Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 GUÐJON MITSUBISHI 1989 BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG HEKLAHF VERÐFRÁKR. Laugavegi 170-172 Simi 695500 537.000,- ÓLAFUR hefur þurft að færa fórnir vegna ^tarfs míns og náms, en auðvitað er það ögrun að búa við eins ólíkar aðstæður og við höfum gert. Starfið felur í sér mikil ferðalög bæði innanlands og erlendis. Ég ver dijúgum tíma í alþjóðlegt samstarf í heilbrigðismálum en af því hafa Islendingar mikið gagn. Síðastliðin fjögur ár hef ég verið formaður í norrænni nefnd sem samræmir skráningu á öllu sem varðar heil- brigðismál á Norðurlöndunum. Ný- verið tók ég svo sæti í stjóm al- næmisvarna Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar. íslendingar eru alls ekki eingöngu þiggjendur í alþjóð- legu samstarfi. Við búum yfir reynslu og þekkingu sem getur nýst öðmm þjóðum vel. Það hefur hvarflað að mér að flytjast til útlanda, t.d. að vinna að rannsóknum í Svíþjóð eða á vegum Aþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Hver veit nema ég taki einhveiju þeirra tilboða sem ég hef fengið um vinnu erlendis þó síðar verði. Ég er nægjusamur og mér hefur alla tíð liðið vel þar sem ég hef unnið. Læknisfræðin pólítísk Ég tel mig vera hamingjusaman mann. Ég hef verið lánsamur, á frábæra fjölskyldu og er við góða heilsu. Ég er trúaður en ekki kirkju- rækinn og hef séð hveiju trúin fær áorkað. Eg er einnig mikill friðar- sinni. Ég átti þátt í stofnun Sam- taka lækna gegn kjarnorkuvá og var viðstaddur þegar þau samtök fengu Friðarverðlaun Nóbels 1986. Ég hef aldrei gengið í neinn stjórnmálaflokk en á háskólaárun- um var ég í Vöku og sat í Stúdenta- ráði eins og áður segir. En ákvarðanir um hvemig standa eigi að heilbrigðismálum hljóta allt- af að vera pólitískar, læknisfræðin er í eðli sínu pólitísk. Læknar hafa undir höndum gagnmerkar upplýs- ingar um þá sem verst eru settir. Auðvitað ber þeim ákveðin skylda til að benda á það sem betur má fara. Enda er margt hugsjónafólk í heilbrigðisstéttinni. Mín hugsjón er að auka jafnrétti allra til heil- brigðis og heilbrigðisþjónustunnar. Efnaleg gæði eru ekki mikilvægust alls, heilsan er það dýrmætasta sem við eigum.“ Askriftarsíminn er 83033 Stofnanaþjónusta er dýrasti lið- urinn í heilbrigðisþjónustu en samt eru lögin á þann veg að sveitarfé- lögin sjá sér frekar hag í því að vista gamla fólkið á stofnun í stað þess að greiða fyrir heimilishjálp. Hún er þó ódýrari og mannúðlegri. Fleira mætti nefna sem farið hefur úrskeiðis og hefur valdið því að fjár- munum er sóað í heilbrigðisþjón- ustu. Ekki er þó eingöngu við stjórnmálamenn að sakast því hags- munahópar eru til innan heilbrigðis- kerfisins. Eftirlegoikindur í velferðarkapphlaupinu Frekar er lagt efnahagslegt mat á heilbrigðisþjónustu en siðferði- legt. Ennþá eru t.d. geðsjúkir af- brotamenn vistaðir í fangelsum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til úrbóta. Lögreglan á þó heiður skil- inn fyrir að sinna þessu fólki. Við höfum einnig skilið öryrkja og ein- stæða foreldra eftir í velferðarkapp- hlaupinu. Á sama tíma og flestar stéttir hafa bætt sinn hag, búa ör- yrkjar við svipaðan hag og fyrir 15-20 árum. Okkur ber einnig að hafa áhyggj- ur af minnkandi áhuga ungs fólks á heilbrigðisstörfum. Sumar starfs- stéttir virðast hreinlega vera að þurrkast út; t.d. meinatæknar. Það er nóg af læknum eins og er en útlit er fyrir gífurlegan skort á fólki í umönnunarstörf. Ungt fólk virðist ekki lengur hafa áhuga á slíkum störfum. 0g það á ekki eingöngu við hérlendis, þetta er líka vanda- mál í nágrannalöndunum. Ég tel að þetta sé ekki eingöngu sök lé- Iegra launa, þó þau eigi verulegan þátt í fækkuninni. Nú kýs ungt fólk fremur að vinna við vélar en fólk.“ Þegar Ólafur er spurður hvort hann sakni sjúklinga sinna, segir hann að sér finnist skemmtilegra að vinna með fólk en skýrslur. „Samskipti fólks við stjómendur eru mun nánari hér á landi en víða er- lendis. Þegar ég spyr kollega mína á Norðurlöndum um hversu miklum tíma þeir veiji í samskipti við fjöl- miðlafólk, skilja þeir mig ekki. Þetta er sérkenni fámenns þjóðfélags og ég vona að það breytist ekki.“ Óllokksbundinn Ólafur segist ánægður með starf- ið og þá sérstaklega starfsfólkið. „Ég hef náð í gott starfsfólk og ég væri lélegur Islendingur ef ég hefði ekki stækkað embættið mitt. Auð- vitað eru alltaf mörg ljón í veginum; peningaleysi er einn stærsti þáttur þess. Ég kvarta samt ekki undan samstarfi við stjórnmálamenn, þeir hafa að mörgu leyti staðið sig vel. Uppbygging heilsugæslu á Norðurlöndum hefur gengið einna hraðast hérlendis. En það hefur reynst erfitt að fá fé í forvamir. Við börðumst t.d. í níu ár fyrir því að bílbelti yrðu lögleidd og sektir teknar upp. Heila- og mænuskaða í bílslysum hefur fækkað um rúm 50% á þeim tíma sem liðinn er frá lögleiðingu. Það er skylda landlæknis að vera óflokksbundinn vegna þess að hann er ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í heil- brigðismálum. Hans helsta hlutverk er að sjá til þess að læknisþjónustan sé góð og allir hafi jafnan aðgang að henni. Að því Ieyti hlýt ég að vera jafnaðarmaður. Hérlendis ríkir jöfnuður, samkennd okkar er mik- il.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.