Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 Þá eru nýkomnar mjög ódýrar skápasamstæður úr ljósu beyki. HUSGÖGN OG INNRETTINGAR 'SUÐURLANDSBRAUT 32 Miranda Richardson og Michael Gambon tala hvort sitt tungumál- Fjölmiðlar breskir gerðu sér mat úr frumsýningunni; m.a. var kvöldið áður sent út á BBC-1 langt og persónulegt viðtal sjónvarpskon- unnar Önnu Ford við leikskáldið. Sunnudaginn á undan birtist einn- ig allforvitnileg úttekt á þróun leikskáldsins Ha- rolds Pinters frá því að vera talinn eftir Hóvar höfunda fremstur Sigurjónsson í afhjúpun inni- haldsleysis mann- legra samskipta yfir í það að verða fremstur í flokki gagnrýnenda kúg- unar og ofbeldis sem framin eru um víða veröld í nafni ríkis og öfga- kenndra stjórnarstefna. Með öðrum orðum; Harold Pinter undirstrikar enn frekar en áður með þessum nýja 25 mínútna langa einþáttungi sínum, Fjallamál, (Mountain langu- age), að hann er skeleggur mál- svari mannréttinda og svarinn and- stæðingur kúgunar og harðstjóm- ar.Fjallamál lýsir samskiptum nokkurra kvenna og fangeisisvarða er konurnar reyna árangurslaust að ná sambandi við fangelsaða eig- inmenn sína. Pinter hefur staðfest að verkið sé innblásið af heimsókn hans og Arthurs Millers til Tyrklands fyrir nokkrum ámm en neitar jafnframt að Fjallamál sé dæmisaga um pyntingar og ill örlög Kúrdaþjóðar- innar. Segir Pinter að með slíkri íð í Fjallamáli Harolds Pinters. túlkun sé verið að einfalda og þrengja þann alþjóðlega boðskap sem í verkinu er fólginn. Eitt virðist sérstaklega vekja furðu gagnrýnenda; að þróun Pint- ers sem höfundar virðist ganga þvert á viðteknar hugmyndir þeirra um pólitíska kúrfu í lífí hvers manns.„Reiði yfír þeirri andlegu deyfð sem fær flest okkar til að beina sjónum frá villimennskunni og hræsninni sem viðgengst í heim- inum allt umhverfis er vel viðeig- andi tilfinning. En Pinter er 58 ára, kominn á þann aldur að tilfinning- arnar em yfirleitt farnar að dofna eilítið," segir nafnlaus höfundur úttektar í Observer. Og til að undir- strika enn frekar þessa róttæku stefnubreytingu Pinters er vísað til þess að fýrir fimm ámm var sagt um leikskáldið í nýrri bók, að hann væri höfundur sem „neitaði að koma boðskap sínum á fram- færi . . . höfundur sem hefði ekk- ert að segja“. Þetta er þó ekki alls kostar rétt því allar götur frá 1973 hefur Pinter haft ýmislegt að segja um Chile, Nicaragua, Kúrdana, Ronald Reagan og Margaret Thatc- her; um ritskoðun og fangelsaða rithöfunda. Hið rétta er að einungis á síðustu ámm hefur Pinter fundið þessum skoðunum farveg í leikrit- um sínum. Af því sem Pinter hefur látið hafa eftir sér um höfundarferil sinn vekur athygli að hann vill greinilega endurskoða innihald eldri verka sinna með hliðsjón af vaxandi pólitískri meðvitund sinni. Það eitt að Pinter skuli yfirleitt vilja segja eitthvað um innihald verka sinna vitnar um róttæka breytingu á af- stöðu hans til þeirra. Viðfangsefni hann núna em yfirheyrslur, niður- læging og valdbeiting og Pinter segir að þetta megi finna í öllum verkum hans . . .„hann hafi flétt- að slíkt inn í verk sín um árabil án þess að vita af því sjálfur". Tenginguna milli eldri og nýrri verka Pinters telja gagnrýnendur sig sjá í því að nú sem fyrr sé beit- ing tungumálsins aðalviðfangsefni hans; tungumálið hindri samskipti og reiði Pinters beinist einkum að því hróplega ósamræmi sem er á milli orðagjálfurs pólitískrar um- ræðu og þeirra hræðilegu kringum- stæðna sem fórnarlömb pólitísks ofbeldis búa við. Fjallamál er verk sem íslenskur leikhópur gæti sem best komið á fjöl. Vonandi fyrr en seinna. Ármúla 29 sími 38640 Þ. ÞORGRIMSSON & CO Armstrong LOFTAPLÖTUR Kork*o*Plast gólfflísar abhaplast EINANGRUN FESTINGAFUÁRN FYRIR BURÐARVIRKI PAG sólbekkir KULDASKOR Verð kr. 2490.- Stærðir: Litir:Svart, dökkgrænt, dökkbrúnt, dökkblátt. Efni: Skinn- KKIMGNM staðgreiðsluafsláttur. s. 689212 Póstsendum samdægurs. ^ Skápasamstæður frá Finnlandi. Bæsuð eik. Ný sendingeftir helgina. Óbreytt verð kr. 64.500. ImE.IKIA.ST/Hvert stefnir Harold Pinter? Fjallamál Pinters frumsýnt Harold Pinter HLÝIR - STERNR CSgOÍOÍÍlD^ vinnusamfestingar úr vatnsfráhrindandi BEAVER efni Einn helsti leikhúsviðburður þessa hausts í Bretlandi virðist vera — ef marka má undirtektir fjölmiðla — firumsýning á nýjum einþátt- ungi Harolds Pinter í Þjóðleikhúsinu breska þann 20 október sl. í leikstjórn höfúndarins sjálfs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.