Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐŒ) MANNLIFSSTRAUMAR BU SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 SAGNFRÆÐI/ Engin amorsskeyti í Sögu? Þau tíökast nú hin breiðu spjótin eftir Pói Lúðvík Einarsson Aköldum vetrar- og andvöku- nóttum var tiægt að treysta á Sögu, tímarit Sögufélagsins. Saga hefur löngum verið talið virðulegt tímarit ætlað unnendum íslenskar sögu sem vilja orna sér við fræða- eldinn. Saga var „huggulegt" tíma- rit og það var ekki hægt að segja að greinar í því væru tiltakanlega gagn- rýnar eða ritdómar um útgefnar bæk- ur afskaplega harðir. Saga 1988 er öðruvísi ef grannt er skoðað og lesið, þótt auðvitað séu að vanda fræðandi upplýsandi greinar, t.d. grein Lofts Guttormsson- ar, „Uppeldi og samfélag á íslandi á upplýsingaöld. Sam- antekt á rannsókn- arniðurstöðum". Stíll ýmissa sem nú rita í Sögu er stundum í hvassara lagi, t.d. slær Árni Björnsson, þjóð- háttafræðingur, tvær flugur í einu höggi: „Almennt má segja að höfundur horfi á stráksleg stóryrði ungra kommúnista á þriðja og fjórða áratugnum með sömu grafalvarlegu augum og húmors- ieysi og t.d. Morgunblaðicf.“ (Hin „flugan“ er Óskar Guðmundsson, höfundur bókarinnar Alþýðubanda- lagið. Átakasaga. RÍMíSögu Tvær greinar munu þó trúlega vera hvað mest nýlunda í Sögu. Fyrst skal nefna grein Einars Páls- sonar, „Róm og Rangárþing". Kenningar og rannsóknaraðferðir Einars hafa verið umdeildar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Er skemmst að minnast deilna hans við heimspekideild Háskóla íslands. Á þessum vettvangi er þess tæpast kostur að gera grein fýrir rannsókn- um og niðurstöðum Einars Pálsson- ar um menningu og atgervi íslenskra fornmanna en lesendum bent á verk hans, Rætur íslenskrar menningar (skammstafað RÍM), 7 bindi útgefin á árunum 1969-1985. Eins og minnst hefur verið á í fréttum fjölmiðla eru rannsóknir RÍM Einars Pálssonar er komið til Sögu. Morgunbiaðið/Þorkeii ítalska arkitektsins P.M. Lugli um skipulag Rómaborgar taldar styrkja kenningar Einars. Þetta eru mikil tíðindi. En það eru enn stærri og merkari tíðindi að kenningar Einars hljóta þá viðurkenningu að vera birtar í svo virtu tímariti. Það fer nú um ýmsa fræðinga skólaða í heimspekideild Háskóla íslands; „villitrúin“ veður uppi. Gísli Gunnars- Björn S. son Stefánsson V erslunarsagan áfram Islensk verslunarsaga er í mikl- um móð og metum. Er skemmst að minnast bókar Gísla Gunnars- sonar, Upp er boðið ísaland, sem kom út um síðustu jól. Verslunarráð íslands styrkti m.a. útgáfu bókar- innar og bókinni var almennt vel tekið, m.a. í Morgunblaðinu. En Bjöm S. Stefánsson búnaðarhag- fræðingur tekur bók Gísla ekki vel. Hann hefur fyrr gagnrýnt niður- stöður og ályktanir Gísla. Grein Bjöms, „Forsendur og fyrirstaða nýsköpunar á 17. og 18. öld,“ er árás á ákveðna þætti í bók Gísla, einkum um gildi land- búnaðarins og and- stöðu einstakra höfð- inga við samfélags- breytingar. Hann seg- ir bókina „um of hlaðna hleypidóm- um“. Og í niðurlagi: „Auk þess sem dóm- girni einkennir verkið, vantar þar skilning nútímans á forsend- um farsællar sam- keppni.“ (Gísli er doktor í hagsögu og lektor í sagnfræði við Háskóla íslands. Þar að auki hefur hann öðm hvom starfað á pólitískum vettvangi á vinstri væng stjómmálanna. Stuðn- ingur hans við fijálsa verslun hefur þó markað honum nokkra sérstöðu. Innskot blm.). Gísli Gunnarsson er þekktur fyr- ir annað en að taka ekki á móti þegar skerst í odda; íslenskir sögu- unnendur fylgast í ofvæni með þessari sögulegu deilu. LÖGFRÆDI/Erþörf á að setja lög um óvígða sambúð? Aðlifa saman í synd Frá árinu 1970 hefur hlutfall þeirra sem velja óvígða sambúð umfram hjúskap tæplega þrefald- ast. Árið 1970 vom 4,03% af þeim sem vom í sambúð í óvígðri sam- búð, en 11,14% árið 1985. Það má benda á að þessar tölur era síst of háar þar sem ekki nýtur alltaf við opinberrar skrán- ingar þegar fólk býr saman ógift. Þessar upplýsing- eftir Davíð Þór Björgvinsson ar, ásamt öðram fróðleik, koma fram í nýútkominni bók eftir Guð- rúnu Erlendsdóttur, hæstaréttar- dómara. Ber ritið heitið Óvígð sam- búð, og undirtitillinn er: „Saman- burður á réttarreglum um hjúskap og óvígða sambúð." Það er raunar merkilegt til þess að hugsa að rétt- arreglur um óvígða sambúð skulí nú hafa unnið sér fastan sess sem sérstök grein innan lög- fræðinnar, ekki síst í ljósi þess að það em aðeins rúmlega 150 ár síðan slík sam- búð þótti synd- samleg og lágu refsingar við slíku samlífi. Eimdi reyndar enn eftir af slíkum skoðun- um framan af þessari öld. Kæmi raunar ekki á óvart þótt enn fyrir- fyndust einhveijir hér á landi sem amast við slíku. Hvað sem mönnum kann að finnast um fyrirbærið frá siðferði- legu sjónarmiði verður ekki fram hjá því horft að óvígð sambúð er Guðrún Erlendsdóttir — heild- arlöggjöf ekki nauðsynleg. TOKUM UPPI DAG KÍNVERSK LEIKFÖNGÁ GÓÐU VERÐI DÆMIi Dúkkur kr. 100,- Læknatöskur kr. 300,- Kaffistell kr. 170,- Hárþurrkur kr. 190,- Saumakassar kr. 50,- UM VERÐ: Dömusloppar kr. 700,- Herranáttföt kr. 790,- Herrasloppar kr. 1.350,- Barnaúlpur kr. 1.000,- Dömuúlpur kr. 1.500 - Ryksugur (rafhlöður) kr. 500,- Barnabelti kr. 180,- Axlabönd kr. 320,- Prjónagarn kr. 30,- Sundbolir kr. 500,- Sokkabuxur kr. 100,- Barnaburðarpokar kr. 250,- Barnanáttföt kr. 460,- Barnasloppar kr. 490,- Dömunáttföt kr. 860,- Sælgætispokar kr. 100,- Jólastjörnur kr. 550,- Jólaljósabjöllur kr. 480,- Hannyrðavörur Snyrtivörur Sportvörur Leikföng Kerti Fatnaður Jólavörur og fleira í miklu úrvali. orðin all áberandi þáttur í þjóðlíf- inu. Bæði í sambúðinni og ekki síður við slit hennar hafa risið deilur með aðilum, einkum vegna eignaskipta. Hafa dómstólar og löggjafarvaldið því orðið að láta málin til sín taka í all ríkum mæli eins og fram kem- ur í riti Guðrúnar. Það er því vonum fyrr að menn hafi velt fyrir sér þeirri spurningu hvort ástæða sé til þess að setja sérstök lög um óvígða sambúð, sem séu á einhvern hátt hliðstæð þeim lógum sem gilda um hjúskap. Sérstaklega hafa menn þá haft í huga reglur um ijármál sambúðarfólks. í bók sinni tekur Guðrún þá afstöðu að ekki sé ástæða til að setja heildarlöggjöf um óvígða sambúð. Bendir hún m.a. á að margt fólk velji einmitt slíkt sambúðarform til að forðast lögfylgjur hjóna- bandsins. Þetta fólk leggi áherslu á frelsi aðila til að ráða innbyrðis mál- efnum sínum með þeim hætti sem því þykir best henta. Vilji fólk gangast undir einhveijar reglur í þessu sambandi geti það einfaldlega gift sig. Það er sérstök ástæða til að fagna bók Guð- rúnar. Hún var um árabil dósent við lagadeild Há- skóla íslands og kenndi m.a. sifja- rétt. Bókin ber það með sér að hún er skrifuð af mikilli þekkingu á við- fangsefninu. Ekki einasta er þar að finna mjög ítarlegar upplýsingar um réttarstöðu fólks sem velur óvígða sambúð, heldur einnig rétt- arreglur um hjúskap. Til að gefa einhveija hugmynd um efni bókar- innar má nefna að þar er ítarlega fjallað um fjármál sambúðarfólks, bæði meðan á sambúðinni stendur og við slit hennar, og þær reglur bórnar saman við gildandí reglur um fjármál hjóna. Raktir em íslenskir dómar og þeir bomir sam- an við framkvæmd þessara mála í nágrannalöndunum. Þá er fjallað um ákvæði bamalaga sem snerta óvígða sambúð, svo sem faðernis- ákvörðun, forsjá barna og fram- færslureglur. Stórfróðlegur kafli er um almannnatryggingalöggjöfina og reglur lífeyrissjóða er varða fólk í óvígðri sambúð. Þá er rétt að vekja athygli á sérstökum kafla sem fjall- ar um óvígða sambúð og hjúskap í ljósi réttarsögunnar. Ég hygg að það sé fyrsta skipulega samantektin um það efni í íslenskum lögfræðirit- um og er hann því sérlega kærkom- inn. Bók Guðrúnar á eflaust eftir að gagnast mörgum. Efnistök höfund- ar benda þó til þess að hún hafí einkum haft í huga löglærða lesend- ur og lögfræðistúdenta, enda krefst fullur skilningur á einstökum atrið- um nokkurra lörgfræðilegrar þekk- ingar. Þetta ætti þó ekki að koma í veg fyrir að aðrir geti haft gagn af bókinni, einkum þeir sem vinna að málefnum íjölskyldunnar og þá ekki síður þeir sem em í óvígðri sambúð. Opið: Mánud.-fimmtud. frá kl. 10.00-18.00 Föstudaga frá kl. 9.00-19.00 Laugardaga frá kl. 11.00-16.00 MARKAÐURINN, Skipholti 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.