að skikka laun-
þega og vinnuveitendur til að leggja
þessar upplýsingar fram. Og - þá
er enn eftir spumingin: Fæst trú-
verðug mynd af raunveralegum
launum? Og fleiri spumingar: Á að
taka með öll greidd laun til laun-
þega eða einungis grannlaun? Á að
taka með í dæmið tekjur fyrir-
tækja? Hvað um sveiflur á vinnu-
markaðnum?
Þótt útreikningar, eins og Stef-
áns, geti gefíð vísbendingar um
þróunina, þá er í reynd ekki hægt
að byggja á þeim, vegna þess að
ennþá liggur ekkert fyrir um það,
hvers konar launavisitala yrði not-
uð, ef af því verður að breyta láns-
kjaravísitölunni.
Þó að leyst verði úr öllum fram-
angreindum spumingum, þá er enn
eftir lögfræðilegt álitamál. Láns-
kjaravísitala skal vera saman sett
úr verðvísitölum. Er launavísitala
verðvísitala og þar með nothæf í
grann lánskjaravísitölunnar?
Efasemdir
Margir hafa lýst efasemdum um
að raunhæft sé að tengja láns-
kjaravísitöluna launum í ríkari
mæli en nú er. Laun hafa þar nú
þegar nokkurt vægi, þannig að ef
einhver launavísitaia- hefur helm-
ingsvægi, þá er vægi launa komið
upp í um 70%. Eigi laun að hafa
helmingsvægi í lánskjaravísitölu,
þá þarf launavísitalan að hafa
minna vægi en 50%, en af yfírlýs-
ingu ríkisstjómarinnar er ekki ann-
að að skilja en að launavísitala eigi
að hafa helmings vægi.
Hvaða áhrif hefði það, að tengja
launin á þennan hátt inn í lánskjör-
in? Ein afleiðingin yrði sú, að hve-
nær sem einhver hópur landsmanna
næði samningum um kauphækkun,
þá hækka lán allra landsmanna um
leið í hlutfalli við vægi kauphækk-
ananna í launavísitölunni. Bjöm
Amórsson hagfræðingur BSRB
hefur bent á að þetta geti haft í
för með sér hættuleg stéttaátök:
Það verði beint efnahagslegt hags-
munamál skuldara, að enginn fái
kauphækkun nema þeir sjálfir!
Varla er þetta markmið ríkisstjóm-
arinnar, eða hvað? Þá hefur einnig
verið bent á, að laun hafi tilhneig-
ingu til að hækka meira en verðlag,
sé litið til lengri tíma. Þess vegna
sé það skulduram ekki í hag, að
tengja lánskjaravísitölu við laun í
ríkari mæli en þegar er gert.