Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
21
Starfenám í matvæla-
iðnaði hefet eftir helgi
Óþroskaður
flármagusmarkaður
Heimildarmenn Morgunblaðsins
við þessa athugun bentu margir á,
að ekki væri tímabært að krukka
í lánskjaravísitöluna nú og enn síður
að afnema hana. Það misgengi sem
menn óttast og kann að verða á
milli launa og lánskjaravísitölu ætti
fremur að leiðrétta með vöxtum.
Ýmist var talað um vaxtaákvarðan-
ir, eða að markaðurinn lagaði sig
að þessu ástandi. Bent er á, að fjár-
magnsmarkaðurinn á íslandi hefur
haft mjög skamman tíma til að
aðlaga sig nýfengnu frelsi á pen-
ingamarkaðnum og því ekki óeðli-
legt að einhverjir vaxtarverkir fylgi
aðlöguninni.
„Afhám“ vísitölunnar
Ríkisstjómjn hefur boðað afnám
vísitölunnar. í yfirlýsingu um fyrstu
aðgerðir segir: „Ríkisstjómin ætlar
sér að koma í veg fyrir víxlverkan-
ir verðlags og lánskjara, þegar jafn-
vægi í efnahagsmálum er náð.“
Þetta hefur verið túlkað svo, að
afnema eigi verðtryggingu, stund-
um kallað að afnema vísitöluna.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra segir í samtali við Morg-
unblaðið: „Ég tel að við eins og
aðrar þjóðir verðum að losa okkur
úr þessari víxlverkun vísitölu á
ýmsum sviðum og sérstaklega á
sviði fjármagns." Um tímasetningu
þessarar gjörðar segir Steingrímur:
„Ég hef sjálfur sagt, að mér finnist
það vera mælikvarði þegar verð-
bólga er komin niður fyrir 10 af
hundraði í þrjá mánuði."
Þetta er stærra mál en kann að
sýnast í fyrsta tilliti. Fyrsta spum-
ingin er: Hvað á að verða um þegar
gerða samninga sem fela í sér verð-
tryggingarákvæði? Er ætlun stjóm-
valda að ógilda ákvæði þeirra? Á
að banna mönnum að semja um
verðtryggingu skuldbindinga? Á að
afnema Olafslög, eða þau ákvæði
þeirra sem lúta að verðtryggingu
íjármuna?
Samningsfrelsi
í áliti Verðtryggingamefndar
segir. „Ein af grundvallarreglum
samningsréttarins er reglan um
frelsi til samningsgerðar. í þeirri
grundvallarreglu felst að aðilum sé
ftjálst að semja um hvað eina, sem
ekki er talið andstætt lögum eða
velsæmi. Gmndvallarreglan um
samningsfrelsið er lagagrundvöllur
verðtryggingar í fjárskuldbinding-
um hér á landi."
Um breytingar á lánskjaravísi-
tölu segir nefndin: „Sú skoðun skal
hér sett fram að því séu formlega
litlar skorður settar hverjar breyt-
ingar verði gerðar á lánskjaravísi-
tölunni svo lengi sem breytingunum
er ekki ætlað að taka til áunninna
réttinda, t.d. áfallinna verðbóta skv.
lánssamningi. Slík áunnin réttindi
verður að telja að njóti vemdar
eignarréttarákvæðis stjómarskrár-
innar."
Þegar ríkisstjómin talar um af-
nám verðtryggingar, hlýtur hún að
eiga við, að samningar sem gerðir
verða í framtíðinni verði opnir fyrir
verðtiyggingarákvæðum, að það
verði í valdi aðila hvers máls að
semja um það sín í milli og, væntan-
lega, að ríkissjóður muni ekki hafa
verðtryggingarákvæði í neinum af
sínum skuldbindingum, þar með
skuldabréfum sem seld verða á al-
mennum markaði. Varla er þess að
vænta, að ríkisstjómin ætli að
bijóta gegn stjómarskrárákvæðum
um eignarréttinn með því að af-
nema ákvæði þegar gerðra samn-
inga?
Að vísu töldu sumir viðmælendur
blaðsins ekkert því til fyrirstöðu,
að Seðlabankinn hætti einfaldlega
að birta lánskjaravísitöluna. Það
kæmi hins vegar ekki í veg fyrir
að hún verði reiknuð og að hún
yrði birt einhvers staðar annars
staðar, til dæmis einfaldlega í dag-
blöðum
Mikið álitamál
Seðlabankinn mun skila sínu áliti
í næstu viku, um breytingar á láns-
kjaravísitölu. Verðtryggingamefnd
hefur þegar skilað áliti sínu. Nefnd-
in álítur, í stuttu máli sagt, að laga-
lega séð sé ekkert því til fyrirstöðu
að breyta lánskjaravísitölunni, með
þeim fyrirvara sem fram kemur hér
að framan. Nefndin telur hins vegar
ekki rétt að breyta henni nú og hún
telur rétt að bíða með áform um
afnám verðtryggingar þar til jafn-
vægi hefur komist á fjármagns-
markaðinn.
Það er margþætt álitamál hvort
og þá hvemig hægt er að þætta
launavístölu inn í lánskjaravísi-
töluna. Enn meira álitamál er hvort
þetta eigi að gera. Gifurlegir hags-
munir úti um allt þjóðfélagið em í
húfi. Sama má segja um „afnám"
verðtryggingar.
Ekki hefur enn verið skilgreint
hvemig framkvæmd þessara mark-
miða ríkisstjómarinnar á að verða.
Forsætisráðherra hefur talað um
að miða við þrjá mánuði til þess
að skilgreina að jafnvægi sé komið
á efnahagslífið. Öðrum finnst það
full knappur tími. Ólafur Davíðsson
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
iðnrekenda sagði á fundi Verslunar-
ráðs fyrr í vikunni, að ekki væri
marktækt að miða við nokkra mán-
uði, ár væri nær lagi. Fjármagns-
markaðurinn er í mótun og sparifj-
áreigendur áhyggjufullir vegna
margvíslegra yfirlýsinga stjóm-
málamanna um að Iækka eigi vext-
ina.
Ofstórbiti
Af framanrituðu verður að draga
þá ályktun, að breyting lánslq'arav-
ísitölunnar og hugsanlegt „afnám"
verðtryggingar, sé stærra mál og
umfangsmeira en svo, að nokkur
ríkisstjóm geti leyft sér að ákveða
það með tilskipunum eða bráða-
birgðalögum. Hér verður að koma
til kasta Alþingis, enda benda líkur
til þess, að þessi markmið séu ekki
framkvæmanleg án víðtækra laga-
breytinga.
STARFSNÁM í matvælaiðnaði
hefst 10. október nk. í Hafnar-
firði og Reykjavík, en síðar í
mánuðinum á Akureyri. Með
námskeiði þessu er kominn fyrsti
vísir að fagmenntun aimennra
sLarfsmanna í matvælaiðnaði.
Samið hefur verið um nám-
skeiðsálag eða launahækkun tíl
handa þeim sem þátt taka í
starfsnáminu en á þriðja þúsund
manns eiga kost á þvi.
í kjarasamningum í mars sl. náð-
ist samkomulag um fræðslu og
starfsþjálfun og er starfsnámið lið-
ur í þeirri framkvæmd. Námskeiðið
er haldið á vegum Félags íslenskra
iðnrekenda og Iðju, félags verk-
smiðjufólks, og umsjón með fram-
kvæmd og uppbyggingu starfs-
námsins hefur Iðntæknistofnun ís-
lands.
Námskeiðið fer fram víða um
land og fer innritun sem þegar er
hafin fram í fyrirtækjum tengdum
matvælaiðnaði, hjá Iðntæknistofn-
un, FÍI og Iðju.
Á fyrstu námskeiðunum sem
heflast þann 10. október fer kennsl-
an í Hafnarfirði fram í Flensborgar-
skólanum, en í Reykjavík fer fyrri
hluti námskeiðsins fram í Mennta-
skólanum við Sund en síðari hlutinn
í Kennaraháskóla íslands. Á Akur-
eyri verður kennt í Iðnaðarhúsinu.
Hvert námskeið er í heild 40 stund-
ir og fer fram í 10 fjögurra stunda
einingum. í hverri námseiningu eru
ýmist ein eða tvær námsgreinar.
Kennt verður síðdegis á laugardög-
um og er áætlað að námskeiðið
taki um 10 vikur. Rétt til að sækja
námskeiðið eiga allir félagar í
Landssambandi iðnverkafólks og
Verkamannasambandi íslands. For-
gangsrétt hafa þeir starfsmenn sem
unnið hafa í minnsta kosti eitt ár
hjá sama fyrirtæki. Alls hafa um
3.000 manns möguleika til þátttöku
ef með eru taldir ófaglærðir starfs-
menn í mjólkuriðnaði.
í tengslum við starfsnámið verð-
ur haldið annars konar námskeið
fyrir verkstjóra og stjómendur í
matvælaiðnaði sem er gert til að
búa stjómendur undir að taka á
móti starfsfólki með aukna starfs-
þekkingu.
Operuskóli
hjá Söng-
skólanum
VID Söngskólann I Reylgavík er
að fara af stað Óperuskóli, sem
nýtur samvinnu Islensku óper-
unnar og mun hann starfa til
reynslu fram yfir áramót, segir
í fréttatilkynningu frá Söngskól-
anum.
Verkefni Ópemskólans verða
ákveðin í kjölfar inntökuprófs sem
fram fer sunnudaginn 9. október
nk. og er öllum söngvuram, hvort
sem þeir era í námi eða ekki, fijálst
að þreyta prófið. Aðalkennarar
Óperaskólans era Már Magnússon
og Catherine Williams. Kennt verð-
ur í Tónleikasal Söngskólans og í
íslensku óperanni.
Við Söngskólann í Reykjavík
hefur verið starfandi óperadeild um
árabil. Hefur deildin staðið fyrir
óperasýningum og óperatónleikum.
Þuríður Pálsdóttir óperasöngkona,
yfirkennari skólans, hefur veitt
þessari deild forstöðu.
ÓDÝR DÖN
Kynnist einstæðu tilboði ó dönskum kvik eldhús- og baðinnréttingum. Pér bjóðast
margskonar útfærslur, góðar viðartegundir og ýmsir litir ó miklu betra verði en
þú hefur kynnst hérlendis. Hefurðu séð það betra: þriggja vikna afgreiðslufrestur
• 10 ára framleiðsluábyrgð • AEG eldhústæki og eldhúsinnrétting á einum og
sama kaupsamningi í allt að 10 mánuði ■ 10% afsláttur í október • Ódýr lausn
en vönduð.
Opið hús f dag frá 10.00 - 16.00
og 6 morgun sunnudag 13.00 - 16.00
FJARÐARKAUP
innrettingar
HÓLSHR.
Skútahrauni 2
220 Hofnorfirði
Simi: 6S1499