Morgunblaðið - 08.10.1988, Page 51
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
51
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ
Bjami Sigurðsson mun ekki leika með íslendingum gegn Tyrkjum i Istanbul.
Bjarni ekki
með í Istanbul
Sex landsliðsmenn fara ekki til Tyrklands
BJARNI Sigurðsson mun ekki
leika með íslenska landsliðinu
í Tyrklandi á miðvikudaginn.
Hann kinnbeinsbrotnaði í leik
með Brann um síðustu helgi
og gefur því ekki kost á sér.
Þó er hugsanlegt að hann leiki
með í A-Þýskalandi. Guðmund-
ur Hreiðarsson fer út með
landsliðinu í stað Bjarna.
Landsliðið leikur tvo leiki á
næstu dögum, gegn Tyrkjum í
Istanbul 12. október og gegn A-
Þjóðveijum i Berlín 19. október.
Sex landsliðsmenn fara ekki með
til Tyrklands. Viðar Þorkelsson og
Pétur Ormslev gefa ekki kost á sér
og Sigurður Grétarsson og Sigurður
Jónsson eru meiddir. Þeir verða
líklega með gegn A-Þjóðveijum í
Berlín eftir tíu daga og eins Asgeir
Sigurvinsson sem gefur ekki kost
á sér í leikinn gegn Tyrkjum.
Hópurinn sem fer út er skipaður
eftirtöldum leikmönnum (Nafti, fé-
lag og ijöldi landsleikja.)
Markverðir:
Priðrik Friðriksson, B1909.......14
Guðmundur Hreiðarsson, Víkingi....1
Aðrír leikmenn:
ÁgústMár Jónsson, KR.............18
Amljótur Davíðsson, Fram..........3
Amór Guðjohnsen, Ánderlecht......26
Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart...41
Atli Eðvaldsson, Val.............54
GuðmundurTorfason, Genk..........15
Guðni Bergsson, Vai..............22
Gunnar Gísiason, Moss............37
Halldór Áskelsson.Þór............21
Ólafur Þórðarson, ÍA.............26
Ómar Torfason, FVam..............33
Ragnar Margeirsson, ÍBK..........34
Sigurður Grétarsson, Luzem.......21
Sigurður Jónsson, Sheffield Wed..16
Sævar Jónsson, Val...............46
Þorvaldur Örlygsson, KA...........7
HANDKNATTLEIKUR
Atli leikur með
Granollers í vetur
Hefurfengið grænt Ijós frá HS(
ATLI Hilmarsson mun leika
með Granollers á Spáni í vet-
ur. Framkvæmdastjórn HSÍ
ákvað í gær að veita undan-
þágu frá reglum sínum um
leikmannaskipti og því getur
Atli leikið með liðinu í vetur.
Atli samdi við Granollers í
ágúst, skömmu eftir að
frestur til að tilkynna félagaskipti
rann út. Atli hefði því átt að fá
sex mánaða bann en framkvæma-
stjóm HSÍ ákvað á fundi sínum
að veita honum undanþágu.
Atli, sem lék með Fram í fyrra,
heldur til Spánar á sunnudaginn
og leikur fyreta leikinn með liðinu
á miðvikudaginn. Það er opnunar-
leikurgegn frönsku meistumnum.
Fyrsti leikurinn í deildinni er svo
23. október.
„Ég er að sjálfsögðu mjög
ánægður enda óþægilegt að hafa
þurft að bíða svo lengi eftir svari,"
sagði Atli í samtali við Morgun-
blaðið. „Það hefði verið mjög
Atli Hilmarsson mun leika með
Granollers á Spáni í vetur.
slæmt að fara út án þess að getað
spilað."
Spánveijar féllu í B-keppni
ásamt íslendingum og því verður
gert hlé á deildakeppninni í febrú-
ar. „Ég gef kost á mér í B-
keppnina og Spánveijamir hafa
samþykkt það enda sjálfir í B-
keppninni. Það hefði hinsvegar
verið vandamál ef þeir hefðu hald-
ið sér í A-keppninni,“ sagði Atli.
Tveir útlendingar mega leika
með liðum i spænsku deildinni.
Fyrir vom Svíamir Per Karién og
Peder Jarphag. Atli mun taka
sæti Járphag sem hefur ákveðið
að fara aftur heim til Svíþjóðar.
Fjórir spænskir landsliðsmenn
em í liðinu, markvörðurinn Jaime
Fort Mauri og útileikmennimir
Ricardo Marin, Mateo Lammbe
og Jaime Rofes. Liðið haftiaði í
3. sæti í spænsku deildinni í fyrra
og hefur sett markið hátt fyrir
veturinn.
Það verða því tveir íslendingar
sem leika á Spáni því Kristján
Arason mun leika með. Teka í
vetur.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Franrb'ð Bogdans óljós
Stjóm HS( hefur ákveðið að kalla saman nefnd til að fara ofan
í saumana á landsliðsmálum
FRAMTÍÐ Bogdan Kowalczyk
meö íslenska landsliðinu er
enn óljós. Eins og komið hefur
fram í Morgunblaðinu þá sam-
þykkti landsliðsnefnd Hand-
knattleikssambands ísland á
fundi á miðvikudaginn, tillögu
þess efnis að Bogdan yrði
áfram með liðið fram yfir B-
keppnina í Frakklandi. Lands-
liðsnefndin ræddi við Bogdan,
sem gaf ekki ákveðið svar, en
tók vel í ósk landsliðsnefndar-
innar.
Stjóm HSÍ kom saman á fundi
á fimmtudagskvöld í beinu
framhaldi af viðræðum landsliðs-
neftidar og Bogdans. Þar var engin
ákvörðun tekin um ráðningu lands-
liðsþjálfara. Stjómin ákvað að taka
sér tveggja vikna frest - áður en
endanleg ákvörðun verður tekin um
landsliðsþjálfarastarfið. '
„Það var ákveðið að flýta sér
rólega - skoða landsliðsmálin frá
öllum hliðum og kanna hvað fór
úr skorðum í sambandi við undir-
búning landsliðsins fyrir ÓL í Seo-
ul, þar sem dæmið gekk ekki upp,“
sagði Guðni Halldórsson, frarn-
kvæmdastjóri HSÍ í viðtali við
Morgunblaðið í gær.
Stjóm HSÍ akvað að kalla saman
þriggja manná nefnd sér til ráðu-
neytis, til að fara ofan í saumana.
„Það verður kallað á leikmenn og
rætt við þá um málið. Ég reikna
með að niðurstaða liggi fyrir eftir
, tvær vikur,“ sagði Guðni Halldórs-
son.
Um helgina
Körfuknattleikur:
Laugardagur:
Léttir og Víkvetji mætast í 1. deild
karla í Hagaskólanum kl. 15.30.
Á Egilsstöðum eigast við UÍA og
UMFS kl. 14 og á sama tíma
Reynir og UMFL í Sandgerði. Þá
mætast KR og Njarðvík í 1. deild
kvenna kl. 14 í Hagaskólanum.
Sunnudagur:
ÍR og Tindastóll mætast í Selja-
skólanum kl. 14 í úrvalsdeildinni.
Þrír leikir eru kl. 20. Á Akureyri:
Þór-ÍS, í Grindavík: Grindavík-
Njarðvík og í Hagaskólanum:
KR-Haukar. Einn leikur er í 1.
deild kvenna. ÍR og Haukar mæt-
ast í Seljaskólanum kl. 15.30.
Handknattleikur:
Laugardagur:
Afturelding og Þór leika að
Varmá í 2. deild karla kl. 14. HK
og ÍR mætast kl. 15.15 t Digra-
nesi í 2. deild kvenna og á sama
stað UBK og Þróttur kl. 16.30. f
3. deild karla leika UBK b og
Þróttur kl. 14 í Digranesi.
Sunnudagur:
Armann og Þór mætast í Laug-
ardalshöll kl. 14 í 2. deild karla.
Á sama stað leika Fylkir og ÍS í
3. deild karla kl. 15.15.
Mánudagur:
f Seljaskóla eru tveir leikir. ÍR
og ÍH leika f 2. deild karla kl. 20
og ÍR og Afturelding í 2. deild
kvenna kl. 21.15.
Golf:
f dag kl. 14 verður Bændaglíma
Golfklúbbs Reykjavíkur en henni
var frestað um stðustu helgi.
Á sunnudaginn verður fjáröfl-
unarmót. Leiknar verða 18 holur.
HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN
KNATTSPYRNA
Island í riðli með
Sviss, Austurríki
og Egyptalandi?
Búið að skipta liðum eftir styrkleika
BÚIÐ er að skipta liðum eftir
styrkleika fyrir B-heimsmeist-
arakeppnina í Frakklandi í
febrúar. íslendingar eru f 1.
styrkleikaflokki, ásamt Spáni,
V-Þýskalandi og Póllandi. Það
er því öruggt að íslendingar
lenda ekki í riðli með þessum
þjóðum.
Sextán lið taka þátt í keppninni
og er þeim skipt í ijóra flokka.
Síðan verður dregin ein þjóð úr
hveijum flokki og þannig myndaðir
Qórir fjögurra liða riðlar.
Hér fylgir styrkleikaskiptingin:
1. ísland, Spánn, Pólland og V-
Þýskaland.
2. Rúmenía, Sviss, Danmörk og
Frakkland.
3. Noregur, Búlgaría, Ameríka og
Austurríki.
4. Holland, Asía, Egyptaland og
Ameríka.
Bandaríkin munu líklega taka
sæti Ameríku í 3. flokki og Kúba í
4. flokki. Asíuþjóðin í 4. riðli verður
að öllum líkindum Japan.
Besta og versta
Riðlaskiptingin kemur til með að
skipta mikla máli. Besta útkoman
fyrir íslendinga væri líklega að fá
Sviss eða Frakkland úr 2. flokki,
Austurríki eða Bandaríkin úr 3.
flokki og Egyptaland eða Holland
úr 4. fiokki.
Það versta væri hinsvegar að fá
Rúmeníu eða Danmörku úr 2. flokki
Búlgaríu úr 3. flokki og Japan eða
Kúbu úr 4. flokki.
Sexliðf úrslR
Þijú efstu liðin úr hveijum riðli
fara áfram í milliriðla og taka stig-
in úr riðlakeppninni með sér. Það
verða því tveir sex liða milliriðlar
og efstu liðin í hvorum riðli leika
til úrslita. Liðin sem hafna í 2. sæti
í milliriðlunum leika svo um 3.-4.
sæti osfrv.
Sex lið fara upp í A-keppnina.
Fimm efstu liðin og næsta Évrópu-
þjóð. Ef Kúba lenti t.d. í 6. sæti
og Frakkland í 7. sæti, þá færu
Frakkar upp.
Riðlakeppnin verður í §órum
borgum og fslendingar munu leika
fyrstu leiki sína í Cherbourg, Nant-
es, Belfort eða Grenoble. Milliriðl-
amir verða svo í Marseille og
Strassbourg og úrslitin í París.
Hvar íslendingar leika og hveij-
um þeir mæta kemur þó ekki í ljós
fyrr en í lok október er dregið verð-
ur í riðla.
Stórleikir í
2. umferð
PSV Eindhoven
mætir Porto
jr
Igær var dregið í 2. umferð
í Evrópumótunum f knatt-
spymu. Tvö af frægustu liðum
Evrópu drógust saman í Evrópu-
keppni meistaraliða, Porto frá
Portúgal og PSV Eindhoven frá
Hollandi.
PSV Eindhoven er Evrópu-
meistari í knattspymu en Porto
sigraði í keppninni 1987. Þetta
er því stórleikur og bæði lið
heldur óhress með útkomuna.
Anderiecht, lið Amórs
Guðjohnsen, dróst gegn öðm
belgísku liði í Evrópukeppni bik-
arhafa, Mechelen, sem er núver-
andi Evrópumeistari bikarhafa.
Mónakó sem sló Valsmenn
út dróst gegn Club Bmgge frá
Belgíu og Barcelona, sem sigr-
aði Fram f Evrópukeppni bikar-
hafa, mætir Lech Poznan frá
Póllandi. Þá mun Ujpesti Dosza,
liðið sem sló Skagamenn út,
mæta Bordeaux frá Frakklandi.
Spænsku meistaramir Real
Madrid mæta pólska liðinu
Gomik Zabrze í 2. umferð Evr-
ópukeppni meistaraliða.