Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 12

Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 12
12 C « <fy-<»■»»* W>Kil <1 Wt ... MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 TÆKNlÆr unnt ab grceba fé á geimferbum? HAGFRÆDI/J' ísland ekki samleib meb Vesturlöndum í efnahagsmálum ? Iðnaður útií geimnum Afyrstu árum gervitungla og skammra geimferða var gjarn- an spurt sem svo: Hvað gagna geimferðir og gervitungl beint fjár- hagslega? En aðeins örfáum árum síðar voru fyrstu samskipta- gervitunglin kom- in á loft og farin að senda upplýs- ingar og myndir heimsálfa á milli. eftir Egil Er ekki fjárhags- Egilsson legt gagn af því? Enn er spurt: Hvert er efnahags- legt gagn geimferða? Geimferðir eru að vísu ekki eingöngu stundað ar vegna efnahagslegs gróða, held- ur að hluta til vegna grunnrann- sókna á geimnum, hvert sem hag- nýtt gildi þeirra kann að vera þegar fram í sækir. Hins vegar er nú svo komið, að skammt er í að þyngdarleysi rúms- ins utan jarðarinnar gegni miklu efnahagslegu hlutverki. Varla er lengra en fram til næstu aldamóta í það að fyrstu vörumar sem eru framleiddar úti í geimnum verði teknar niður til jarðarinnar. Það er ekki síst ýmis konar málm- og efnis- tækni, sem hægt er að framkvæma betur í þyngdarleysi en niðri á jörð- inni. Málmtækni byggist mjög á íblöndun örsmárra agna aukaefna í aðalmálminn, og auka þar með styrk hans. Þyngdarleysið tryggir jafnari dreifingu þessara aukaagna og þar með einsleitari og sterkari málm. Eitt af því sem framleitt yrði með þessum hætti eru loftspað- ar þotuhreyfla, sem verða að þola sérstaklega mikið álag miðflótta- afls. Vélahlutir framleiddir með þessu móti myndu ekki aðeins end- ast lengur en þeir sem nú eru til, heldur tryggja betri nýtingu elds- neytis. Þetta er aðeins eitt dæmi vélahluta þeirrar tegundar sem þola mikið álag, sem framleiddir yrðu í geimnum. Annað sem fyrirsjáanlega yrði framleitt er svonefnd málmfroða. Hér er um að ræða málm sem blás- ið er lofti í og myndar það holrúm. Með þessu móti næst meiri efnis- styrkur miðað við þyngd en í venju- legum málmi. Enn kemur þyngdar- leysið til hjálpar og tryggir jafnari dreifíngu holrúmanna en hægt er að gera á jörðu niðri. Þegar fram í sækir er ekki aðeins um að ræða iðnað, heldur einnig námugröft úti í geimi. Hinar stóru reikistjörnur utan til í sólkerfínu hafa að geyma mikið magn efna sem verður e.t.v., þegar fram í sækir, auðveldara að sækja þangað en að framleiða í stórum stíl á jörðinni. Þannig er framtíðarsýnin ekki aðeins risastórar geimstöðvar með vinnupöllum svífandi í nokkur hundruð kílómetra hæð yfír jörðu, heldur einnig geimför í þungaflutn- ingum á milli reikistjarnanna og til jarðar. Stángrínmr, hríngdu í Gorbatsjov! Yfirlýsing forsætisráðherra í stefnuræðu sem hann flutti Alþingi í byijun mánaðarins þess efnis að ríkisstjóm hans hygðist hverfa frá hefðbundnum vestræn- ____________ um leiðum í efna- hagsmálum hefur vakið mikla at- hygli. Orð hans eru m.a. athyglis- verð fyrir þá sök að hér talar mað- ur sem ferðast hefur um heiminn til að leiðbeina eftir Ólaf íslelfsson öðrum þjóðum um stjórn efna- hagsmála. Mun t.d. fyrirlestrar- hald hans í ísrael um þessi efni mörgum í fersku minni. Tilefni er því til að fjalla nánar um ummæli forsætisráðherra. Vikuritið The Eco- nomist fjallar í nýlegri ritstjómargrein (12. nóv. 1988) um efnahags- vanda ríkja Austur- Evrópu og hvernig við honum skuli brugðist. Blaðið hafnar hugmynd- um, sem fram hafa kom- ið um nýja Marshall- hjálp með þeim rökum að vandi Austur-Evrópu felist ekki í skorti á gögnum og gæðum til framleiðslu heldur ófullnægjandi hagnýtingu þeirra. Þessum vanda verði Austur-Evrópumenn að ráða fram úr sjálfir með því að draga úr ríkisumsvifum, efla einkafram tak, koma lagi á fjárlög sem þrúg- uð em af niðurgreiðslum og eyðslustyrkjum, leiðrétta gengi gjaldmiðlanna, og, umfram allt, gefa verð fijálst hvar sem því verð- ur við komið. í þessum ábending- um hins kunna tímarits felast meginatriði í vestrænni hagstjórn, og telur blaðið að þangað til þess- ara aðgerða sjái stað mundi endur- reisnarfé frá Vesturlöndum vera ausið í botnlausa hít. í ráðleggingum The Economist til ríkja Austur-Evrópu felst jafn- framt óbein iýsing á efnahags- stefnunni sem fylgt hefur verið austur þar. Svo bregður við að í öllum atriðum fellur hin nýja efna- hagsstefna á íslandi saman við stjómarstefnuna sem leitt hefur fátækt og skort yfír lönd Austur- Evrópu, enda þótt þau eigi gnægð auðlinda. Þannig kveður fjárlaga frumvarp ríkisstjórnarinnar á um aukin umsvif ríkisins, og er í at- hugasemdum framvarpsins gert ráð fyrir að ríkisútgjöld vaxi í hlut- skipbrot falli við landsframleiðslu og að raungildi. Þrengt er að einkafram- taki með auknum sköttum og álög um á einstaklinga og fyrirtæki. Aukið er á niðurgreiðslur og fram- leiðslustyrki, og þótt ekki sjáist sú aukning á fjárlögum ársins 1989 munu afborganir og vextir af lánum, sem tekin era til þess arna, sjást á fjárlögum framtíðar- innar þegar að skuldadögum kem- ur. Raungengi krónunnar hefur gengið úr skorðum, og er sú stað- reynd viðurkennd af forsætisráð- herra. Og ákveðin hefur verið verðstöðvun til 6 mánaða. Ofan í kaupið er settur á laggirnar sjóður undir pólitísku forræði sem koma á í stað eðlilegra rekstrarskilyrða fyrir atvinnufyrirtækin. Flestir þekkja hvernig þjóðum Evrópu hefur farnast í efnahags- málum eftir því hyoram megin jámtjalds þær búa. Ólíku er saman að jafna þegar lífskjör og hagur almennings er annars vegar, enda er Austur-Evrópa sem púður- tunna, vegna kröfu almennings um bætt kjör og aukin lýðréttindi. Samt á að fylgja sömu efnahags- stefnu á íslandi og beðið hefur i þessum heimshluta. Þau tíðindi hafa helst orðið í austurvegi á und- anfömum áram að gerskir hafa ákveðið að taka í ýmsum atriðum upp vestræna stjómar- háttu á sviði efnahags- mála, m.a. með því að leyfa einkarekstur og fijálsa verðmyndun þótt í takmörkuðum mæli sé. Er hinni nýju stefnu lýst með kjörorðinu pere- strojka. Ganga þeir í þessu efni í spor Kínveija, sem fyrr á þessum ára- tug ákváðu sams konar stefnu- breytingu. En forsætisráðherrann íslenski, sem á sínum tíma gekk úr vegi til að kynna löndum sínum perestrojkuna, virðist ekki hafa numið boðskapinn um fráhvarf frá hefðbundnum austrænum leiðum í efnahagsmálum. Kúvendingin er réttlætt með því, að á íslandi standi framstætt veiðimannaþjóð- félag, sem ekki eigi samleið með Vesturlöndum í efnahagslegu til- liti. Hugmyndafræði forsætisráð- herrans er skýr. Hér búa hræður á skeri en ekki fólk í landi. Hér skal forneskjan ríkja ein. ‘MINNSTA PÖNTUN 10 STK. JOLAKORT EFTIR ÞÍNUM EIGIN MYNDUM VERÐ KR. 42 PR. STK.* Sendu vinum og vandamönnum skemmtilega og persónulega jólakveðju með jólakorti, eftir þínum eigin myndum. Skipholti 31, sími 680450 VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! SIMANUMERIÐ OKKAR ER 17152 MYNDAMÓT HF /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.