Morgunblaðið - 27.11.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.11.1988, Qupperneq 1
Skipveijarnir á Ágiisti Guðmundssyni taka lagið fyrir söltunarstúlkurnar. Svavar Aðalsteinsson og Höskuldur Siguijónsson, Höski, hafa unnið hjá Norðursíld í Qöldamörg ár; Svavar allt frá því að verbúðin var byggð íyrir um tuttugu árum. SUNNUDAGUR 27 NÓVEMBER 1988 SIBBA, ALLA, HÖSKI, INA BLAÐ c texti og myndir/Urður Gunnarsdóttir að er að kvöldi miðvikudags sem rútan rennur í hlað hjó Norðursíld ó Seyðisfirði. Farþegarnir eru þrír; ungt óstfangið par, sem er að koma til vinnu og svo ég. Hafsteinn Sigurbjörnsson verkstjóri tekur d móti mannskapnum, sýnir okkur bústaðinn og hverfur svo ó brauf enda nóg að gera í síldinni. Það fer ekki ó milli móla hvert við erum komin; dauf lykt af síld liggur í loftinu og ó hólu planinu er hreistur og hausskornar síldir hér og þar. Fóir hafa lokið vinnu; en skarkali af efri hæð hússins gefur til kynna að nokkrir af Svíunum tuttugu séu hættir að vinna eða í fríi, því sumir vinna ó vöktum í Fiskvinnslunni. í horni matsalarins ó neðri hæðinni sifja Aðalheiður Jónsdóttir,- Alla róðskona og Hildur Marinósdóttir fró Árskógssandi, kona ó besta aldri sem fylgir síldarbót eiginmannsins og er í fimmta sinn í verbúðinni. Þær bjóða gestinum úr Reykjavík kaffi og halda ófram að horfa ó sjónvarpið. Fyrstu spurningunum svara þær heldur treglega en hressast fljótt. Alla hefur verið ó síldinni í yfir þrjótíu ór og það er einhvern veginn svo sjólfsagt, að maður spyr ekki af hverju. Hún hefur saltað um borð í síldarbót, þegar það var of langt út ó miðin. Þó fengu menn síldina lifandi í hendurnar og hentu henni stundum út fyrir borðstokkinn í stað þess að skera hana. Menn unnu fram ó nótt og þó voru engin kaffihléin. „Eg var svo lurkum lamin að ég næ mér líklega aldrei í handleggnum," segir hún og strýkur framhandlegginn hugsi. I framhaldi af því minnist hún fyrstu viknanna í verbúðinni. Þó vann fólkið svo mikið og var orðið svo svangt að það varð veikt þegar það gleypti í sig matinn. Hildur hryllir sig við tilhugsunina að skera síldina lifandi en þarf væntanlega ekki að óttast að slíkt gerist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.