Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988
MEMMIRMIR A HEILSUVAKTIMMI______
Hver segir að mann eigi
ekki að verkja af og til?
eftir llrði Gunnarsdóttur
ÓLAFUR
ÓLAFSSON
LANDLÆKNIR
í rúm sextán ár hefúr Ólafúr Ólafsson gegnt
starfi Iandlæknis. Starfi sem hann segir vera
rétt eins og öll önnur og ekki sé sitt að dæma
hvernig til hafi tekist. Hann er lítið fyrir að
ræða um sjálfan sig, kýs heldur að tala um
starfið og hlutverk landlæknis. Segir að á
æskuheimili sínu hafi verið vaninn að tala
frekar um málefni en mannfólk. Hann bætir
því þó við, meira í gamni en alvöru, að hann
sé varla mikið frábrugðinn löndum sínum;
þeir séu nokkuð vinnusamir, raungóðir og
bjartsýnir, dálítið óraunsæir og alls ekki
fúllkomnir. Talið berst vítt og breitt um
heilbrigðiskerfið og m.a. að heilbrigði
landans. Ólafúr segir að vissulega hafi tekist
að vinna á mörgum skæðum sjúkdómum en
aðrir hafi skotið upp kollinum í staðinn. Því
spyrji hann sjálfan sig stundum að því, hver
segi að mann eigi ekki að verkja af og til?
Morgunblaðið/Sverrir
lafur er fæddur
11. nóvember 1928 'í Reykjavík,
sonur Ólafs Bjamasonar bónda og
Ástu Ólafsdóttur. Hann er þriðji í
röð fímm systkina; ijögurra bræðra
og einnar systur og er alinn upp í
Brautarholti á Kjalarnesi. Ólafur
gekk í barnaskólann á Klébergi, í
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og
fór síðan í máladeild Menntaskólans
í Reykjavík. Þaðan útskrifaðist
hann 1948. Úr MR lá leiðin beint
í læknadeild Háskóla íslands. „Ekki
veit ég hvað réði því að ég valdi
læknisfræðina, því mér datt t.d. í
hug að fara í bókmenntir. En það
eru þó nokkrir læknar í báðum
ættum og það kann að hafa ráðið
einhvetju um valið.“
Tilviljun að ég sit hér
Ólafur lauk námi frá Háskóla
íslands í febrúar 1957 og fór þá
þegar út til framhaldsnáms. Hann
segir að þá þegar hafi verið ljóst
að hann færi í lyflækningar. Á
kandídatsárinu hafí hann kynnst
öllum greinum læknisfræðinnar og
fundist lyflækningar eiga ágætlega
við sig. „Eg heyrði einu sinni sagt
í gamni að geðlæknir vissi lítið og
gæti lítið, skurðlæknir vissi lítið en
gæti mikið og lyflæknir vissi mikið
en gæti lítið.“
Olafur fór fyrst til Danmerkur;
var í Hróarskeldu í hálft ár og í
eitt og hálft ár í Kaupmannahöfn.
Þaðan fór hann svo til Eskilstuna
og Stokkhólms; hélt áfram námi í
lyflæknisfræði og hjartasjúkdóm-
um. Hann starfaði frá 1962-1964
hér heima en var svo ráðinn til að
stjórna heilsufarsrannsóknum í
Eskilstuna. Einnig var hann aðstoð-
arlæknir við hjarta- og lungnadeild
Karolinska sjúkrahússins í Stokk-
hólmi í tæp þrjú ár. Ólafur er sér-
fræðingur í lyflæknisfræði og
hjartasjúkdómum og fluttist heim
1967 með hálfs árs viðkomu í Lon-
don þar sem hann nam faralds-
fræði og hjartasjúkdóma. Ólafur
var ráðinn yfirlæknir Hjartavemdar
1967 og því starfi gegndi hann til
1972 er honum bauðst staða land-
læknis. „Það er algjör tilviljun að
ég sit í þessum stól nú. Áður en
lagt var að mér að sækja um stöðu
landlæknis, hafði það ekki einu
sinni hvarflað að mér.“
Ferðalög-in mikil skemmtun
Ólafur er kvæntur sænskri konu;
Ingu Falck Ólafsson og eiga þau
fimm böm. Það elsta er 27 ára og
yngsta átján. Áður átti Ólafur tvo
syni; 31 og 33 ára. Bamabömin
eru orðin fjögur og eru oft heima
hjá afa og ömmu á Grenimelnum.
Konu sinni kynntist Ólafur á
námsámm sínum í Svíþjóð en hún
er hjúkrunarfræðingur. Olafur segir
það enga tilviljun að svo margir
læknar giftist hjúkrunarkonum, þó
hjónaband þeirra sé ekki eftir for-
skrift hinna alþekktu læknasagna.
Kona sín hafí veitt sér ómælda hjáip
í starfinu. Önnur dætranna er
hjúkrunarfræðingur og hin í hjúkr-
unarnámi en synirnir hafa ekki fet-
að í fótspor föðurs síns. Einn er í
kaupsýslu, annar lögfræðingur,
þriðji er tölvufræðingur og tveir
yngstu stunda nám við MH og
Verslunarskólann.
Frítímanum segist Ólafur helst
vilja veija með fjölskyldunni. „Ég
þarf að mæta á margar ráðstefnur
og fundi og reyni því að verja þeim
tíma sem eftir er heima. Trúlega
tapa ég vinum á slíku en ég hef
mjög gaman af því að hitta kunn-
ingja og vini. Kirkjusókn mín er
ekki mikil; ég sagði einhvern tíma
fyrir löngu þegar ég var spurður
um trúarafstöðu mína; að sjómenn
teldu að guð væri með þeim ef þeir
veldu sér góðan kaptein.
Ég ferðast mikið, sérstaklega
vegna starfsins en ég hef einnig
ferðast víða með fjölskyldunni.
Ferðalög eru mér mikil skemmtun,
aðallega innanlands og ég á mér
marga uppáhaldsstaði. Eg get nefnt
Borgarfjörð eystri, Höfn í Homa-
firði, Brautarholt og Rauðasand.
Lesturinn
aðaltómstundagamanið
Ég les mikið og hef alltaf gert.
Tel það mitt aðalfrístundagaman.
Einu sinni batt ég inn bækur og
fer kannski í það aftur þegar ég
hverf frá skrifborðinu. Ég er alæta
á bækur; hef mjög gaman af sögu.
Síðasta bókin var The Rise and
Fall ofthe Third Reich eftir William
Shirer og ágæt bók um Andrés önd
sem ég las fyrir dótturson minn.
Nú svo lít ég stundum i' Njálu, til
þess að vera sannur íslendingur,
þó ég standist Hrafnkeli vini mínum
á Vífílsstöðum ekki snúning. Mér
finnst afþreying í að lesa sögu, svo
ég lít sjaldan í reyfara. Ég reyni
að fylgjast með bókum um þjóðleg-
an fróðleik og áður fyrr las ég allt
sem kom út frá höfundum á borð
við Sinclair Lewis, Hemingway,
Durell, O’Hara og Steinbeck.
En eftir að ég fór að vinna sem
læknir hefur tíminn til lestrar
minnkað og ég þekki ekki alla þessa
nýju höfunda. Ef ég lít á bókaskáp-
inn sé ég að allt fram að 1965
náði ég að fylgjast sæmilega með
því sem kom út, t.d. á ensku, en
núna eru miklar gloppur í bókasafn-
inu. Fagbækurnar hafa jrfirtekið
mikið af þeim tíma sem ég ver í
bóklestur, t.d. les ég töluvert um
uppeldisfræði en það er líklega 30
árum of seint. Því miður tek ég
vinnuna ansi oft með mér heim, þó
það sé minna en áður.
32 símtöl á einu kvöldi
En landlæknisembættið er þess
eðlis að mér ber að sinna erindum
hvenær sem er, jafnvel utan „vinnu-
tíma“. Embættið snertir mikið sam-
skipti lækna og sjúklinga, sinnir
faglegu eftirliti og öllum kærum
og kvörtunum sjúklinganna. Það
líður varla kvöld án þess að ekki
sé hringt í mig út af einhveiju varð-
andi vinnuna. Kvöld eitt fyrir um
tíu árum taldi konan mín 32 símtöl
frá klukkan átta til miðnættis."
Ekki segist Ólafur þó hafa hug-
leitt að fá sér leyninúmer. „Mér
finnst ég einfaldlega ekki geta gert
slíkt. Því miður eru sumir læknar
með leyninúmer en ég tel slíkt óeðli-
legt. Það getur alltaf eitthvað kom-
ið upp á hjá sjúklingum þeirra, svo
þeir þurfi að ná í lækninn. Lækna-
félag Reykjavíkur styður mig í þess-
ari baráttu en ég veit ekki hvort
mér hefur orðið nokkuð ágengt. Það
þýðir ekkert að hugsa um það hvort
ég verði þreyttur á þessu, þvi ég
þigg mín laun fyrir.
Eg heyri fólk oft tala um að
ekkert þýði að kvarta yfir meintum
mistökum lækna. En það er ekki
rétt. Árin 1980-1986 bárustum 350
kvörtunar- og kærumál og í 50
málum voru læknar áminntir, sjúkl-
ingum dæmdar bætur eða fallist á
að um mistök hafi verið að ræða.
Kvartanir verða oft út af misskiln-
ingi.
Tannlæknaþjónustan dýr
Af könnunum að dæma virðist
almenningi yfirleitt falla heilbrigð-
isþjónustan vel enda er aðgangur
fólks að góðri læknisþjónustu ekki
háður efnahag. Ýmislegt má þó
færa til betri vegar, t.d. þjónustu
tannlækna. Hún er dýr og tann-
vemd hefur ekki náð að festa ræt-
ur. Að þessu leyti erum við eftirbát-
ar nágrannaþjóðanna sem þó búa
við svipað tryggingakerfí og við.
Fé skattborgaranna er ekki varið
af nægilegri hagsýni og mætti þar
nefna lyfjamálin. Ríkið greiðir 80%
af lyfjakostnaði. Lyfjaframleiðend-
ur hafa mestan hag af að kynna
dýrustu lyfin. Þau eru vitanlega
mest keypt og skattgreiðendur
borga möglunarlaust.
sjá nœstu opnu