Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 n Núerþað girnilegtog . gómsŒtt ÍTALSKT helgarhlaðborð á aðeins kr. 980.- Vió höldum áfram að dekra við gesti okkar og bjóðum fyrstir allra upp á ævintýralegt helgarhlað- borð með úrvali af ítölskum kræsingum sem kitla bragðlaukana unaðslega. ÍTALSKUR HLAÐBORÐSMATSEÐILL í HÁDEGIS- 0G KVÖLDVERÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG Cacciuccoi Rigatoni Cannelloni Tagliatella Anti-pasti Lasagne Pepperoni ripieni Spaghetti alla carbonara Insalata difunghi Insalata d’arancia Ókeypis pizza og kók fyrir börn að 6 ára aldri Pizza og kók fyrír börn 6-12 ára kr. 250.- Súpa, brauð, salatbar og kaffi innifaliö. ítalskar veigar Þú gerír varla betri matarkaup fyrir fjölskylduna. Arríverdeci (sjáumst aftur) VEITIN G AHÖLLIN HÚSl VERSLUNARINNAR • KRINGLUNNl - SÍMI685018 - 33272. LÆKNISFRÆÐI /V illt í œtt gjamast? Æðahnútar Einhvem tíma í steingrárri forn- eskju reis maðurinn upp á aft- urfæturna og fór að ganga teinrétt- ur. Því skammrifi fylgdi sá böggull að bláæðarnar eftir Þórarin Guðnason fótum hans þola ekki ævinlega þann blóðsúlu- þunga sem á þær er lagður. Þunnir æðaveggirnir láta undan þrýstingn- um og út úr þeim myndast pokar eða naflar eins og á 17. júní-blöðrum sem krakkamir blása upp meir en góðu hófi gegnir. Þessir pokar heita æðahnútar og fyrirfinnast ekki hjá öðmm skepnum jarðarinnar. Hjartað dælir blóði af heljarafli gegnum slagæðamar út í líkamann. Þar dreifist það í þéttriðnu háræða- neti og silast svo aftur til hjartans um krákustigu bláæðanna. í þeim em lokur eða blöðkur sem eiga að sjá um að blóðið renni í rétta átt, og gera það líka meðan allt er með felldu. Blóðrásin verður að ganga sína leið, eins og sólin, og í öllum æðum á að vera einstefnu-umferð og sem allra minnstar tafir eða öngþveiti. Þegar bláæðarveggur í fæti lætur undan þunganum og æðahnútar verða til víkkar æðin á stuttum eða löngum spotta. Þá hætta blöðkumar að ná saman og verða óþéttar, blóðstraumurinn hægist og nemur jafnvel staðar um hríð. Með öðmm orðum — þarna verður lygna eða stöðupollur í stað rennslis. Þegar mikið kveður að slíku fer blóðvessi að siast gegnum æðaveggi út í vefinn í kring, fótur- inn þrútnar og sá þroti er ekki bólga í venjulegum skilningi heldur bjúg- ur. Bjúgurinn er fyrsta aðvömn um varhugaverða rennslistmflun og sé því hættumerki ekki sinnt getur það fljótlega bitnað á húðinni; hún líður skort, verður þunn og gljáandi, síðan rauð- eða bláleit og að lokum dettur á hana gat af litlu eða engu ytra tilefni. Þetta gat stækkar, í það berast sýklar frá umhverfinu, sáríð verður óhreint, það vilsar úr því — og fótasár em erfið viður- eignar; þau gróa seint og illa. (Innan sviga má bæta því við að öll sár fyrir neðan hné em lengi að gróa og þurfa sérstakrar aðgæslu við. Ástæðan er hin sama og áður var lýst: Tregt bláæða- rennsli í fótum vegna hárrar og þungrar blóðsúlu, þótt heilbrigðir fætur standi snöggt um betur að vígi en hnútóttir.) Nú er tímabært að minn- ast á meðferð og hvenær hennar sé þörf. Oft valda æðahnútar litlum eða engum óþægindum og á það einkum við þegar þeir em fáir og smáir. Hér er í rauninni ekki þörf á neinni meðferð nema þá af því að eigendum slíkra fóta finnast þeir ljótir og veigra sér við að spígspora um sundlaugabakka og sólarstrend- ur. „Ég læt enga lifandi manneskju sjá mína ferlegu fætur sokkalausa,“ er algengt svar þegar læknir sting- ur upp á sundi tvisvar í viku til styrkingar slöppum bakvöðvum. Sennilega mundu ýmsir kalla þetta pjatt en það skiptir ekki máli. Hitt er meira um vert að æðahnútarnir em famir að valda áhyggjum; líkamlega meinlaus-kviili hefur í för með sér hugarangur, og hví skyldi því ekki gefinn gaumur? Æðahnútar stækka gjaman og breiðast út þegar árin líða og þótt þeir séu í fyrstu einkennalausir fer oft að bera á þreytuverkjum síðar meir. Þá er ástæða til að huga að meðferð og þó helst ef óþægindun- um fylgir bjúglopi um ökkla eða á rist. Fyrst þegar menn tóku að gera við æðahnúta var sprautað í þá Æðahnútar Tvö þúsund og fjögur hundruð ára gömul leirmynd af æðahnúta- fæti. vökva sem lokaði æðinni og gaf það iðulega góða raun en árangurinn vildi verða skammgóður; æðamar opnuðust á ný. Eftir að farið var að beita skurðaðgerðum og taka hnútóttu æðamar burt urðu um- skipti til hins betra. Samt er aldrei á vísan að róa; þeir hnútar sem búið er að fjarlægja koma vitaskuld ekki aftur en aðrir koma stundum í þeirra stað — á öðmm stað. Þá mætti spyija: Hvernig víkur því við að sumt fólk fær aldrei einn einasta æðahnút en aðrir era að framleiða þá alla sína ævi? Og af hveiju hafa sumir mikla hnúta á öðram fætinum en enga á hinum? Hlýtur ekki að vera einhver veila í veggjum sumra bláæða? Erfðagallar? Meira ber á æðahnútum í sumum Qölskyldum en öðram. Hvað sagði ekki gamla fólkið: Illt er í ætt gjamast. TRVBHKL/Hvaó segirBiblían um skilnab? Neyðarúrræðið Biblían segir ekki margt um skilnað sér á parti. En í henni er margt og mikið að fínna, sem getur hjálpað manni til þess að lifa sér og öðram til góðs og veijast vangæfu. Og einnig um það, hvernig hægt er að standast áföll og bæta úr því, sem illa fer. Allt sem Bibl- ían boðar um markmið mann- legs lífs dregur Jesús saman í tvö boðorð: Elska skaltu Drottin Guð þinn og náung- ann eins og sjálfan þig. Þessi stóra kjarnaboð era skráð í Gamla teta- mentinu en ekki á sama stað. Jes- ús tengdi þau saman eða benti á, að þau era samstæð heild, sem verður ekki rofin. Hann áréttar þetta í Fjallræðunni og endranær. Og postular hans síðan. / Þessi viðmiðun gildir í öllum til- vikum lífsins. Og ef hún gildir í eftir dr. Sigurbjörn Einarsson raun í viðbrögðum og viðhorfum, þá er öllu borgið, hvemig sem allt snýst. En augljóslega er hún því þungvægari sem um nánari og við- kvæmari samskipti manna er að ræða og meira í húfi fyrir einstakl- inga og þjóðfélag um það, að menn gangi ekki í berhögg við hana. Ég efa ekki, að víð séum sam- mála um það, að mannlífíð væri öðruvísi og farsælla, ef við væram menn til þess að hugsa og breyta í samræmi við þetta. Mundi þá nokkurt hjónaband verða ófarsælt eða leysast upp? Jesús var einu sinni beinlínis spurður, hvort maður mætti skilja við konu sína (Mark. 10). Hann spurði á móti, hvað Mose hefði boðið og fékk það svar, að hann hefði ieyft skilnað (5. Mós. 24). Jesús vissi það auðvitað. En nú sagði hann: „Vegna harðúðar hjartna yðar ritaði hann yður þetta boðorð, en frá upphafi sköpunar gjörði Guð þau karl og konu .. . og þau tvö skulu verða einn mað- ur ... Það sem Guð hefur tengt saman má maður eigi sundur skilja." Hér segir Jesús, að Móse hafi orðið að taka tillit til þess, að „hart er mannsins hjarta". En þó að skilnaður sé leyfilegur og geti ver- ið óhjákvæmilegur, þá sé hann eigi að síður slys, andstætt vilja og til- gangi Guðs. Hjónaband sé í eðli sínu ótjúfanlegt ævisamband tveggja, karls og konu. Þess ber að gæta, að ákvæði Móselaga veitir manninum rétt til skilnaðar. Konan var réttlítil hvar- vetna í fornöld. Löggjöf sú, sem kennd er við Móse, var þó að því leyti til jákvæð gagnvart konunni, að þar var spornað við algerum geðþótta eiginmannsins. En konan var eign mannsins. Og hann mátti eiga margar. Það var nú reyndar úr sögunni í ísrael fyrir löngu á dögum Jesú, einkvæni var algild lagaregla. Jesús gengur út frá því sem sjálfsögðum hlut. Því aðeins eru karl og kona metin að jöfnu, að báðum sé jafnskylt að eiga allt með einum, líkama og sál og lífsör- lög, aðeins með einum eða einni. Fleirkvæni byggist allsstaðar á niðurlægingu konunnar. Vitaskuld hefur hún verið niðurlægð með margvíslegu móti öðra, líka í kristnum mannfélögum. En kannski aldrei eins greipilega og hörmulega og þegar lognar frelsis- hugmyndir blekkja hana til þess að afskræma sjálfa sig. Hjónabönd hafa löngum verið misjöfn ög brestótt, þó að þau væra helguð dýram heitum um órofa tryggðir og gagnkvæmt ástríki. Það er segin saga, að menn geta bragðist sjálfum sér og öðram án þess að vilja það vísvitandi. Og aðsteðjandi atvik og áhrif geta kollvarpað góðum ásetningi. Krist- in siðfræði verður að viðurkenna, að skilnaður getur verið skárri kostur af tveimur illum. En hann er aldrei annað en neyðarúrræði. Og aldrei neinn hégómi, hvað sem tískulygar segja. Þeir sem í slíku lenda rata í ógæfu, stundum ill- kynjaða. Hún bitnar ekki aðeins á aðilum sjálfum heldur fjölskyldum þeirra líka, sér í lagi á þeim börn- um, sem harmleikurinn lýstur, oft til óbóta. En engar era þær ógöng- ur til, sem Guðs miskunn geti ekki ráðið við, ef hann er kvaddur til. Það hefur kristin trú fyrst og fremst að segja við alla menn ævinlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.