Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLABH) MAMIULIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 13 C HAGFRÆÐI/Frumvarp tilfjárlaga: einkaflipp fjármála- rábherra? ------- Föndur meÖ pappírshníf Fjárlagadagur í Bretlandi. Bein útsending í sjónvarpi hefst kl. 14.00, þjóðin bíður í ofvæni. Hátíðin hefst við embættisbústað fjármála- ráðherra við Downingstræti 11 á því, að ráðherra hefur á loft fræg- ustu tösku Breta- veldis. Óleyfilegt er að sjónvarpa frá breska þinghúsinu, á skjánum birtist því mynd af þing- húsinu með inn- felldri mynd af fjármálaráðherra. Undir ræðu ráð- herrans talar fréttaskýrandi lágum rómi og lýsir og skýrir helstu atriði ræðunnar eftir þvi sem tilefni gefst til. Og grafíska deildin í BBC fer á kostum og bregður upp línuritum og skýringartöflum jafnharðan. „Hann er nú að tala um að hækka skatta um 1 penee í pundinu," segir fréttaskýrandinn og frá vöggu þing- ræðisins heyrist „neiað“ og „æjað“, „búað“ og „bæjað“. Hávaðinn verður eins og í vöggustofu Thorvaldsenfé- lagsins. Á tveimur og hálfum tíma hefur ráðherra lagt fram frumvarp um fjárlög ásamt öllum skattabreyt- ingum ríkisstjómarinnar á næstu 12 mánuðum, þ.m.t. skattar á sígarett- ur og tóbak, námsbókargjald fyrir utan tekju- og eignarskatta einstakl- inga og fyrirtækja. Sviðið er Austurvöllur í Reykjavík, íslandi. Það á víst að leggja fram frumvarp til fjárlaga. Það er lítil stemmning í kringum fjárlög á íslandi. Jón Baldvin Hannibalsson setti á svið heilmikið „sjó“ í kringum frumvarp sitt fyrir réttu ári síðan. Endanlegir dómar um „flipp“ Jóns Baldvins fyrir réttu ári sýna að það varð hreint „flopp“ eftir Sigurð Snævarr og sannanlega ekki það kassa- stykki, sem til var ætlast. Frum- varpið átti að verða .jólabókin í ár“ og höfundur áritaði afurðina í bóka- verslun. Frumvörp til íjárlaga eru marklaus plögg og hrein „einka- flipp" fjármálaráðherra, þar sem aðalatriðið er að sýna tekjuafgang og aukaatriði hvort forsendur geti staðist. Undirbúningi ijárlaga er stórkostlega ábótavant. Fjárlaga- vinnan byxjar alltof seint, er ekki nógu markviss og samstarf við ein- stakar stofnanir er ekki nægjanlegt. Af þessu sökum eru margar spam- aðartillögur í rekstri ríkisstofnana vindhögg ein og koma aldrei til fram- kvæmda. Niðurskurðarhnífurinn frægi er í reynd ekkert annað en pappírshnífur. Framkvæmd Ijárlaga hefur verið í molum, eins og aukafl- árveitingar undanfarimía ára vitna um. Núverandi fjármálaráðherra segir stoltur, að aldrei hafí verið gert ráð fyrir jafn miklum tekjuafgangi í fmmvarpi til fjárlaga. Við í hag- fræðidálknum óskum ráðherra til hamingju með þann „árangur" og óskum honum velfarnaðar í starfi. Hins vegar er hollt að riija upp fyrir- ætlanir og hver reynd hefur verið á síðustu ámm. Þessi tafla um orð og efndir talar sínu máli og vart þarf að hafa öllu fleiri orð um það, hvers vegna fjár- lagaframvarp er marklítið plagg. Geltir en bítur ekki. Starfsskilyrði sljómmálamanna á íslandi hafa versnað til muna á síðari ámm. Það er ekki lengur hægt að skella skuldinni á fyrrver- andi ríkisstjórn, nema að eiga á hættu að stíga ofan á tæmar á ein- hvetjum núverandi samráðhermm. Þetta sannast ágætlega á þeim fjár- málaráðhermm núverandi og fýrr- verandi. Sá fyrrnefni snýr sér út úr þessum vanda með snilldar- bragði; ástand ríkistjármála nú er vegna efnahagsstefnu ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar. Og nú spyr maður: er ekki stefnan í ríkisfjár- málum þungamiðja í efnahags- stefnu hverrar ríkissljómar? Þrátt fyrir góðæri undanfarinna ára hefur ríkissjóður verið rekinn með vemlegum halla, en þessi halla- rekstur hefur leitt til aukinnar „þenslu“ annars vegar og hins veg- ar spennt upp vextina. Við blasir samdráttur í framleiðslu með sam- svarandi kaupmáttarminnkun. Það er lítið verkefni sem við blasir í ríkisijármálum ef takast á að snúa 4-5 milljarða halla í 1.200 milljóna króna tekjuafgang, þrátt fyrir sam- drátt. Stefnan i ríkisijármálum er þungamiðja efnahagsstefnu hverrar ríkisstjórnar og verður því nánar fjallað um fmmvarpið á næstunni í þessum dálki. Orð og efndir Tekjuafgangur skv. Qárlagafmmvarpi og í reynd. 1984 1985 1986 1987 1988 Fmmvarp 9 -532 122 -1.583 27 Reynd -1.163 -783 -2.421 -2.479 -4.500 Mismunur -1.172 -251 -2543 -896 -4.500 Mismunur, % af tekjum -5,6 -0,9 -6,6 -1,8 -7,0 Ats. Niðurstaðan á þessu ári er enn óljós, en gera má ráð fyrir að endanleg t»l« verði milli 4 og 5 niilljarðar. BETRA BOÐ ERÁ SAMSUKTG Samsung örbylgjuofnarnir eru traustir og öruggir. Þelr hafa reynst framúrskarandi vel og auðveldað mörgum eldamennskuna. Getum nú boðið takmarkað magn af RE-553 á sérstöku tilboðsverði. RE-553 býður upp á: 17 lítra innanmál - 500 wött - snúningsdisk - 5 hitastillingar. Fáanlegur í hvítum eða brúnum lit. Verð 17.490,- stgr. JAPISS • BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ ■ SÍMI 27133 • • AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 • • SÍMI 96-25611 ■ Fullveldisfagnaður Fullveldisfagnaður Stúdentafélags Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 26.11. í Átthagasal Hótels Sögu. Vönduð dagskrá. Miðaverð 3.000 kr. Nánari upplýsingar og borðapantanir í síma 673355. Stjórnin. Lánaþjónusta □ Vantar þig peninga? Þegar bankamir lána þér ekki... þá gerum við það. Fáðu lánaða peninga án lánstrausts. Hvaða upphæð sem er fyrir hvað sem er. Mjög lágir vextir - 6-7%. 0 Fáðu Visa eða Master-kort Fjáihæðir allt að 10 þús. dollarar. Allir eru samþykkjanlegir. □ Fjárhæðir til að byrja eða stækka fyrirtæki Fyrir fyrirtæki og húseignaviðskipti. Frá 50 þús. dollurum upp að 50 millj. dollara eóa meira. Endurgreiðsla á allt að 20 ára tímabili. □ Fyrir upplýsingar og umsóknir, sendið kr. 500,- til: R.Z.S. Inc. P.O.Box 8465, 128 Reykjavík. VALHUSGOGN ARMULA 8 SIMI 82275 ORKIN HANS NOA AKUREYRI SMIÐJUVEGI6. KOPAVOGI. S: 45670 - 44544 Komdu með á flísakynninguna Opíð í dag kl. 10-16 KÁRSNESBRAUT106 - KÓPAVOGI - SÍMI46044 OPTIMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.