Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐDD MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 31 C TINNA GUNNLAUGS- DÓTTIR; í skugga hrafnsins. „Bandaríkjamenn hafa alla tíð ráð- ið kvikmyndaiðnaðinum og hættan er sú að bandarísk áhrif verði það sterk að sjálfsímynd manna verði sú sama um allan heim, sérstaklega í Evrópu. Menn eru famir að átta sig á því að Evrópa er annað menn- ingarsvæði," sagði Hrafn. Sjö manna dómnefnd ákveður hver fær verðlaunin, en í henni eiga sæti m.a. breski leikarinn Ben Kingsley, gríska tónskáldið Mikis Theodorakis, leikstjórarnir Liliana Cavani frá Ítalíu og Krzystof Zan- ussi frá Póllandi en formaður dóm- HELGI SKÚLASON; Leiðsögumaðurinn. nefndar er franska leikkonan Isa- belle Huppert. ~ Fmmkvæðið að Evrópuverðlaun- unum kom frá Dr. Volker Hassem- ar, sem fer með stjórn menningar- mála í V-Berlín. Menn hafa látið í ljós efasemdir um að verðlaunin muni aldrei hljóta þá virðingu sem Óskarsverðlaunin, stóru kvik- myndahátíðirnar í Evrópulöndun- um og verðlaun í einstaka löndum álfunnar njóta. En eins og Hrafn Gunnlaugsson segir: „Allt sem vek- ur athygli á góðri list er af því góða.“ LEIKLIST/Þarf aó blekkja áhorfendur? Gaman eða alvara Tvær leiksýningar hafa vak- ið athygli í haust fyrir greindarlegt innihald, snjalla úrvinnslu höfúndar og hnökralausa framrni- stöðu leikenda, leikstjóra og annarra aðstandenda. Hér ræðir um verk Árna Ibsen, Skjaldbakan kemst þangað líka, og leikrit Manuels Puig, Koss köngulóarkonunnar. Þrátt fyrir mikil gæði og mikla skemmtan þar að auki, virðist sem áhorfendur hafi verið tregir í taumi og ekki hafi tekist að sannfæra þá um ágæti verk- anna. Réttara væri , líklega að segja að eftn Havor skilaboð um menn- Sigur|°nsson jngarle&t innihald verkanna hafi náð alla leið en ekki hafi að sama skapi tekist að upp- lýsa um skemmtunargildi þessara tveggja sýninga. Algengt viðkvæði þeirra sem séð hafa Skjaldbökuna er eitthvað á þessa leið: „Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona skemmtilegt." Og svipaða sögu segja þeir sem séð hafa Koss köngulóarkonunnar. Spurningin er því hvorum megin hryggjar áhersl- ir heldur ekkert að vera með kvennahljómsveit til að trekkja, nema þær séu skeggjaðar. En hvað sem allri fötlun líður — Petrucciani stendur fyllilega undir viðurkenningunni og hafi einhver efast þá bregði sá hinn sami Michel plays Petrucciani á fóninn. Það er að mínu mati Petruccianis besta skífa til þessa og fáum ungum píanistum er eins leikið að láta sjóða eins á keipunum og heyra má á fyrri skífuhlið. Þar á ekki lítinn hlut að máli bíbopp-trommarinn gamli Roy Haynes og bassaleikarinn Gary Peacock, sem átti að koma til íslands með Paul Bley fyrir tuttugu árum, en missti af flugvélinni; það er önnur saga. A seinni hlið leika þeir Eddie Gomez bassaleikari og A1 Foster trommari með píanistanum og eru þar kyrrari kjör. Blús og bopp, impressjónismi og samba — allt má finna í ópusunum níu sem bornir eru uppi af hugmyndaríki og kraft- birtingi. Petrucciani er klassískt menntaður, tæknin gallalaus og þekking á nútíma djasspíanói gatalaus. Það mætti sín lítils ef hugur fylgdi ekki máli og stundum verður hann meira að segja úthverfur í innhverfu sinni og hitar þar til rýkur úr gamla Ellington-spakmælinu: „It don’t mean a thing if it ain’t got that swing!“ PETRUCCIANI hreykir sér hátt um þessar mundir — og hefur efni á því. A AÐ SEGJA AÐ KOSS KÖNGULÓARKONUNNAR sé leikrit um hlægilegan homma? an skuli liggja? Á menningarsíðunni — alvörunni; eðg á að snara öllu á hinn veginn og hampa gríninu og léttúðinni. Á að segja að Koss köng- ulóarkonunnar sé leikrit um hlægi- legan homma og. að sama skapi hamra á að Skjaldbakan hafi tilví- sun í íslenskan veruleika dagsins í dag með forkostulegu háði sínu um útblásna vindbelgi sem telja menn- ingu handan við hafið bláa, merk- ari því lygna lífi sem lifað er í litlum samfélögum við firði lands eins og okkar. Um leið hefði kánnski verið snjallast að þegja þunnu hljóði yfir umfjöllun verksins um eðli skáld- skaparins því sannfæring fólks virð- ist sú að slíkt efni hljóti að vera þungt og verulega ógaman. Árni Ibsen leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins og höfundur Skjald- bökunnar segir að á örfáum árum hafi frumkvæði almennings um sókn á leiksýningar hraðminnkað. „Einstaklingsframtakið sem felst í því að fara og kaupa sér miða í leikhús er nær horfið. Það virðist ekki ganga lengur að selja leiksýn- ingu nema með því að selja starfs- mannafélögum og öðrum stórum hópum pakkaaðgang. Þegar ákvarðanatakan um leikhúsferð hefur færst yfir á stóran hóp er ljóst hvernig sýningar verða fyrir valinu. Smekkur hvers ein- staklings þynnist út.“ Inga Bjarnason leikstjóri kvaðst andvíg öllum tilslök- unum frá menning- arlegum áherslum. Hún bendir á að rót þessa áhugaleysis liggi í leiklistarupp- eldi þjóðarinnar; „ef skólafólk hefði á námskrá sinni leik- húsferð tvisvar á ári væri smekkur þess annars konar og þroskaðri. Leikhúsin ættu líka að sýna þá ábyrgð að bjóða börnum og ungling- um aðeins upp á það besta sem þau hafa á boðstólum — ekki fallsýningar sem enginn fer á ótil- neyddur." Hér er ekki tekist á uni hvort er merki- legra, gaman eða alvara. Heldur hitt, að gamanið getur verið fólgið í því að bijóta heilann um alvörumál. CASA — i. m... . Éf - ,'tsN. Xwívív \V.. Wfff * Æ&ff M W W Æ Á HAV, ^NNA PARADISO borás Bjarni Þ. Halldórsson, Umboðs og Heildverslun, ÖSA/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.