Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 20

Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 ISLENSK ÆTTARNÖFN NOFN • t MEÐ SOGU Líklega mun ein grein ættarinnar hafa flust til Danaveldis snemma á 17. öld. Jóhannes Zoéga eldri flutt- ist hingað til lands frá Slesvík eftir að hafa ráðist í þjónustu Konungs- verslunarinnar um 1780. Hann var m.a. húsráðandi í Stjórnarráðshús- inu við Lækjartorg, þ.e.a.s. honum hlotnaðist sá frami að verða tugt- meistari hegningarhússins. Sonur Jóhannesar var Jóhannes Zoéga yngri en hans sonur varð Geir Zoéga. Geir Zoéga (1830-1917) kaup- maður og útgerðarmaður er efalítið einn nafntogaðasti einstaklingur af þessari ætt. í hugum margra var og er hann ímynd frumkvöðulsins, einstaklingsins sem kemst í efni og álnir af eiginn rammleik og hyggju- viti. Þjóðskáldið Matthías Joch- umsson orti: Aðrir þágu máske meir menntafrægð og giltan leir, en þú hefur góði Geir, gagnað meir en flestir þeir. Ættarnaftiið Thorlacius er dregiðafnafiii Þorláks biskups Skúlasonar. Finsen Af öllum ættum ólöstuðum er óhætt að segja að það sé ekki nokkrum manni til hnóðs að vera Finsen. Það voru synir Hannesar biskups Finnssonar (1739-96) sem tóku upp nafnið. Hannes sjálfur skrifaði sig sjálfur ávallt Finnsson í öllum íslenskum bréfum og skjöl- um en í skrifum til útlendinga og þegar hann dvaldi erlendis notaði hann Finsen. Til er alþekkt rauðkrítarmynd af Hannesi biskup en í íslenskum æviskrám eftir Pál Eggert Ólason segir að góðar heimildir séu fyrir því að ekkja hans hafi ekki kannast við hann af myndinni og sagnir séu um það að þar sé kominn Steindór sýslumaður, bróðir hans, með prestskraga. Jón biskup Helgason segir um niðja Hannesar biskups: „... sá ætt- armeiður sem, þar hefír runnið upp og breitt greinar sínar í allar áttir bæði hér á landi og erlendis, er alveg óvenju ríkur af afburðamönn- um á sviði anda og athafnalífs." Niðjatal Hannes Finnssonar rennir stoðum undir þessa fullyrð- Reykjavík. Sú kjaftasaga hefur ver- ið sögð að Reykjavíkurskóli hafi orðið fyrir valinu sökum þess að fræðarar þar hafí verið taldir ólík- legir til að „fella Finsen“. Niels útskrifaðist með annarri einkunn og var tungumálerfiðleikum og bágu heilsufari kennt um. Annar afkoinandi Hannesar Finnssonar, Vilhjálmur Finsen, var stofnandi og fyrsti ritstjóri Morgvn- blaðsins, sem hóf göngu sína árið 1913. Geir Zoéga, frumkvöðull í íslenskum atvinnurekstri, kom nálægt ingu. Jón Hannesson Finsen gerðist embættismaður í Danmörku. Sonur Jóns, Hilmar, varð stiptamtmaður hér á landi árið 1865 og síðar lands- höfðingi 1873-83. Yngri sonur Hannesar biskups, Ólafur, varð landsyfirréttardómari. Einn sona hans, Hannes Finsen, var amtmaður í Færeyjum og lauk embættisferli sínum í Rípum í Dan- mörku. Af syni hans, Niels Ryberg Finsen (1860-1904), fer mikið frægðarorð. Hann var kunnur fyrir uppgötvanir sínar um áhrif ljóss á heilbrigði mannsins og hlaut Nób- elsverðlaunin árið 1903. Nielsi gekk ekki vel í skóla í Danmörku og var því sendur í Latínuskólann í 9g jólaundirbúningurinn byrjar fyrir alvöru. f Blómavali velurðu úr hundruðum aðventukransa Margir halda í þann skemmtilega sið að búa sjálf- ir til aðventukransinn. í Blómavali færðu allt skreytingarefni í aðventu- og jólaskreytingar. Hjá okkur kosta bestu jólastjörnumar éf.jf. I adeinskr. g 15 Opið frá kl. 9-22 til jóla Grnni irhriQÍni i w/fíintrin Qími* RQ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.