Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 C 21 að kona gegndi embætti for- seta sameinaðs þings. Það verða breytingar og þær eru að gerast, en konur og karlar þurfa að hafa samráð. Það eru haldnar kvennaráðstefn- ur tvist og bast og engum finnst neitt ganga. Af hverju höldum við ekki ráðstefnu með körlum líka? Við verðum að vinna saman og ekki vera alltaf í einhvers konar stríði.“ Ef þú værir að byija í pólitík nú myndirðu þá ganga til liðs við Kvennalis- tann? „Nei, það myndi ég ekki gera. Þó svo að ég meti gildi ' Kvennalistans er ég alltof flokkspólitísk til þess að starfa í slíkum samtökum. Það hefði ekki komið heim við sannfæringu mína.“ Finnst þér sektarkenndin vera sérkvenleg reynsla? „Ég veit að minnsta kosti að sú kona er varla til sem finnur ekki fyrir þeirri til- finningu í mismunandi ríkum mæli og misjafnlega oft eða lengi. Það er eins og sektar- kenndin sé innbyggð í okkur, hvað sem öllu tali um jafn- ræði ogjafnrétti líður. Konur hafa ekki varpað ábyrgð á bömum á föður, nema að vissu leyti. Þegar ég fór að vasast í félagsmálum og sett- ist í hreppsnefnd var ég oft haldin sektarkennd, og það var heldur ekki laust við að félagar mínir minntu mig á að staða konunnar væri á heimilinu. Ekki endilega af íllvilja, ég held einfaldlega að karlmenn eigi mjög örð- ugt með að skilja þessa til- finningu hjá konunni. Það getur verið að bæði það og meiri ábyrgð karla breytist með nýjum viðhorfum. Samt hættir konum enn til að geta • þesssérstaklegaogteljasig . stálheppnar ef eiginmaður- j inn er svo „duglegur“ að t hjálpa þeim að þvo upp eða ) passa börnin. Eins og það i sé eitthvað sem ÞÆR eigi . að þakka fyrir. Þetta er fár- t ánlegt þegar við hugsum út r í það. í pólitísku starfi er áberandi hvað konur eru margar gætnari og ábyrgari en karlar. Það stafar kannski af því að þeim finnst þær einlægt þurfa að sanna sig. Nú fór ég sjálf ekki að vinna utan heimilis fyrr en bömin vora komin nokkuð á legg, en samt var ég með samviskubitið á fullu. Þó vann pabbi þeirra heima við garðyrkjustörfin, svo að það var ekki eins og þau væra ein ogyfirgefin. En engar ömmur voru eins og áður. | Það hefur með öðru breyst LBFSGÆÐASNOBB ARAR „Við erum haldin minnimáttarkennd smáþjóð- ar og viljum sýna styrkleika og getu og víst ekki að ástæðulausu. Við erum menningarþjóð og það merkileg. Við erum líka lífsgæðasnobb- arar, gerum kröfur til lífsgæða sem komnar eru útíöfgar...“ kunningja. En fjölskyldulífið vill verða útundan. Þó reyn- um við hjónin að halda áskriftarmiðum okkar á Sin- fóníutónleikana, en ansi oft era sætin auð. Hvort það er þess virði? Það hlýtur að vera, annars væri maður ekki að þessu. Við getum ekki bæði sleppt og haldið. Um sætleika valdsins finnst mér ég ekki geta dæmt, ég hef ekki setið á valdastóli! Kannski finn ég til sætleika . þess að hafa áhrif, áhrif á þjóðmál og alls konar mál- efni, sem maðurtelur að verði til góðs. Það er viss ánægja fólgin í því að geta fylgt eftir málum sem maður telur að séu jákvæð og skipti máli.“ Finnst þér vera snobbað fyrir þér? „Ja, nú veit ég ekki. Þing- menn eru undir smásjá fólks og það heyrist oft að við höfum alltof hátt kaup, og gerum ekkert nema skemmta okkur á kostnað almennings og fleira í þeim dúr. En þegartil alvörannar kemur er þetta nú meira í nösunum á fólki. Kannski má segja að það sé snobbað ■ fyrir stöðunni sem slíkri." Þekkt fólk kvartar undan því að það fái aldrei að vera í friði, t.d á skemmtistöðum, því að allir þekki það. Hvað um þig? „Ég skil þessa tilfinningu, en persónulega verð ég sjald- an fyrir truflunum, enda fer ég ekki mikið á alkunna skemmtistaði. Ekki vegna þess að ég forðist fólk, frem- ur af tímaskorti og breyttum áherslum á því hvernig ég nota frístundir.“ Hvernig tilfinning er það að allir þekkja þig? Kitlandi? Hún hlær við. „Nú ætti ég" auðvitað ekki að viður- kenna það. En mér finnst það þægileg tilfinning þegar ég verð vör við að fólk þekk- ir mig og sýnir mér hlýlegt viðmót. Það er snobb í okkur,“ heldur Salóme áfram hugs- andi. „Við eram aðallega í menntasnobbinu. Við erum haldin minnimáttarkennd smáþjóðar og viljum sýna styrkleika og getu og víst ekki að ástæðulausu. Við eram menningarþjóð og það merkileg. Við eram líka lífsgæðasnobbarar, gerum kröfur til lífsgæða sem komnar era út í öfgar. Allt þarf að vera svo stórkostlegt og fínt. Allt tipptopp og fínt, fínni bílar en hjá nágrannan- um og allt það. Þetta er land- lægt og við getum ekki við- urkennt að við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti.“ Era konur til uppfyllingar og skrauts á listum flokk- anna og nú í embættum þingsins eða finnst þér að menn hugsi út í að verðleikar ráði? „Ég hika ekki við að segja að fram að þessu hafa konur ekki fengið mörg tækifæri, þeim hefur verið haldið niðri. Þó hefur orðið breyting á þessu, meðal annars með til- komu Kvennalistans, hann hefur verið áminning til karla um að sinna kalli tímans. Við sem vinnum í blönduðum flokkum viljum þó ekki fallast á að það eigi að taka konur framyfir ein- göngu vegna kynferðis. Ég er eindregið á því að best sé að karlar og konur starfí saman, en það breytir því ekki að í forystustörfum inn- an flokkanna hefur konum verið haldið niðri. Minn flokkur var á undan sinni samtíð með því að velja fyrst- ur konur í embætti forseta neðri og efri deilda Alþingis og konur í ráðherrastóla. Við hefðum getað haldið þessu framkvæði. Því olli það von- brigðum þegar því var hafn- að af þingflokknum fyrir ári og ég held ekki að það sé rómanrík og tjara hvað það hafði mikið uppeldislegt gildi að 3. kynslóðin væri á heimil- inu. Bamaheimilin voru heima. Nú er ég ekki að tala um að við eigum að snúa aftur eða gera kröfu til þess. að afar og ömmur taki að sér uppeldið. Það sem ég held að sé vont er hversu samband við barnabörn er oft yfírborðskennt vegna annríkisins. Mér er óskiljan- legt hvernig konur geta unn- ið frá ungum börnum, bæði í praktísku og tilfinningalegu tilliti. Mér er fulljóst að margar konur eiga engra kosta völ en vinna frá ungum börnum, ég skil að konur vilja nota starfsmenntun sína og allt það. En það breytir ekki að þetta er óskaplegt álag. Annars eru að koma upp breytt viðhorf til fjöl- skyldu, ef ég mætti segja það svo; fjölskyldan er að komast í tísku aftur. Fólk verður alltaf að þreifa sig áfram sjálft, það þarf að reka sig á. Það kærir sig ekki um að hlusta á endalausan söng um, hvað allt hafi verið gott í gamla daga — sem það var áreiðanlega ekki allt.“ Eghefverið heppin sjálf, ég á þrjú börn og sjö barnaböm og það hefur orðið fastur og dýrmætur þáttur að börnin koma hing- að um helgar með sínar fjöl- skyldur. Ekki af skyldu- rækni, held ég, þeim þykir gott að koma og það þykir okkur vænt um. Tengda- mömmukomplexar? Nei, það held ég fráleitt, ég hef aldrei orðið vör við að tengdadætur mínar litu á mig sem ein- hvern samkeppnisaðila og ég lít ekki á þær sem slíkar. Það er mér fjarri. Hjátrúarfull. Ætli það sé ekki einhver angi af því eins og í mörgum, eins konar for- lagatrú Maður gerir ákveðna hluti og aðra ekki. Það ec. eitthvað í landinu og um- hverfínu sem við hræramst í sem þetta á rætur í. Áður og fyrram allt myrkrið og bauð upp á iðju. Einangran og einsemd kannski. Samt fínnst mér þessa gæta ekk- ert síður hjá ungu fólki, og því held ég að þetta sé ekki bara fortíðarfylgja heldur spretti meðal annars vegna umhverfisins, sem við hrær- umst í og mótar hugsunar- hátt okkar og almenna lífsskoðun.“ Mæðrabúðin Matrósafötin komin Mæðrabúðin, Bankastræti 4-, sími 1 2505.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.