Morgunblaðið - 08.10.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
23
Israel:
Palestínu-
menn berast
á banaspjót
Jerúsalem. Reuter.
EINN Palestínumaður féll og 14
særðust í átökum við ísrelska
herinn á hernumdu svæðunum á
fimmtudag. Talsmenn hersins
segja að tveir Palestínumenn
hafi verið myrtir þann sama dag
grunaðir um að eiga samstarf
við ísraela.
Palestínumenn segja að hermenn
hafi elt uppi gijótkastara í borginni
Nablus á Vesturbakkanum og sært
fimm manns. Einnig kom til mann-
skæðra átaka á Gaza-svæðinu. Á
fimmtudag fannst Adnan Khanfa,
27 ára gamall, látinn. Hann var að
sögn Palestínumanna bundinn á
höndum og hafði honum blætt út
vegna skotsárs á fæti. Herinn hefur
staðfest að hann hafi elt uppi
gijótkastara og fellt Khanfa en
neitar því að hafa ruðst inn í Salah
ed-Din-moskuna í Nablus eins og
Palestínumenn halda fram.
Lík Mustafa Abu, leiðtoga Pal-
estínumanna í Bidya-þorpi, fannst
illa útleikið á fimmtudag og er talið
að þorpsbúar hafi myrt hann vegna
grunsemda um að hann ynni með
Israelum. Tveir synir hans hlutu
einnig skotsár.
Lögregla hefur handtekið Pal-
estínumann sem grunaður er um
að hafa myrt Ahmed Za’arour, 25
ára gamlan, á kaffihúsi í bænum
Umm el Fahm í ísrael. Hinn látni
hafði flúið að heiman undan jafnöld-
rum sínum sem sökuðu hann um
að vinna með Israelum.
Allsheijarverkfall var á Gaza-
svæðinu í gær og fyrradag. Sam-
tökin Heilagt stríð höfðu hvatt til
þess í tilefni þess að ár er liðið síðan
kom til átaka milli fjögurra skæru-
liða samtakanna og ísraelsks leyni-
þjónustumanns.
Kosningabaráttan er nú í fullum
gangi í ísrael. í fyrradag var Kach,
flokki hins herská rabbína Meir
Kahane, bannað að bjóða fram í
kosningunum 1. nóvember. Búist
er við því að hann áfrýji til hæsta-
réttar.
Sjúkdómur
greindur með
nýrri aðferð
London. Reuter.
BRESKIR og bandariskir læknar
hafa með nýrri blóðrannsókn
stóraukið líkurnar á því að
greina fóstur í móðurkviði sem
haldin eru sjúkdómnum Downs-
syndrómi, sem einnig er þekktur
undir nafiiinu mongólismi.
Með nýju aðferðinni má greina
tvöfalt fleiri fóstur sem haldin eru
Downs-syndróm en með þeim að-
ferðum sem nú eru við lýði og fel-
ast í töku iegvatnssýna.
Downs-syndróm sjúkdómurinn er
fólginn í óreiðu á litningum fósturs-
ins sem hefur einn auka litning.
Líkur á því að kona undir þrítugt
eigi mongólíta eru 1 á móti 1.200
en 1 á móti 100 ef konan er fertug
eða eldri.
Prófessor Nicholas Ward við St.
Bartholomew sjúkrahúsið í London
sagði að rannsóknina mætti fram-
kvæma á 16. viku meðgöngunnar
og hún leiddi í ljós hvort líkur væru
fyrir því að fóstrið yrði sjúkdómnum
að bráð. Ef iíkumar reynast miklar
verður nauðsynlegt að taka leg-
vatnssýni til að ganga úr skugga
um að fóstrið sé óheilbrigt.
Greint verður frá niðurstöðum
rannsóknanna í nýjasta hefti breska
læknatímaritsins. -
í vetur bjóða þaulvanir fararstjórar Flugleiða
nýja og gamalreynda farþega velkomna til hinnar
fögru eyjar, GRAN CANARIA. Þar fara náðugir
dagar í hönd á þægilegum gististöðum, íslenskum
Kanaríförum að góðu kunnir, t.d. San Valentin
Park og Corona Blanca. Tveir nýir staðir eru
Broncemar og Barbacan Sol.
Beint dagflug til Gran Canaria:
Föstudaginn 04.11. ’88, 3ja vikna ferð
o Föstudaginn 25.11. ’88, 25 daga ferð
| Þriðjudaginn 20.12. ’88, 22ja daga ferð
I Miðvikudaginn 11.01. ’89, 3ja vikna ferð
< Miðvikudaginn 01.02. ’89, 3ja vikna ferð
í Miðvikudaginn 22.02. ’89, 3ja vikna ferð
< Miðvikudaginn 15.03. ’89, 3ja vikna ferð
Miðvikudaginn 05.04. ’89, 3ja vikna ferð
Verðdæmi: Frá kr. 52.200* á mann miðað við
þrjá saman í íbúð á BRONCEMAR í 3 vikur.
Brottför 4. nóvember.
* Staðgreiðsluverð miðað við gengi 29.8.’88. Verð án
flugvallarskatts.
Upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða,
Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni;
umboðsmenn um land allt og ferðaskrifstofurnar.
Upplýsingasfmi: 25 100.
FLUGLEIÐIR
fyrír þíg
FERÐASKRIFSTOFAN URVAl
- íólk sem kann sitl fag!
Pósthússtrœti 13 - Sími 26900
&.JFERDA..
BUmidstúdiim
FEROASKRIFSTOFAN
SOOP <TTUT<VTH< POLARIS
Aðalstræti 9, Sími: 28133 Suðurgötu 7, V_ysimi: 624040 Hallveigarstíg 1, Sími: 28388 Kirkjutorgi4 Sími622 011
FERÐASKRIFSTOFA
RAWÍS A
Feróir ®
avandí
FERÐASKRIFSTOFA
= REYKJAVÍKUR
tá
SÍMI 641522 HAMRABORG I
AÐALSTRATI 16 101 REYKJAVÍK
VESTURGÖTU 5 • HEYKJAVÍK • SÍMI 622420 SlMI 621490