Morgunblaðið - 27.11.1988, Qupperneq 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
• •
ÍSLENSK
ÆTTARNÖFN
NOFN
Fyrsti Vídalíninn, Arngrímur Jónsson hinn lærði.
holti. Vídalín og Thorlacius eru tal-
in vera elstu íslensku ættamöfnin.
Wium
Ættamafnið „Wium“ er af hrein-
um erlendum uppruna. Jens Wium
var undirkaupmaður í Reyðarfirði
um 1715. Faðir hans var Peder
Wium sem var „yfir-visiteur“ við
skráningu hermanna í Kaupmanna-
höfn. Jens fékk vonarbréf fyrir suð-
urhluta Múlaþings og Skriðu-
klaustri árið 1718 en tók að fullu
við 1723. Drukknaði í sjóferð um
1740. Sonur hans var Hans Wium
en um hann var ein frægasta
níðvísa íslands ort:
Týnd er æra, töpuð sál,
tunglið veður í skýjum.
Sunnefu nú sýpur skál
sýslumaðurjnn Wíum.
En af viðskiptum þeirra systkina Sunnefu
og Jóns við Wium sýslumann ganga miklar
sögur.
Scheving
„Scheving" er í hópi elstu ættar-
nafnanna. f Sýslumannaæfum
Boga Benediktssonar má ráða að
Lárus Hansson Scheving hafi komið
hingað frá Danmörku á síðasta
fjórðungi sautjándu aldar. Hann
gerðist ritari og fullmektugur Jó-
hanns Péturssonar Kleins á Bessa-
stöðum og lögsagnari í Gullbringu-
sýslu. Faðir Lámsar var „sorinskrif-
ari“ í Björgvin í Noregi, en hans
faðir var Lárus Scheving prófastur
í Scheving á Sjálandi. Sjáland er
til bæði í Danmörku og Niðurlönd-
um. Til er bærinn Scheveningen í
Háskaleg?
Lengi hefur verið deilt um gildi
eða skaðsemi ættamafna á fslandi.
Margir hafa talið þau óþjóðleg, en
aðrir hafa talið að þau hefðu hættu-
leg áhrif á beygingarkerfi íslenskar
tungu.
Víst er að beyging ættamafna
vefst iðulega fyrir mönnum, t.d.
blaðamönnum. Ingólfur Pálmason
Qallar m.a. um þessi mál í riti sem
kom út í fyrra og nefnist Um ættar-
eftir Pól Lúðvík Einarsson
íslendingar hafa
yfirfeitt þann háttinn á
aö kenna sig viö fööur.
Útlendingar kenna sig
viðætt. Sumir
Frónverjar gera þad
einnig.
Sú einfalda ættfræði
að ailir eigi ætt til
Adams að rekja er af
mörgum íslendingum
talin ófullnægjandi.
„Hverra manna og
hvaðan er hún (eöa
hann)?“ Þetta eru oft
fyrstu spumingarnar
sem spurt er þegar
nýtt og ókunnugt fólk
berstítal.
Islensk ættamöfn eru til-
komin fyrir útlend áhrif.
Það var siður lærðra
manna að hafa nöfn sín
á latínu. Enda er reyndin
sú að fyrst verður vart
við íslensk ættamöfn er-
lendis t.d. í bréfaskiptum
eða nafnaskrám.
Nú er það gömul saga og ný, að
venjuleg og hefðbundin íslensk nöfn
standa gjaman föst í koki — og
penna útlendinga. Þeir hyllast
gjaman til að umrita eða afbaka
nöfnin með ýmsum hætti. Alkunn
var sú tilhneiging Dana að breyta
„son“ í „sen“. E.t.v. hefur ýmsum
Islendingum þótt það einfaldara að
velja sér ættamafn heldur en þola
misjafnlega þekkilegar afbakanir
eða standa í sífelldum útskýringum
og leiðréttingum. Yfirleitt hlýddu
menn þó íslenskri siðvenju hér á
Fróni.
nöfn og erlend mannanöfn í
íslensku. Höfundur telur að beyging
ættamafna á íslandi sé í mikilli
óreiðu, t.a.m. gerist æ algengara
að eignarfallsendingum sé sleppt. í
ritinu segir að ættamöfnin skapi
þau vandkvæði í fslensku málkerfi
að það sé aðeins spuming um tíma,
hvenær að því komi að málfræðing-
af og fræðsluyfirvöld verði að láta
þau til sín taka.
Vídalín
Eitt elsta íslenska ættamafnið
sem kunnugt er um mun vera
„Vídalín" og er það dregið af Víði-
dal í Vestur-Húnavatnssýslu. Am-
grímur Jónsson hinn lærði (1568-
1648) var þekktur erlendis undir
nafninu Amgrimus Jonas og stund-
um var „W“ fyrir aftan og er það
talin vera skammstöfun fyrir „Wid-
alinus“. Jón Ólafsson úr Grunnavík
segir í skrifum sínum: „Um þá
lærðu Vídalína" að Amgrímur hafi
tekið sér þetta viðumefni sem síðar
hafi orðið „nomen gentilium" hjá
hans niðjum og afkomendum. Það
munu hafa verið bamaböm
Amgríms sem tóku nafnið upp.
Thorlacius
Bjarni amtmaður Thorsteinson.
Litlu yngra en Vídalín er ættar-
heitið „Thorlacius", en Þórður sonur
Þorláks biskups Skúlasonar á Hól-
um var skrifaður í skrá háskólans
í Strassburg árið 1666 sem „Theo-
doras Thorlacius Hola Islandus“.
Þórður varð síðar biskup í Skál-