Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 Eystrasaltslöndin próf- steinn fyrir Kremlverja Financial Times IBÚAR Eistlands, Lettlands og Litháen eru samtals aðeins um 3% þeirra 280 miljjóna sem í Sovétríkjunum búa - en yfirvöld í Moskvu fylgjast engu að síður grannt með hvað þar er á seyði hveiju sinni. Ástæður fyrir þessari umhyggju eru auðfundnar. Eystrasaltslöndin eru að nýta sér aukið frjálsræði í sovézku þjóð- féiagi og nýsköpun efhahagsmála tíl að koma á framfæri opin- berlega óskum sínum um að fá í það minnsta aukna að ráða meiru um sin eigin mál. Þegar um þetta er rætt má ekki gleyma því að í 12 öðrum „Iýðveldum“ Sovétríkjanna hefur á undanförn- um árum ríkt meiri eða minni óánægja með ósjálfstæðið. Það er þvi afar mikilvægt fyrir framtíð Sovétríkjanna hveijar verða niðurstöður viðræðna yfirvalda í Kreml við forystumenn Eystra- saltsnkja. Fram til þessa hefur verið tekið á kröfum Eystrasaltsríkjanna með silkihönzkum. Lögreglan var fá- liðuð við §ölmenna útifundi í höf- uðborgum þeirra í ágústlok. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið handtekinn þótt fram hafi komið kröfur um algjör sam- bandsslit við Moskvu og endur- heimt sjálfstæðis rflq'anna. Yfirvöld í Moskvu hafa reynt að forðast að minnast á griðasátt- mála Hitlers og Stalíns í síðari heimsstyijöldinni sem leiddi til þess að Eystrasaltslöndin voru innlimuð í Sovétríkin. Hafa þær skýringar helzt verið gefnar að innlimunin hafi í það minnsta ver- ið skárri en að löndin lentu undir stjórn nazista (um aðra kosti var vissulega ekki að velja). Það sem er sennilega enn mikil- vægara fyrir þróun mála er að yfirvöld hafa til þessa sætt sig við stofnun samtaka sem greini- lega eru pólitísk og ætla sér að bjóða fram til ríkisráða eða þinga landanna. Frá þessum samtökum hefur komið hörð gagnrýni á Moskvuvaldið. Þótt ekki sé um það rætt í fjölmiðlum gætu þessi samtök verið vísir nýrra stjóm- málaflokka. Þekktustu samtökin eru al- þýðufylkingin í Eistlandi. Fullu nafni nefnast þessi samtök Al- þýðufylking til stuðnings við per- estrojku, og nafnið tryggir sam- tökunum tilverurétt auk þess sem það skýrir tilgang þeirra. En til- gangurinn er að tryggja Eistlandi verulega sjálfstjóm efnahagsmála innan sovézka kerfisins. Afnám miðstýringar Hagfræðingurinn Edgar Sa- visaar er einn leiðtoga Alþýðu- fylkingarinnar og harður gagn- rýnandi miðstýringar efnahags- mála. Sagt er að honum hafi ver- ið bóðið embætti aðstoðarráð- herra með umboð til að undirbúa sjálfstjóm í Eistlandi. í stefnuskrá Alþýðufylkingar- innar, sem Savisaar átti mikinn þátt í að semja, er harmað að landið skuli hafa misst sjálfstæðið sem þar ríkti árin milli heimsstyrj- aldanna. Þá er bent á að sam- kvæmt hinni nýju fijálsræðis- stefnu í Sovétríkjunum, sem kennd er við perestrojku, sé gert ráð fyrir minnkandi miðstýringu. En bregðist þetta „neyðumst við til að leita annarra leiða til vamar landi og þjóð Eistlands," segir í stefnuskránni. Kommúnistaflokkurinn í Eist- landi hefur bersýnilega áhyggjur af tilvem Alþýðufylkingarinnar, sem var formlega stofnuð fyrir rúmum mánuði, en hafði starfeið lengi sem óformleg grasrótarsam- tök. Indrek Toome, hugmynda- fræðingur fiokksins, hafði þó áður lýst því yfir í viðtali við Moskvu- málgagnið Prövdu að „við verðum að vinna með Alþýðufylkingunni" þótt innan hennar væri að finna bæði lýðskrumara og and-sósía- lista. í Eistlandi - eins og í Lettlandi Frá mótmælafimdi í Tallinn, höfiiðborg Eistlands, 17. júní síðast- liðinn. Eistlendingar og aðrir íbúar Eystrasaltslandanna krefjast aukins sjálfstæðis og vitna óspart til orða og yfirlýsinga Gor- batsjovs og „perestrojkunnar“ máli sínu til stuðnings. og í minna mæli í Litháen - býr talsverður fjöldi aðfluttra Rússa, sem streymt hafa til Eystrasalts- ríkjanna frá lokum síðari heims- styijaldarinnar. í greininni í Pröv- du er sagt að Rússamir búi við einskonar apartheid, kynþáttaað- skilnað - þeir hafi hvorki reynt sjálfir að læra eistnesku né kenna bömum sínum málið, sem sé mjög erfitt og frábragðið rússnesku. Aðskilnaður Blaðið hefur það eftir rússnesk- um verkfræðingi að aðskilnaður ríki í flestum stofnunum, þar á meðal skólum, og að samskipti þjóðanna tveggja séu nánast eng- in. Óttast Rússamir að allar breytingar verði til hins verra, og hafa þeir stofnað eigin samtök sem nefnast Alþjóðafylkingin til að gæta eigin hagsmuna. Mest óttast Rússamir að komið verði á sérstökum eistlenzkum borgararétti (sem enginn fær fyrr en eftir fimm ára búsetu í landinu) og að eistlenzka verði gerð að opinbera máli landsins, sem mis- munaði innflytjendunum og böm- um þeirra. Eystrasaltsríkin eru meðal auð- ugustu og þróuðustu ríkjanna í Sovétríkjunum. Ólíklegt er að þjóðir þeirra sætti sig við það öllu lengur að málstað þeirra verði enginn gaumur gefínn. Þjóðemis- kennd er þar mikil auk þess sem þjóðimar eiga sína eigin menn- ingu og tungu. Það veltur því mikið á viðbrögðum yfirvalda í Moskvu við því hvemig þessi nýja vakning verður felld inn í umbóta- stefnuna þar í landi. VERÐBRÉFASJOÐIR VIB Markmið verðbréfasjóða er að dreifa áhcettu og gera sparifjáreigendum kleift að njóta hárrar ávöxtunar af verðbrefum. Þannig miðla verðbréfasjóðirfé frá sparifjáreigendum lilfyrirtækja þar sem verðmætasköpun fer fram í pjóðfélaginu. Verðbréfasjóðir VIB eru settir saman úr fjármunum , þeirra sem keypt hafa Sjóðs- bréfhjáVIB. Fyrirþetta fé eru keypt skuldabréf til ávöxtunar. VIB skiptir þess- um fjárfestingum í fernt: Bankabréf', spariskírteini ríkissjóðs, skuldabréf svei tar- félaga og traustra fyrirtækja. Langflestirverðbréfasjóðir í heiminum eru annað hvort vaxtarsjóðir eða tekjusjóðir. Avöxtun vaxtarsjóða leggst við höfuðstól þeirra jafn- harðan og kemur fram í hækkandi gengi dag frá degi. Tekjusjóðir greiða eigend- um sínum út með reglu- bundnum hætti hlutdeild þeirra í þeim arði eða vöxtum sem myndast við ávöxtun sjóðanna. Sjóðsbréf 1. Sjóðsbréf 1 eru vaxtarbréf og einkum ætluð sparend- um sem vilja ávaxta fé til eins árs eða lengri tíma, t.d. til að safnafj’rireinhverju tilteknu, mynda varasjóð eða. sjóð til eftirlaurraáranna. Avöxtun Sjóðsbréfa 1 hefurverið 11- 12% yfir verðbólgu síðasta árið. Innlausnargjald er 1% en Sjóðsbréf 1 er hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er. Sjóðsbréf 2. Sjóðsbréf 2 eru tekjubréf. Ávöxtun þeirra hefur verið 11-13% yfir verðbólgu síðustu tólf mánuðina. Tekjur af Sjóðsbréfum 2 eru greiddar út í mars, júní, sept- ember og desember hvert ár. Sá sem á t.d. 2 milljónir króna og ávaxtar í Sjóðs- bréfum 2 fær um 60 þúsund krónur sendar heim fjórum sinnum á ári án þess að skerða höfuðstólinn að raungildi. Sjóðsbréf 3. Sjóðsbréf 3 eru vaxtarbréf og afar hagstæð þeim sem vilja varðveita fjármuni sína og ávaxta í skamman tíma. Þau er hægt að innleysa hjá yiB án nokkurs kostnaðar. Ávöxtun Sjóðsbréfa 3 hefur jafngilt9-10% ársvöxtumyfir verðbólgu og þau er hægt að kaupa íyrir hvaða upphæð sem er. Skipting eigna verðbréfasjóða VIB 1. september 1988: SJÓDUR 1: Bankabréf 19% Rtkisskuldabréf 25 % Skl/r. sveilarfélaga 8% Skbr. traustra fyrirleekja 48% SJÓDUR2: tíankabréf 35 % Ríkisskuldabréf 18% Slibr. traustrafyrirtœkja 47% SJÓDUR3: Bankabréf 48% Ríkisskuldabréf 11% Sltbr. svátarfélaga 8% Sklrr. trnuslmfyrirtækja 33% LEYFUM SPAIUFENU AÐ VAXA! VIB * VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármula 7, 108 Reykjavik. Síml68 15 30 NATO-ríki jaftii betur byrðunum Framlag íslend- inga óbreytt Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EKKERT þykir benda til þess að aðildarríki Atlantsha&bandalags- ins geti í náinni framtíð dregið úr framlögum til varnarmála. Að sama skapi verða aðildarríkin að standa við áætlun frá 1979 um 3%. Arlega raunaukningu á framlög- um til sameiginlegra varna Evr- ópu. Svo virðist sem ísland sé eina ríkið sem ekki verður krafið um aukin framlög í einhverri mynd. William Taft IV aðstoðarvarnar- málaráðherra öandaríkjanna, sat á miðvikudag fund Atlantshafsráðsins í höfuðstöðvum NATO í Brassel m.a. til þess að ræða efni skýrslu sem unnið er að og fjallar um skiptingu óg jöfnun útgjalda til sameiginlegra vama Evrópu. Fýrirhugað er að leggja skýrsluna fyrir fund vamar- málaráðherra Atlantshafsbandalags- ins sem verður í Brussel í desember n.k. í skýrslunni verður fjallað um nauðsynleg útgjöld til þessara mála, hvemig best sé að dreifa verkefnum og ábyrgð á milli aðildarríkjanna og hvort rétt sé að breyta núverandi verkaskiptingu. Lögð er áhersla á að ekkert tilefni hafi verið gefíð til að draga úr framlögum til vamar- og öryggismála innan Atlantshafs- bandalagsins og enn síður megi að- ildarríkin hverfa frá því markmiði að auka framlög sín um 3% á næsta ári. Búist er við því að í skýrslunni verði einstökum aðildarríkjum sett markmið að því er varðar framlag þeirra til sameiginlegra vama. Verði þeim ætlað að ná markmiðunum inn- an tiltekinna tímamarka. Taft benti á að ríki sem verðu sem svarar 10—15% af þjóðarframleiðslu til þessa málaflokks hefðu hugsanlega efni á því að spara, önnur varla. Ekkert aðildarríkja NATO er nálægt því, en á hinn bóginn á talan við um Sovétríkin. Samkvæmt heimildum í Washing- ton og Brussel er gott samkomulag um það beggja vegna Atlantshafs að framlag Islendinga sé slíkt, að ekki verði farið fram á meira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.