Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 40
40 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 Afi og amma í Háu-Kotey, Ámý Eiríksdóttir og Sigurbergur Einarsson. stang á mannmörgu og tjörmiklu heimili. Afi var frábær lesari, fór ákaf- lega vel með það sem hann las, hvort sem um var að ræða guðsorð eða annað, og hafði sjálfur mikla nautn af því. Eins var það í frá- sögn, þegar hann sagði sögur af atvikum úr lífí sínu. Hann var fram- úrskarandi sagnamaður og sagði sögurnar með sérstökum stílsmáta, meitluðum tilsvörum og listrænni stígandi. Hversu oft sem þessir gömlu sagnamenn sögðu sömu sögu, þá sögðu þeir hana ævinlega orðrétt með sama hætti. Enda var það þáttur í uppeldinu að taka eft- ir. Það var biýnt fyrir ungum sem öldnum. Og hefðu menn ekki rétt eftir það sem hermt var uppá ein- hvern, þá voru þeir rækilega stimpl- aðir. Ef einhver átti til dæmis að flytja skilaboð og hafði þau ekki rétt eftir, þá var það ekki gáfna- merki. Amma kunni ógrynni af sögum og kvæðum og var óspör á að tala við litla dóttursoninn, hvar sem þau voru stödd og hvernig sem á stóð. Henni féll aldrei verk úr hendi, en ævinlega hafði hún tóm til að tala ingu fyrir því, að jafnvel fóstur skynjaði umhverfi sitt. Konan átti ekki að verða fyrir geðshræringu eða ótta. Yrði mönnum á að bölva þarsem vöggubarn var fyrir, var ævinlega 'hætt ^við: „Guð blessi barnið." Það mátti ekki hrína á barninu þarsem ljótt var haft á munni. Þó Koteyjarheimilið væri skínandi fátækt var þar mikil og einlæg gleði, söngur og sagnalestur á kvöldin, en í vökulokin var kyrr- lát stund með hugvekju og sálma- söng. Húslestrar voru undantekn- ingarlaust á hveiju vetrarkvöldi og auk þess á sunnudögum og öðrum helgum dögum. Helgi sunnudagsins var strang- lega virt. Þá mátti ekki slíta blóm. Væri ekki messað í sóknarkirkjunni var húslestur á hádegi. Postillan var mikil bók og tignarleg í augum drengsins. Helgin sem fyllti bað- stofuna undir húslestrum varð hon- um ógleymanleg. Þó hann skildi ekkert sem farið var með og þættu lestramir stundum nokkuð langir, þá lifði hann helgina. Og fyrir þetta lúna fólk, sem var hálfdrepið af erfiði, var sunnudagshelgin ekki 060MMII NÝKOMIN er út hjó bókaforlaglnu Setbergi bók Siguröar A. Magnússonar, Sigurbjörn biskup — JEvi og starf, sem samin var í samróöi viö Sigurbjörn og aö nokkru byggð ú viðtölum viö hann. Meö góöfúslegu leyfi höfundar birtir Morgunblaöiö upphaf annars kaf la bókarinnar, sem ber yf irskrif tina „Hjá afa og ömmu". Sigurbjörn í nýjum vaðstígvélum við hlið föður síns. Iöndverðu þýddist snáðinn ekki fólkið hjá afa og ömmu og veittist mjög erfítt að jafna sig. Hann átti greini- lega ekki heima í Kotey og tók töluverðan tíma að hann yrði með sjálfum sér í hinu nýja heimkynni, sem þó var honum alls ekki ókunnugt, því á fyrsta ári hafði hann verið sendur þangað í nokkurra vikna fóstur þegar mjólkurþurrð varð hjá Stein- smýrarhjónum. Þegar frá leið lagaðist þetta, en það merkilega var að hann þýddist afa á undan ömmu. Kann það að hafa stafað af því, að afí hafði ver- ið tíðari gestur á Steinsmýri en amma, og svo fann hann hjá honum styrk sem hann ómeðvitað leitaði að. Hér kann líka að hafa verið að verki sá leyndardómur, sem er al- gengur hjá bömum, að þau þýðast ekki endilega þá sem vilja láta vel að þeim. Amma vildi náttúrlega ganga drengnum í móðurstað tafar- laust, en hann samþykkti ekki þau hlutverkaskipti umsvifalaust og sýndi henni mótþróa. Afi var dulari og hlutlausari, bæði sjálfrátt og ósjálfrátt, og lét drenginn sækja á. Það átti betur við skapferli beggja. Þráttfyrir tregann og óyndið þessa fyrstu mánuði eftir harmleik- inn varðveitir drengurinn ekki neina mynd af látinni móður eftir að hann man til sín, veit einungis að hún sefur í skrítnu rúmi í kirkjunni, er reyndar ekki þar, heldur hjá Guði og Jesú Kristi í sælu og dýrð, sem er meiri en jólin og regnboginn, og veit alltaf um hann. Fyrsta minning sem drengurinn gerði sér grein fyrir síðarmeir er bundin ömmu. Hann rankar við sér á túngarði sem hann hefur skriðið eftir og pælur til beggja handa. Hann var á leiðinni suðrá ból þar- sem hann hafði grun um að amma væri í kvíunum að mjólka æmar. Hann átti að vera um kyrrt heima, en þar var enginn nema langamma sem lá í kör. Henni hafði ugglaust verið uppálagt að líta eftir snáðan- um á pallinum, en honum hafði lán- ast að komast burt frá henni og einsetti sér að fínna ömmu. Og þar kom hún að honum á garðinum, dauðskelkuðum. Einsog endranær >iar gott og traustvekjandi að hjúfra sig uppað hlýjum barmi ömmu. Ekki fékk hann bágt fyrir þetta oernskubrek eða önnur áþekk, því amma var skilningsrík og umburð- arlynd, þó hún hefði börnin sín í traustu taumhaldi. Drengurinn varð ákaflega hænd- ur að afa, bæði úti og inni. Afi var ljúfur maður og hlýr í viðmóti og sérlega eðlisbamgóður, en mjög sterkur persónuleiki og þannig manngerð, að mönnum gat staðið viss beygur af honum, ef hann vildi svo við hafa, og þurfti ekki neitt fyrir því að hafa. Síðarmeir skildi Sigurbjörn orðalagið hjá Lúther, „að óttast og elska Guð“, með hlið- I tilhugalífinu Magnea Þorkelsdóttir og Sigurbjörn sjón af afa sínum. Hér var um að ræða tilfinningu sem var samslung- in og hvorki ótti né elska, heldur samvaxin tilfínning sem yfírgnæfir hvortveggja hugtökin. Áfí þurfti ekkert fyrir því að hafa að halda sínum mörgu börnum í skefjum. Þó ólík væru, voru þáu afi og amma einstaklega samhent um allt sem þau gerðu, og átti það jafnt við um uppeldi bamanna og daglegt bú- við drenginn og uppfræða hann. Hún kenndi honum margt sem hann mundi alla ævi, ekki síst bænir og vers. Sumt gleymdist í bili, en þeg- ar það rifjaðist upp, þá sat það ótrú- lega fast. Til dæmis löngu ljóða- bænimar hans Hallgríms Péturs- sonar, bæði kvöld- og niorgun- bænimar. Amma var fyrst á fætur hvem dag sem Guð gaf. Það var þrotlaust amstur og strit, en aldrei átti hún svo annríkt að hún gæfi sér ekki tíma til að tala við krakk- ana — og þá ekki einsog óvita eða fávita, heldur einsog skynsemi gæddar manneskjur. Minningar frá frumbernskuárun- um em bundnar mikilli rósemd og mennskri hlýju, föstum guðræknis- venjum og reglubundnum húslestr- um sem hafðir voru um hönd með lotningu. Drengurinn vandist bæn- ariðkun og lærði margt utanbókar, sem með auknum skilningi á efninu varð honum dýrmætt. Passíusálm- amir urðu honum huggrónir. Sign- ingin var sjálfsögð þegar degi var heilsað og dagur kvaddur, ásamt bænargerð. Þegar hann sá regnboga var honum kennt að segja: „Friður á milli himins og jarðar, friður á milli Guðs og manna.“ Og honum var bent á samband þessara orða við Biblíuna. Og þegar hann heyrði klukknahljóm fyrir eyrum átti hann að segja: „Guð gefi mér gott kall að heyra á síðasta degi.“ Hann átti að mæta hinsta lífsdegi og efsta degi viðbúinn, en án ótta. Eitt af fyrstu boðorðum gamla fólksins var yfirleitt að hafa ekki ljótt fyrir barni. Og meiraðsegja að tala ekki ljótt eða gáleysislega í návist bams- hafandi konu. Menn höfðu tilfinn- lítils virði. Lúin andlitin mýktust og færðist yfir þau einhver annar- legur blær friðar og öryggis. Sunnudagur á hádegi: Afi tekur stóm bókina ofanaf hillu þarsem helgu bækurnar eru einar sér og enginn snertir nema hann. Dreng- urinn situr á kistli við fætur hans, allir hinir á sínum stað, djúp þögn, alger kyrrð. Nú má enginn tala nema sá sem á stóru bókina og afi hefur orð fyrir af takmarkalausri lotningu. Hann lýkur upp bókinni — ptjónamir hvíla hljóðir í kjöltu ömmu: „Lofið Drottin allar þjóðir, miklið og prísið hann, allir lýðir. Því hans miskunnsemi og trúfesti er staðföst yfir oss eilíflega, hall- elúja.“ Baðstofan er horfin, orðin að stómm geimi sem umlykur mýrina, sandinn og sjóinn, alla bæi, alla menn, og þessi geimur er einn stór lófi, hönd Skaparans. Drengurinn sá Guð oftsinnis í mýrinni fyrir sunnan bæinn og suðrá bóli, hann vissi ekki hvernig, en myndin grópaðist í vitund hans: Unglingur, skegglaus, fallegur, brosandi, í dökku fati síðu, band um mittið. Aldrei síðar átti hann eftir að sjá neina mynd sem líktist þessari. Guð var að skapa í mýr- inni, búa til þúfur og stör og rima og tala við mýrispýtuna, óðins- hanann og lóuþrælinn. Og þegar Guð hvarf var bros hans eftir. Guð var ekki alltaf brosandi. Þá sá drengurinn hann ekki fyrir sér, heldur fann til hans einhvemveginn innaní sér, djúpt inni. Það var eitt- hvað annað en bros sumstaðar í hljómfalli Passíusálmanna, í blæ föstunnar. Var Guð reiður? Eða var hann að gráta? Drengurinn heyrði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.