Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
Sýnir í
Gallerí
Gangskör
ANNA Gunnlaugsdóttir opnar
sýningu í Gallerí Gangskör að
Amtmannsstíg 1 í dag, laugar-
daginn 8. október.
A sýningunni eru verk unnin með
akrýl á striga og harðtex. Anna
Gunnlaugsdóttir fæddist 12. júní
1957 í Reykjavík. Hún stundaði
nám við Myndlista- og handíðaskóla
íslands frá árinu 1974 til 1978 og
útskrifaðist úr málaradeild. Hún
dvaldi í París veturinn 1978—79 og
nam við listaskólann École superie-
ur des beaux arts. Arið 1981 hóf
hún aftur nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands og útskrifaðist
úr auglýsingadeild hans 1983.
Anna hélt sýningu í Gallerí Borg
1987 og aftur í janúar 1988 á
myndaröðinni „7 dagar“.
Sýningin er opin kl. 12 til 18
virka daga og frá 14 til 18 um
helgar. Lokað á mánudögum. Sýn-
ingunni lýkur 24. október.
Anna Gunnlaugsdóttir við eitt
verka sinna, en hún sýnir nú í
Gallerí Gangskör.
„Haust með Tsjekhov“
Leiklestur í Listasafninu
Kirsuberjagarðurinn eftir An-
ton Tsjekhov verður leiklesinn í
Listasafni íslands við Fríkirkju-
veg í dag og á morgun kl. 14.00.
Lesturinn er liður í dagskrá á
vegum leikhússins Frú Emilíu,
sem vill með leiklestri á helstu
verkum Tsjekhovs minnast þess
að nú í október eru liðin hundrað
ár ár frá því að Tsjekhov hlaut
Puskin-verðlaunin og tvö ár frá
því að Frú Emilía hóf starfsemi.
Verkin sem lesin verða eru Máv-
urinn, sem leiklesin var fyrir fullu
húsi um síðustu helgi, Kirsubeija-
garðurinn í dag og á morgun, Vanja
frændi verður lesin 15. og 16. októ-
ber og Þtjár systur 22. og 23. októ-
ber. Eyvindur Erlendsson stjómar
lestri allra verkanna og margir okk-
ar þekktustu leikarar eru meðal
flytjenda.
Kirsubeijagarðinn flytja: Baldvin
Halldórsson, Edda Heiðrún Bach-
mann, Ellert A. Ingimundarson,
Eiríkur Guðmundsson, Flosi Ólafs-
son, Guðjón P. Pedersen, Guðrún
Marinósdóttir, Helga Stephensen,
Jón Júlíusson, Ragnheiður Stein-
dórsdóttir, Sigurður Skúlason,
Valdimar Om Flygenring og Vil-
borg Halldórsdóttir.
Anton Pavlovitsj Tsjekhov fædd-
ist 1860 og lést 1904. Hann er eitt
mikilvirtasta leikskáld aldarinnar
og eru verk hans burðarstólpar í
verkefnavali leikhúsa um allan
heim.
Allir Ieiklestramir heíjast kl.
14.00 og aðgöngumiðasala í Lista-
saftiinu hefst kl. 12.30 sýningar-
daga.
Sýnirí
Gallerí Borg
JÓN ÞÓR Gíslason opnaði sýn-
ingu á verkum sínum í Gallerí
Borg, Pósthússtræti 9, sl.
fimmtudag.
Jón Þór Gíslason fæddist í Hafn-
arfírði 1957. Hann lauk námi frá
málaradeild Myndlista- oghandíða-
skóla íslands 1981.
Þetta er ijórða einkasýning Jóns
Þórs, en áður hefur hann sýnt í
Djúpinu 1983, Hafnarborg 1984 og
Gallerí Gangskör 1986. Einnig tók
hann þátt í sýningunni „Ungir
myndlistarmenn" á Kjarvalsstöðum
1983 og IBM-sýningunni „Mynd-
listarmenn framtíðarinnar" á Kjar-
valsstöðum 1987.
Á sýningu Jóns Þórs nú em olíu-
málverk og teikningar.
Jón Þór Gíslason myndlistarmaður.
Sýningin er opin virka daga frá 14—18. Henni Iýkur þriðjudaginn
kl. 10—18 og um helgar frá kl. 18. október 1988.
Kveðja:
Lovísa Magnús-
dóttirfrá Olafisvík
Fædd 20. nóvember 1907
Dáin 30. september 1988
í dag verður amma okkar og
uppeldismóðir kvödd hinstu kveðju
og langar okkur að minnast hennar
í örfáum orðum.
Á heimili hennar og afa okkar
og uppeldisföður, Þóijóns, sem lést
17. apríl 1979, komum við mjög
ungar. Þar ólumst við upp í stórum
hópi barna þeirra og nutum við þar
hlýju og umhyggju alla tíð.
Þegar litið er til baka er margs
að minnast. Minnisstæð eru vetrar-
kvöldin þegar hún sat með pijóna
og hlustaði á útvarpsleikrit og
passíusálmalestur, því mikið var að
gera á stóru heimili og kvöldin voru
oft hennar einu frístundir. Þá 'var
notalegt að sitja hjá mömmu.
Alla sína tíð átti hún við mikið
heilsuleysi að stríða og fundum við
þá best hvað mikið vantaði þegar
hún þurfti að dvelja langtímum
saman á sjúkrahúsum. Bjartsýni
hennar og dugnaður var okkar
styrkur.
Eftir að við fluttum að heiman
var alltaf jafn gott að koma heim.
Við kveðjum mömmu með þeim
sálmum sem hún kenndi okkur:
Bænin má aldrei bresta þig.
Búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að drottins náð.
Vaktu minn Jesú, vaktu í mér.
Vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson)
Hjördís og Hafrún
Minninsr:
____C2
Bjami Þórarins
son eirsmiður
Bjami Þórarinsson eirsmiður lést
25. september sl. Hann var fæddur
12. júlí 1915 og var því 73 ára að
aldri. Bjami ólst upp í Vesturbæn-
um hjá vönduðum foreldrum. Hann
lærði eirsmíði hjá Vélsmiðjunni
Héðni skammt frá fæðingar- og
uppeldisstað og starfaði þar alla
sína starfsævi. En hann var hættur
störfum fyrir nokkru er hann lést.
Bjami var kunnur fyrir hæfni
sína í starfi og lét ekki frá sér fara
verkefni nema þau væm sem best
úr garði gerð. Hann leiðbeindi
mörgum ungum nemum varðandi
smíði og reglusemi og eiga margir
honum þakkir að gjalda í því efni.
Bjami var stéttvís maður og starf-
aði mikið og vel fyrir stéttarfélag
sitt Félag jámiðnaðarmanna.
Hann var fjármálaritari í stjóm
félagsins í tólf ár 1944-1955 og
félagslegur endurskoðandi frá 1957
til 1987. Við andlát hans þakka
vinnufélagar og stéttarfélagar
Bjama honum góð störf, vinsemd
og tryggð við stéttarfélagið. Góður
og vandaður félagi er fallinn frá.
Við minnumst hans með virðingu
og þakklæti.
Eg votta eftirlifandi konu hans,
bömum og bamabömum samúð við
andlát hans.
Guðjón Jónsson.
Garðabær
Happadrætti
Sjálfstæðisflokksins
Tekið verður á móti greiðslum í sjálfstaeðishúsinu Lyngási 12 laugar-
daginn 8. október kl. 13.00-15.00.
Vinsamlegast hafið gíróseðlana með.
Stjórn sjálfstœðisfólags Garðabæjar.
AKUREYRI
Sjálfstæðiskvenna-
félagið Vörn
Hádegisverðarfundur veröur laugardaginn
8. október kl. 12.00 á Hótel KEA.
Gestur fundarins: Tómas Ingi Olrich.
Seyðisfjörður
- bæjarmál
Sjálfstæðisfélagið
Skjöldur boðar til
almenns félags-
fundar í Frú Láru
laugardaginn 8.
október kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Bæjarmálefni.
Bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins á
Seyðisfiröi, Guð-
mundur Sverrisson og
2. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á
Austurlandi, sem haldinn verður I Neskaupstaö 15. október.
Stjórn Sjálfstœðisfðlagsins Skjaldar á Seyðlsfirði.