Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 43 C SÍMTALID . . . ER VIÐ GUÐRÍÐI, FRÆNKU SÍKÁTA SYSTKINASAMFÉLAGSINS Alveg milljón hríngingar út af nafninu -22652 -Já? -Góða kvöldið, er þetta hjá Síkáta systkinasamfélaginu? -Já. -Ég heiti Urður Gunnarsdóttir á Morgunblaðinu... -Ha? -Ég heiti Urður Gunnarsdóttir á Morgunblaði og er nú bara að forvitnast um hvað þetta Síkáta systkina- samfélag er. Ég rakst á nafnið í síma- skránni. -Jájájájá. -Hvað þýðir þetta nafn eiginlega? -Þetta er bara nafn í símaskrá. -Bara nafn? -Ja, þetta er svona...það bjuggu héma ijögur systkini til að byrja með en það er bara eitt eftir. Þau vildu ekki gera upp sín á milli hvert þeirra yrði skráð i sima- skrána og það var einhver sem hafði sagt þetta einhvem tíma um þessi systkini, því það var alltaf svo glatt á hjalla þegar þau vom héma ijögur. Að þetta væri eins og síkáta systkinasamfélagið og þá settu þau þetta nafn í síma- skrána til að vera ekki að gera upp á milli. -Ert þú ein af þessum þremur? -Nei, ég er ekki ein af systkinun- um, það em tvö þeirra flutt og eitt eftir. Ég heiti Guðríður og er frænka þeirra. -Veistu hvemig fólki gekk að ná í þau þá? -Fólki? (hlær) Það gekk svona, jújú,- það vissu flestir af því að þau höfðu sett þetta og svona spyrst náttúrulega ferlega fljótt út. -Veistu hvort það var eitthvað um hringingar eins og þessa? -Já, alveg milljón. Það er held ég bara vika síðan hún Guðrún Gunn- ars á Rás 2 hringdi og ehhh...og hérna, það hefur ein- hver á Bylgjunni hringt og Pétur fór í viðtal þang- að. Og ein- hver frá Helgar- póstinum hringdi hingað í .sumar og ætlaði að fá viðtal og þá komust þau ekki í viðtal og hann fór á hausinn áður en þau gátu farið. -Jájá og héma...stendur til að kippa nafninu burt úr síma- skránni, fyrst þau era flutt? -Ha? -Veistu hvort þau ætla að taka nafnið úr símaskránni fyrst þijú þeirra era flutt? -Neinei, það stendur ábyggilega, jájá. -Bara gaman að þessu? -Jájájájá, (hlær). -Nú, ætli ég sé þá nokkuð að yfir- heyra þig frekar, þakka þér kær- lega fyrir spjallið. -Já, það var ekkert. -Blessuð. -Blessuð. í Guðlaugur í heimsókn í Reykjavík fyrir ellefu áram. Stýrimaður á síld, ritstörfin bíða betri tíma miótt hefúr verið um rithöfúndinn Guðlaug Arason síðustu árin. 1975-1985 gaf hann út fimm skáldsögur, sem flestar vöktu athygli og umtal. Er þar skemmst að minnast Eldhúsmellna, sögunnar sem út kom 1978. En frá því síðsta bók hans, Sóla Sóhi kom út, hefúr Guðlaugur snúið sér að námi og kennslu á Dalvík og á Akureyri, þar sem hann býr. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum á Dalvík í vor og er nú á sfld fyrir austan land. Ritstörfin segist hann hafa lagt á hiUuna í bUi en hann velti þó ýmsum möguleikum fyrir sér á meðan hann stundi sjóinn. Guðlaugur fór að skrifa á ungl- ingsáranum og gekk í Menntaskólann við Tjömina, þar sem hann skrifaði í frítímum. Nokkra eftir stúdentspróf fluttist hann til Danmerkur þar sem hann var við ritstörf frá áranum 1974- 1979. Hann var 25 ára þegar fyrsta bók hans kom út. „Ritstörf vora aðalstarf mitt í tíu ár. Mér falla þau best, annars hefði ég varla lagt það á mig að skrifa í allan þennan tíma,“ segir Guð- laugur. Umtalið fór firam hjá mér Vindur, vindur, vinur minn var gefin út 1975 en það var ekki fyrr en árið 1978 sem Guðlaugur vakti verulega athygli með bókun- um Eldhúsmellum og Víkursam- félaginu. Pelastikk kom út 1980 og nú nýverið á rússnesku; og Sóla, Sóla 1985. „Eldhúsmellur komu óneitanlega við fínu taug- amar í fólki en umtalið sem bókin olli fór að nokkra leyti fram hjá mér þar sem ég var enn búsettur í Danmörku.“ Allar sögumar, nema sú síðasta, tengjast sjónum að meira eða minna leyti. Astæðuna segir Guðlaugur m.a. þá, að allt of lítið hafi verið skrifað um sjóinn sem þó sé svo snar þáttur í lífi íslend- inga. Guðlaugur er fæddur og uppalinn á Dalvík og segist Morgunblaðið/JGG Guðlaugur Arason, rithöfundur, kennari og stýri maður, býr sig í að fara á síld frá Höfn í Homafirði. bregða sér á sjóinn öðru hveiju, sem kokkur, háseti og nú síðast stýrimaður á Hrísey SU41, sem er gerð út frá Höfn í Hornafirði. „Ég fer á sjóinn bæði til að breyta til og eiga fyrir vatni í saltið. Það Kennslan leiðinleg Guðlaugur bjó í Reykjavík fyrsta árið eftir heimkomuna en flutti síðan til Akureyrar, þar sem hann hefur verið bú- settur síðan. Hann hefur kennt við Stýrimanna- skólann á Dalvík og Gler- árskóla á Ak- ureyri. „Ég hef . mestan part kennt íslensku og dönsku. Kennslan er ákaflega leiðinleg, einkum og sér í lagi vegna þess hversu illa hún er launuð." Ekki segist Guðlaugur vita hvað taki við að síldarvertíð lokinni, segist láta hveijum degi nægja sína þjáningu. Hvar eruþau nú? GUÐLAUGURARASON RITHÖFUNDUR er misjafnt á sjónum; gaman ef vel gengur.“ Um einkalíf sitt vill Guðlaugur sem minnst ræða. Hann á þijár stelpur og einn strák. „Þau era öli á besta aldri,“ segir Guðlaugur þegar talið berst að þeim. Hann er nýkvæntur Signýju Rafns- dóttur, nema og húsmóður, þau höfðu að- eins verið gift í fjóra sólar- hringa er við- talið var tekið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.