Morgunblaðið - 27.11.1988, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MANNUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
C 11
MATUR OG DRYKKUR/Eru glögg-
drykkja og piparkökuát skablegf
Afjólaglöggskyggni
Nú fer í hönd fyrirkvíðanlegasti
árstími leignbílstjóra, barþjóna
og presta: glöggtíðin. Sá norður-
evrópski siður að vinir og starfs-
félagar geri sér glaðan dag á jóla-
wmm^^mmm föstunni, komi
saman til að oma
sér við heita
rauðvínsglögg í
skammdeginu,
hafur öðlast ótrú-
legar vinsældir hér
á landi siðastliðinn
áratug. En sú
staðreynd að ís-
eftir Jóhönnu
Sveinsdóttur
land tilheyrir ásamt Svíþjóð, Finn-
landi, Sovétríkjunum og Póllandi
svokölluðu brennivínsbelti, en ekki
beltum kenndum við bjór eða léttvín
sem aðrar Evrópuþjóðir eru hluti
af, hefur eftirtaldar afleiðingar í för
með sén annars vegar að íslending-
ar drekka að öðru jöfnu meira
magn af glögg og drekka
hraðar þar sem þeir eru
óvanir því sjálfsagða
sísötri sem tíðkast í létt-
ari beltunum, og hins
vegar styrkja þeir glögg-
ina með brenndum vínum
í mun ríkari mæli en er
til siðs í þeim sísöturs-
löndum þar sem vagga
glöggmenningarinnar
stendur. (Það stafar jafn-
framt af því að hér er
rausnarskapur gestgjafa
fremur mældur í styrk-
leika drykkja en gæðum;
fólk tekur ekki þá áhættu
að vera núið um nasir nánasarskap
með því að bjóða uppá „veika“
glögg-)
Og þar sem glögg er einkum
neytt milli klukkan fjögur og níu
síðdegis, á fastandi maga, og eina
meðlætið piparkökur sem ógerlegt
er að fá magafylli af án þess að
verða fársjúkur, verður fólk fljót-
lega býsna ölvað, svo jólaglögg-
skyggnt að það kemst alveg á pipar-
kökuna. Þetta orðatiltæki er sam-
kvæmt bestu fáanlegu heimildum
runnið undan tungurótum Sigurðar
skálds Pálssonar og merkir það stig
glöggvímu þegar menn eru orðnir
svo máttfamir að þeir hafa ekki
þrótt til að bíta í piparkökuna sína
heldur eru með hana lafandi í öðru
munnvikinu.
Að sögn leigubflstjóra og bar-
þjóna mun ekki óalgengt að jóla-
glöggskyggnir hópar skelli sér beint
á svokallaða skemmtistaði án þess
að hafa nærst frekar, og að sögn
þessara tveggja stétta svo og presta
verður margt hjónabandið eða par-
sambandið bláþráðótt við
slíkar aðstæður, jafnvel
svo að upp úr slitnar.
Því er þjóðráð að inn-
byrða eitthvað undir-
stöðugott áður en haldið
er í glöggteiti, t.d. n\jólk-
urglas og heilhveitibrauð-
sneið með lifrarkæfu.
Þeim sem hyggjast
stunda slík teiti af kappi
í desembermánuði er og
ráðlagt að auka B-
vítamíninntöku sína, og
þeim sem reykja að auka
jafnframt C-vítamín-
skammtinn, því áfengi
eyðir B og tóbak C og þetta tvennt
ásamt streitu vinnur hægt og
bítandi á ónæmiskerfmu. Vituð ér
enn — eða hvað?
LÆKNISFRÆÐI/Hverjir hrepptu hnossibf
George Hitchings Gertrude Elion Sir James Black
Nóbdsverðlaunin
í læknisfræði
au sem fengu Nóbelsverðlaun-
in í læknisfræði á þessu hausti
eru bandarísk kona, Gertrude Eli-
on að nafni, landi hennar George
Hitchings og Bretinn Sir James
Black. Öll hafa
þau starfað lengi
að rannsóknum
og uppgötvun
nýrra lyfja og í
tilkynningu um
veitinguna var
komist svo að
orði að þremenn-
ingamir hefðu
dregið fram í dagsljósið þýðingar-
mikil lögmál um lækningar með
lyijum.
Elion og Hitchings hafa unnið
saman í meira en fjóra áratugi.
Athuganir þeirra á mismunandi
kjamsýruefnaskiptum í heilbrigð-
um framum og krabbameinsfrum-
um, í bakteríum og veiram, urðu
kveikjan að framleiðslu tíógúaníns
og merkaptópúríns en þau lyf
bæði era gefin við hvítblæði. í kjöl-
farið sigldu pýrimetamín við mýra-
köldu, allópúrínól (Zyloric) við
þvagsýrugigt og efni sem slævir
þá hneigð líkamans að hafna
Sgræddum líffæram. Það heitir
azatríópin og í sömu ferðinni, ef
svo mætti segja, bættust tvö ný S
hópinn. Annað var aciklóvSr (Zovir-
ax) sem stemmir stigu við alvar-
legum sýkingum af völdum áblást-
ursveiranna en þær era líka söku-
dólgamir þegar hlaupabóla og rist-
ill sækja okkur heim. Hitt lyfið er
stundum gefið eyðnisjúklingum og
virðist tefla framgang sjúkdómsins
þótt ekki sé um varanlega lækn-
ingu að ræða.
Um James Black er það að segja
að 1962 hrintu hann og samverka-
menn hans af stað mikilli lyfja-
skriðu með því að framleiða fyrsta
nothæfa lyfið í þeim flokki sem
kallast beta-blokkarar og era með-
al þeirra hjarta- og háþrýstings-
lyfla sem mestum vinsældum eiga
að fagna um þessar mundir. Og
Black lét skammt stórra höggva
milli, því að rúmum áratug síðar
átti hann dijúgan þátt í að fram-
leiðsla gat hafist á símetidíni,
magasársmeðalinu góða sem var á
dagskrá í þessum pistti fyrir hálf-
um mánuði. Má víst með. sanni
segja, og það í jákvæðri merkingu,
að mörg okkar séu dag hvem að
súpa seyðið af því sem hann hefur
verið að kokka að undanfömu.
Það var árið 1901 sem fyrst
vora veitt verðlaun úr sjóðnum sem
Alfred Nobel stofnaði skömmu fyr-
ir dauða sinn. Fyrsti læknirinn sem
hreppti hnossið var Emil von Behr-
ing fýrir mótefnið gegn banvænu
eitri bamaveikinnar. Tveim áram
síðar var röðin komin að Niels R.
Finsen fyrir uppgötvanir í ljós-
lækningum; hann var íslenskur í
föðurætt, fæddur í Þorshöfn í
Færeyjum og stúdent frá
Reykjavíkurskóla vorið 1882. Á
eftir honum kom lífeðlisfræðingur-
inn Pavlov, þar næst Robert Koch
sem fann berklasýkilinn — og
þannig hver af öðram.
Tímaritið „Heilbrúgðismál" sem
Krabbameinsfélag Islands gefur
út birtir í síðasta hefti einkar fróð-
lega grein um riðu, visnu, mæði-
veiki og eyðni eftir Margréti
Guðnadóttur prófessor í veira-
fræði. Hún minnir á að það var
íslenskur læknir, Bjöm Sigurðsson
á Keldum, sem árið 1954 setti
fyrstur manna fram „kenningu um
nýja tegund smitsjúkdóma sem
hann kallaði hæggengar veirasýk-
ingar...“ Bjöm dó fimm áram
síðar, aðeins 46 ára gamall. Og
Margrét heldur áfram: „Eftir allt
of skamma starfsævi Bjöms liggur
ótrúlega mikil og vönduð vinna,
vinna sem hann hefði fengið Nób-
elsverðlaun fyrir, hefði hann lifað,
en árið 1976 vora þau verðlaun
veitt fýrir vinnu á sviði hæggengra
veirasýkinga. Hefði þá ekki verið
hægt að ganga fram hjá Bimi,
enda ekki líklegt að neinum hefði
dottið slíkt í hug.“
eftir Þórarin
Guðnoson
LIFANDIPENINGAMARKAÐUR
IKRINGLUNNI
Ari Sigurðsson
Sigrún Ólafsdóttir Margrét Hinriksdóttir Stefán Jóhannsson
í/á Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni nÁPCCCTIMrADPÍl Ann Opið mánudaga til föstudaga kl. 10 —
‘rlifandi peninsamarkaður rj/rVP| jlog laugardaga kl. 10 -
’lifandi peninga markaður
yg persónuleg þjónusta.
Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700
Aðili að Veröbréfabinai Islands. Hluthalar Verzlunarbankinn. EimskÍD. Trvaoinaamíðslóðin.
18
14
fJÁRMÁÍ
Ufeyrissjóður Verzlunarmanna auk rúmlega 400 fyrirtækja og einstaklina.
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Skyndibréfa, Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa ogTekjubréfa
sTSv. 1988: Kjarabréf 3,369 Tekjubréf 1,569 Markbréf 1,781 Fjölþjóðabréf 1,268 Skyndibréf 1,032